Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 8
Mánudagur 31. mars 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davió Guðmundsson Ritstjórar: óiafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Frióa Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Sióumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f. Umræðan um herstððina Samtök herstöövaandstæöinga hafa minnt okkur á, aö umræöan um varnarliöiö og aö- ildina aö Nato má ekki falla niöur. Þjóöhollir Islendingar telja dvöl varnarliösins vera óhjákvæmilega en illa nauösyn, og bæöi er brýnt og tfmabært, aö þjóöin og einkum ungt fólk sé vel upplýst um söguna og aödragandann aö þeirri utanrfkisstefnu, sem tsland hefur fylgt. Við vorum minnt á það um helgina, að samtök herstöðva- andstæðinga eru enn með lífi, a.m.k. að nafninu til. Þessi áhugahópur sendi frá sér frétta- tilkynningu um einhverjar mót- mælaaðgerðir í tilefni 31 árs af- mælis aðildar (slands að Atlants- hafsbandalaginu. Menn héldu, að þessi félagsskapur hefði lognast út af eftir að Alþýðubandalagið gafst formlega upp á því að halda þessu baráttumáli sínu til streitu og gekk til stjórnarsam- starfs, án þess að minnast einu orði á brottför hersins. Alþýðubandalagið einn flokka, hefur gert herstöðvarmálið að heilögu stríði í stjórnmálabarátt- unni undanfarna áratugi, og blekkt til sín margan góðan þjóð- ernissinnann á þeirri forsendu, að flokkurinn væri íslenskari en aðrir flokkar. En eftir að valda- stréitumenn og kerfiskarlar komust þar til valda hefur farið sifellt minna fyrir hugsjónunum, og nú er svo komið, að ekki þótti einu sinni taka þvf að haf a á blaði einhverja yf irlýsingu í fyrri dúr í st jórnarsáttmálanum. Her- stöðvarmálinu hefur verið fórn- aðfyrir kjötkatlana, og vitaskuld verður lítill máttur í samtökum herstöðvaandstæðinga, þegar enginn stjórnmálaf lokkur í land- inu hefur lengur áhuga á að fylgja máli þeirra eftir. En þetta brölt samtakanna minnir engu að síður á, að öll um- ræða um varnarsamninginn við Bandaríkin og aðild okkar að NATOer nauðsynleg, og má ekki falla niður. Og hún á ekki ein- vörðungu að koma úr einni átt. Islendingar verða að vera vel upplýstir og vakandi um utan- ríkisstefnu þjóðarinnar og ungt fólk, sér í lagi, verður að þekkja söguna og aðdragandann að þátt- töku okkar að NATO. Það verður að vita, að Islendingar gengu með opin augu til samstarfs við aðrar lýðræðisþjóðir til að stöðva útþenslu komm únismans. Bandaríska varnarliðinu var leyfð dvöl hér á landi til varna en ekki til árása, og með því var ís- lenska þjóðin ekki að leggja blessun sína á hernað og vopna- skak heldur að taka af stöðu gegn ofbeldis- og einræðisstef nu Stalíns og eftirmanna hans. At- burðirnir í Ungver jalandi, Tékkóslóvakíu og nú síðast í Afganistan, eru ekki tilviljanir, heldur staðfestingar á heims- valdastefnu Sovétríkjanna, svo að ekki verður um villst. Því miður eru þessi dæmi svo átakanleg, að þau gera þörf varnarbandalags frjálsra þjóða óhjákvæmilega. Með þátttöku í því bandalagi eru íslendingar bæði að hugsa um eigið öryggi og einnig hitt að sýna öðrum frjáls- um þjóðum samstöðu og vera hlekkur í varnarkeðju þeirra. Viðerum ekki einir í heiminum í þessum efnum frekar en þegar menn tala með töluverðri um- hyggju um ástandið í þróunar- löndunum eða átökin f Austur- löndum. Lýðræðið og frelsið eru ekki sjálfgefin lífsgæði. Þau kosta fórnir, sem ætti að standa okkur (slendingum nærri að færa. Hitt er rétt að undirstrika, að allir þjóðhollir íslendingar hljóta að óska þess, að sú stund geti runnið upp, að varnarliðsins verði ekki þörf. Þjóðernismetn- aður okkar hlýtur að beinast að því marki, að við getum einir en óhultir búið í landi okkar. Hópur erlendra manna, vopnum búinn, ríki í okkar ríki, er þyrnir í aug- um sjálfstæðrar þjóðar og er ill nauðsyn meðan hún varir. Umræðan um herstöðvamálið hefur alla tíð verið ýkt og öfga- full. Sannleikurinn er sá, að Nato-andstæðingar hafa alltof lengi fengið að ráða ferðinni í þeirri umræðu og blekkt ungt fólk með dylgjum og hræsnisf ull- um þjóðernisrembingi. Mót- mælaaðgerðir herstöðvaand- stæðinga nú eru máttlausar og marka engin tímamót. En þær ættu þó að vera áminn- ing til hinna, sem eru miklu f leiri, að skynsamleg umræða er brýn og tímabær. Yrði varnarlaust Is- land látiö óáreitt? Enn einu sinni efna kommúnistar hér á landi til ,,láta”, eins og þeir kalla það sjálfir í Þjóðvil janum sl. fimmtudag, i baráttu sinni gegn dvöl banda- ríska varnarliðsins í landinu og fyrir svo- kölluðu hlutleysi islenzku þjóðarinnar. Þvf miður eru allt of margir islendingar orðnir sljóir fyrir þess um „ látum” hins harða kommúnistakjarna og átta sig ekki á þvi, að baráttunni er sifellt stjórnað af harðsviruð- um kjarna dyggra kommúnista vegna þess að þeim hefur venjulega tekizt að fá til liðs við sig nokkurn hóp rómantiskra þjóð- ernissinna. Margir hinna andvaralausu segja sem svo: Kommarnir eru búnir aö láta svona i bráðum 30 ár án þess aö brölt þeirra hafi borið nokkurn árangur, þvi þarf engar áhyggjur að hafa af þessu. Sumir bæta meira að segja við, að kommúnista- foringjarnir i Alþýöubandalag- inu meini I raun og veru ekkert með sinni hávaðasömu baráttu gegn aðild Islands að Atlants- hafsbandalaginu og dvöl varnarliðsins i landinu, eins og sjá megi af þvi, að þeir séu nú i fjóröa s.inn seztir i rikisstjórn án þess að viö varnarliöinu verði hróflaö, þeir séu þvi með „látum” s&ium aðeins að frið- þægja ákveðnum hluta af atkvæðafylgi sinu. Þó að kommúnistarnir lýsi þvi yfir berum orðum sjálfir, að þeir hugsi i áratugum, en ekki i árum eða kjörtimabilum, veita margir góðir og gegnir borgar- ar þvi enga athygli, og slikar yfirlýsingar auka m.a.s. á and- varaleysiö. Hvað vakir fyrir þeim? Kommúnistum hér hefur með þviaö bregða yfir sig ýmsum og breytilegum dulargervum tek- izt aö blekkja til fylgis viö flokk sinn, Alþýöubandalagið, fjöl- margt fólk, sem I reynd mundi ekki vilja taka áhættuna af þvi að gera landið varnarlaust og getur áreiðanlega ekki hugsað sér neins konar tengsl við Sovét- rikin, hvað þá sovézk yfirráð á Islandi. Hvað vakir i raun og veru fyrir forystumönnum Alþýðu- bandalagsins með baráttu þeirra fyrir þvi að rjúfa varnar- samvinnu Islendinga við aðrar vestrænar þjóðir? Trúa þeir sjálfir á hina svokölluðu þjóð- ernishyggju sina, sem þeir spila á I áróöri sinum? Trúa þeir þvi, aö hlutlaust, og varnarlaust fsland yrði látið öáreitt, ef stór- veldin teldu þaö þjóna hags- munum sinum að ná hér fót festu? Ef svo er, þá hafa þeir hvorki lesið fslandssöguna né almenna sögu siðustu áratuga, —og þaödettur engum i hug, aö þeir hafi ekki gert. Vilja þeir ábyrgjast Rússa? Þora islenzku kommúnista- foringjarnir að koma fram fyrir þjóðina og lýsa þvi afdráttar- laust yfir, að fsland muni verða óhult a.m.k. fyrir Rauða hern- um sovézka, ef þjóöin tekur upp varnarlausthlutleysi? Þaö væri fróðlegt aö heyra þá gefa slika yfirlýsingu og fá þá um leið skýringu þeirra á því, hvað rétt- lætti slik forréttindi fslendinga i augum Sovétherranna. Þegar áróður islenzkra kommúnistaforingja i varnar- málunum undanfarin ár og ára- tugi er skoðaður i heild; kemur í ljós, að honum er ætið hagað með þeim hætti, sem bezt þjón- ar hagsmunum Sovétrikjanna hverju sinni, þó að þeir i sýndarskyni hafi tekiö upp þann hátt að hnýta I Sovétríkin ööru hvoru. Aróðurinn breytist — en markmiðið ekki Núna, þegarmeirivlösjár eru I heimsmálunum en verið hafa um langt skeiö, leggja þeir áherzluna á, að vamarliðið eigi að fara U r landinu vegna þess að vera þess hér hafi I för með sér hættu á árás á landið. Þegar minni spenna hefur rlkt I sam- skiptum stórveldanna, hafa þeir á hinn bóginn fyrst og fremst stutt kröfu slna um varnarleysi með þvi, aö svo friðvænlegt sé I heiminum, að ástæðulaust sé að hafa varnir á Islandi. Þannig hafa forystumenn Alþýðubandalagsins og her- stöðvaandstæöinga skipt litum i áróðri sínum eftir þvl sem þeir Hörður Einarsson skrifar i tilefni af hinni nýju áróðurssókn kommúnista gegn dvöl varnarliðsins i landinu og spyr m.a.: „Þora islenzku kommúnista- foringjarnir að koma fram fyrir þjóðina og lýsa þvi afdráttarlaust yfir, að ísland muni verða óhult a.m.k. fyrir Rauða hernum sovézka, ef þjóðin tek- ur upp varnarlaust hlutleysi?” hafa talið vænlegast til árang- urs hverju sinni. En markmiðið er og hefur alltaf verið það sama: Aðskapa tómarúm á ís- landi, sem vinir þeirra austur i Moskvuhafi færi á að skjótast inn i hvenær sem þeir teldu sér henta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.