Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 51
Tilkynnt um innbrot
í 18 bíla um helgina
UMFERÐIN gekk ágæt-
lega um helgina þrátt fyr-
ir mikinn veðurham á
laugardag. Fimm öku-
menn voru grunaðir um ölvun við
akstur og 27 fyrir of hraðan akstur.
Þá var lögreglu tilkynnt um 46 um-
ferðaróhöpp, flest minniháttar. Þó
urðu nokkur óhöpp þar sem meiðsli
urðu á fólki.
Á föstudagsmorgun var ekið á
unga stúlku. Hún var flutt á slysa-
deild en var ekki alvarlega slösuð.
Rúmlega fimm á föstudag urðu
tvö umferðarslys með stuttu milli-
bili. Í fyrra óhappinu varð fjögurra
bíla árekstur og voru tveir fluttir á
slysadeild, en meiðsli reyndust ekki
alvarleg. Í síðara tilvikinu var til-
kynnt um alvarlegan árekstur í mið-
borginni. Fjórir voru fluttir á slysa-
deild, og þurfti tækjabíl
slökkviliðsins til að ná einum út úr
bílnum. Meiðsli ökumanna og far-
þega reyndust nokkur.
Dekk losnaði undan bíl
Aðfaranótt laugardags var lög-
reglu tilkynnt um árekstur á Breið-
holtsbraut og voru ökumaður og far-
þegi úr annarri bifreiðinni fluttir á
slysadeild.
Seinna sömu nótt var tilkynnt að
innkaupakerra hefði fokið á bíl og
valdið nokkrum skemmdum.
Á sunnudagsmorgun var tilkynnt
um nokkrar skemmdir á grindverki í
Grafarvogi. Stuttu seinna fannst bif-
reið sem grunur leikur á að hafi ver-
ið notuð til verknaðarins. Seinna
uppgötvuðust fleiri skemmdir sem
ökumaður bifreiðarinnar hafði vald-
ið.
Síðdegis á sunnudag urðu nokkr-
ar skemmdir á ökutæki þegar dekk
undan bifreið, sem kom úr gagn-
stæðri átt, lenti á henni. Dekkið
reyndist hafa losnað undan bifreið-
inni og var talið að það hafi ekki ver-
ið fest nægilega vel þegar skipt var
yfir á vetrardekkin.
Á föstudagskvöld og aðfaranótt
laugardags var nokkuð gott ástand í
miðborg Reykjavíkur. Ölvun var
miðlungs mikil og um 250 manns á
rölti þegar mest var. Svipað ástand
var á laugardagskvöld, lítið um ung-
menni undir 16 ára aldri og ölvun í
meðallagi. Lögreglan þurfti þó að
sinna nokkrum verkefnum tengdum
ölvun.
Talsvert um innbrot í
bíla að undanförnu
Tilkynnt var um 35 innbrot um
helgina, þar af 18 í bíla. Í flestum til-
vikum voru hljómflutningstæki,
veski, símar eða geisladiskar teknir
úr bílunum. Ástæða er til að minna
ökutækjaeigendur á að nokkuð hef-
ur verið um innbrot í bíla að und-
anförnu og því sérstök ástæða til að
fara varlega og fjarlægja alla þá
hluti sem virkað geta freistandi fyrir
þjófa. Að sama skapi er mikilvægt
að læsa bifreiðum en tilkynnt var
um nokkur mál um helgina þar sem
farið var inn í ólæstar bifreiðar og
verðmæti tekin úr þeim.
Tilkynnt var um átta innbrot í
heimahús og níu í fyrirtæki. Klukk-
an tíu á laugardagskvöld var til-
kynnt um innbrot í verslun sem sel-
ur skrifstofubúnað. Verðmætum var
stolið en einnig voru nokkrar
skemmdir unnar á vörum.
Á sunnudagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í sýningarglugga í skart-
gripaverslun og var nokkru af verð-
mætum stolið.
Á sunnudag var lögreglu í tvígang
tilkynnt um menn sem ekki gátu
greitt reikninginn eftir að hafa
snætt mat á veitingastað. Í fyrra til-
vikinu reyndi maðurinn að flýja vett-
vang en var stöðvaður.
Veðurofsinn um helgina hafði
nokkur áhrif á verkefni lögreglu
sem sinnti útköllum vegna hluta sem
voru að fjúka, losnuðu upp eða
brotnuðu. Tilkynnt var um nokkra
staði þar sem hurðir eða gluggar
fuku upp, þakplötur höfðu losnað
eða voru að losna.
Úr dagbók lögreglu 9.–12. nóvember
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 51
Tölvunámskeið á næstunni
Horfðu til framtíðar
Faxafeni 10 (Framtíð) · Sími 561 6699
tolvuskoli@tolvuskoli.is · www.tolvuskoli.is
Hagnýtt tölvunám 1
60 kennslust. Venjuleg yfirferð.
Windows, Word, Excel, Internetið
og tölvupóstur.
19.11 - 14.12 kl. 08:30 - 12:00
Hagnýtt tölvunám 2
40 kennslust. Fyrir lengra komna.
Word frh, Excel frh, Outlook.
20.11 - 13.12 kl. 17:30 - 21:00
Tölvunámskeið fyrir
eldriborgara
Grunnatriði Windows, grunnatriði
ritvinnslu, jólakortagerð, internetið
og tölvupóstur, leikir (kapall o.fl.)
4.12 - 6.12 kl. 13:00 - 16:30
Átt þú rétt á endurgreiðslu
frá þínu stéttarfélagi?
Tölvugrunnur / Windows
10.12 - 12.12 kl. 13:00 - 16:30
Heimasíðugerð frh.
26.11 - 28.11 kl. 08:30 - 12:00
Word 1
03.12 - 05.12 kl. 13:00 - 16:30
Tölvunámskeið fyrir Eflingarfélaga:
Stutt og stök námskeið
Access 3
3.12 - 6.12 kl 17:30 - 21:00
Excel 1
23.11 - 24.11. kl. 08:30 - 16:30
Excel 2
3.12 - 5.12 kl. 08:30 - 12:00
Outlook
16.11 - 17.11 kl 08:30 - 16:30
Windows 2000
19.11 - 22.11 kl 17:30 - 21:00
Word 1
3.12 - 6.12 kl 17:30 - 21:00
Námskeið á ensku!
Excel á ensku
19.11 - 28.11 kl. 17:30 - 21:00
mánudag og miðvikudag
HERMANN Lárusson og Er-
lendur Jónsson sigruðu á Íslands-
mótinu í tvímenningi sem fram fór
um helgina. Þeir félagar áttu hreint
ævintýralegan endasprett í mótinu,
skoruðu 133 stig yfir meðalskori í
þremur síðustu umferðunum og
stóðu upp eftir 39 umferðir sem
öruggir sigurvegarar.
Til marks um hið mikla skor má
nefna að heildarskor þeirra félaga
var 306 stig yfir meðalskor og parið
sem varð í 4. sæti í mótinu skoraði
217 stig.
Þegar þremur umferðum var
ólokið í mótinu spáðu „sérfræðing-
arnir“ því að einvígið um titilinn
stæði milli fyrrverandi Íslands-
meistara, Steinars Jónssonar og
Stefáns Jóhannssonar annars vegar
og Reykjavíkurmeistaranna Jóns
Hjaltasonar og Hermanns Frið-
rikssonar hins vegar en Jón og
Hermann höfðu leitt mótið frá því
um miðbik þess. Jón og Hermann
voru þá með 268 stig, Steinar og
Stefán með 258 stig og Sverrir Ár-
mannsson og Aðalsteinn Jörgensen
voru í þriðja sæti með 207 stig.
Önnur pör komu nánast ekki til
greina.
Þá hófst hinn ævintýralegi enda-
sprettur Erlends og Hermanns sem
voru þá með 175 stig og voru í 7.
sæti. Þeir gátu teflt djarft á meðan
topppörin reyndu að halda sínu og
tóku minni áhættu.
Lokastaða efstu para varð ann-
ars þessi:
Hermann Láruss. – Erlendur Jónss. 306
Steinar Jónss. – Stefán Jóhannss. 281
Jón Hjaltason – Hermann Friðrikss. 261
Ásmundur Pálss. – Guðm. Páll Arnarss.217
Júlíus Snorrason – Guðm. Pálsson 202
Anton Haraldss. – Sigurbjörn Haraldss.201
Páll Valdimarss. – Eiríkur Jónss. 191
Símon Símonarson – Sverrir Kristinss. 186
Páll Bergsson – Kristján Blöndal 145
Sverrir Ármannss. – Aðalst. Jörgensen 143
Mótið fór fram í skáksal Tafl-
félags Reykjavíkur og voru
þrengsli mikil. Keppnisstjóri og
reiknimeistari var Sveinn R. Ei-
ríksson. Stefanía Skarphéðinsdóttir
var við stjórnvölinn og Guðmundur
Ágústsson, forseti Bridssambands-
ins, afhenti verðlaun í mótslok.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Sigurvegararnir á Íslandsmótinu í tvímenningi sem fram fór um helgina. Talið frá vinstri: Stefán Jóhannsson,
Steinar Jónsson, Hermann Lárusson, Erlendur Jónsson, Jón Hjaltason og Hermann Friðriksson.
Óvænt endalok á Íslands-
mótinu í tvímenningi
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Ágæt þátttaka var í Michell-tví-
menningnum þriðjudaginn 6. nóv-
ember. Lokastaða efstu para í N/S
varð þessi:
Magnús Halldórss. – Þórður Jörundss. 257
Bragi Björnsson – Þórður Sigfússon 255
Sigurður Jóhannss. – Siguróli Jóhannss. 240
Hæsta skor í A/V:
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 270
Einar Einarsson – Hörður Davíðsson 266
Einar Markússon – Steindór Árnason 55
Sl. föstudag mættu svo 22 pör og
þá urðu úrslit þessi í N/S:
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 259
Lárus Hermannss. – Sigurður Karlss. 241
Magnús Halldórss. – Hannes Ingibergss.232
Hæsta skor í A/V:
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 287
Páll Hannesson – Kári Sigurjónss. 246
Ásta Erlingsd. – Sigurður Pálsson 240
Meðalskor báða dagana var 216.
Fyrirlestur um íslenska vita
KRISTJÁN Sveinsson sagnfræð-
ingur heldur fyrirlestur í Sjó-
minjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í
Hafnarfirði, miðvikudaginn 14.
nóvember kl. 20.30.
Fyrirlesturinn nefnir Kristján
„Vitar og vitarekstur á Íslandi“ og
er hann í boði Rannsóknarseturs í
sjávarútvegssögu og Sjóminja-
safns Íslands. Aðgangur er
ókeypis og allir eru velkomnir.
„Í fyrirlestrinum fjallar Krist-
ján um upphaf vitabygginga hér-
lendis og þróun þeirra síðan.
Greint verður frá mismunandi
gerðum vita og vitatækja, vit-
arekstrinum í heild og því hvernig
íslensk vita- og leiðsögumál hafa
tengst breytingum á leiðsögu-
tækni.
Kristján Sveinsson starfar nú
við rannsóknir á sögu vitamála á
Íslandi á vegum Siglingastofnun-
ar,“ segir í fréttatilkynningu.