Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 8
Þetta er örugglega einn úr hryðjuverkaliði Ladens, við gómuðum hann með
fulla vasa af saltkringlum fyrir utan skrifstofu forsetans.
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FSÍ rekið með hagnaði
Mikil gróska í
fimleikum
NÆSTUM öll sér-samböndin innanÍSÍ eru rekin með
meira og minna tapi og því
miður verður sú umræða á
stundum jafn fyrir-
ferðarmikil og umfjöllun
um glæsilegan árangur ís-
lenskra íþróttamanna.
KSÍ stendur nokkuð upp
úr, en er það var borið
undir Árna Þ. Árnason
formann Fimleikasam-
bands Íslands hvort FSÍ
væri eina sérsambandið
utan KSÍ sem rekið væri
með hagnaði, bar hann
ekki á móti því.
Hver er staða fimleika í
dag?
„Staða fimleika er góð.
Fimleikar eru í dag sjötta
fjölmennasta íþrótta-
greinin á Íslandi og hækkaði um
tvö sæti á milli ára.“
Hafa íslenskir fimleikamenn
nálgast erlendar þjóðir að getu?
„Rúnar Alexandersson er okk-
ar helsti afreksmaður í áhalda-
fimleikum og Viktor Kristmanns-
son er einnig meðal þeirra efstu í
sínum aldursflokki á Norðurlönd-
um. Halldór B. Jóhannsson var í
fjórða sæti á heimslista í þolfimi á
síðasta ári þegar listinn var gef-
inn út og hefur hækkað ef eitt-
hvað er. Hópfimleikar eru vax-
andi grein í Evrópu og á síðasta
Evrópumóti varð lið Stjörnunnar
í Garðabæ í fjórða sæti þannig að
í þeim greinum fimleika sem
stundaðar eru hér erum við nokk-
uð vel sett, a.m.k. ef miðað er við
Norðurlöndin.“
Þetta eru bara strákar, en hvað
með stelpurnar?
„Besta daman okkar í áhalda-
fimleikum er Sif Pálsdóttir sem
er 14 ára og besti árangur hennar
er 35. sæti á Ólympíudögum æsk-
unnar sem voru í Murcia á Spáni í
fyrra. Á Norðurlandamóti ung-
linga í fyrra var hún númer þrjú á
slá og sex í fjölþraut. Hún tók við
af Elvu Rut Jónsdóttur sem
keppti á alþjóðamótum og var
hæst Norðurlandastúlkna á
Heimsmeistaramótinu 1999. Það
er toppurinn hingað til. Þá var
hún 21 árs og hætti keppni
skömmu síðar. Stelpurnar núna
eru sennilega betri en hinar voru
á þeirra aldri en það má segja að
það sé millibilsástand varðandi
toppárangur. Þjálfunin er betri!“
Er gróska í fimleikum á Ís-
landi?
„Það er óhætt að segja að mikil
gróska sé í fimleikum. Á síðasta
ári bættust tvö ný félög við sem
stunda fimleika, en það eru Aft-
urelding í Mosfellsbæ og Fjölnir í
Grafarvogi. Einnig er mikill
áhugi víða um land að koma á fót
fimleikaæfingum, en því miður
hefur verið erfitt að koma því við
vegna þjálfaraskorts. Sambandið
hefur brugðist við þessum skorti
með því að halda þjálfaranám-
skeið og mjög öflugt fræðslustarf
var unnið á síðasta ári og mikill
fjöldi þátttakenda sótti námskeið
sambandsins.“
Kann almenningur
að meta fimleika?
„Ég tel að almenn-
ingur kunni vel að
meta fimleika. Það
merki ég helst á því að þegar fim-
leikar eru sýndir í sjónvarpi er
mikið horft á þá. Jólasýningar
FSÍ hafa verið sýndar í Sjónvarp-
inu nokkur undanfarin ár, ekki þó
í ár, og höfum við orðið vör við
mikið áhorf á þá útsendingu. Svo
ekki sé talað um þegar sýnt er frá
keppni í fimleikum á Ólympíu-
leikum og/eða heimsmeistara-
mótum. Það vekur alltaf mikla at-
hygli.“
Eru fimleikar hættuleg íþrótt?
„Það geta hent slys í öllum
íþróttum. Því er ekki að neita að
alvarleg meiðsl hafa gert vart við
sig í fimleikum á síðustu árum.
Hvort um of mikið álag er að
ræða er ekki gott að segja. Þeir
sem ætla sér að ná langt í íþrótt-
inni æfa þetta 25 til 30 tíma á viku
og auðvitað er það mikið álag á
líkamann. Einnig skipta búnaður
og áhöld mjög miklu máli og mik-
ilvægt er að búnaðurinn sé góður.
En fyrir hinn almenna fimleika-
iðkanda eru fimleikar ekki hættu-
legri en hver önnur íþróttagrein.“
Sagt er að FSÍ sé rekið með
hagnaði, eitt sérsambanda utan
KSÍ – hver er galdurinn?
„FSÍ hefur verið rekið með
hagnaði frá árinu 1997 en sam-
bandið hefur verið alveg skuld-
laust síðustu tvö ár, þ.e.a.s. 2000
og 2001. Árið 1996 voru skuldir
sambandsins tæplega 8,5 milljón-
ir króna og sambandið nánast
gjaldþrota. Galdurinn er að gæta
fyllsta aðhalds og sparnaðar á öll-
um sviðum. T.d. hefur utanlands-
ferðum verið stillt mjög í hóf.“
Hvað þarf sambandið að
skrimta af miklu og hvaðan koma
tekjurnar?
„Einu föstu tekjur sambands-
ins eru frá ÍSÍ, útbreiðslustyrkur
og lottó sem á síðustu tveimur ár-
um hafa verið tæplega 3 milljónir
króna. Aðrar tekjur koma frá
ýmsum styrktaraðilum
og sem ágóði af verk-
efnum sem sambandið
hefur staðið að. Velta
sambandsins síðustu
þrjú ár hefur rokkað á
milli 15 og 25 milljóna. Misjafnt
eftir hvað mikil umsvif og þátt-
taka t.d. í erlendum verkefnum
hefur verið.“
Hvernig er framtíðin í íslensk-
um fimleikum?
„Framtíðin í íslenskum fimleik-
um er björt. Margir hæfileikarík-
ir krakkar eru við æfingar hjá fé-
lögunum. Áhuginn á að stofna
nýjar deildir er mikill um landið.“
Árni Þ. Árnason
Árni Þór Árnason er fæddur
31. ágúst 1951 í Reykjavík. Stúd-
ent frá Verslunarskóla Íslands
1972. Hefur starfað við fjöl-
skyldufyrirtækið Austurbakka
frá 1971 og rak auk þess Skóbúð-
ina Suðurveri 1974–79. Árni
starfaði í JC-hreyfingunni 1974–
87, landsforseti 82–83 og alþjóða
varaheimsforseti 1987. Í stjórn
ÍSÍ 1988–96 og formaður FSÍ frá
1996. Hættir þeirri formennsku á
næstunni. Eiginkona Árna er
Guðbjörg Jónsdóttir fulltrúi
skólastjóra í Hagaskóla og börn-
in þrjú eru Sandra Dögg nemi og
fimleikakennari, Árni flugnemi
og Agnes Þóra grunnskólanemi.
Galdurinn
er að gæta
aðhalds
EIGENDUR Sellafield-kjarnorku-
versins í Bretlandi hafa lýst því yfir
að fyrirtækið hyggist hætta að dæla
geislavirkum úrgangi í hafið og
koma því fyrir á landi í staðinn.
Þetta kom fram á fréttavef Berl-
ingske Tidende í Noregi. Þar er
haft eftir fjölmiðlafulltrúa British
Nuclear Fuels Ltd., eiganda Sella-
field, að þótt þeir telji það bestu
lausnina að losa technetium-99 í
hafið valdi pólitískur þrýstingur frá
Noregi því að fyrirtækið ætli að
óska eftir leyfi stjórnvalda í Bret-
landi til þess að farga efninu á
landi.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð-
herra, fagnar þessari yfirlýsingu en
segist óttast að um blekkingar sé að
ræða hjá eigendum Sellafield til að
minnka pólitískan þrýsting vegna
málsins. „Þannig að það er of
snemmt að fagna. Það er þó jákvætt
að menn komi með viðbrögð við
þessum þrýstingi á Sellafield sem
hefur komið frá norrænum stjórn-
völdum og frá Írlandi.“
Siv segir ýmsa sigra hafa unnist í
baráttunni gegn mengun hafsins
undanfarin misseri, þar sem hæst
beri undirritun samnings gegn þrá-
virkum lífrænum efnum sem und-
irritaður var í Stokkhólmi á síðasta
ári og verður væntanlega staðfestur
á Alþingi í vetur. „Ef trúverðug yf-
irlýsing kæmi frá breskum stjórn-
völdum um að þau og fyrirtækið
ætli að hætta að losa technetium í
sjóinn, væri það næsti sigur gagn-
vart mengun hafsins.“
Mikill þrýstingur á
bresk stjórnvöld
„Því er ekki að neita að maður
óttast að hér sé um blekkingar að
ræða frá eigendum Sellafield. Það
kemur fram í fréttinni að þeir muni
fara fram á það við stjórnvöld að fá
leyfi til að geyma þessi efni á landi
og það er spurning hvað það þýði og
hvort þeir fái leyfi til þess, en hing-
að til hafa bresk stjórnvöld neitað
því og þá væntanlega vegna þrýst-
ings frá fólki á svæðinu,“ segir Siv.
Að sögn Sivjar hafa Norðurlanda-
þjóðirnar aukið þrýsting verulega
síðustu misserin á eigendur Sellaf-
ield og bresk stjórnvöld. Þá hafi
Bretum verið gerð grein fyrir því að
málið verði tekið upp sem eitt mik-
ilvægasta umræðuefnið á Norður-
sjávarráðstefnunni í Bergen í mars.
„Þannig að það er mikill þrýstingur
á þá,“ segir Siv.
Eigendur Sellafield segjast láta undan þrýstingi norðurþjóða
Hyggjast hætta los-
un úrgangs í hafið