Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Jóladúkar - Jólagardinur
Ráðstefna Miðstöðvar heilsuverndar barna
Foreldrar oft
leitandi eftir
ráðgjöf
FÖSTUDAGINN 16.nóvember næst-komandi heldur
Miðstöð heilsuverndar
barna haustráðstefnu mið-
stöðva heilsuverndar
barna á Grand hóteli í
Reykjavík. Stendur ráð-
stefnan frá klukkan níu til
fjögur. Yfirskrift ráðstefn-
unnar er „Uppeldi – Agi –
Frávik“ og verða haldin
nokkur mikilvæg erindi.
Katrín Davíðsdóttir
barnalæknir er forsvars-
maður ráðstefnunnar og
ræddi Morgunblaðið við
hana á dögunum.
Hvað er Miðstöð heilsu-
verndar barna?
„Miðstöð heilsuverndar
barna er á Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur, en þar
hefur verið starfrækt ung- og
smábarnavernd frá 1953. Miðstöð
Heilsuverndar barna er ætlað að
vera bakhjarl heilsugæslunnar á
Íslandi varðandi ung- og smá-
barnavernd, m.a. með því að taka
þátt í stefnumótun, fylgjast með
framþróun og nýjungum, stunda
rannsóknir og samræma ung- og
smábarnavernd á landinu. Auk
hefðbundinnar ungbarnaverndar
hefur verið starfandi á miðstöð-
inni greiningarteymi frá 1998. Í
greiningarteyminu starfa barna-
læknar, sálfræðingar, iðjuþjálfi,
sjúkraþjálfari og félagsráðgjafi.
Greiningarteymið sér um frum-
greiningu á þroskavanda barna
0–6 ára, tekur við tilvísunum frá
heilsugæslunni á höfuðborgar-
svæðinu en er einnig til stuðnings
og ráðgjafar heilsugæslunni á
landsvísu.“
Hvert er tilefni og efni ráð-
stefnunnar?
„Foreldrar leita í auknum mæli
til heilsugæslunnar vegna erfiðrar
hegðunar barna. Heilsugæslan
hefur mikinn áhuga á þessu mál-
efni, en hefur hingað til ekki verið
sérlega vel í stakk búin til að sinna
því. Það þarf fleira fagfólk með
þekkingu og reynslu á þessu sviði,
svo sem sálfræðinga, barnalækna
og félagsráðgjafa til að greina
vandann, gefa ráð og meðhöndla.
Þá er samvinna heilsugæslu við
aðra aðila sem vinna með börnum
mikilvæg. Leikskóli og heilsu-
gæsla þurfa að kynnast betur og
vinna meira saman enda er meiri-
hluti barna í leikskóla frá þriggja
ára aldri fram að grunnskóla-
göngu.“
Hvernig standa heilsuverndar-
mál barna á Íslandi í dag?
„Heilsuverndarmál barna á Ís-
landi eru í nokkuð góðum farvegi
hjá ung- og smábarnavernd innan
heilsugæslunnar. Hins vegar má
alltaf gera betur og meðal þess
sem mætti sinna betur er fræðsla
og ráðgjöf varðandi uppeldi, aga
og hegðun og sömuleiðis slysa-
varnir barna. Foreldrar eru oft
mjög leitandi eftir ráð-
gjöf og móttækilegir og
það má vafalaust fyrir-
byggja margan vand-
ann með því að grípa
snemma inn í óæski-
lega þróun. Það má
ekki gleyma því að erfið hegðun er
ekki alltaf slæmu uppeldi að
kenna því á bak við mörg hegð-
unarvandamál liggja þroskatengd
vandamál. Því skiptir miklu máli
að greina vandann nákvæmlega
því meðferðin er mismunandi eftir
eðli málsins.“
Það er sumsé mikilvægt að taka
snemma á svona vandamálum?
„Íslendingar eru frekar óagaðir
og þarf ekki annað en að líta á um-
ferðarmenningu okkar til að sjá
það. Það læra börnin sem fyrir
þeim er haft. Ef við sjálf erum
ekki góð fyrirmynd þá er ekki von
á því að börnin okkar hagi sér vel.
Því er mikilvægt að styðja vel við
bakið á foreldrum og styrkja þau í
foreldrahlutverkinu. Það er í lagi
að segja nei og meina nei. Og það
er of seint að byrja á því þegar
barnið er komið á unglingsárin.
Foreldrar ungra barna eru yfir-
höfuð opnir og móttækilegir fyrir
fræðslu. Eftir því sem börnin
verða stærri minnkar áhuginn eða
tíminn til að sinna þeim. Áherslur
breytast. Börn fá ekki að vera
börn nema í stuttan tíma, þeim er
hent út í heim fullorðinna allt of
fljótt. Betra er að byrgja brunn-
inn áður en barnið er dottið ofaní.“
Hvernig ætlið þið að vinna úr
niðurstöðum ráðstefnunnar?
„Á ráðstefnunni verður rætt um
hvernig koma megi á meiri og
betri samvinnu heilsugæslu og
leikskóla og vonumst við til að eft-
ir ráðstefnuna gangi það eftir.
Greiningarteymi Miðstöðvar
heilsuverndar barna er með
ákveðna samvinnu við leik-
skólana, m.a. í gegnum leikskóla-
skrifstofur/skólaskrifstofur og
gæti það ferli hugsanlega verið
fyrirmynd annarra, en
á ráðstefnunni verður
komið inn á hvernig
þessari samvinnu er
háttað.“
Eru að koma ein-
hverjar nýjar stefnur
eða straumar í þessum málum?
„Heilsugæslan í Reykjavík og
nágrenni hefur sl. ár unnið að
stefnumótun fyrir heilsugæsluna-
.Þar kemur fram ósk um að auka
forvarnir, ráðgjöf og fræðslu á
sviði aga og uppeldis og að efla
heilsugæsluna til að geta tekist
betur á við hegðunarvandamál
barna.“
Katrín Davíðsdóttir
Katrín Davíðsdóttir fæddist í
Miðdal í Kjós 8. febrúar 1953.
Hún varð stúdent frá MH 1972.
Hún lauk læknanámi frá Háskóla
Íslands 1979 og sérfræðinámi í
barnalækningum í Svíþjóð 1987.
Hún hefur starfað sem sérfræð-
ingur í barnalækningum við ung-
og smábarnavernd hér á landi
frá árinu 1991 og frá 1998 í
greiningarteymi á Miðstöð
heilsuverndar barna á Heilsu-
verndarstöðinni í Reykjavík.
Katrín er gift Sigurði Inga Geirs-
syni byggingarverkfræðingi og
eiga þau synina Sigurþór Inga
og Davíð Þór.
Þarf fleira
fagfólk með
þekkingu og
reynslu
Súludansinn á undir högg að sækja hjá borginni þrátt fyrir
listrænan stimpil frá hinu háa alþingi.
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
sent forráðamönnum Apóteksins
bréf þar sem óskað er eftir því að
fyrirtækið hætti birtingu á auglýs-
ingu sem birtist í Morgunblaðinu á
fimmtudag um lyfjaverð. Sam-
keppnisstofnun telur auglýsinguna
brjóta í bága við samkeppnislög,
hún sé villandi og ósanngjörn gagn-
vart keppinautum á markaðnum og
neytendum og skírskotað sé til
óviðkomandi mála.
Í auglýsingu Apóteksins segir
efst með stóru letri: „Apótekið með
yfirburðastöðu í lágu lyfjaverði*“
og stjörnumerkingin vísar til
smærra læturs undir í verðkönnun
Neytendasamtakanna á Akureyri
31. október sl. Er vitnað til þess í
auglýsingunni hve oft Apótekið var
með lægsta verð í samanburði við
Lyf & heilsu.
Eftir að hafa skoðað verðkönn-
unina fær Samkeppnisstofnun ekki
séð að hægt sé að fullyrða að Apó-
tekið hafi yfirburðastöðu í lágu
lyfjaverði út frá könnun sem ein-
göngu nær til fjögurra apóteka á
Akureyri. Þá skrifi undir auglýs-
inguna þrjú apótek á höfuðborgar-
svæðinu og könnunin tók ekki til.
„Svo ekki þurfi að koma til frek-
ari aðgerða samkeppnisyfirvalda í
máli þessu beinir Samkeppnisstofn-
un þeim tilmælum til Apóteksins að
hætta nú þegar birtingu auglýsing-
arinnar,“ segir m.a. í bréfi Önnu
Birnu Halldórsdóttur, forstöðu-
manns markaðsmálasviðs Sam-
keppnisstofnunar, til Apóteksins.
Bréfið var dagsett á fimmtudag og
hefur Apótekið vikufrest til að
koma að athugasemdum eða skýr-
ingum.
Apótekið áminnt
vegna lyfja-
auglýsingar
ÖKUMAÐUR bifreiðar fipaðist og
ók á ljósastaur þegar snjóbolta var
hent í bíl hans þegar hann ók um
Engihjalla í Kópavogi í gær. Öku-
maður slapp ómeiddur en bíllinn
og staurinn skemmdust nokkuð.
Að sögn lögreglunnar í Kópa-
vogi hafði sex ára telpa hent bolt-
anum í bíllinn. Haft var tal af telp-
unni og forráðamönnum hennar.
Lögreglan segir það hættulegan
leik að henda snjóboltum í bíla á
ferð enda bregði ökumönnum jafn-
an mikið þegar boltarnir lenda á
bílunum. Eins og dæmin sanna
geti þeir hæglega fipast við akst-
urinn.
Í gærmorgun féll maður í hálku
fyrir utan vélaverkstæði við Dal-
veg í Kópavogi. Talið var að mað-
urinn hefði fótbrotnað og var hon-
um ekið á slysadeild.
Fipaðist
þegar snjó-
bolta var
hent í bílinn