Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 10
ÁKVÆÐI um örorkunefnd voru sett ískaðabótalög, sem tóku gildi 1. júlí1993. Kveðið er á um að hvor aðilium sig, tjónþoli eða sá sem krafinner bóta, geti borið mál undir ör-
orkunefnd. Í örorkunefnd sitja þrír menn, skip-
aðir af dómsmálaráðherra til sex ára í senn,
tveir nefndarmanna eru læknar og einn lög-
fræðingur og er hann formaður nefndarinnar.
Lögin kveða á um að hægt sé að fjölga nefnd-
armönnum tímabundið í því skyni að tryggja að
afgreiðsla mála dragist ekki og hefur verið
gripið til þessa ráðs.
Samkvæmt lögunum semur örorkunefnd
töflur um miskastig, þar sem fram kemur t.d.
hversu mikill miski er við missi fingurs eða fót-
ar, áverka á baki, sjóntaps o.s.frv. Miskastigið
er því metið eftir því beina líkamlega tjóni sem
tjónþoli hefur orðið fyrir. Einnig er metin
örorka tjónþola, þ.e. hvað starfsgeta hans
skerðist við miskann. Þessar tölur geta verið
ólíkar. Tveir menn, sem báðir missa fingur, eru
metnir til sama miskastigs. Sé annar þeirra
skrifstofumaður telst örorka hans mjög lítil,
enda er hann nánast jafn fær til starfa sinna og
áður. Ef hinn er sjómaður er líklegt að örorka
hans verði metin mun hærri, hvað þá ef hann er
píanóleikari.
Nauðsynlegt að sjá hvaða reglum er fylgt
Eftir að örorkunefnd tók til starfa urðu
margir lögmenn til að gagnrýna störf hennar.
Einn þeirra er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sem
segir ekkert hafa þokast til betri vegar á þeim
árum sem liðin eru. „Það er enn ómögulegt að
átta sig á vinnubrögðum nefndarinnar, því hún
hefur ekki gefið úrskurði sína út. Það má vel
vera að nefndin eigi á einhvern hátt óhægt um
vik við þá útgáfu, en það er nauðsynlegt að
hægt sé að sjá hvaða vinnureglum hún fylgir.
Þegar nefndinni var komið á legg var henni ætl-
að að móta meginreglur við mat á miska og ör-
orku, en það hefur ekki gengið eftir.“
Vilhjálmur segir það orka tvímælis að sömu
menn sitji í nefndinni í 6 ár og séu svo skipaðir
áfram, þrátt fyrir gagnrýni á störf þeirra. „Það
er löng bið á afgreiðslu mála hjá nefndinni og
tafla nefndarinnar um miska er mjög takmörk-
uð, því hún tekur lítið tillit til þeirra afleiðinga
slysa sem ekki sjást á röntgen- eða sneiðmynd-
um, s.s. háls- og bakmeiðsli sem valda hinum
slasaða oft miklum þjáningum, auk þunglyndis
og þróttleysis, sem eru algengar afleiðingar
tognana í hálsi og baki.“
Taflan ekki endurskoðuð
Vilhjálmur segir að miskataflan hafi í upphafi
verið miðuð við töflu um miskastig frá
Arbejdsskadestyrelsen í Danmörku, enda hafi
skaðabótalögin nánast verið þýðing á dönsku
lögunum um sama efni. „Danir gáfu hins vegar
út nýja töflu nokkrum árum síðar, sem tók
meira tillit til einkenna á borð við verki og and-
lega vanlíðan. Ég átti von á að örorkunefnd liti
til þessara breytinga og benti henni á þær.
Nefndin hefur hins vegar ekki séð ástæðu til að
endurskoða sína töflu og nú hafa Danir enn
samið nýja, án þess að nokkur merki séu um
endurskoðun á þeirri íslensku.“
Vilhjálmur segir sýnu verst, að innan nefnd-
arinnar virðist sú skoðun ríkjandi, að ekki beri
að viðurkenna annan skaða en þann sem sjáan-
legur er, eins og endurspeglist í miskatöflunni.
„Dómkvaddir matsmenn, en í þeirra hópi eru til
dæmis stundum heila- og taugalæknar og geð-
læknar, taka einnig tillit til annarra afleiðinga
slysa en þeirra sem beinlínis sjást eða eru sýni-
legar á röntgenmynd eða sneiðmynd.“
Vilhjálmur segir að dómkvaddir matsmenn
skili oft ítarlegum og vel rökstuddum mats-
gerðum og sundurliði t.d. oft miskastigið. Ör-
orkunefnd orði úrskurði sína hins vegar mjög
almennt og rökstuðningi sé ábótavant.
Matið nær alltaf hækkað
Lögmenn segja það til marks um að örorku-
nefnd hafi ekki tekist að móta venju um af-
greiðslu miska- og örorkumats, að niðurstöðu
nefndarinnar sé nær ávallt hnekkt af dóm-
kvöddum matsmönnum og dómstólum. Dæmi
um þetta er mál sem kom til kasta Hæstaréttar
árið 1999. Það snerist um bætur til 66 ára
manns, sem varð fyrir slysi þegar annarri bif-
reið var ekið aftan á hans. Örorkunefnd mat
varanlegan miska hans 15%, en varanlega ör-
orku, þ.e. skerðingu á starfsgetu vegna líkam-
legra áverka, aðeins 10%. Hann fékk bætur frá
tryggingafélagi á grundvelli matsins, en tók við
þeim með fyrirvara.
Við málareksturinn voru þrír dómkvaddir
matsmenn fengnir til að meta varanlegan
miska mannsins, sem þeir töldu 20%. Hæsti-
réttur taldi þá niðurstöðu að vísu síður rök-
studda en niðurstöðu örorkunefndar og taldi
manninn ekki eiga rétt á auknum miskabótum.
Mati nefndarinnar á varanlegri örorku var hins
vegar heldur en ekki hnekkt, þar sem tveir
matsmanna töldu það hæfilegt 100% og einn
50%. Hæstiréttur taldi að í ljósi aldurs, heilsu-
fars, menntunar og starfsreynslu væru veru-
legar líkur á að manninum stæði ekki til boða
vinna sem sanngjarnt væri að hann starfaði við.
Örorkustig hans var því metið 100% og voru
honum dæmdar bætur í samræmi við það.
„Dómur af þessu tagi hlýtur að hafa verið
kjaftshögg fyrir örorkunefnd, því með því að
staðfesta niðurstöðu matsmanna og taka upp
rökstuðning þeirra í dómi sínum er Hæstiréttur
að senda örorkunefnd mjög skýr skilaboð,“ seg-
ir Vilhjálmur. Hann segist sjá lítil merki um
breytt vinnubrögð og túlkun örorkunefndar á 5.
grein skaðabótalaga um varanlega örorku. „Ég
þekki ekki dæmi um annað en að mat dóm-
kvaddra dómsmanna sé hærra en mat örorku-
nefndar,“ segir hann.
Framsal á lagasetningarvaldi
Steingrímur Þormóðsson lögmaður tekur í
sama streng og nefnir annað dæmi. Í því tilviki
var eldri kona metin til 7% miska og örorku-
nefnd taldi varanlega örorku hennar enga.
Dómkvaddir matsmenn töldu hana hins vegar
75% öryrkja og hún fékk bætur greiddar í sam-
ræmi við það. „Það er engin leið að skýra svona
mikinn mun,“ segir Steingrímur. „Helst er
skýringarinnar að leita í þeim sjónarmiðum ör-
orkunefndar að meta ekki huglæg atriði eins og
sársauka og andlega vanlíðan. Alvarlegast
finnst mér þó, að með því að láta örorkunefnd
sjálfa semja miskatöflur er Alþingi í raun að
framselja lagasetningarvald sitt. Af einhverjum
ástæðum töldu þingmenn sig þess umkomna að
setja nokkuð ítarleg ákvæði um fasteignamat í
lög, en þegar kemur að mati á líkamstjóni eru
önnur sjónarmið uppi.“
Örorkunefnd fjallar um mikinn fjölda mála,
sem kemur aldrei til kasta matsmanna eða
dómstóla. Ef sú er raunin að mat hennar stenst
sjaldnast endurskoðun dómkvaddra mats-
manna má ætla að fjöldi fólks fái mun lægri
bætur en það gæti fengið, færi það þá leið að
óska annars mats og úrskurðar dómstóla. Lög-
menn benda á, að tjónþolum liggi oft á að fá
bætur greiddar og taki því fegins hendi mati ör-
orkunefndar og leggi hvorki tíma né fé í að leita
réttar síns fyrir dómstólum. Þá sjái lögmenn
sér stundum hag í því að leita til örorkunefndar,
fá mat hennar, sækja bótagreiðslur til trygg-
ingafélaga fyrir hönd tjónþolanna og fá þóknun
sína strax. Hvatinn til að fara dómstólaleiðina
sé því ekki alltaf fyrir hendi.
Þó eru aðrir til, sem segja að hátt mat dóm-
kvaddra matsmanna eigi sér e.t.v. rætur í því að
þeir vilji afla sér vinsælda til að fá fleiri slík
verkefni. Mat dómkvaddra matsmanna getur
kostað um 300 þúsund krónur og því ætlist fólk
til að fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Ofangreindar skýringar gera að sjálfsögðu
ráð fyrir að menn vinni ekki af heilindum og
vafasamt að gera ráð fyrir að slík vinnubrögð
séu algeng.
Sjaldan vísað til miskatöflu
Læknar virðast ekki líta til gildandi miska-
töflu við mat á afleiðingum slysa. Dæmi um það
er mál sem Steingrímur Þormóðsson rekur nú
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ung kona, sem
lenti í bifhjólaslysi, var metin 10% öryrki og
miski hennar einnig 10%. Í því mati, sem unnið
var af einum lækni, var ekki vísað til gildandi
miskatöflu.
Tryggingafélagið bar þetta undir örorku-
nefnd, sem taldi miska hennar 10% og varan-
lega örorku 12%. Í niðurstöðum sínum um
miska vísaði nefndin ekki til töflu örorkunefnd-
ar, að sögn Steingríms.
Á grundvelli þessarar álitsgerðar var gengið
til samninga við tryggingafélag konunnar.
Líkamleg og andleg líðan konunnar versnaði
hins vegar eftir þetta og fór hún fram á endur-
upptöku málsins. Því var hafnað af hálfu trygg-
ingafélagsins. Konan bað þá um að dómkvaddir
yrðu tveir óvilhallir læknar. Þeir mátu miska
hennar 30% og örorku 50% og enn var ekki vís-
að til miskatöflunnar.
Tryggingafélagið óskaði yfirmats, en þá eru
þrír læknar kvaddir til. Þeir mátu miska henn-
ar 25% og varanlega örorku einnig 25%. Í nið-
urstöðunum var miskataflan ekki nefnd.
Steingrímur segir áberandi við mat á afleið-
ingum slyssins, að þrátt fyrir að tekið sé fram af
matsmönnum að taka verði tillit til sársauka
sem konan þarf að búa við, þá sjái þess ekki stað
í niðurstöðunum. „Yfirmatið er greinilega
þessu marki brennt, enda töluvert lægra en
matið sem á undan kom, þótt í báðum tilvikum
hafi öll einkenni konunnar verið komin fram. Í
raun eru forsendur allar þær sömu við þessar
tvær matsgerðir, en læknarnir sem unnu yf-
irmatið virðast ekki taka huglæg atriði með í
reikninginn.“
Steingrímur óskaði álits læknaráðs á hver
væri varanlegur miski konunnar vegna líkam-
legra og andlegra áverka og fór fram á að sér-
staklega væri tilgreint hvert miskastigið væri
vegna þunglyndis og vegna vefjagigtar. Úr-
skurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að leita
eftir slíku áliti var kveðinn upp um miðjan júní á
síðasta ári. Steingrímur segir að álits lækna-
ráðs sé að vænta fljótlega.
Á grundvelli yfirmatsins, sem trygginga-
félagið óskaði eftir í þessu máli, fór konan fram
á að fá bætur, sem hún vildi taka við með fyr-
irvara, enda ákveðin í að bera málið undir dóm-
stóla. Að sögn Steingríms Þormóðssonar hefur
tryggingafélagið, Vátryggingafélag Íslands
(VÍS), ekki orðið við þeirri beiðni.
VÍS hefur áður neitað beiðnum um að félagið
reiði af hendi greiðslu, sem tjónþoli tæki við
með fyrirvara. Hæstiréttur ávítti félagið í dómi
7. júní sl. fyrir að verða ekki við margendur-
teknum óskum um greiðslu, sem tjónþoli myndi
taka við með fyrirvara, „svo sem félaginu er þó
skylt samkvæmt 24. gr. laga nr. 20/1954 um vá-
tryggingarsamninga,“ eins og segir í dóminum.
Steingrímur segir að þessi afstaða trygg-
ingafélagsins geri konunni óhægt um vik að
fylgja máli sínu eftir, enda sé málareksturinn
henni dýr.
Nefndinni mistekist að ávinna sér traust
Í grein, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson rit-
aði í Tímarit lögfræðinga árið 1998, er vitnað í
samantekt örorkunefndar á niðurstöðum úr
álitsgerðum fyrir árin 1995 og 1996. Vilhjálmur
bendir á, að á þessum árum hafi nefndin metið
miskastig 359 einstaklinga. Af þeim hafi hún
metið miska 291 einstaklings, eða 81% af heild-
inni, lægri en 15%. Varanlegur miski 187 ein-
staklinga, eða 52% heildarinnar, hafi verið met-
Lögmenn gagnrýna örorkunefnd fyrir álitsgerðir sem sé nær ávallt hnekkt ef á reyni
Lögmenn, sem hafa flutt mál til heimtu örorkubóta, gagnrýna
starf örorkunefndar. Í grein Ragnhildar Sverrisdóttur kemur
m.a. fram að þeir telja úrskurði nefndarinnar lítt rökstudda og
að mat hennar taki ekki tillit til huglægra afleiðinga slysa.
Telja grundvöll mis
og örorkumats ósk
10 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ