Morgunblaðið - 30.12.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.12.2001, Qupperneq 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ V ARLA er hægt að komast hjá því að líta örlítið um öxl þegar pistilinn ber upp á næstsíð- asta dag ársins. Úttekt á árinu væri þó ofrausn enda áramót engin sérstök tíma- mót í leikhúslífinu, þar sem hið hefðbundna leikár er varla hálfnað og tæp- lega hægt að draga saman í eina marktæka heild seinni helming síðasta leikárs og fyrri helming þessa. Þetta fyrsta ár nýrrar aldar hefur þó borið með sér nokkrar breytingar á leikhúslífinu og þá helsta að Leikfélag Íslands hætti starfsemi sinni í Iðnó í haust vegna erfiðleika í rekstr- inum. Hvernig sem þeim málum mun end- anlega lykta er ljóst að ákveðnum kafla í ís- lenskri leiklistarsögu er lokið; kafla sem hófst með Flugfélaginu Lofti árið 1995 og nýtt leik- hús, Loftkastalinn, varð til í kjölfarið. Með stofnun Flugfélagsins Lofts og Loft- kastalans kom ný hugmyndafræði inn í leik- húslíf á Íslandi. Hug- myndafræði frjálshyggjunnar þar sem í fyrsta sinn skyldi sýnt fram á að hægt væri að reka leikhús, listastofnun, án opinberra styrkja, hið eina sem þyrfti til væri þekking á leikhúslífinu og markaðnum; fram var komin ný kynslóð leikhúsfólks sem kunni ekki aðeins á hina listrænu hlið leikhúss- ins heldur líka hina hliðina sem aldrei hefði mátt nefna áður, peningahliðina. Að græða á leikhúsi varð skyndilega að giska sannfærandi fullyrðingu. Fullyrt var að þetta væru ekki ósættanlegar andstæður, listin og peningarnir, heldur ríkti þar einskær samheldni á milli, enda löngu vitað að listin verður ekki framin án peninga þótt langsóttara sé að úr henni verði peningar – alltaf. Hin nýju viðhorf til listsköpunar semþessu hafa fylgt eru langt í frábundin við leikhúsið eingöngu. Áþessum sama tíma, 10. áratugnum, hefur umræða um þátttöku atvinnufyrirtækja í lista- og menningarlífinu orðið fyrirferð- armeiri en nokkru sinni áður. Ef meta ætti hlutfall raunverulegs stuðnings atvinnufyr- irtækja við menningarlífið í landinu annars vegar og hins vegar hlutfall fyrirferðar um- ræðunnar um menningarmálin almennt þá er augljóst að atvinnufyrirtækin hafa borið vel úr býtum. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir vaxandi stuðning atvinnufyrirtækjanna í landinu við menningarlífið er hann enn sem komið er hverfandi lítill sem hlutfall af heild- inni sem til er kostað af opinberu fé. Allt er þetta auðvitað gott og blessaðog engin ástæða til að draga úreinkaaðilum að styðja við þá list-viðburði sem höfða til þeirra á ein- hvern veg en jafnfráleitt er að ætla að stuðn- ingur af því tagi sé eitthvað sem koma skuli í stað opinbers stuðnings í framtíðinni. Góðærið sem ól af sér þessa umræðu um kostun er nú liðið og ljóst hverjir draga fyrst að sér hendur; hinir menningarlega sinnuðu atvinnurekendur sem þurfa að beina þeim fjármunum sem þeir hafa í arðbærari fjárfest- ingar þegar að kreppir. Menningarlíf heillar þjóðar getur ekki verið háð slíkum duttlungum á nokkurra ára fresti. Talsmenn Leikfélags Íslands gerðu sam- drátt í efnahagslífinu að helsta sökudólgi ófara sinna; stuðningur úr atvinnulífinu sem þeir höfðu treyst á við gerð framtíðaráætlana vorið 2000 var ekki lengur fyrir hendi ári síðar og þá var í fá önnur hús að venda en sameiginlega sjóði skattgreiðenda. Stærsta mótsögnin í efnahagsreikningi hinna frjálshyggjuboðandi leikhúsmanna er hversu sjálfsagt þeim þykir að ríkið hlaupi undir bagga þegar dæmið geng- ur ekki upp án þess. Og fáir bregðast svo reið- ari við þegar á daginn kemur að ekki eru allir jafnsammála þessari skoðun á hlutverki hins opinbera. Athyglisvert er að samtímis því sem bylgja frjálshyggjunnar reis og hneig í leikhúslífinu á seinni hluta síðasta áratugar aldarinnar hefur ungur leikhúsmaður verið að hasla sér völl sem sjálfstæður framleiðandi leiksýninga hér heima og erlendis. Hann hefur tekið á sig ýmsa skelli og átt sína smelli en allt án nokk- urra yfirlýsinga eða oflátungsháttar og aldrei farið í neinar grafgötur með hvers eðlis sú starfsemi er sem hann stendur að. Bjarni Haukur Þórsson hefur átt merkilegan feril í ís- lensku leikhúsi á undanförnum árum og full ástæða til að skoða hann nánar. Eftir að hafa stundað nám í leiklist í New York í Bandaríkjunum og starfað sem leikari í kjölfar þess kom Bjarni Haukur heim til Ís- lands um miðjan síðasta áratug og hófst handa með því að setja á svið fyrir eigin reikning í Gamla bíói leikritið Masterclass um líf dív- unnar Mariu Callas eftir Terence McNally. Í kjölfar þess sviðsetti hann Trainspotting í Loftkastalanum – fyrir eigin reikning – og tap- aði stórfé á þeirri sýningu, nokkrum milljónum að eigin sögn. Hann réðst þó í aðra sýningu, Hellisbúann, sem rétti við fjárhaginn og gott betur og áfram hélt hann með uppfærslu í Bíó- borginni á Kossinum, nýju leikriti eftir Hall- grím Helgason, sem gerði sig ekki og tapið var talsvert. Samtímis var Bjarni Haukur ásamt félögum sínum búinn að tryggja sér sýning- arrétt á Hellisbúanum í Skandinavíu og svið- setti verkið bæði í Danmörku og Noregi við miklar vinsældir. Í haust hefur Bjarni staðið á bakvið sýninguna Með vífið í lúkunum sem hann framleiðir í samvinnu við Borgarleik- húsið og í kvöld er hann að frumsýna leikritið Leikur á borði þar sem hann fer með aðal- hlutverkið auk þess sem hann er framleiðandi sýningarinnar. Í samtali við Bjarna Hauk kemur skýrt fram sú afstaða hans að markaðsleikhús, eða prívat- leikhús eins og hann kýs að kalla það upp á skandinavísku, er fullkomlega raunhæfur möguleiki hér á Íslandi samhliða öðrum op- inberum leikhúsrekstri ef engum fjármunum er eytt í yfirbyggingu og umgjörð rekstrarins, heldur hver og ein sýning látin standa sem fjárhagsleg heild. „Það er sýningin sem pen- ingarnir eiga að fara í en ekki skrifstofuhald,“ segir hann og stendur og fellur með sínum verkum. Vafalaust þætti honum sjálfum betraað hans væri að engu getið í þessusamhengi en það segir líklega meiraum manninn en flest annað. Hann hefur haslað sér völl sem eini sjálfstæði fram- leiðandi leiksýninga hér á landi og sennilega má rekja ástæðuna til tveggja orsaka. Hann hefur lært af eigin mistökum og haft vit á að færast ekki meira í fang en hann hefur talið sig ráða við. Þá hefur hann ekki heldur farið fram á opinberan stuðning við sinn einkarekstur. Það eitt og sér gerir hann í huga undirritaðs að manni ársins í íslensku leikhúsi. Maður ársins í leikhúslífinu Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Haukur Þórsson: sjálfstæður framleið- andi leiksýninga hér heima og erlendis. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Á NÝÁRSDAG kl. 18 frumsýnir Sjónvarpið nýja íslenska barnamynd sem heitir „Handlaginn maður handa mömmu“. Sveinn M. Sveinsson hjá Plús film er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar sem er 15 mínútur að lengd. Hann segir myndina unna í tengslum við aðild Ríkisútvarps Sjón- varps að Samtökum evrópskra Sjón- varpsstöðva (EBU). „Á hverju ári framleiðir hver þjóð sem aðild á að samtökunum leikna 15 mínútna barnamynd fyrir aldurshópinn 6 til 9 ára. Sjónvarpið hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu og sér barna- deild RÚV um að velja úr hugmynd- um í samráði við fulltrúa EBU,“ segir Sveinn um aðdraganda myndarinnar. Hann segir Ástu Hrafnhildi hjá Stundinni okkar eiga hugmyndina að sögunni, sem Ari Kristinsson vann í kjölfarið handrit að. „Handlaginn maður handa mömmu“ segir frá stúlkunni Lísu sem býr með móður sinni. Hún sakn- ar þess að hafa ekki mann við höndina sem getur gert við ýmsa hluti sem úr lagi fara á heimilinu. Mamma heldur því fram að hún þurfi ekki á slíkum mönnum að halda og geti gert við flesta hluti sjálf. Lísa hefur hins vegar reynslu af viðgerðum móður sinnar og er henni ekki sammála. Þegar að því kemur að gera við flugdreka Lísu, tekur hún til sinna ráða og ákveður að leita að manni handa mömmu í versl- unarmiðstöð í nágrenninu. Þar lenda Lísa og hundurinn Prins í miklum æv- intýrum. Hefur hlotið góða dóma Sveinn segir markmið samvinnu- verkefnis Evrópskra sjónvarpsstöðva annars vegar að hvetja til gerðar vandaðs barnaefnis fyrir sjónvarp, en hins vegar að skapa vettvang til dreif- ingar barnaefnis milli þjóða í Evrópu. „Hver þjóð sem skilar mynd getur valið myndir allra hinna þjóðanna til sýninga sér að kostnaðarlausu. Til- gangurinn er því sá að leyfa börnum á ýsmum aldri að skyggnast inn í hug- arheim barna í öðrum menningar- heimum á svipuðum aldri. Sjónvarpið hefur til dæmis sýnt allar myndirnar sem gerðar hafa verið undanfarin ár í tengslum við verkefnið,“ segir Sveinn. „Til að efnið skili sér sem best til hinna ungu áhorfenda af ólíkum þjóðernum gilda ákveðnar reglur um gerð myndanna. Efnið skal framsett á sem myndrænastan hátt, samtöl eru t.d. í lágmarki og hlutur þularins ekki meira en 30% af sýningartímanum. Þá má aðalleikari myndarinnar ekki vera eldri en 9 ára,“ segir Sveinn. „Handlaginn maður handa mömmu“ var sýnd á fundi Evrópskra sjónvarpsstöðva í Kraká í Póllandi og hlaut þar góða dóma. Hún var valin til sýninga á öllum sjónvarpsstöðvum og segir Sveinn það vera mestu viður- kenningu sem mynd innan verkefn- isins getur fengið. Elísabet Birta Sveinsdóttir fer með hlutverk Lísu í myndinni, en aðrir leikendur eru Örn Árnason, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Fjölnir Þorgeirs- son og Árni Pétur Guðjónsson. Tökur annaðist Bergsteinn Björgúlfsson og frumsamin tónlist er eftir Ingólf Sv. Guðjónsson. Handrit er sem áður sagði eftir Ara Kristinsson og leik- stjóri og klippari er Sveinn M. Sveins- son. Ævintýri Lísu og hundsins Prins sýnd í sjónvarpinu STJÓRN verðlaunasjóðs Ásu Guð- mundsdóttur Wright veitti á föstu- dag Þráni Eggertssyni, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, heiðursverðlaun sjóðsins fyrir árið 2001, en þetta er í þrítugasta og þriðja skipti, sem hin árlegu heiðursverðlaun eru veitt úr Ásusjóði. Eru Þráni veitt þessi verðlaun fyrir margþætt störf og rannsóknir á sviði fræði- legrar hagfræði og hagkerfa. „Þráinn hefur unnið sérstaklega yfirgripsmikið og merkilegt starf á sviði hagfræði víða um heim. Ekki er ofmælt, að framlag Þráins hafi gert hann að einum frumleg- asta og merkasta hagfræðingi okkar,“ sagði dr. Sturla Frið- riksson, stjórnarformaður sjóðs- ins, meðal annars við athöfnina. „Undanfarna áratugi hefur mik- il þróun átt sér stað í fræðilegri hagfræði. Ný svið hafa orðið til og önnur horfið. Eitt þessara nýju sviða er hin svonefnda ný- stofnana-hagfræði, en innan henn- ar er vikið frá hefðbundnum for- semdum, sem skilgreina markaði í hálfgerðri einangrun frá þjóð- félaginu. Stofn-hagfræðin vill beina athyglinni að umgjörð efna- hagslífsins, svo sem að lögum, eignarétti og viðskiptakostnaði, en einnig að skráðum og óskráðum reglum, sem gilda um hegðun þjóðfélagsins. Níundi áratugurinn var sér- staklega frjór fyrir rannsóknir innan ný-stofnana-hagfræði, og á þeim tíma komu ýmsar nýungar fram. Þráinn Eggertsson var einn af brautryðjendum þessarar nýju greinar og hefur hann tekið virk- an þátt í framsókn hennar,“ sagði Sturla ennfremur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sturla Friðriksson afhendir Þráni Eggertssyni verðlaunin. Hlýtur verðlaun úr Ásusjóði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.