Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 17

Morgunblaðið - 13.11.2001, Side 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 17 Nú getur flú einnig versla› fyrir frípunktana flína hjá Útilífi. Fríkorti› og Útilíf bjó›a uppá sérstaka innlausnardaga í verslunum Útilífs í Smáralind og Glæsibæ 13. – 30. nóvember. fiá daga getur flú nota› Fríkorti› flitt eins og debetkort — og virkilega noti› útilífs. Vi› minnum flá sem eiga frípunkta frá 1997 sérstaklega á fletta innlausnartækifæri. Punktar sem safna› var á flví ári gilda til áramóta. 1.500 frípunktar = 1.000 krónur. 13. - 30. nóvember Athuga›u punktastö›una flína í fljónustusímanum 563 9000 e›a á www.frikort.is Kannski fyrnist eitthva› af flínum punktum um áramótin! N‡ttu flér punktana í tæka tí›! GLÆSIBÆ OG SMÁRALIND LÖGREGLAN í Hafnarfirði var beðin um aðstoð vegna há- vaða frá hundi í fjölbýlishúsi í bænum á sunnudagskvöld. Þegar lögreglumenn komu inn í húsið heyrðu þeir hrotur og hundgá. Á stigagangi á efstu hæð fundu þeir sofandi mann og hjá honum var hundur hans sem stóð hjá honum og gelti. Gjamm- ið í hundinum hafði þó ekki rask- að svefnró húsbóndans. Hundur og maður voru fluttir til síns heima í Reykjavík. Geltið vakti ekki hús- bóndann Hafnarfjörður „GRÓSKA í Grafarvogi“ er heiti á nýju hverfisverkefni sem kynnt verð- ur í Grafarvogskirkju í kvöld. Verk- efnið miðar að því að leggja áherslu á heilbrigðan lífsstíl og beinist að íbú- um á aldrinum 0–18 ára. Að sögn Huldu Valdimarsdóttur, verkefnisstjóra í Gufunesbæ, á verk- efnið sér nokkuð langan aðdraganda. „Árið 1997 fór af stað verkefni hér í hverfinu sem kallaðist „Grafarvogur í góðum málum“. Þar var aðallega ver- ið að leggja áherslu á forvarnir gegn fíkniefnum, áfengi og reykingum og var mest miðað við unglingsaldurinn. Þegar það verkefni var búið að vera í nokkur ár var farið að huga að því hvað hægt væri að gera næst. Þá fæddist þessi hugmynd, að reyna að víkka þetta talsvert mikið út þannig að í þessu nýja verkefni er markhóp- urinn í rauninni 0–18 ára.“ Hún segir að nýja verkefnið verði á jákvæðu nótunum. Í stað þess að vinna gegn einhverju verði lögð áhersla á því að mæla með heilbrigð- um lífsstíl. Unnið út frá ramma stýrihóps Að sögn Huldu er búið að setja upp aðgerðaáætlun þar sem miðað er við ákveðin aldursstig, 0–2 ára, 3–5 ára, 6–9 ára, 10–12 ára, 13–16 ára og loks 16–18 ára. Miðgarður – fjölskyldu- þjónustan í Grafarvogi verður með umsjón með verkefninu en að auki er stýrihópur starfandi þar sem tengilið- ir við stofnanir og hagsmunahópa í hverfinu koma saman. „Þarna situr skólastjóri, aðili frá dagmæðrum, frá leikskólum, ung- mennafélaginu, íbúasamtökunum, Rótarý, kirkjunni, foreldrum, skátun- um o.s.frv.,“ segir Hulda. „Þar er ver- ið að móta starfið og síðan fer fólk með hugmyndirnar á sínar heimslóðir og vinnur þar sínar áætlanir. En stýrihópurinn setur upp ramma og hugmyndir með mismunandi áhersl- um og markmiðum undir hverju ald- ursskeiði en svo þarf hver og einn að vinna út frá því.“ „Alltaf svipuð skilaboð“ En hvernig mun hinn almenni Grafarvogsbúi finna fyrir verkefninu? „Vonandi bara alls staðar,“ segir Hulda. „Það er talsvert nýtt að fara með svona verkefni inn í leikskólann og í foreldrafræðslu fyrir 0–2 ára börn. Þannig að þetta snýst svolítið um að ala upp ákveðna meðvitund hjá fólki. Þú eignast barn sem fer í leik- skóla og grunnskóla og vonandi færðu alltaf svipuð skilaboð.“ Kynningarfundur um verkefnið verður sem fyrr segir haldinn í Graf- arvogskirkju í kvöld og hefst hann klukkan 20:30. Þar munu auk Huldu hafa forsögu Sigþrúður Arnardóttir hjá Miðgarði og Anna Sigríður Ólafs- dóttir hjá Manneldisráði Íslands. Þá mun fundargestum gefast færi á að koma með tillögur og viðra skoðanir sínar á því hvaða styrkleikar, veik- leikar, ógnanir og tækifæri eru í mál- efnum barna og unglinga í Grafar- vogi. Fundarstjóri verður Geir Jón Þór- isson yfirlögregluþjónn. Heilbrigður lífs- stíll frá fæðingu til fullorðinsaldurs Grafarvogur Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.