Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 6

Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN13/1 – 19/1 ERLENT INNLENT  HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi Austurríkismann sem handtekinn var í Leifsstöð sl. haust með 67 þúsund e- töflur í tólf ára fangelsi á mánudag. Þetta er þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi í fíkniefnamáli.  VERULEG spjöll á grónu landi komu í ljós eft- ir flóðin á Suðurlandi á dögunum, einkum við bakka Hvítár og Stóru- Laxár.  JÖFNUÐUR á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofn- unar háskólans, en ójöfn- uður hefur þó vaxið á síð- ustu árum.  VATNAJÖKULL hefur þynnst um tvo metra á tveimur árum og haldist hlýindi og snjóleysi áfram verður lítið eftir af jökl- inum í aldarlok.  BANDARÍSKUR her- maður lét lífið í bílveltu á Grindavíkurvegi aðfara- nótt fimmtudags. Fjórir hafa látist í umferðinni frá áramótum.  FÉLAGSDÓMUR hefur úrskurðað yfirvinnubann flugumferðarstjóra löglegt en það hefur einu sinni haft áhrif á innanlands- flugið þegar loka þurfti flugvellinum á Akureyri að kvöldi miðvikudags.  MIÐSTJÓRN Sjálfstæð- isflokksins hefur samþykkt að breyta reglum flokksins þannig að leiðtogaprófkjör geti farið fram fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Hækkanir endur- skoðaðar vegna vísitöluhækkunar Í KJÖLFAR hækkunar neysluvísitöl- unnar um 0,9% frá desember, sem er meiri hækkun en reiknað var með, ákvað ríkisstjórnin á þriðjudag að skipa vinnuhóp þriggja ráðuneytis- stjóra til þess að fara yfir forsendur vísitöluhækkunarinnar. Sama dag sendi ASÍ frá sér yfirlýsingu þar sem ríki og sveitarfélög voru hvött til að endurskoða allar hækkanir gjalda. Samkvæmt vísitölunni hafa innfluttar matvörur hækkað um tugi prósenta sl. tólf mánuði umfram verðbólguþróun og gengisbreytingar. Á miðvikudag funduðu stjórnvöld með aðilum vinnumarkaðarins. Þar kom m.a. fram að ríkið ætlar að endur- skoða þjónustu- og gjaldskrárhækk- anir og talsmenn sveitarfélaga sögðust ætla að gera slíkt hið sama. Könnun sem Morgunblaðið stóð fyr- ir ásamt ASÍ um síðustu helgi leiddi einnig í ljós mikinn verðmun á algeng- um neysluvörum hér og í ESB-ríkjum sem hafa tekið upp evruna. Dýrast var verð hér á landi í tólf vöruflokkum af sautján sem kannaðir voru. Fullveldi Íslands betur tryggt í ESB en EES HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í erindi sem hann flutti sl. þriðjudag í Háskóla Íslands að því mætti halda fram með góðum rökum að aðild að Evrópusambandinu, ESB, tryggði fullveldi Íslands með betri hætti en samningurinn um EES gerði nú. Hann sagði ennfremur að fyrir tíu árum hefði hann talið vonlaust fyrir Ís- land að gerast aðili að ESB vegna sjávarútvegsstefnu sambandsins. Nú væru forsendur að ýmsu leyti breytt- ar. Í svipaðan streng tók Halldór í erindi sem hann flutti á föstudag á Akureyri. Sjö manns féllu í tilræði í Ísrael ÍSRAELSKAR herþotur eyðilögðu byggingar palestínsku heimastjórnar- innar í bænum Tulkarem á Vestur- bakkanum á föstu- dag og skriðdrekar umkringdu skrif- stofur Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah þar sem honum hefur verið haldið í herkví. Kvöldið áður féllu sjö manns þegar palestínskur árásarmaður hleypti af sjálfvirkum riffli inn í samkomusal í borginni Hadera í Norður-Ísrael. Til- ræðismaðurinn var sjálfur á meðal þeirra sem féllu. Palestínsk hreyfing, Al Aqsa-her- deildirnar, lýstu tilræðinu á hendur sér. Hreyfingin tengist Fatah-samtök- um Yassers Arafats. Al Aqsa-her- deildirnar sögðust hafa staðið fyrir til- ræðinu til að hefna leiðtoga þeirra, Raeds Karmis, sem féll í sprengjuárás í Tulkarem fyrr í vikunni. Hundruð bandarískra hermanna til Filippseyja DONALD Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, skýrði frá því á miðvikudag að yfir 200 bandarískir hermenn tækju nú þátt í herferð fil- ippseyskra stjórnarhermanna gegn hryðjuverkamönnum sem talið er að tengist al-Qaeda, samtökum Osama bin Ladens. Sagði Rumsfeld hermenn- ina meðal annars vera á Basilan-eyju þar sem liðsmenn múslímasamtak- anna Abu-Sayyaf hafa bandarísk hjón og fillippseyskan hjúkrunarfræðing í gíslingu. Hann kvað aðgerðirnar sýna að baráttan gegn hryðjuverkum væri hnattræn og ekki aðeins háð í Afgan- istan. Yasser Arafat  FULLTRÚAR Samein- uðu þjóðanna sögðu á mánudag að ástandið í Afganistan væri graf- alvarlegt vegna fjárskorts bráðabirgðastjórnar landsins. 230.000 opinber- ir starfsmenn hefðu ekki fengið neinar launa- greiðslur í hálft ár.  INDVERJAR sögðu á mánudag að ekki kæmi til greina að kalla umsvifa- laust her landsins frá landamærunum að Pak- istan. Talsvert hefur þó dregið úr spennu milli ríkjanna eftir að Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, lét handtaka nær 1.400 liðsmenn íslamskra samtaka, sem hafa barist gegn indverskum yfirráð- um í Kasmír, og bannaði starfsemi þeirra.  ÁFRÝJUNARNEFND Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO) úrskurðaði á mánudag Evrópusam- bandinu í vil í máli sem lýtur að skattaafslætti yf- irvalda í Bandaríkjunum til þarlendra útflutningsfyrirtækja. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að afslátt- urinnn samræmdist ekki reglum WTO.  JOHN Walker Lindh, „bandaríski talibaninn“ sem var handtekinn í Afg- anistan, var á þriðjudag ákærður fyrir aðild að „samsæri um dráp á bandarískum borgurum“ í Afganistan og aðstoð við hryðjuverkasamtök. Hann á lífstíðarfangelsisdóm yf- ir höfði sér. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur stöðvað áform Ríkisskattstjóraemb- ættisins um að hrinda í framkvæmd breytingum á reglum um skattmat á hlunnindum vegna tekna á árinu 2002. Embættið hafði undirbúið og hafið kynningu á víðtækari reglum en gilt hafa um hvað skuli teljast vera hlunnindi starfsmanns sem telja beri til tekna við skattlagningu á árinu 2002. Skv. 116. grein laga um tekju- og eignaskatt skal rík- isskattstjóri árlega gefa út reglur um mat á hlunnindum til tekna. Búið var að senda skattstjórum reglurnar og eru dæmi þess að fyr- irtæki hafi einnig fengið þessar reglur vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2002. Niðurstaðan varð hins vegar sú skv. ákvörðun fjármálaráðuneytisins að reglurnar verða áfram óbreyttar frá því sem verið hefur. Fjármálaráðherra greindi frá málavöxtum og niður- stöðu fjármálaráðuneytisins vegna þessa máls á ríkisstjórnarfundi í vikunni. ,,Við viljum fara varlega í allt svona og alls ekki gera breytingar sem mætti túlka sem breytingu á álagningunni. Það eru aðrir sem taka slíkar ákvarðanir,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Hlunnindi ef fyrirtæki lætur starfsmann fá tölvu heim? ,,Samkvæmt lögunum um tekju- og eignaskatt ber ríkisskattstjóra að setja árlega reglur um skattmat á hlunnindum,“ sagði Geir. Hann sagði að reyndar væri oft erfiðleikum háð að meta hvað hlunn- indi af þessu tagi gætu verið mikils virði. Embætti ríkisskattstjóra hafi undirbúið nokkuð víðtækar breyt- ingar eins og fram hafi komið á mati á hlunnindum. ,,Okkur hér í ráðu- neytinu þótti þetta of stórt skref að stíga og niðurstaðan varð sú að þessum reglum er ekkert breytt efnislega að sinni en við munum fara yfir þetta með embættinu og hvort einhver ástæða sé til að gera grund- vallarbreytingar á þessu. Auðvitað má segja að komnir séu til sögunnar hlutir sem ekki eru inni í eldra mati en það er hins vegar iðulega mjög erfitt að henda reiður á hvað eru raunveruleg hlunnindi og hvað ekki. Ef fyrirtæki lætur t.d. starfsmann sinn fá tölvu heim þá er það kannski ekkert síður gert í þeim tilgangi að starfsmaðurinn geti unn- ið meira fyrir fyrirtækið,“ sagði fjármálaráðherra. Gæði sem metin verða til pen- ingaverðs skal telja til tekna Ríkisskattstjóri hefur nú birt orð- sendingu til launagreiðenda vegna skattmats á tekjuárinu 2002 þar sem mati á hlunnindum er óbreytt frá því sem verið hefur, að öðru leyti en því að viðmiðunarupphæðir hlunninda eru uppfærðar til verð- lags. Skv. þessum reglum ber að telja til tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir þá ekki máli hvaðan þau stafa eða í hvaða formi þau eru. ,,Á það t.d. við um fatnað, fæði, húsnæði, fríðindi og skiptir þá ekki máli í hvaða gjaldmiðli goldið er, hvort sem er í reiðufé, hlunn- indum eða vinnuskiptum svo og framlög og gjafir sé verðmætið hærra en almennt gerist um tæki- færisgjafir. Þau gæði og hlunnindi, sem eru ekki látin í té í formi reiðufjár, skal meta til peningaverðs og telja þau til tekna á því verði. Skulu þau met- in til tekna á gangverði eða mark- aðsverði á hverjum tíma...“ segir m.a. í orðsendingu ríkisskattstjóra. Þar segir einnig um starfstengd hlunnindi að allur viðurgjörningur launagreiðanda við starfsmenn í öðru en reiðufé leggist að jöfnu við laun til þeirra og beri að telja til tekna. ,,Viðurgjörningur við starfs- menn eru fríðindi og gæði tengd starfinu, sem þeir njóta án þess að greiða fyrir það fullt verð, hvort sem um er að ræða að launþeginn fái eitthvað til eignar, afnota, láns eða neyslu. Viðurgjörningur við starfsmenn telst til tekna miðað við markaðsverð eða gangverð, þ.e. það verð sem það hefði kostað launþeg- ann að kaupa, leigja eða greiða fyrir afnot af því sem féll til hans. Tiltekinn viðurgjörning við starfs- menn, sem er í mjög beinum tengslum við störf þeirra, almennur og aðgengilegur öllum, þarf ekki að telja til tekna, enda sé kostnaður hæfilegur miðað við einstök tilefni og heildstætt á árinu. Til þessa við- urgjörnings teljast árshátíðir starfs- manna, jólagleði og sambærilegar samkomur, svo og starfsmannaferð- ir, fyrirbyggjandi heilbrigðisþjón- usta, afnot af heilsubótaraðstöðu á starfsstað, kaffiveitingar í vinnutíma og námskeið sem tengjast starfinu beint. Til hans teljast enn fremur framlög til starfsmannafélaga vegna þessara liða. Skilyrði fyrir því að þessi viður- gjörningur sé ekki talinn til tekna hjá starfsmanni er að kostnaður, annar en við námskeið sem tengjast starfinu beint, á starfsmann sé sam- tals ekki hærri en 40.000 krónur á árinu og ekki hærri en 10.000 kr. af einstöku tilefni (ferð með gistingu, árshátíð o.s.frv.). Sé kostnaðurinn í heild eða af einstöku tilefni hærri telst hann að fullu til tekna.“ Ríkisskattstjóri kynnti breytingar á skattmati hlunninda Fjármálaráðu- neyti stöðvaði út- gáfu reglnanna FLUGLEIÐIR hafa sett í gang sölu- herferð fyrir Íslandsferðir í París með um 1.000 veggspjöldum á járn- brautarstöðvum borgarinnar, í samvinnu við ferðamálaráð. Hvert veggspjald er tveir metrar á breidd og einn og hálfur metri á hæð og á veggspjöldunum eru Parísarbúar hvattir til að láta Ísland koma sér á óvart og bent á að Ísland sé aðeins í þriggja klukkustunda fjarlægð. Markmiðið er að fá Frakka til þess að bregða undir sig betri fæt- inum nú á næstu vikum, utan anna- tímans. Stutt skólafrí er jafnan í Frakklandi í febrúarmánuði og meðal annars er horft til þess við tímasetningu herferðarinnar, sam- kvæmt upplýsingum Guðjóns Arn- grímssonar blaðafulltrúa. Veggspjaldið verður áberandi á nánast öllum neðanjarðarlest- arstöðvum í París dagana 16.–29. janúar og herferðinni verður síðan fram haldið á þriðjungi braut- arstöðvanna fram í miðjan febrúar. Flugleiðir hafa ekki áður reynt þessa auglýsingaleið í París en hún hefur gefið góða raun í Lundúnum. Flugleiðir og ferðamálaráð Kynningar- herferð í París ÚRVALSVÍSITALA aðallista Verðbréfaþings Íslands hækkaði um 1,62% æa föstudag. Er vísital- an nú 1.255,17 stig og hefur ekki verið hærri síðan 4. janúar 2001. Hæst hefur vísitalan farið í 1.888,71 stig 17. febrúar árið 2000. Vísitalan hefur hækkað um 8,29% frá áramótum. Allar atvinnugreinavísitölurnar hafa hækkað frá áramótum, vísi- tala þjónustu og verslunar um 20,54%, vísitala samgangna um 12,46% en bréf Eimskipafélags Ís- lands hækkuðu um 8,3%, úr 5,45 í 5,90, í tæplega 11 milljón króna viðskiptum í gær. Vísitala upplýs- ingatækni hefur hækkað minnst það sem af er ári eða um 0,17%. Frá áramótum hafa viðskipti með hlutabréf numið rúmum 13,2 milljörðum króna en viðskiptin í gær námu 1.988 milljónum króna. Mest viðskipti voru hlutabréf Skeljungs hf. eða fyrir 364 millj- ónir króna. Lokagengi gærdagsins var 9 eft- ir 2,3% hækkun, og miðað við það gengi skiptu rúm 5% bréfa Skelj- ungs um hendur í gær. Þar af seldi Fjárfestingarsjóður BÍ um 1,1% í félaginu, eða rúmar sjötíu milljónir að markaðsverði og við söluna fór hlutur sjóðsins í 4,42%, en sjóð- urinn er einn af stærstu hluthöfum Skeljungs. Úrvalsvísitalan ekki hærri í rúmt ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.