Morgunblaðið - 30.12.2001, Page 51

Morgunblaðið - 30.12.2001, Page 51
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 51 getraun Áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu sunnudaginn 30. desember og verður hún þrískipt; barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Barnagetraun 5-12 ára Áskrift að Andrési Önd í heilt ár (52 blöð). Útgefandi Vaka-Helgafell. Tónlist að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Boðsmiðar fyrir tvo á kvikmynd að eigin vali frá Smárabíói. Unglingagetraun 13-17 ára Áskrift að Syrpu í heilt ár (12 bækur). Útgefandi Vaka-Helgafell. Tónlist að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Boðsmiðar fyrir tvo á kvikmynd að eigin vali frá Smárabíói. Fullorðinsgetraun 18 ára og eldri Gjafabréf með ferð fyrir tvo til Evrópu á einhvern af áfangastöðum Flugleiða. Tónlist að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson. Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001. Útgefandi Vaka-Helgafell. 1 2 3 1 2 3 1 2 3 HIPHOP ER býsna víðtæktheiti yfir ólíkar gerðirtónlistar sem allar eigasamiginlegar rætur í tón- list sem varð til meðal litra Banda- ríkjamanna á áttunda og níunda ára- tugnum. Framan af var það blökkumannatónlist sem var helst vinsæl meðal litra ungmenna, en í lok níunda áratugarins urðu þau þáttaskil að hvít ungmenni hrifust af rappi og hefur verið svo síðan að sá markhópur er helsti kaupandi rapp/ hiphop-platna. Það hlaut því að fara svo að bleiknefjar færu að rappa, ýmist sem skemmtikraftar á við Vanilla Ice eða sem alvöru tónlist- armenn á við Beastie Boys og Em- inem. Upp á síðkastið hefur síðan borið talsvert á því sem menn kalla óhlutbundið hiphop, þar sem formið er ekki nema ákveðinn rammi sem menn fylla út í að vild. Framarlega í flokki þeirra sem eru að teygja svo á skilgreiningum og formum er fé- lagsskapur vestur í San Francisco sem kallast Anticon Music. Miklar deilur hafa spunnist um það hvort rétt sé að kalla Anticon- liða hiphop-listamenn og algengt að þeir séu gagnrýndir fyrir að vera of framúrstefnulegir, og óhlutbundnir í textum og of hvítir á litinn. Í ljósi þeirrar röksemdar að hiphop sé tón- list flutt af svertingjum, sem fjalli um ofbeldi, fíkniefni og klám eru þeir vitanlega langt frá því og segj- ast reyndar kæra sig kollótta um hvað þeir séu kallaðir, vilja helst vera kallaðir skáld, enda sé þeim jafneðlilegt að lesa upp ljóð og að rappa þau. Þess má geta að eitt af því sem stendur í gagnrýnendum Anticon er einmitt að rappið er oftar en ekki órímað; minnir á trúar- bragðadeilur um ljóð og óljóð hér á landi. Fjöldi Anticon-félaga er nokkuð á reiki, en á vefsetri félagsskaparins, anticon.com, eru fimmtán taldir sem helstu félagsmenn, en talsvert fleiri tengjast Anticon að einu eða öðru leyti. Meðal þeirra sem nefndir eru eru t.d. Sole, Dose One, why? og Odd Nosdam. Tónlist fyrst og fremst Dose One, sem móðir hans nefndi Adam Drucker, og Sole, sem heitir Tim Holland, eru helstu talsmenn Anticon, en að því er Dose One segir komu þeir saman til að semja og flytja hiphop, en áttuðu sig síðan á því að þeir voru að búa til tónlist, eins og þeir kalla það; ekki lengur bundnir við hiphop. Hann segir að húðlitur þeirra skipti vissulega máli að því leyti að þeir voru hver fyrir sig eini hvíti rapparinn í hverfinu og því alltaf einir á ferð meira eða minna, enda upp aldir í hvítum mið- stéttarumhverfum. Samhliða miklum áhuga á hiphop segir Dose að þeir félagar hafi haft áhuga á nýrokki og nefnir sér- staklega sveitir eins og Pavement, Flying Saucer Attack og Slint. Hon- um er einnig gjarnt að grípa til sam- líkinga úr rokki þegar hann lýsir tónlist þeirra í árdaga og nefnir til að mynda að hann hafi fengist við emo-hiphop á sínum tíma. Helstu hiphopáhrif segir hann komin frá sveitum eins og De La Soul og A Tribe Called Quest, aukinheldur sem margt sé skylt með þeim fé- lögum og Jurassic 5 og dialated. Sex 10" með tólf sex mínútna lögum Einn helsti framvörður Anticon er sveitin cLOUDDEAD, sem varð til sem tilraunaverkefni þeirra Dose One, Odd Nosdam og why? og átti aldrei að verða meira en röð af 10". Alls urðu plöturnar sex og hvert lag sex mínútur að lengd. Tónlistin var tekin upp við frumstæð skilyrði á átta rásum, sem verður að teljast vel af sér vikið í ljósi þess hvað útsetn- ingar eru snúnar. Skífurnar komu út á árunum 1998 til 2000 og á þessu ári kom svo út breiðskífa samnefnd sveitinni þar sem þeim er öllum safnað saman. Að sögn Dose er innblásturinn að cLOUDDEAD sveitir á við My Bloody Valentine, Stars of the Lid, Windy & Carl og raftónlist- artvíeykið Boards of Canada og víst má heyra slitrur sem minna á fram- sækið nýrokk og rafeindasveim- tónlist. Hiphop-stemmningin er þó alltaf sterk og listilega farið með hugmyndir; lögin síbreytileg og í hvert sinn sem áheyranda finnst hann farinn að skilja það sem fram fer tekur tónlistin beygju í aðra og óvænta átt – hér er borvél t.a.m. not- uð til að búa til takt. Textinn sem þeir Dose One og why? fara með er svo sundurlaus að hann gæti eins verið spuni á staðnum, sumt rímar annað ekki, en einhvern veginn er samhengi í öllu saman. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Óhlutbundið hiphop Hér segir frá Anticon hiphop-samsteypunni sem margir kalla tilræði við tónlistarformið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.