Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 21
vísm Mánudagur 31. mars 1980 :ÍÍÍÍ:.ÍÍ:í.ÍÍ': mmmm w t * • » t • » —y% *t, » r*« £1 Ómar Ragnarsson skrifar NEGLDU BARÐANA AFRAM ÚT APRÍL? Nú eru komin mánaoamót marz-april, og enn berja flestir bílar götur höfuðborgarinnar meo negldum hjólbörðum. í april eru ao jafnaoi mjög fáir snjódagar f Reykjavik, og verði þörf fyrir alla þessa negldu iijól- barða, verður þao vart nema nokkrar dagstundir. Þdtt leyfi- legt sé aö aka á negldum börð- um um allt land, frá 1. október til 30, april mætti vei hugsa sér, af> þessi timi næoi frá 1. uovem- ber til 31. marz I Reykjavfk, þvf aö vcturinn er tveimur til þrem- ur mánubum styttri hér en á norðanverðu landinu. Með þessum oröum er ekki verið að hvetja til aksturs á sumarböröum i hálku. Þvert á móti: þegar ausiö er salti á helztu umferðargötur, og tækif ærin ei fleiri én raun hefur borið vitni I vetur að komast i hálku, er að sjálfsögðu óafsakanlegast að aka van- búinn. Það er eins og ailir hafi gleymt þvf, að til er áhald sem heitir keðjur. Liklega er allt of vægt tekio á þeim, sem eru á vanbúnum blium i hálku, og þegar slikir bilar spóla, og stööva meðþvi umferð ;í götum, ætti lögregla að taka sHka bila ur umferð, ekkert siður en þeir væru vanbúnir að ööru leyti. Á það má benda aðþað kostar ekkert smáræði fyrir borgarbiía aðberja göturnar með ncgiduiu börðum þann eina mánuð.sem eftir er af þvi timabili, sem það er leyfilegt. Er þar ekki aðeins átt við slitift i götunum, heldur einnig þá miklu óþarfa benzfn- eyðslu sem slfkur akstur hefur i för með sér. Þdtt benzinið hækki senn all-rösklega, má fara langt með að eyða þeirri hækkun með þvi að setja griða sumarbarða undir bilinn i stað negldu barð- anna! Volkswagen Vanagon: góðar viðtökur I Amerfku. Honda Civic hefur fengið mjög góða dóma ibilablöðum, og þykir um margt mun betri bill en hinn gamli og njóta þar góðs af skyld- leikanum við Honda Accord, sem hefur fengið mjög góða dóma á undan honum, meðal annars i bilaprófunhér i blaðinu. Fyrir ut- an það að vera rúmbetri, bjartari og fallegri en fyrirrennarinn, hef- ur nýi Civicinn reynst mjög spar- neytinn, alveg i fremstu röð i prófun Motor Trend, ásamt Mitsubishi Colt, Toyota Tercel og Datsun 510, sem lengst komst. Innfluttu bllarnir eru að visu svo- litið öðru visi búnir vélum, flestir en þeir eru I heimalóndum sínum, vegna mengunarlaga Banda- rikjamanna, og þess vegna eru allra sparneytnustu gerðiriíar ekki á markaði þar (Ðaihatsu Charade, Renault 4 og 5 GLT, Citroen 2CV, Mini, Ford Fiesta 950 o.fl) Rúgbrauðið gott Motor Trend útnefndi nýja Volkswagen-rugbrauöið, Vana- gon, sendibil (,,VAN) ársins, og fær billinn mikið hól fyrir það, hve vel hann fer á vegi, f jarðrar mjúkt og vel, hve mikið jafnvægi sé I honum, og hve mikla fólks- bilseiginleika hann hafi. Stærri gluggar, meira rými og fallegra útlit en fyrr eru líka nefndir, sem kostir. Vlst er um það, aö þegar um f rambyggða fólkssendibila er að ræða, gefur ekkert jafngoða þungadreifingu og það, að hafa vélina aftur I. Sé vélin frammi i og drifið að aftan, vill billinn verða of léttur og hastur að aftan tómur, og sé vél og drif að framan minnkar gripdrifhjólanna, þegar billinn er þunghlaðinn. Að visu er Citroen- sendibillinn ekki fluttur inn til Bandarikjanna, og það væri kannskiekkisvo vitlaustað reyna rúgbrauðin og franskbrauðin hér heima? En, sem sagt, með þvi að hafa nýja VW-rúgbauðið betur lagað að framan, hefur tekizt að minnka næmi bilsins fyrir hliðar- vindi, og þungadreifing bilsins er" um það bil jöfn á fram- og aftur- hjól, hvort sem hann er tómur eða hlaðinn. Bandariska bilablaðiö Four Wheeler hefur útnefnt Ford Bronco fjórhjóladrifsbil ársins. Broncóinn varö lika hlut- skarpastur árið áður, en i ár þótti þeim Motor Trend-mönnum hann verðugur titilsins, vegna hinnar Honda Civic: 13 prósentum riimbetri en fyrr, og samt afburða spar- neytinn og vel saman settur. nýju, óháðu fjöðrunar á fram- hjólunum, sem að þeirra sögn, bætir fjöðrun bílsins svo, að hann verður nánast likari fólksbil en jeppa, hvað snertir aksturseigin- leika. Ekki er vist, að Þjóðverjar samþykki útnefningu Broncósins i sinu landi, þvi að I atkvæða- greiðslu þýzka bilablaðsins Auto Motor und Sport, var Benzjepp- innn nýi kjörinn bezti fjórhjóla- drifsbillinn. Ekki er heldur vi'st, að Bretar samþykki það val, heldur haldi með sinum Range Rover! Umsjónarmaöur þessarar siðu hefur ekki haft þann hátt á undanfarin ár að velja bila ársins fyrir islenzkan markaö. Væri sliku vali til að dreifa, mætti hugsa sér einhvern veginn svona lista: 1977: Subaru 1978: Lada Sport 1979: Simca Horizon 1980: Toyota Tercel, tsvona valier um aðræðabila, sem fram hafa komið i við- komandi landi á arinu. Valið snýst um það, hvaða gildi bllarnir hafa I framþróun bila sem sam- göngutækis, og kemur þar til álita verð, tæknileg atriði, verðgildi, notagildi, aksturseiginleikar og öryggi. Undanfarin fjögur ár hefði ég aðeins einu sinni valið bil, sem efstur hefði orðið i Evrópu. Þar koma til sérstakar, islenzk- ar aðstæður, sem valda þvi, að framfarir i gerð fjórhjóladrifs- bila, gera slika bila sérstaklega ahugaverða hér á landi. Með Subaru árið 1976 kom fram alveg nýr flokkur bila, sparneyt- inn og ddyr fjórhjóladrifsfólks- bíll, og I Lada Sport 1977 kom fram enn nýr flötur á jeppabil. A árinu 1979 var verð japanskra bila tiltölulega hagstæðara en á árunum á undan, og það ræður miklu um val bíla ársins hér á landi á þvl ári. Raunar kom Daihatsu Charade þar sterklega til greina, en enda þótt Tercel eyði Htra meira á hundraðiðlborgarakstri, og mjög erfitt sé aö gera upp á milli þess- ara bila, ræður sérlega góð hljóð- einangrun, meira rými og þýðari gangur vélar þvl, að Tercelinn verður ofan á, enda er hann lygi- lega sparneytinn, einkum á þjóö- vegum. Auk þessara bfla komu til álita Mazda 626, Fiat Ritmo, nýi Subaru, AMC Eagle, Peugeot 305, Renault 18, og Chervolet Citation. Arið 1980 byrjar vel, hvaö snertir nýjar gerðir bila. Þegar eru komnir fram efnilegir bilar, Mitsubishi Colt, SAAB 600 og Toyota Corolla, svo aö eitthvað sé nefnt. í vali á bilum, sem hér hef- ur veriðgert að umtalsefni, sýnist oft sitt hverjum, og athyglisvert er, hve færustu og reyndustu bila- blaöamenn erlendis geta verið ósammála, og raunar eru bilar svo mikið smekksatriði og þarfir manna misjafriar að það er eins um þá og makavalið oft á tiðum, að það, sem einn fellur fyrir, vilí annar varla sjá. ÞAU ERU KOMIIM ITT HEIMIUSTÆKIN ÞVOTTAVÉLAR CXi ÞURRKARAR ITT þvottavélin er búin ýmsum þægindum. Sparnaðarrofa, 15 þvotta- kerfum, sérstakt ullarkerfi, barnalæsing og fleira. GLÆSILEGIR ÍSSKÁPAR Þér getið valið um ísskápa, stóra og smá, forðabúr fjölskyldunnar, köllum við þá vegna þess hversu vel rýmið er notað og miklu er hægt að koma í skápana, (en það fer auðvitað eftir stærð). ITT ELDAVELAR NÝTTÚTUT ITT elda vélar eru búnar þeirri nýjung að hita endurkast er í hurðinni þannig að glerið helst hreint og gegnsætt. Hitinn verður stöðugri í ofninum auk þess að spara rafmagn. Fáanlegar í 4 litum. Bræóraborgarstig 1 -Simi 20080 (Gengió inn frá Vesturgötu)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.