Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S tundum fæ ég áhyggjur af því að eitthvað slít- andi sé að gerast með þjóð minni. Eitthvað, sem mér finnst að hljóti að enda með ósköpum. Svona þankar læðast til dæmis að mér, þegar ég upplifi það í búð- inni minni, að afgreiðslutáning- arnir vita ekki, hvað sláturtíð er. Er ekkert slátur til? spurði ég um daginn, þegar ég kom að tóm- um kofunum. Meinarðu svona lifraeitthvað, spurði stúlkan. Já, og blóðmör. Nei, það er ekki til, sagði hún, þegar hún hafði gengið úr skugga um að enginn keppur leyndist í verzluninni. Hvað segirðu? Og það í miðri sláturtíðinni, varð mér að orði. Slátur hvað? spurði stúlkan gáttuð. Það kom nefnilega í ljós, að stúlk- an hafði ekki hugmynd um merkingu orðsins. Það hafði aldrei orðið á lífsvegi hennar, hún er borgarbarn, hefur aldrei verið í sveit og ekki rak hana minni til að sláturtíð hefði borið upp á í skól- anum. Þar sem þetta var greindarleg stúlka að öllu leyti varð ég svolít- ið hugsi. Hún hefur komið í Hús- dýragarðinn í Laugardal. En þar er allt sýnt á fæti og menn eru ekkert að auglýsa sláturtíð. Eru heilabú okkar borg- arbarna virkilega svo malbikuð, að þau þekki ekki til almennra orða, sem notuð eru um lífið utan borgarmarkanna? Einu sinni var sagt, að allir borgarbúar væru sveitamenn og það mátti til sanns vegar færa. En nú er öldin önnur, borgarkynslóð tekur við af borg- arkynslóð og borgarkynslóð kennir borgarkynslóð. Leiðin í sveitina er orðin æði löng, því rætur, eins og eldra fólkið átti í sveitinni sinni, erfast ekki. Þegar ég vakti máls á þessu við vinnufélaga mína í einum kaffi- tímanum þótti þeim þetta ekki ýkja merkilegt og alls ekki ný- stárlegt. Einn þeirra bætti meira að segja um betur með því að segja frá sinni ferð í stórmarkað. Þar varð hann vitni að því, að ung kona kom og kvaðst hafa keypt skrokk daginn áður, en þegar heim kom uppgötvaði hún að að- eins tvö læri hefðu skilað sér. Og þar sem hún vissi vel að lambið er fjórfætt skepna vildi hún fá hin lærin sín tvö! Það tók afgreiðslumanninn stundarkorn að átta sig á alvöru málsins, en það sá vinnufélagi minn síðast til konunnar, að hún fór á bak við með kjötmeist- aranum, sem hefur efalaust sýnt henni kjötskrokk og leitt hana þar með í allan sannleikann. Auðvitað hlógum við að þessari sögu. Við töldum okkur hafa efni á því. En öllu gamni fylgir nokk- ur alvara. Ég velti því fyrir mér, hvort við séum búin að koma þeim hluta þjóðarinnar, sem á að erfa landið, svo úr takt við það, að það sé ekki lengur kúl að vera Íslendingur. Sitjum við uppi með það að hafa rofið samhengið á milli Hús- dýragarðsins og heimiliskist- unnar? Við lifum á ferskri öld og allir tyllidagaræðumenn eru með munninn fullan af mannauði. Hann á að vera okkar dýrasta djásn, lykillinn að nýrri gullöld á Íslandi. Og lykilorðið er þekking- ariðnaður. En þekking á hverju? Ekki slátri. Nú er tölvan í önd- vegi, ekki Íslendingasögurnar. Samtöl og sendibréf eru aflögð og enginn sendir kort, því tölvupóst- urinn hefur leyst þetta allt af hólmi og einu persónulegu sam- skiptin, sem við stundum, eru ein- föld hæ og bæ. Það kemur fyrir lítið að kunna ljóð Jónasar Hall- grímssonar, því nú hirðir enginn um, hvort gatan er gengin til góðs, við önum einfaldlega áfram eftir tölvuforriti. Bill Gates stend- ur okkur nær en Jón Sigurðsson. Okkur stendur orðið á sama, hvort börnin okkar vita, hvað sláturtíð merkir, eða ekki, og gef- um þeim bara farsíma til að hafa þau góð. Nú er komin fram þriðja kyn- slóð farsíma, sem mér finnst að hljóti að vera sérhönnuð skilaboð- aðaskjóða fyrir þriðju kynslóð frá sveitamanninum; þessa, sem sér veröldina í vídeó og kærir sig kollótta um sláturtíð og svoleiðis nokkuð. Við erum orðin viti okkar fjær. Við ætlum að demba hóteli ofan á leifarnar af bæ landnámsmanns- ins. Við ættum að líta til London. Þar á bæ duttu menn ofan á leif- arnar af leikhúsi Shakespeares, þegar grafið var fyrir hárri skrif- stofuhöll á einu horninu. Lausn þess tíma var að búa þannig um hnútana að menn geta litið leif- arnar augum á jarðhæð skrif- stofuturnsins. En allar götur síð- an hafa Bretar grátið þessa lausn og bíða þess nú með óþreyju að mega rífa skrifstofurnar og láta leikhúsið njóta sín eitt á lóðinni. En við kærum okkur kollótt. Landnámsmenn í helgarpökkum og hótelum eru okkar ær og kýr. Við erum ekki landlaus þjóð, en við erum orðin of huglaus til að skipa þjóðararfinum í hans sjálf- sagða öndvegi. En slíkt andvara- leysi hefnir sín í smáu sem stóru. Fyrir einhverjum árum sat ég undir stýri á austurleið úr borg- inni og kornungt afabarn í aft- ursætinu. Þetta var á þeim tíma ársins, þegar lömbin eru nýkomin í heiminn og skoppa um tún og engi. Sjáðu litlu lömbin, me, me, sagði amman. Þarna sérðu nú jólasteikina okkar, lambið mitt, sagði afinn. Enn man ég kuldann, sem lagðist í hægri hliðina á mér, þrátt fyrir sólardaginn úti. Það varð ekkert meira úr þjóðlegri uppfræðslu í þessari ferð. Þetta afabarn er nú orðið flink- ara á tölvu en ég. En ég hef enn ekki sagt því, að sunnudagslærið í ofninum sé af me, me. Hvað er á bak við Hús- dýragarðinn? Hér segir af áhyggjum sem grípa við- horfshöfund heljartökum, þegar hann til dæmis ætlar að kaupa slátur, sem ekki fæst, og það í miðri sláturtíðinni. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn @mbl.is Félagsráðgjöf er í eðli sínu alþjóðleg og hún er í sífelldri end- urnýjun. Hún hvílir á traustum siðfræði- grunni með áherslu á virðingu fyrir mann- gildi hvers einstaklings og rétti hans til að njóta sín í einkalífi og sem samfélagsþegn. Öflugt alþjóðasamstarf greinarinnar og há- skóladeildanna sem mennta félagsráðgjafa beinist að því að styrkja félagsráðgjafa til ábyrgðarstarfa í fjölbreytilegu sam- félagi. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa láta oft til sín taka í mannréttinda- og mannúðarmálum jafnframt því að hlutast til um að starfsgreinin þróist stöðugt í samhljómi við sam- félagsframvinduna. Samtökin minna á mikilvægi og áhrifamátt fé- lagsráðgjafar með því að halda uppá sameiginlegan alþjóðadag sem er í dag, 13. nóvember. Að þessu sinni er dagurinn helgaður velferð barna. Félagsráðgjöf er „nútímafag“ Víða um heim er í þessu sam- hengi einnig vísað til samstarfs fé- lagsráðgjafa við sjálfboðahreyfing- ar, þ.e. til stjórnunarstarfa og rannsókna innan hins svokallaða þriðja geira nú á Ári sjálfboðliðans. Þessi vísun á ekki síst við um mál- efni barna og nú á síðustu vikum um áfallahjálp og aðstandendaaðstoð í tengslum við hryðjuverk og hremm- ingar sem herja á venjulegt fólk víða um heim. Félagsráðgjöf er og hefur frá upphafi verið „nútíma- fag“. Hún þróaðist sem sérfræðigrein í tengslum við umrót iðnbyltingar og alda- móta, breyttan lífsstíl, ný gildi borgarvæðing- ar og snarpa þjóð- félagsframvindu eftir- stríðsáranna. Öll þessi umbrot kröfðust nýrr- ar aðlögunar einstak- linga, fjölskyldna og samfélagsheilda. Þegar heimili og vinnustaðir þróuðust hvert á sínum breyttu forsendum reyndi á einstaklinga og fjöl- skyldur á annan hátt en þekkst hafði áður í samfélagi okkar. Það þurfti þekkingu og faglegan skiln- ing til að veita skjólstæðingum að- stoð og þjónustu á verðugan og við- eigandi hátt. Hlutverk og staða barna breyttist og félagsráðgjafar urðu fljótlega málsvarar þeirra. Þróun trygginga og bætt félags- og heilbrigðislöggjöf í þágu almenn- ings, barna, fjölskyldna og þeirra hópa sem eiga undir högg að sækja eru málefni félagsráðgjafar. Stór hluti félagsráðgjafa vinnur við per- sónulega ráðgjöf og meðferðarstörf, aðrir við stjórnun, starfsmannahald, fræðslu og kennslu en vaxandi fjöldi við þróunarverkefni og rannsóknir. Almenn fagþekkking – aukin sérhæfing Fyrir nokkrum áratugum var fé- lagsráðgjöf nær „óþekkt stærð“ á Íslandi en fyrstu félagsráðgjafarnir komu til starfa að loknu námi er- lendis á sjötta og sjöunda áratugn- um. Félagsráðgjöf er nú orðin fjöl- menn starfsgrein í íslensku samfélagi með á fjórða hundrað fé- laga og meirihluti þeirra hefur út- skrifast frá Háskóla Íslands. Á síðustu áratugum hefur starfs- og fræðigreinin eflst og látið til sín taka á æ breiðari vettvangi um leið og sérhæfing vex innan fagsins. Fjögura ára háskólanám til lög- gildra starfsréttinda veitir almenn- an undirbúning til starfa á marg- víslegum sviðum í málefnum sem snerta velferð manneskjunnar á ólíkum lífsskeiðum í síbreytilegum heimi og í misjafnlega vel þróuðum samfélögum. Félagsráðgjafar afla sér sérhæfingar á sviði félags- og heilbrigðismála og í skóla- og og réttarkerfi. Öll þessi svið geta beint og óbeint snert velferð barna í fjöl- skyldunni og í samfélaginu. Félagsráðgjöf – nauð- syn í nútímasamfélagi Sigrún Júlíusdóttir Mannréttindi Félagsráðgjöf þróaðist sem sérfræðigrein í umróti iðnbyltingar og aldamóta, í tengslum við borgarvæðingu, segir Sigrún Júlíusdóttir, snarpa þjóðfélags- framvindu og breyttan lífsstíl. Höfundur er prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og starfar einnig við einstaklings- og fjölskylduráðgjöf. NÚ þegar líður að atkvæðagreiðslu um norsku fósturvísana langar mig að setja á blað nokkrar stað- reyndir málsins ef einhver skyldi enn vera eftir sem nennir að lesa um norskar kýr og íslenskar. Nú þeytast menn um allar sveitir frá LK (Landsambandi kúabænda) til að kynna þessa tilraun sem þeir óska eftir að fá leyfi hjá kúabænd- um til að gera. Helstu rök þeirra fyrir því að við ættum að gefa leyfið virðast vera þau að það kæmi í veg fyrir að aðrir flyttu inn fósturvísa. Það vill nú svo til að NRFÍ (Naut- griparæktarfélag Íslands) hefur lýst því yfir að það ætli að sækja um innflutningsleyfi hvort sem við samþykkjum tilraunina hjá LK og BÍ eða ekki. Það vill nú líka svo til að landbúnaðarráðherra er ekki heimilt að synja NRFÍ um inn- flutning ef félagið getur sýnt fram á að umsókn þess sé sambærileg við umsókn LK og BÍ samanber 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993. Fyrir utan það þá á NRFÍ eftir að sýna fram á að umsókn þess sé sambærileg við umsókn LK og BÍ. Það held ég að sé alveg ljóst að við munum ekki koma í veg fyrir að aðrir flytji inn fóst- urvísa með því að gefa LK og BÍ okkar leyfi til að framkvæma fyr- irhugaða tilraun. Ég held að við þurfum heldur ekki að hræðast innflutning NRFÍ á norskum fósturvísum frekar en ef aðrir flyttu inn. Þeir verða skikkaðir til að fara að öllum var- úðarreglum eins og aðrir og get ég ekki séð að þeim sé neitt minna treystandi til að fara eftir þeim reglum. Kosturinn við að NRFÍ sæi um inn- flutninginn er sá að þá mundu þeir bera kostnaðinn af honum sem hafa áhuga á að hafa norskar kýr í sínum fjósum. Hins vegar mundi ég vilja, ef bændur hafna öll- um innflutningi á norskum kúm í at- kvæðagreiðslunni núna í nóvember, að þeir sem standa að NRFÍ íhugi vel hvort rétt væri af þeim að kljúfa bændur í tvær fylkingar með því að sækja um leyfi til inn- flutnings á norskum fósturvísum. Ég hef stundum verið spurður að því hvort það væri ekki í anda lýðræðis að þeir sem vildu gætu flutt inn norska fósturvísa. Ég tel ekki. Lýðræði hef ég alltaf talið vera þar sem meirihlutinn ræður. Mál- og skoðanafrelsi er við lýði hér á landi, menn tjá sínar skoð- anir og reyna að vinna þeim braut- argengi, ef það síðan gengur ekki og meirihlutinn hafnar þeim til- lögum sem maður setur fram verð- ur maður að sætta sig við það og vinna eftir því, eða halda áfram að reyna að vinna tillögunum braut- argengi þar til að meirihlutinn sér kostina við þær. Þetta bið ég NRFÍ-menn að hafa í huga. Nú er FAO (Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna) að koma af stað átaki um allan heim til að stuðla markvisst að verndun allra erfðaauðlinda bú- fjár eins og kemur fram í grein dr. Ólafs R. Dýrmundssonar í Bænda- blaðinu 18. september sl. Einnig er Norræni genabankinn að leggja af stað í þá vinnu. Eins og kemur fram í grein Ólafs þá nægir ekki að vernda það sem er í útrýming- arhættu heldur þarf að hindra að erfðaefni verði í útrýmingarhættu. Á 15 árum hefur verið útrýmt 300 af þeim 6.000 búfjárkynjum sem eru skráð hjá FAO, það eru 5% af skráðum búfjárkynjum, ekki bara þeim sem eru í útrýmingarhættu, heldur öllum búfjárkynjum sem skráð eru hjá FAO. Hugsið ykkur áhættuna ef íslenski kúastofninn yrði kannski ekki nema 50 dýr eft- ir nokkur ár. Í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkru, sem síðan var birt í Bændablaðinu, voru félagar í Bú- kollu sakaðir um að vera með ask- lok fyrir himin, af umræðunni úti í heimi sýnist mér það ljóst að við hljótum í það minnsta að vera með lok af nokkuð stórri Tupperware- skál og það meira að segja him- inblárri. Hins vegar er það gam- aldags og lýsir mikilli þröngsýni að ætla að stuðla að útrýmingu ís- lenska kúakynsins með því að flytja inn annað kúakyn. Með ósk um að allir geti tekið niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og viðhaldið samstöðu bænda. Askur eða Tupperware Ágúst Dalkvist Kýr Það er gamaldags og lýsir mikilli þröng- sýni, segir Ágúst Dalkvist, að ætla að stuðla að útrýmingu íslenska kúakynsins. Höfundur er kúabóndi, Eystra-Hrauni, Skaftárhreppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.