Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 37

Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 37
gekk eftir. Nú kom sér vel að Jón hafði dregið „rétt“ þegar dregið var um Moshvolsjarðarpartana, því vesturhlutinn liggur að Dufþaks- holtslandi. Nú kunna menn að spyrja, hvað olli því, að Jón, sem var á kafi í byggingarvinnunni, sneri sér að landbúnaði og það þvert gegn ráð- leggingum mætra manna sem töldu slíkt hið mesta óráð og vitleysu. Svarsins ber að leita í upplagi Jóns og erfðaeiginleikum hans eins og þeim hefur áður verið lýst í þessari grein. Hér verða enn kapítulaskipti í ævi mannsins. Fjölskyldan flytur nú úr íbúðinni á trésmiðjuloftinu og heim í gamla litla burstabæinn í Dufþaks- holti og fáeinum árum síðar kaupa þau jörðina af frú Ragnheiði Jóns- dóttur, skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík. Á þessum árum var þar öðru vísi um að litast en nú er. Bygg- ingar gamlar og ekki til frambúðar, land að mestu óframræst mýrlendi með ófærum fúakeldum, tún um 10 ha. Búskapur var strax hafinn af full- um krafti, en fyrstu árin, samhliða honum, stundaði Jón byggingavinnu víða um sýsluna. Auðvitað gerði hann það til að afla heimilinu tekna og framkvæmdafjár – gleymum því heldur ekki að einstök greiðasemi hans og það að vilja hvers manns vanda leysa, átti ríkan þátt í því. Bú- störfin og stjórn heimilisins hlutu því oft að lenda mjög á Maríu. Stundum/ oft þurfti hún að mjólka 50-60 kýr og ljúka við það fyrir fótaferð annarra til að geta hafið heimilisstörfin á réttum tíma á stóru og stækkandi heimili. Þau hjónin voru samtaka í að byggja upp búskapinn með mikilli reisn. Ávöxtur starfs þeirra blasir nú við hverjum sjáandi manni er ekur frá Hvolsvelli, eftir þjóðvegi 1 og austur að Þverá: Mýrar eru allar þurrkaðar, tún eru um 90 ha, fjós er fyrir rúmlega 100 nautgripi, hlöður, fjárhús fyrir 200 fjár (auk Moshvols- fjárhússins) og 15 herbergja íbúðar- hús. Þessar framkvæmdir hefðu aldrei orðið án hinnar miklu vinnu- semi konunnar og tæknivits og verk- kunnáttu mannsins. Þó er það næstum óskiljanlegt, hvernig hægt hefur verið að komast yfir að gera allt það sem gera þurfti. Í því sambandi má hafa það í huga, að börnin í Dufþaksholti ólust upp við vinnusemi en slíkt uppeldi er öll- um til farsældar. Ingi Þór, bróðir Jóns, hefur átt heimili í Dufþaksholti í áratugi. Hlýtt var með þeim bræðr- um. Hann er verkdrjúgur maður og reglufastur við bústörfin. Þá hafa ýmsir átt innhlaup í Dufþaksholti sem ekki voru í fastri vinnu, það var eins og slíkir menn fyndu þar sitt heimili. Sumarunglingar minnast þess hve skemmtilegt það var að vinna með Jóni, lærdómsríkt og þroskandi. Ævi fæstra er eingöngu „dans á rósum“. Ógæfan gekk um garð 22. júlí 1981. Þann dag lést María. Hún var þá á „besta“ aldri og yngsta barnið, hann Bjarni, var þá aðeins fjögurra ára. Harmur – sorg, óvissan framundan. Þá er það að elsta dóttir þeirra hjóna, Pálína, segir ágætu starfi lausu sem hún gegndi í Reykjavík, flytur að Dufþaksholti, tekur að sér heimilisstjórn og geng- ur bróður sínum í móðurstað. Hvað hefði gerst án hennar austurkomu? Búskapur með ráðskonum einhver ár – búskaparlok? Þá er líka með öllu óvíst að hann Bjarni hefði orðið það farsæla ljúfmenni sem hann er í dag, ef vandalaus kona hefði annast upp- eldi hans. Kannske setti fráfall Mar- íu dýpra mark á Jón en ókunnugir sáu, því innan undir „brynjunni“ bjó hann yfir ofurviðkvæmum, sterkum tilfinningum og í brjósti hans sló „stórt, heitt og heilt hjarta“. En lífið hélt áfram og Jón þrælaði sem fyrr. Þó gaf hann sér alltaf tíma til að tala við gesti. Hann vélvæddi heyskapinn einstaklega vel, seinni árin með afkastamestu vélunum frá Ingvari Helgasyni, sem voru „algert dúndur“. Hins vegar ók hann lengi á gömlum Land-Rover og eftir það átti hann engan bíl sjálfur. Hefur trúlega ekki talið skynsemi í að „kasta fé“ til bílakaupa, þótt sumir aðrir góð- bændur gengju á fund bankastjór- anna til að fá lán fyrir nokkurra milljóna króna glæsijeppum. Hann var síopinn fyrir nýjungum: prófaði kornrækt, ennfremur fisk- eldi, en gerði það án nokkurs teljandi tilkostnaðar. Einn veturinn fylltist annað fjárhúsið hans af loðdýrum en ekki gerðist hann þó hluthafi í þeim rekstri. Ég held að hann hafi séð það á undan flestum öðrum, að loð- dýrabúskapur var hæpið „lotterí“. Hann hafði það sem ég kalla „fjár- mála-nef“, þ.e. hann virtist svo ein- staklega næmur á það hvað gekk og hvað gekk ekki á sviði rekstrar og fjármála, að það jaðraði við ófreski- gáfu. Jón var lengst af heilsuhraustur, en þegar atgervi tók að þverra gladdist hann yfir verklagni og af- köstum næstu kynslóðar á heimilinu. VI. Jón var um margt óvenjulegur maður, með rammíslenskar rætur, en jafnframt svo heilbrigður og venjulegur að hann átti hvarvetna samleið með öðru fólki og ekki síður fólki sem var miklu yngra en hann sjálfur. Hann var umtalsgóður um fólk. Einhverju sinni gerði maður nokkur honum „grikk“ sem olli honum nokkrum skaða. Jón sagði hógvær- lega frá því hvað hafði gerst, en án stóryrða. Hins vegar átti hann verra með að þola undirferli og baktjalda- makk í viðskiptum. Þá slíkt gerðist lét hann það ekki liggja í þagnar- gildi, – hann var sýnilega sár, en sagði frá án áfellisdóms. Pólitískar skoðanir Jóns mótuðust í æsku. Þá var Framsóknarflokkur- inn helsta brjóstvörn bænda, að „vinna Íslandi allt“ var í hávegum haft og flokkurinn þá ekki tekinn að láta sig berast eftir stormi og straumum. Þótt Jón væri framsókn- armaður og vel pólitískur, þá gat honum verið það ljúft að styðja ann- að framboð, ef hann taldi það geta orðið til styrktar bændum og dreif- býlisfólki. Hann, sem elskaði jörð sína og allt Ísland var líka andvígur veru erlends hers í landinu. Hann taldi hins vegar Keflavíkurgöngur og aðrar slíkar uppákomur, hæpnar til árangurs. Þessu máli yrði að vinna fylgi innan stjórnmálaflokk- anna og síðan að fylgja því fram til sigurs á sjálfu Alþingi. „Hagfræð- ingastóðið“ var ekki hátt skrifað hjá honum og alls engan undanslátt vildi hann sýna gagnvart innflutningi á „salmonellapútum“ eða öðru erlendu kjöti, sem síðar hefur komið á dag- inn að getur verið eitrað. Ég tel mér það til gæfu, að hafa fengið að kynnast þessum manni, sem var einstakur höfðingi. Síminn var stundum okkar samskiptatæki. Þegar ég átti leið í Hvolsvöll, skrapp ég stundum til hans. Hann settist á stólinn sinn við eldhúsborðið og setti sig í stellingarnar sínar. Á meðan ég drakk upp úr einum kaffibolla fræddi hann mig um stöðu landbún- aðarins á líðandi stundu og útlistaði fyrir mér ástand og horfur þjóðmál- anna. Hendur hans hreyfðust lítil- lega í takt við hið talaða orð og blæ- brigði andlitsins breyttust eftir áherslum hins mælta máls. Nú vil ég þakka honum pólitískan stuðning, þegar ég var að þreifa fyrir mér á „vígvelli“ stjórnmálanna, ennfremur pólitíska hvatningu síðar, þegar hann vildi láta mig halda áfram á þeim vettvangi. Með djúpu þakklæti met ég mjög mikils viðmót hans, vin- áttu og trygglyndi. Nú, er þessa heims leiðir okkar hafa skilið, vildi ég leitast við að hafa hin óvenjumiklu starfsafköst hans að leiðarljósi, ef ske kynni að ég gæti gert eitthvað af öllu því sem mig langar til að koma í verk. VII. Síðustu vikurnar sem Jón lifði hélt hann sig löngum innan dyra. Ætt- ingjar og aðrir „liðsmenn“ héldu áfram að ganga á hans fund og eiga við hann góðar viðræður og njóta hinnar sterku návistar hans. Hann var hressilegur í tali og birta lék um ásjónu hans eins og jafnan fyrr. Á eldhúsborðinu til hliðar við stólinn hans lá ein bók; stundum lokuð, oft opin. Þetta var Njálssaga og vitnaði hann stundum í hana og á þann hátt, eins og Gunnar, Héðinn og Njáll væru samtíðarmenn hans í tíma og rúmi, enda meginsögusviðið í sjón- máli frá Dufþaksholti. Margt var líkt með Jóni og Njáli: Þeir Álfhóla- og Bergþórshvolsmenn voru, hvorir um sig, smiðir og frammámenn í bú- skaparnýjungum. Njáll og Jón voru báðir stórbændur, ættarhöfðingjar, köstuðu fram vísum, voru draum- spakir og forspáir. Hins vegar reyndust ráðleggingar Jóns betur en þau ráð sen Njáll gaf og þegar á heildina er litið var Jón miklu meiri gæfumaður. Út um stofugluggana í Dufþaks- holti gat Jón horft yfir ættarstöðv- arnar niður í Landeyjum, yfir Eyja- sund til Vestmannaeyja. Í norðri rís Hekla með elda undir, þá formfagur Þríhyrningurinn og nokkru austar grábláir Upptyppingar Tindfjalla. Hið næsta voru þó rismikil Eyjafjöll- in og við sólarupprás, á björtum morgni, gat þar slegið gullbláma á jökulhvolf hábungunnar. Tignarlegt – guðdómlegt. Hið næsta gluggun- um og garðinum eru vel ræktuð tún- in og fjær gróskumikil, afmörkuð beitarhólfin. Á sumardegi mátti sjá þar á beit allar tegundir íslensks bú- fjár. Hversu sæll og glaður hlaut hann ekki að vera, gamli íslenski bóndinn, með allar þessar dásemdir, vitandi það að allt var í góðum far- vegi þó hans eigin heilsa væri ekki lengur til neinna átaka. Að kveldi 10. febrúar gekk Jón til hvílu sinnar að vanda. Að morgni var hann látinn. Hann, þessi rammís- lenski bóndi, hefði ekki kosið sér aðrar betri andlátsaðstæður. Þegar ég lét þá skoðun í ljós, að hann hefði átt að fá að lifa áratug lengur benti Grétar Björnsson frændi hans mér á, að „í reynd væri Jón búinn að lifa 2-3 mannsaldra, ef mið væri tekið af öllu því sem hann væri búinn að af- reka, upplifa og umfram allt fram- kvæma um ævina“. Mér býður hins vegar í grun að hann hafi talið sig eiga sitthvað ógert. 17. febrúar var hann jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju að viðstöddu fjölmenni. Þann dag var hvassviðri og vatnsveður svo sjaldnast sá til sól- ar á Suðurlandi. Um það leyti er bera skyldi kistu úr kirkju létti til í um mínútubil og sólin hellti geislum sínum inn um gluggana og um kirkj- una. Einhver hefði nefnt það „undur og stórmerki“. Útförin var kyrrðar-, kveðju- og saknaðarstund. Innilegt og kærleiksríkt samband var á milli Jóns og hans nánasta fólks. Megi blessun hans fylgja því fólki sem honum var kærast. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 37 Helgihald um áramót í Hjallakirkju UM áramót verður helgihald í Hjallakirkju með breyttu sniði frá því sem áður var. Aftansöngur á gamlársdag verður að vanda kl. 18 en þá mun kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsönginn, og Hjálmar P. Pétursson syngja einsöng. Á nýársdag verður bryddað upp á þeirri nýjung að hafa guðsþjónustu klukkan 17. Þar mun bæjarstjóri Kópavogs, Sigurður Geirdal, flytja nýárs- ræðu. Kór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng, Gunnar Jóns- son syngur einsöng og Jóhann Stefánsson leikur á trompet. Allir eru hjartanlega velkomnir. ÁRAMÓTAGUÐSÞJÓNUSTA verður í Bústaðakirkju 3. janúar nk. kl. 14. Prestar eru sr. Ólafur Skúlason biskup, sr. Pálmi Matth- íasson og sr. Miyako Þórðarson prestur heyrnarlausra sem mun túlka á táknmáli. Glæðurnar syngja og leiða al- mennan söng undir stjórn Sig- urbjargar Hólmgrímsdóttur. Org- anisti er Guðmundur Sigurðsson. Kaffiveitingar verða í boði Bú- staðasóknar eftir guðsþjónustuna. Guðsþjónustan er samstarfs- verkefni Ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma og Bústaðasókn- ar. Kirkjustarf aldraðra                                        !             "#$$% & $$' ""() $()**   +   +   $*(%(  Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is                                              !"#!! $    ""% &"!'  !"#!! (")  *%"!  !""% &"!' $+"#!! ,, %$,,, -                ! " #$                     !   "# %  & '   (  &     '   )* '   +''*  &   , '   - ., / & '* *  0 ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.