Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GJALDÞROT orkufyrirtækisins
Enron, sem er hið mesta í sögu
Bandaríkjanna, hefur orðið til þess
að fram hafa komið fjölmargar til-
lögur um lög og reglugerðir sem ætl-
að er að fyrirbyggja misferli sem
stjórnendur Enron urðu uppvísir að.
Þessar tillögur eru mjög víðtækar og
snúast um breytingar á lögum um
eftirlaunasjóði launþega og verð-
bréfaviðskipti, reglur um endurskoð-
un fyrirtækja og jafnvel umbætur á
lögum um framlög í kosningasjóði.
Þegar Bush tók við forsetaemb-
ættinu fyrir ári hafði hann lofað því
að draga úr afskiptum alríkisins af
bandarískum fyrirtækjum. Og marg-
ir þeirra embættismanna sem hann
hefur skipað í mikilvægar eftirlits-
stofnanir – meðal annars bandaríska
verðbréfaeftirlitið, SEC – voru áður
starfsmenn þeirra fyrirtækja sem
stofnanirnar eiga að hafa eftirlit
með.
Enron veitti mest allra fyrirtækja
í kosningasjóð Bush og margir
stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjun-
um segja að forsetinn sé nú undir
miklum þrýstingi að sýna að hann sé
ekki taglhnýtingur stórfyrirtækja
sem hafa stutt hann. Þeir telja að
Bush komist ekki hjá því að leggja
fram ný lagafrumvörp til að bregðast
við meintum ávirðingum stjórnenda
Enron.
Skólabókardæmi um
tengslin við auðmenn
Bush kann að standa frammi fyrir
svipuðum vanda og forveri hans, Bill
Clinton, árið 1996 þegar fjáröflunar-
aðferðir hans sættu harðri gagnrýni.
Clinton reyndi þá að breyta siðferði-
legri deilu í pólitíska rökræðu með
því að færa rök fyrir því að vanda-
málið fælist í gölluðu kerfi – ekki
gerðum hans sjálfs – og leggja til
umbætur á lögunum um framlög í
kosningasjóði.
Líklegt þykir að Bush beiti svip-
aðri aðferð til að hafa áhrif á um-
ræðuna, leggi til breytingar á lögum
um eftirlaunasjóði og verðbréfavið-
skipti til að draga athyglina frá per-
sónulegum og pólitískum tengslum
sínum og fleiri hátt settra embættis-
manna við Enron.
John Podesta, sem var skrifstofu-
stjóri Hvíta hússins í forsetatíð
Clintons, kvaðst ekki telja að Bush
eða ráðherrar hans hefðu gerst sekir
um lögbrot vegna tengslanna við En-
ron. „Þeir standa hins vegar frammi
fyrir pólitísku vandamáli – þetta er
ef til vill skólabókardæmi um tengsl
þeirra við hina auðugu og voldugu,
fólkið sem fer í kringum reglurnar til
að bæta eigin hag. Og ég tel að lausn-
in sé að stjórnin leggi fram frumvörp
sem vernda betur eftirlaunasjóði
landsmanna.“
Starfsmennirnir töpuðu
100 milljörðum króna
Áætlað er að starfsmenn og fyrr-
verandi starfsmenn Enron hafi tapað
samtals milljarði dala, andvirði 100
milljarða króna, vegna gjaldþrotsins
þar sem hlutabréf í fyrirtækinu voru
stór hluti eftirlaunasjóða þeirra. Yf-
irmenn Enron höfðu hins vegar selt
hlutabréf sín í fyrirtækinu þegar
gengi þeirra var sem hæst.
Bush hefur þegar skipað tvær
nefndir til að endurskoða reglur um
eftirlaunasjóði launþega og lög um
upplýsingaskyldu skráðra hluta-
félaga. Verðbréfaeftirlitið hefur
einnig skýrt frá því að það íhugi nú
að herða reglur um innra eftirlit end-
urskoðunarfyrirtækja.
„Þetta mál er svo umfangsmikið
að það krefst vandlegrar skoðunar
og umræðu og við vonum að við-
brögðin verði ekki of hörð,“ sagði
Dan Bartlett, yfirmaður fjölmiðla-
skrifstofu Hvíta hússins. „En hvað
kjarna málsins varðar er þörf á um-
bótum og ríkisstjórnin fagnar þeirri
vinnu sem er hafin.“
Umræðan í Hvíta húsinu um „þörf
á breytingum“ er mikið áhyggjuefni í
augum þeirra kaupsýslumanna sem
hafa stutt þá stefnu Bush að draga úr
afskiptum alríkisins af fyrirtækjum.
„Ég hygg að það væri skynsamlegt
að breyta ekki öllum heiminum
vegna eins slæms fyrirtækis,“ sagði
Bruce Josten, varaforseti og fram-
kvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
bandaríska verslunarráðsins. „Því
það væri engum í hag; það myndi að-
eins gera allt flóknara og dýrara.“
Hneykslismál
„klakvélar umbóta“
Gjaldþrotið hefur orðið til þess að
fjölmargar umbótatillögur hafa kom-
ið fram og það ætti ekki að koma á
óvart því segja má að „hneykslismál
hafi verið klakvélar umbóta í Banda-
ríkjunum í meira en öld“, eins og
bandarískur fréttaskýrandi orðaði
það. Mörg mikilvægustu laganna
sem komið hafa reglu á viðskiptalífið
og stjórnsýsluna í Bandaríkjunum
hafa verið sett í kjölfar hneykslis-
mála.
Fjármálahneyksli fyrir fyrri
heimsstyrjöldina urðu til að mynda
til þess að seðlabanki Bandaríkjanna
var stofnaður og viðamikið
verðbréfasvindl á þriðja áratug síð-
ustu aldar varð til þess að sett voru
alríkislög um verðbréfamarkaðina.
Watergate-hneykslið leiddi einnig til
umbóta á lögum um kosningasjóði og
þrýstihópa á áttunda áratugnum.
„Þegar menn kynna sér vöxt hins
gríðarstóra eftirlitskerfis Bandaríkj-
anna komast þeir að því að rekja má
alla áfangana til einhvers konar
vandamáls sem vakti athygli al-
mennings og fékk þingið til að bregð-
ast við,“ sagði Donald Kettl, stjórn-
málafræðingur við
Wisconsin-háskóla.
Á meðal þeirra tillagna, sem
ræddar eru á Bandaríkjaþingi vegna
gjaldþrotsins, er tillaga tveggja
demókrata um að breyta lögum um
skattfrjálsa eftirlaunasjóði launþega.
Þeir vilja að launþegarnir fái meira
frelsi til að selja hlutabréf, sem fyr-
irtæki þeirra leggja í sjóðina, og að
hlutabréfin geti ekki verið meira en
20% af eftirlaunasjóðnum. Sam-
kvæmt núgildandi lögum getur allt
framlag fyrirtækis launþegans í slík-
an sjóð verið í formi hlutabréfa í því.
Repúblikanar hafa varað við því að
þúsundir fyrirtækja hætti að leggja
fé í eftirlaunasjóðina verði breyting-
arnar til þess að framlögunum fylgi
of mikill kostnaður og fyrirhöfn.
Umræðan um framlög Enron í
kosningasjóði Bush og margra
bandarískra þingmanna, jafnt demó-
krata sem repúblikana, er talin geta
orðið til þess að breytingar verði
gerðar á lögunum um framlög í kosn-
ingasjóði. Christopher Shays, repú-
blikani í fulltrúadeild þingsins, spáir
því að gjaldþrotið verði til þess að
stuðningsmenn breytinganna geti
knúið fram atkvæðagreiðslu um þær
í deildinni. Öldungadeildin hefur
þegar samþykkt breytingarnar.
Bush í vanda vegna
Enron-málsins
Reuters
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna.
Washington. Los Angeles Times.
Gjaldþrot bandaríska orkufyrirtækisins
Enron er talið geta orðið til þess að George
W. Bush Bandaríkjaforseti neyðist til að
víkja frá loforðum sínum um að draga úr af-
skiptum alríkisins af fyrirtækjum til að
sýna að hann sé ekki taglhnýtingur stórfyr-
irtækja sem hafa stutt hann fjárhagslega.
’ Bush kann aðstanda frammi fyrir
svipuðum vanda og
forveri hans, Bill
Clinton ‘
ENGIN leið er að spá fyrir um það
með nokkurri vissu hvað muni verða
helsta ógnin við yfirburði Banda-
ríkjanna á alþjóðavettvangi á næstu
áratugum, að sögn Joseph S. Nye
sem er prófessor í alþjóðastjórn-
málum við Harvard-háskóla. Nye
var meðal fyrirlesara á ráðstefnu
sem haldin var í desember í Ósló í
tilefni af því að hundrað ár voru lið-
in síðan friðarverðlaun Nóbels voru
afhent í fyrsta sinn og fjallaði hann
meðal annars um uppgang og
hnignun stórvelda í sögunni.
Nye varaði menn við því að draga
of víðtæka lærdóma af samlíkingum
við önnur tímabil. Margir bentu nú á
að Þjóðverjar hefðu um 1900 ógnað
heimsveldi Breta og fullyrtu að Kína
væri í svipaðri stöðu gagnvart of-
urveldi Bandaríkjanna. Nye sagði
að þá virtust menn gleyma því að
Þýskaland hefði verið kom fram úr
Bretlandi í framleiðslumætti og iðn-
væðingu en Kína yrði um langa
framtíð mun veikara á þessum svið-
um en Bandaríkin.
„Ég vara við því að menn haldi
áfram að boða kenninguna um að
átök milli þessara ríkja séu óhjá-
kvæmileg,“ sagði Nye. Hann minnti
á að sagnfræðingurinn Þúkídítes
hefði til forna sagt að ef menn tryðu
því að stríð væri óhjákvæmilegt
gæti þessi trú orðið ein helsta
ástæða stríðsins.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við hann og spurði fyrst hve
trausta hann teldi nýja vináttu milli
Bandaríkjamanna og Rússa.
„Ég tel að menn séu enn að þreifa
sig áfram, enn er mikil ágreiningur
milli ríkisstjórnar Bush og rúss-
nesku stjórnarinnar. Hins vegar
breyttu atburðirnir 11. september
ástandi sem einkenndist af ákveðnu
jafnvægi Bandaríkj-
anna, Rússlands og
Kína, að minnsta kosti
töldu menn að slíkt
jafnvægi ríkti. Fjórði
aðilinn er kominn til
sögunnar í því jafn-
vægi: hryðjuverka-
menn. Þeir hafa eflt
samstöðu milli hinna
þriggja sem ekki var
fyrir hendi en það leys-
ir ekki öll vandamálin í
samskiptunum.
Jafnt Bandaríkja-
menn sem Rússar hafa
nú áhyggjur af hryðju-
verkum en Pútín for-
seti hefði hvort sem er talið það
þjóna hagsmunum sínum að nálgast
Vesturlönd. Atburðirnir í september
ýttu undir þá þróun en þeir breyta
ekki skoðunum Rússa á málum eins
og stækkun Atlantshafsbandalags-
ins eða gagnflaugavörnum. Skref
hafa verið stigin í rétta átt en margt
er enn óleyst.“
Innbyrðis ágreiningur
með djúpar rætur
– Fyrir nokkrum árum virtust
Rússar ætla að reyna án árangurs að
halda uppi merki gömlu Sovetríkj-
anna sem risaveldi. Eru þeir að
reyna að ná sama takmarki en með
breyttum aðferðum, bandalagi við
Vesturlönd en ekki Kína?
„Ég held að Rússar hafi verið og
séu enn klofnir í afstöðu sinni til
þessara mála. Pútín vill sjálfur innst
inni semja við Vesturlönd vegna
þess að hann áttar sig á því að það
sem Rússland skortir,
peningar til fjárfest-
inga, markaðir og
tækni, er þar. En það
hefur alltaf verið erfitt
að ganga of langt í
þessum efnum, að
nokkru vegna þess að
drjúgur hluti þjóðar-
innar kýs enn kommún-
ista. Deilurnar um
nálgun við Vesturlönd
eiga djúpar rætur í
rússneskri sögu, svo-
nefndir slavavinir rif-
ust áður við þá sem
vildu að Rússar yrðu
vestrænir. Þetta er eins
konar endurómur af þeim deilum.“
– Munu Kínverjar líta á það sem
einhvers konar umsátur ef Rússar
og vestrænar þjóðir taka saman
höndum?
„Ekki endilega. Frá 11. september
hafa bæði Kínverjar og Rússar bætt
samskiptin við Bandaríkjamenn. Ég
held að niðurstaða Kínverja verði að
þeir muni einnig leggja áherslu á að
fá aðgang að bandarískum mörkuð-
um og fjármagni. Þeir vilja ekki að
Rússar komi á sérstöku sambandi
við Bandaríkjamenn.
Þess vegna hygg ég að Kínverjar
muni reyna að ná einhvers konar
samkomulagi við Bandaríkin. Og
aftur minni ég á að enn eru samt
óleystar deilur til staðar, Taívan-
málið, Tíbet og mannréttindi. Nokk-
ur hreyfing hefur komist á þessi mál
en aðeins búið að leysa þau að
hluta.“
– Hvað verður Evrópa, nýtt og
sameinað stórríki eða eitthvað ann-
að? Hver verður þjóðarvitundin,
verður hún margslungin?
„Ég held ekki að Evrópa verði
nýtt og yfirþjóðlegt stórríki, ég held
að álfan verði einstakt fyrirbæri í
stjórnmálalegum efnum. Þar er að
mínu viti verið að fara inn á brautir
nýrra lausna og stofnana sem munu
verða vegvísar á 21. öldinni. Evrópu-
menn vísuðu einnig veginn fram á
við þegar þeir sköpuðu þjóðríkin á
sínum tíma, niðurstöðu þeirra núna
verður hvorki hægt að kalla þjóðríki
né stórríki. Þetta tel ég mjög gott
fyrir Evrópu og jafnframt fyrir
mannkynið allt.
Hver maður getur samtímis haft
til að bera margþætta vitund um
sjálfan sig. Fólk velur oft þá sjálfs-
vitund í andstöðu við þá vitund sem
því finnst að reynt sé að þröngva
upp á það. Hægt er að segjast vera
frá Reykjavík, frá Íslandi, frá Evr-
ópu, allt eftir því hvað viðmælandinn
er að tala um. Þess vegna held ég að
það sé gott og heilbrigt að Evrópa
leggi drög að aðstæðum þar sem
fólk geti komið á jafnvægi milli
ólíkra sjálfsvitunda fremur en að
koma upp einni og ríkjandi þjóðar-
vitund. Og þetta er ástæðan fyrir því
að mér finnst evrópska tilraunin
framfaraskref.“
– Ísland er mitt á milli Evrópu og
Bandaríkjanna, þurfa landsmenn að
velja?
„Ég held að Íslendingar geti hæg-
lega haldið áfram að vera í báðum
þessum samfélögum, geti verið sam-
tímis þjóð við N-Atlantshaf og einnig
Evrópuþjóð,“ svaraði Joseph S. Nye.
Evrópa vísar
veginn á ný
Bandaríski fræðimaðurinn Joseph S. Nye
segir í samtali við Kristján Jónsson að hin
nýja Evrópa verði ekki yfirþjóðlegt stórríki
heldur ný tegund af samstarfi milli þjóða.
Joseph. S. Nye