Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 17
WÍSXM Mánudas ur 31. mars 1980 m ii » Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson 17 Broddi tók titil- inn af Jðhanni Ki tslandsmeistarinn ieinliðaleik karla. Visismynd Jens. „Ég átti nu ekki von á aö vinna tvenn verðlaun á þessu móti.þó að ég hafi æft mjög vel og hafi haft mjög góðan þjálfara, þar sem Garðar Alfonsson er," sagði Broddi Kristjánsson TBR nýbakaður tslandsmeistari i ein- liða-og tvfliðaleikibadminton, en lslandsmótið var háð i Laugar- dalshöll um helgina. Broddi lenti einnig i úrslitum i tvenndarleik, en tókst ekki að vinna sin þriðju verðlaun þar. „Ég heföi ekki haft neitt á móti þviað bæta þeim við," sagöi hann eftir úrslitaleikinn. Broddi sigraði Jóhann Kjartansson, fyrrverandi Is- landsmeistara 17:14, 6:15 og 15:8, i einliðaleiknum. 1 tviliðaleiknum léku þeir hins vegar saman „vinirnir" Broddi og Jdhann og sigruðu þá Sigurð Kolbeinsson og Guðmund Adolfs- son TBR i lirslitum 15:13, 5:15 og 15:8, i mjög góðum leik. Kristin Magnúsdóttir TBR vann einnig tvenn verðlaun a mótinu. 1 einliðaleik sigraði hiin Ragnheiði Jónasdóttur 1A nokkuð auðveldlega 11:3 og 11:4 Hún lék siðan með Kristinu B. Kristjáns- dóttur til úrslita I tviliðaleiknum gegn Lovisu Siguröardóttur og Hönnu Láru Pálsdóttur og þær nöfnur sigruðu7:15,15:9 og 15:12. I tvenndarleiknum misstu þau Broddi Kristjánsson og Kristin Magnúsdóttir sina bæði af þriðja meistara-titlinum, er þau töpuðu fyrir þvi leikreynda pari Haraldi Korneliussyni og Lovlsu Sigurðardóttur, 10:15 og 7:15. önnur Urslit á mótinu urðu sem hér segir Einliðaleikur karla, A-flokkur: Þorsteinn P. Hængsson TBR sigraði Helga Magnússon IA 15:6 og 15:4. Tvfliðaleikur karla: Þorgeir Jóhannsson og Skarphéðinn Garðarsson (Alfons- sonar) TBR sigruðu þa Björgvin Guðbjörnsson og Friðrik Þ. Halldórsson KR 15:8 og 15:7. Einliðaleikur kvenna: Þórunn óskarsdóttir KR sigraði Elinu Þorsteinsdóttur TBV 11:1 og 11:3. TvIIiðaleikur kvenna: Auöur Pámadóttir og Þórunn Óskarsdóttir TBR sigruöu Dröfn Guðmundsdóttur og Eddu Jóhannesdóttur BH 15:8 og 15:8. Tvenndarleikur: Þorgeir Jóhannsson TBR og Kristin Garðarsdóttir TBV sigruðu þau Birgi Ólafsson og EHnu Þorsteinsdóttur TBV 15:4 og 15:11. öðlingaflokkur: Einliðaleikur karla: Reynir Þorsteinsson KR sigraði Jón Arnason TBR 15:10 og 15:14. TvOiðaleikur: Hængur Þorsteinsson og Viðar Guðjónsson sigruöu þá Garðar Alfonsson og Kjartan Magnússon 11:15, 15:16 og 15:13. Tvenndarleikur: Jón Arnason og Hulda Magnús- dóttir TBR sigruöu þau Kjartan ' Magnússon og Snjólaugu Sveins- dóttur TBR 11:15, 15:7 og 15:12. „Það er greinilegt, að við erurn á réttri leið og ný andlit eru farin að sjást á verðlaunapöllum," sagði Rafn Viggósson, formaður Badmintonsambandsins eftir mótið." „Breiddin er að aukast mikið enda aðstaöa til æfinga mjög góð og eins reynum við að gera eins mikið fyrir unga fólkiö og frekast er kostur. Ég get þvi ekki annað en verið ánægður með þetta tslandsmót," sagði Rafn Viggösson. — SK. FJðLSKVLDAN FÓR HLADIN GULLI HEIM Það var ánægð fjölskylda, sem yfirgaf Laugardalshöllina eftir tslandsmótið i badminton i gær. Þar höfðu þau systkin, Broddi Kristjánsson og Kristin Berglind Kristjánsdóttir, hlotið þrjú gull- verðlaun. Að sjálfsögðu gat móðirin Hulda Magnúsdóttir ekki látið sitt eftir liggja og rak smiðs- höggið á frábæra frammistöðu fjölskyldunnar. Pabbinn keppti ekki á mótinu ensinnti þess i stað starfi dómara með glæsibrag. Þó hefur leikjum þeim, sem hann hefur getað dæmt farið fækkandi nú síðari ár vegna þátttöku barna sinna og konu en þa hlýtur ánægjan samfara góöri frammistöðu að bæta það upp, svo að um munar. Þess má einnig geta, að Kristján var á sinum yngri árum talinn mjög góður badmintonspil- ari áöur en hann sneri sér að dómarastarfinu. — SK. AUGLYSINGASTOFA KHISTINAR 8.11 tannannave Grundvöllur góðra tanna byggist á: • Neyslu kalkríkrar fæðu, en mjólk og mjólkurafurðir eru kalkrikustu fæðutegundirnar sem vÖl er á. • Reglubundnum máltiðum. • Góðri tannhirðu. • Reglulegu eftirliti tannlæknis. Hvemig er ástand þinna tanna? Brostu framan í spegilmynd þína og kannaðu málið. Tcnniírnar lengí lifi!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.