Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 21 FUNDUR Hafrannsóknastofnunar í Vestmannaeyjum var fjölsóttur og voru um 70 manns á fundinum. Fundarmenn voru ánægðir með fundinn og töldu bilið milli heima- manna og sérfærðinga hafa minnkað og mál hafa skýrst. Frummælendur á fundinum voru Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, og Einar Hjör- leifsson fiskifræðingur. Jóhann sagði að fundinum loknum að allir fund- irnir 18 víðs vegar um land hefðu verið góðir og eitthvað nýtt komið fram á hverjum stað. Sami rauði þráðurinn gengi þó í gegnum um- ræðuna á landsvísu. Viðar Elíasson var einn fundar- manna á fundi Hafrannsóknastofn- unar í Vestmannaeyjum sl. miðviku- dagskvöld. Viðar gerir út netabátinn Narfa VE og rekur Fiskverkun VE. Viðar tók þátt í umræðum á fund- inum og var hann spurður hvernig honum hefði líkað fundurinn og svör- in sem hann fékk við fyrirspurnum sínum. Netarallið gaf ekki rétta mynd í vetur Viðar spurði fulltrúa Hafró um ástæður þess hvers vegna löngu- kvótinn sem settur var á við nýbyrj- að kvótaár væri 20% lægri en veiðin á síðasta kvótaári. Hvað væri lagt til grundvallar, og hvers vegna ekki hefði verið klipið af löngukvóta Norðmanna og Færeyinga í íslensku lögsögunni þegar stofninn væri greinilega í lægð miðað við ráðlegg- ingar Hafró um löngukvóta. Einar Hjörleifsson fiskifræðingur svaraði fyrirspurninni og sagði að bæði hefði langan minnkað í veiðinni milli ára eins og í togararallinu og þá gæfu afladagbækur til kynna minni lönguveiði. Viðar sagði þetta ekki skýra ástand löngustofnsins. Stærstur hluti löngunnar væri veiddur í net í djúpköntunum og sl. vetur hefði net- arallið verið endasleppt þar sem sjó- mannaverkfallið varð til þess að rall- ið var ekki klárað og gæfi það því ekki neina mynd af stofni löngunnar það ár. Þá sagði Viðar að engin svör hefðu borist við því hvers vegna ekki hefði verið dregið af kvóta Færeyj- inga og Norðmanna. Hann telur að langan sé skiptimynt fyrir stóru út- gerðirnar í samningum milli þjóð- anna um veiðar á kolmunna, síld og loðnu. Þeir samningar nýtist strand- veiðiflotanum ekki neitt. Viðar sagði einnig að hann hefði gagnrýnt samanburð Hafró á þorsk- stofninum frá 1922 og 1983 en þar fannst honum vanta að tekið væri mið af umhverfisþættinum, stærð og útbúnaði báta og veiðafæra sem væri með allt öðrum og öflugri hætti en áður var og hefði samanburðurinn að hans mati verið frekar snöggsoðinn. Viðari fannst ýmisleg mjög fróðlegt, t.d. skýrslan um togararöllin og þó sérstaklega fannst honum mikið til koma um rannsóknirnar á reki lirf- unnar eftir hrygningu frá Suður- landsmiðum og norður fyrir land. „Annars var þetta hálfgerður sátta- fundur þar sem Hafró var að biðja um gott veður, en fyrir um tveimur árum var haldinn eins fundur þar sem átti að virkja reynslu útgerðar- manna og sjómanna en hefur ekki enn orðið,“ sagði Viðar. Viðar vonar að þessi fundur sé fyrsta skrefið í þá átt enda sé for- senda árangurs við ráðgjöf í kvóta- setningu nytjastofna við Ísland, samstarf þessara aðila ásamt pólitík- usum. Kokhraustir þrátt fyrir mistök Stefán Friðriksson er aðstoðar- framkvæmdastjóri Vinnslutöðvar- innar í Vestmannaeyjum og var einn fundarmanna á fundi Hafró. Stefán sagði þennan fund senda útgerðar- mönnum og sjómönnum sömu skila- boð og fyrir tveimur árum, en sagð- ist þó bera þá ósk í brjósti að nú meinti Hafró eitthvað með því að efla samstarfið við sjómenn og útgerðar- menn og þeir yrðu þátttakendur í ráðgjöf stofnunarinnar við mat á fiskistofnum við Ísland í framtíðinni. Stefán spurði um síldina og kol- munnann og hvort það gæti verið að kolmunnastofninn væri stærri en Hafró og alþjóðahafrannsóknaráðið hefðu áður talið. Stefán nefndi sem dæmi að við síldveiðar 900 mílur norður í hafi hefði kolmunni veiðst með síldinni þar á sama tíma og tvær milljónir tonna hefðu mælst í ís- lenskri lögsögu og taldi hann að út- breiðsla kolmunnans gæti veið mun meiri en áður hefði verið talið. Fam kom að alþjóðahafrann- sóknaráðið hefði viljað að kolmunna- veiðin í heild úr sameiginlegum stofni ætti að verða 650 þúsund tonn og hafa Íslendingar gert kröfu um að fá 20% af kvótanum, eða 120 þúsund tonn. Stefán sagði að nú þegar væri búið að veiða 1,5 milljónir tonn á þessu ári og þar af hefðu Íslendingar veitt 300 þúsund tonn mest í ís- lenskri og færeyskri lögsögu. Stefán sagð að það kæmi sér á óvart hvað fiskifræðingarnir á Hafró væru kokhraustir og öruggir með sjálfa sig hvað varðaði þessa stofna í ljósi stórkostlegra mistaka við mat á þorskstofninum undanfarin ár. Þá nefndi Stefán það sem dæmi um spár Hafró að fyrir fjórum árum hefði stofnunin týnt síldarstofninum en nú hefði Hafró aftur á móti spáð góðri síldveiði og mikið ætti að vera af henni en svo vildi til að lítil veiði væri búin að vera það sem af væri síld- arvertíðinni. Auka á ýsu- og ufsakvóta Magnús Kristinsson, formaður út- vegsbændafélags Vestmannaeyja, tók í sama streng og flestir fundar- manna og spurði hvort Hafró ætlaði að taka mark á fundarmönnum í þetta skipti og vinna með þeim, en það hefði ekki verið gert fyrir tveim- ur árum. Magnús lagði á það þunga áherslu að nú auðnaðist mönnum að vinna saman og að eitthvað gerðist í þessum málum annað en orðin tóm. Magnús sagði að stóru málin hjá flestum væru að auka þyrfti kvóta í ýsu og ufsa. Endurskoða þyrfti möskvastærð vegna ýsuveiða en 155 millimetra möskvi væri of stór því of mikið af ýsunni slyppi í gegn og væri hún því hvort eð er dauð. Magnús vildi þakka Hafró fyrir góðan og fróðlegan fund. Uppbyggilegar umræður Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, var annar frummælandi fundarins ásamt Ein- ari Hjörleifssyni. Jóhann sagði í spjalli við fréttaritara að hann hefði verið ánægður með fundinn sem var fjölsóttur og málefnalegur að honum fannst. Jóhann fullyrti að áhugi og fullur vilji væri á því innan Hafrann- sóknastofnunar og hjá honum sjálf- um að auka samstarfið við útgerð- armenn og sjómenn. „Fundir af þessu tagi eru nauð- synlegir til að við á Hafró komum okkar sjónarmiðum á framfæri við sjómenn og útgerðarmenn á manna- máli, tryggja að okkar skilaboð séu skýr og við fáum að heyra milliliða- laust frá sjómönnum hvað er í gangi á hverjum tíma því þeir eru þeir að- ilar sem eru með fingurna á púls- inum í öllum þessum málum. Þá eru umræður eins og áttu sér stað úti í Eyjum uppbyggilegar og verðmætt veganesti fyrir okkur,“ sagði Jó- hann. Þrátt fyrir skoðanaskiptin og ágreininginn telur forstjóri Haf- rannsóknastofnunar bilið milli manna ekki svo breitt í þessum mál- um. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar að loknum fundinum í Eyjum Sami rauði þráðurinn á 18 góðum fundum Morgunblaðið/Sigurgeir Vestmannaeyjar Nýtt í örbylgjuna. Tælenskir skyndiréttir frá veitingahúsinu Ban-Thai, Laugavegi 130. Fást í verslunum Hagkaups, Nýkaups og 10-11. Nú á kynningarverði. Opið í hádeginu frá kl. 11.30-13.30 og á kvöldin frá kl. 18-22 Framleitt samkvæmt GÁMES-staðli (HACCP) sem tryggir öryggi og gæði GÁMES stendur fyrir: Greining áhættuþátta og mik- ilvægra eftirlitsstaða. Þetta er þýðing á enska heitinu HACCP (framborið hassap og er skammstöfun fyrir Hazard Analysis and Critical Control Point) sem margir kjósa frekar að nota. Þessi aðferð við að tryggja öryggi matvæla er mjög að ryðja sér til rúms víða um heim. Sýnt þykir að hún gefur góða raun. Það hentar einnig vel að taka alla gæðaþætti inn í þetta kerfi, en þá verður að tryggja að ekki sé hnikað frá öryggiskröfum þótt breytingar séu gerðar á almennum gæðakröfum fyrir vöru. Ef þú hefur aldrei smakkað tælenskan mat, prófaðu þá þessa rétti,10 tegundir T & D ltd., Bergholt 2 - 270 Mosfellsbær - Sími 896 3536 - Fax 566 8978 - Netfang tomsab@simnet.is Finndu bragð af Tælandi Nú á kynningarverði MSG ber 2002. Um þessar mundir er unn- ið við kafla á veginum þar sem farið er út fyrir gamla veginn og sighætta er. Einnig eru nokkrar beygjur rétt- ar nokkuð af. Á þeim hluta að ljúka 1. desember nk. Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Unnið við vegagerð á Gaulverjabæjarvegi hjá Timburhólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.