Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 34

Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                          !  "# $  %               !"  #   #    ##  $ %&#    $ #  $      #  '( )  '  (*                                                 ! "#! $     % ! &    '   !!"##  ! $% &"  '!"## (# ! $%!"##  ) # $ * $ +)$%!"##    $%!"## %   * )($    )$)   +                ! "#$!                         ! "#    #$  # !     %   &' (    #)!    *        +    ,    %&' %&( )(! *"%! +'%'+% ,& '%& +%                                        ! "    #     ##$ % &        '   '         (   )  ! "     &'                         !  "!      #$ #%   & &'  & & &' ( ✝ Albert Alberts-son fæddist á Seyðisfirði 18. apríl 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavík- ur 23. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Al- bert Ingvarsson sjó- maður á Seyðisfirði, f. 5.maí 1887 í Gríms- ey, d. 1. maí 1926, og Ingunn Gunnarsdótt- ir, f. 10. okt. 1893 í Götu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, d. 9. mars 1939. Systk- ini Alberts eru: Ingibjörg, f. 1918, d. 2. sept. 1921; Gunnar, f. 14. apríl 1920; Ásta Ingibjörg, f. 28. sept 1921; Hrefna Þuríður, f. 21. ágúst 1923, d. 21. jan. 1944. Hálfbróðir sammæðra er Haukur Reynir Ís- aksson, f. 3. júní 1931. Albert kvæntist 1954 fyrri eig- inkonu sinni Sigríði Björgu Ólafs- dóttur, f. 12. ágúst 1932 í Reykja- vík. Dóttir þeirra er Ingunn Hrefna, f. 18. september 1960 í Keflavík. Maður hennar er Þor- steinn Vestfjörð Sigurðsson, f. 28. menna verkamannavinnu en fór 1944 til Bandaríkjanna. Þar var hann sjómaður á fraktskipum og lengst af bátsmaður. Hann lauk námi í almennum sjómannafræðum hjá U.S. Coast Guard í New York. Árið 1952 hóf hann starf í Ríkis- lögreglunni á Keflavíkurflugvelli, fyrst sem almennur lögregluþjónn. Hann var skipaður lögregluvarð- stjóri frá 1954, aðstoðaryfirlög- regluþjónn frá 1972 og var frá 1. des. 1982 yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli til starfsloka árið 1996. Albert nam við Lög- regluskólann veturinn 1953–1954 og sótti ýmis námskeið fyrir lög- reglumenn og yfirmenn í lögregl- unni bæði heima og erlendis. Meðal annars Physical Security Supervi- sion Course í Bandaríkjunum 1957 hjá The Provost Marshal General’s School, og í beinu framhaldi af því sótti hann námskeið hjá rannsókn- arlögreglunni í New York (Police Academy) og tók þar Advance Detektive Course. Albert voru falin ýmis félags- og trúnaðarstörf og var hann formað- ur Lögreglufélags Suðurnesja um tæplega tveggja ára skeið. Hann var einnig félagi í Frímúr- arareglunni í St. Jóh.-stúkunni Sindra. Útför Alberts fer fram frá Kefla- víkurkirkju 2. janúar 2002 og hefst athöfnin klukkan 13.30. mars 1949. Þeirra dóttir er Sigríður Hrefna, f. 23. sept. 1986. Þau eru búsett í Holti í Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi. Sonur Ingunnar er Al- bert Ólafur Þorleifs- son, f. 17. okt. 1977. Eftirlifandi eigin- kona Alberts er Jór- unn Ásta Hannesdótt- ir, f. 3. apríl 1928 á Eyrarbakka. Þau gift- ust 3. apríl 1983. For- eldrar hennar voru Hannes Andrésson verkstjóri hjá Rafmagnsveitu rík- isins, f. 22. sept. 1892 á Skúmsstöð- um á Eyrarbakka, d. 1. mars 1972, og kona hans Jóhanna Bernharðs- dóttir, f. 1. okt. 1896 í Keldnakoti, Stokkseyrarhr., d. 27. sept 1970. Dóttir Jórunnar er Hanna Stefáns- dóttir, f. 8. janúar 1964 á Selfossi. Hún er gift Vilhjálmi Helgasyni, f. 21. maí 1962, sonur þeirra er Einar Andri, f. 23. júní 1988. Þau eru bú- sett í Sviss. Albert Albertsson ólst upp í Reykjavík. Ungur vann hann al- Ég var á tíunda ári þegar ég fyrst hitti sómamanninn Albert Alberts- son sem síðar átti eftir að reynast mér hinn besti stjúpi. Hann var kát- ur og skemmtilegur maður og um- burðarlyndur við stelpuna sem fram að þeim tíma hafði ein átt mömmu sína. Albert var ekki lengi að vinna mig á sitt band. Hann kunni að taka af sér puttann og var snillingur með spil. Þau mamma voru líka alltaf svo glöð saman og hlógu mikið og það var ekki svo lítils virði. Með Albert átti eftir að opnast fyrir mér nýr heimur sem var Kefla- vík og Suðurnesin sem á þeim tíma voru undraveröld og gjörólík öllu sem ég áður þekkti fyrir austan fjall. Þarna var Kaninn afgirtur uppi á heiði, þarna kunnu allir ensku og hlustuðu á útvarp á tveimur tungu- málum og þarna óku menn um á sitt- hvoru bílnúmerinu, Ö og J, eftir því hvort menn voru að vinna niðri í Keflavík eða uppi á Velli. Albert átti J-66 og komst inn fyrir öll hlið í Keflavík. Það var aldrei leiðinlegt á Suðurnesjum og þar eignaðist ég líka félaga í Ingunni dóttur hans sem er mér nú sem systir. Við áttum eftir að gera mikið saman sem fjölskylda, fara í margar útilegur og ógleyman- legar ferðir í sumarhúsin í Munaðar- nesi. Þangað komu margir og góðir gestir og þar var oft mikið fjör. Al- bert naut sín vel í gestgjafahlutverk- inu og skemmti sér held ég aldrei betur en þegar hann gat boðið og veitt fólki af veigum sínum. Þau mamma voru einnig góðir gestir og við vorum svo lánsöm að fá þau til okkar til Sviss tvö síðastliðin sumur. Þar ferðuðumst við með þeim um landið, ókum yfir Alpana, gistum í fjallaþorpum og áttum saman góðar stundir. Þegar þau voru hjá okkur í ágúst síðastliðnum dáðumst við að því hve vel þau báru aldurinn og Albert allt- af jafn hraustur og hress og spræk- ari en margir miklu yngri menn. Þá hafði vágesturinn ekki enn kvatt dyra sem nú hefur á ótrúlega skömmum tíma lagt að velli þann mæta mann Albert Albertsson. Við söknum sárt góðs stjúpa, tengdaföður og afa en erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum og geymum í hjarta okkar góðar minningar. Hanna Stefánsdóttir, Vilhjálmur og Einar. Sá tekur sem gefur. Að morgni Þorláksmessudags lést mágur minn Albert Albertsson, eftir skamma en stranga baráttu við krabbamein. Síð- ast í september fórum við saman til messu í Eyrarbakkakirkju og var hann þá hinn hressasti og ekki vitað að hann gengi með þennan illvíga sjúkdóm. Löggæsla varð hans ævistarf, hann bar lögreglubúninginn með glæsibrag enda maðurinn hár og spengilegur og var með þetta rólega og trausta yfirbragð sem góðan lög- gæslumann prýðir. Lengst af var starfsvettvangur hans á Keflavíkurflugvelli og þar var hann yfirlögregluþjónn síðustu starfsárin. Kynni okkar Alberts hófust í árs- byrjun 1975 þegar leiðir Jórunnar systur minnar og hans lágu saman. Tókst fljótlega með okkur góð vin- átta, sem aldrei bar skugga á, enda var hann prúðmenni mikið og þægi- legur í allri umgengni, Ég tel að systir mín og Albert hafi verið gæfu- söm að kynnast og hafi átt góða daga saman þann röska aldarfjórðung sem samvistir þeirra hafa staðið. Það var jafnræði með þeim þegar þau stofnuðu til heimilis saman, komu með sína dótturina hvort í bú- skapinn og keyptu sér húsið á Faxa- braut 61 í Keflavík og bjuggu sér þar myndarlegt og fallegt heimili. Í húsbóndahlutverkinu naut Al- bert sín vel, hann var höfðingi heim að sækja og hafði sérstaka ánægju af að veita öðrum. Þessir eðlisþættir í fari hans löðuðu að honum jafnt unga sem aldna. Í mörg sumur hafa þau hjónin komið í sumarlandið okkar með tjaldvagninn sinn og sett sig þar nið- ur í litlu rjóðri. Þetta hefur verið okkur mikill gleðitími og ekki aðeins okkur, heldur hafa synir okkar og þeirra fjölskyldur ævinlega reynt að stilla svo til að geta verið þeim sam- tíma. Það var gott að koma til þeirra í lundinn, börnin kunnu að meta pönnukökurnar hjá Jórunni, og fannst spennandi að reyna að sjá í gegnum töfrabrögðin hjá Albert, sem hann var ólatur að sýna og jafn- vel kenna að lokum. Hann hafði ein- stakt lag á að tala við börn sem væru þau fullorðið fólk. Þau hjónin voru samrýnd, ferðuð- ust bæði utanlands og innan, voru fastagestir leikhúsanna og morgun- gangan saman var fastur liður í þeirra lífsmunstri, allt gerðu þau saman, það verða því mikil viðbrigði fyrir systur mína að standa nú ein eftir. Bið ég Guð að gefa henni styrk til að takast á við þennan snögga missi. Einnig bið ég dætrum þeirra og fjölskyldum Guðs blessunar, megi það vera ykkur öllum huggun hve lengi þið áttuð hann heilsuhraustan og vel á sig kominn. Farðu vel, bróðir og vinur, og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Garðar Hannesson. Kveðjustund. Við upphaf jólahá- tíðar kvaddi Albert vinur okkar eftir stutt en erfið veikindi. Litlar sálir eiga erfitt með að skilja af hverju við fáum ekki að njóta hans lengur. En minningarnar ylja og hugga, við minnumst með hlýju og söknuði lið- inna daga. Ljúfra sumardaga á Klifi, notalegra stunda við eld í hlóðum á fögrum síðsumarkvöldum og haust- daga í berjamó. Það ríkti eftirvænting bæði hjá börnum og fullorðnum þegar von var á Jóu frænku og Albert í sveitina. Þá skyldi nú slá upp veislu, grilla lamb og tína fulla skál af jarðarberjum. Jórunnarlundur var sleginn með afa, því þar skyldi tjaldvagninn standa. Börnin áttu í honum einlægan vin og félaga, sem sýndi þeim hlýju og áhuga og talaði við þau eins og jafn- ingja. Við sem eldri erum áttum einnig vináttu hans og fylgdist hann af áhuga með því hvernig okkur vegnaði. Við hjónin áttum með þeim Al- berti og Jórunni yndislega stund á heimili þeirra í febrúar sl. og fyrir þá stund viljum við þakka sérstaklega. Við þökkum velvild og vináttu sem hann ætíð sýndi okkur fjölskyldunni. Við biðjum guð að blessa elsku frænku og sendum henni og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hannes, Nína, Steinunn Anna og Garðar. ALBERT ALBERTSSON                                                          !      "   #$$  ! " #$ %&!   #$ '( () * !'( + ,$  -  '( .  '( +    ( %"/0  + ( (%!%/0                                                   !"   #"         $   %     $ &   '    %           ! " !! 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.