Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 45

Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 45 DAGBÓK Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað        ●    ●    ●   ●    ●  !"#$ # ● #% &&  ● ' (# ) ' &*+*, Námskeið sem hefjast í janúar 7. janúar - Raja jóga hugleiðsla 8. janúar - Al-Einingaröndun (hátt Kriya jóga) 9. janúar - Sálarhugleiðsla - Miðlun 10. janúar - Uppstigningar (Kristsvitunar) vinnunámskeið Geymið auglýsinguna Upplýsingar á netfangi: www.vitund.is/andlegiskolinn Skráning í síma 553 6537 Andlegi skólinn Að breyta lífsmynstrinu Breyttar venjur — ný framtíðarsýn Sjö vikna námskeið á miðvikudagskvöldum hefst 16. janúar Slökun - styrking Efling orkuflæðis líkamans, einbeitingaræfingar, hugleiðsla fannyj@itn.is Heimasíða fanny.is Mánaðarnámskeið á þriðjud. og fimmtud. hefst 8. janúar. Skráning í síma 692 2758, Fanný Jónmundsdóttir. Óskum öllum okkar traustu og tryggu viðskipta- vinum gæfuríks komandi árs með þökk fyrir gagnkvæm viðskipti undanfarin ár, þar af flest- um 26 ár. Gunnar og María (áður North Atlantic Trading)G.V.F. ehf. ÞEGAR blindur kemur upp í sex gröndum virðast tólf slagir auðteknir, en slæm lega í spaðanum set- ur strik í þann útreikning og lækkar slagatalninguna í ellefu. Til að byrja með. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ G10542 ♥ 1064 ♦ ÁKG ♣Á2 Suður ♠ ÁK7 ♥ ÁK ♦ D763 ♣K743 Vestur Norður Austur Suður – 1 spaði 2 spaðar * Dobl Pass Pass 3 hjörtu 6 grönd Pass Pass Pass * Hjarta og láglitur, minnst 5–5-skipting. Vestur spilar út hjarta- áttu. Sagnhafi sér fyrir sér fjóra slagi á spaða, tvo á hjarta, fjóra á tígul og tvo á lauf. Þetta telur upp í tólf, en þegar spaðaásinn er lagður niður í öðrum slag hendir austur hjarta. Það var og. Nú er aðeins hægt að fá þrjá slagi á spaða, því vestur verður tæplega svo almennilegur að drepa strax á drottninguna. Þar með þarf að leita að tólfta slagnum annars staðar. Þvingun á austur í hjarta og laufi er líklegur mögu- leiki, því austur virðist eiga sexlit í hjarta og væntanlega minnst fimm lauf: Norður ♠ G10542 ♥ 1064 ♦ ÁKG ♣Á2 Vestur Austur ♠ D9863 ♠ – ♥ 85 ♥ DG9732 ♦ 10954 ♦ 82 ♣85 ♣DG1096 Suður ♠ ÁK7 ♥ ÁK ♦ D763 ♣K743 Sambandið á milli hand- anna er svolítið viðkvæmt og því verður sagnhafi að geyma spaðakónginn og spila spaðasjöu á gosann. Hann heldur, auðvitað, og nú tekur sagnhafi ÁKG í tígli, fer heim á spaðakóng og spilar tíguldrottningu og hendir spaða úr borði. Tíguldrottningin neyðir austur til að fara niður á þrjú lauf (eða gefa slag á hjarta) og þá getur sagn- hafi spilað laufi þrisvar og byggt upp tólfta slaginn á laufhund. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð glöggskyggn og eigið ekki í vandræðum með að koma fyrir ykkur orði hvernig sem á stendur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Stundum er eina ráðið að halda að sér höndum og bíða færis. Látið ekki óþolinmæði hafa yfirhöndina heldur bíðið róleg uns tækifærið gefst. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er notalegt að eiga stund með nánum vini og gott að geta deilt áhyggjunum með einhverjum sem maður treystir. Hláturinn lengir líf- ið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er í mörg horn að líta í vinnunni og ykkur finnst þið ekki hafa tíma til annars. Það er rangt því þið þurfið svo mjög að dreifa huganum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef þið leggið spilin á borðið þurfið þið ekki að óttast and- stöðu heldur munu sam- starfsmenn ykkar sjá kosti ráðagerða ykkar og láta sannfærast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þið eruð með ýmsar vanga- veltur í sambandi við ákveðna samstarfsmenn. Gefið þeim tækifæri og þá mun koma í ljós hvoru megin þeir standa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru nokkur mál sem þið þurfið að íhuga vandlega og þegar niðurstöður eru fengn- ar verðið þið að láta til skarar skríða tafarlaust. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er kominn tími til þess að þið setjð hugsanir ykkar nið- ur á blað og veitið öðrum hlutdeild í þeim sannindum sem þið teljið ykkur hafa fundið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið fáið hverja hugmyndina annarri betri en getið ekki gert upp á milli þeirra. Legg- ið þær í dóm trausts vinar og látið svo verkin tala. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þið eruð eins og milli steins og sleggju í ákveðnu máli. Reynið að ná heildarsýn til þess að þið getið vegið og metið aðstæður svo vit sé í. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ykkur finnst að ykkur sótt úr öllum áttum. Leitið ráða til þess að verja ykkur og sinnið aðeins því sem hugir ykkar standa til. Þolinmæði er dyggð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið hafið ráð undir rifi hverju og getið komið ýmsu í verk ef þið leggið ykkur fram um að leita samstarfsaðila. Stað- reyndirnar tala sínu máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ykkur finnst einhvern veginn allt rekast hvað á annars horn. Gefið ykkur tíma til að greiða úr flækjunni og þá leysast allir hlutir auðveld- lega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT EIÐUR VOR Vér stöndum, hver einasti einn, um Ísland hinn skylduga vörð: af hjarta vér leggjum nú hönd á heilaga jörð og sverjum að sameinast bezt þess sál, þegar hættan er mest, hver einasti einn. Gegn kalsi um framandi kvöð skal kynstofninn, sjálfum sér trúr, í landhelgi rísa við loft sem lifandi múr. Og heldur en hopa um spönn, vér herðum á fórn vorri og önn, hver einasti einn. Jóhannes úr Kötlum Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. 1. jan-úar verður áttræð Ásta Árnadóttir. Hún og eiginmaður hennar Bjarni Jónsson taka á móti ættingj- um og vinum kl. 14–17 á af- mælisdaginn á nýja heim- ilinu sínu á Aðalgötu 1, Keflavík. 50 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 1. janúar er fimmtugur Ólafur Sigurðs- son, Sunnubraut 8, Kefla- vík. Hann og sambýliskona hans Elín Jakobsdóttir taka á móti ættingjum og vinum í Frímúrarasalnum, Bakka- stíg 16, Ytri-Njarðvík, á af- mælisdeginum milli klukkan 15 og 18. GULLBRÚÐKAUP og 75 ÁRA afmæli. 1. janúar nk. eiga 50 ára hjúskaparaf- mæli hjónin Soffía Bryndís Stefánsdóttir og Gunnar Guðmundsson, Álfaskeiði 91, Hafnarfirði. Sama dag verður Gunnar 75 ára. GULLBRÚÐKAUP. Á morgun 31. desember eiga 50 ára hjúskaparafmæli heiðurshjónin Lovísa Óskardóttir og Hall- grímur Sæmundsson. Á þessum gleðilegu tímamótum hafa börn þeirra ákveðið að halda með þau út í óvissuna þennan dag enda hafa þau hjónin löngum verið miklir ferðagarpar. 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 Rc6 5. Be3 Rf6 6. Be2 e5 7. dxe5 dxe5 8. Dxd8+ Rxd8 9. fxe5 Rd7 10. Rd5 Re6 11. Bg4 Bxe5 12. Rf3 Bd6 13. 0-0-0 c6 14. Bxe6 fxe6 15. Rf4 Ke7 Staðan kom upp á alþjóð- legu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ung- verjalandi. Gergely Antal (2.426) hafði hvítt gegn Al- berti Bokros (2.429). 16. Rxg6+! hxg6 17. Bg5+ Kf7 18. Hxd6 Rf6 19. Hf1 og svartur gafst upp. Taflfélagið Hellir heldur annað jólamót félagsins 30. desember. Mótið fer fram á ICC og hefst kl. 20 og lýkur um kl. 22.30. Góð verðlaun eru í boði, peningaverðlaun og frímánuðir frá ICC. Öll- um er heimil þátttaka sem er ókeypis. Gleðilegt nýtt ár! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.