Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ AGNES Vold kom hingað í boði Fé-lags kvenna í læknastétt á Íslandiog Læknafélags Íslands en ofan-greindur fyrirlestur var á vegumRannsóknarstofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands. Einnig hélt hún fyrirlestur á Læknadögum á Grand hóteli í Reykjavík um kynferði og starfsframa í læknavísindum. Upp- haf rannsókna Agnesar á vísindasamfélaginu má rekja til greinar sem birtist í dagblaðinu Da- gens Nyheter í Svíþjóð árið 1995 þar sem hún ásamt samstarfskonu sinni Christine Wennerås setti spurningarmerki við matsferli Rannsókn- arsjóðs heilbrigðisvísinda í Svíþjóð, Medicinska forskringsrådet, MFR. Þær sýndu fram á að það var þrisvar sinnum auðveldara fyrir karl en konu að fá vísindastöðu hjá rannsóknarsjóðn- um. Að sögn Agnesar mættu þær ýmsu mótlæti meðan á rannsókninni stóð. Var reynt að koma í veg fyrir að þær fengju þær upplýsingar sem þær sóttust eftir. „Sagt var að vegna eðlis mál- anna bæri að halda þessum gögnum leyndum. Það var meira að segja skrökvað og sagt að skjöl hefðu týnst eða þeim hefði verið eytt. Sam- kvæmt sænsku upplýsingalögunum sem kveða á um að opinber skjöl skuli vera opin almenningi fengum við þau gögn sem við þurftum í hend- urnar en það var þó ekki fyrr en við höfðum far- ið með málið fyrir dómstóla,“ segir þessi skel- egga kona þar sem hún situr í veitingasal Grand hótels í Reykjavík. 50% erfiðara fyrir konur en karla að fá fyrsta stóra styrkinn Agnes segir að upplýsingar þeirra um hvern- ig kvenumsækjendum var kerfisbundið mis- munað hjá sjóðnum hafi vakið mikla athygli al- mennings og fjölmiðla í Svíþjóð. Þær urðu þess meðal annars valdandi að nýir meðlimir voru fengnir til að taka sæti í stjórn rannsóknarsjóðs- ins. Segir hún vísindasamfélagið hafi að öðru leyti brugðist illa við þessum upplýsingum. „Við vorum þó ekki gagnrýndar opinberlega því það var ekki hægt þar eð við höfðum tölur sem sönn- uðu mál okkar. Heldur var unnið gegn okkur á bak við tjöldin. Hélt ég á tímabili að ég þyrfti að gerast heilsugæslulæknir í stað þess að leggja fyrir mig rannsóknir eins og ég hafði gert fram til þessa og hugðist gera áfram.“ Á þessum tíma var Agnes í kandídatsnámi í læknifræði. Hún hafði stundaði nám í líffræði og efnafræði áður en hún hóf nám í læknisfræði. Hún lauk doktorpsprófi í ónæmisfræði í miðju læknanáminu. En þá gerði hún hlé á læknanám- inu og eignaðist sitt þriðja barn. Umfjöllun þeirra Agnesar og Christine varð líka til þess að þáverandi menntamálaráðherra, Carl Tham greiddi fyrir því að þær fengu fjár- styrk til að halda áfram með athuganir sínar. Tveim árum síðar birtist eftir þær umtöluð grein í tímaritinu Nature þar sem þær eru enn að gera athugasemdir við matsferli rannsókn- arsjóðsins. Í greininni sem ber titilinn „Kunn- ingjatengsl og kynjamismunun í jafningjamati vísindasamfélagsins“, komust þær að þeirri nið- urstöðu að kvenumsækjendum væri kerfis- bundið mismunað hjá sjóðnum og þyrftu þær að leggja fram 2,5 sinnum fleiri greinar/rannsóknir en karlumsækjendur til að fá sambærilegt mat fyrir vísindalega hæfni. – Og að meðaltali var það 50% erfiðara fyrir konur en karla að fá fyrsta stóra styrkinn. Þessar niðurstöður vöktu athygli víðar og beindu kastljósi að viðteknum matskerfum vís- indasamfélagsins. Þá fyrst segist Agnes hafa getað farið að trúa á að hún ætti framtíð fyrir sér á rannsóknarsviðinu. Stundar rannsóknir á ofnæmissjúkdómum Þegar Agnes lauk læknanáminu varð hún að- stoðarkennari við Gautaborgarháskóla en fékk ekki fasta stöðu við skólann og hefur ekki enn. Hún hefur haldið áfram á rannsóknum og með henni starfa nú tólf manns og sumir þeirra hafa verið að vinna að doktorsverkefnum undir henn- ar handleiðslu. Hin síðari ár hefur hún einkum verið að rannsaka ofnæmissjúkdóma en ofnæmi hefur aukist mjög hjá börnum hin síðari ár. Seg- ir hún að í Svíþjóð séu um 40% barna með ein- hvers konar ofnæmi. Agnes beinir rannsóknum sínum einkum að því hvernig þarmaflóran hefur áhrif við þróun ofnæmis hjá börnum. „Við telj- um að ofnæmi sé háð því hversu hreint umhverfi barnanna er. Ef það er mikið hreinlæti í kring- um börnin, eru meiri líkur á ofnæmi. Ofnæmi er því meira í Norður-Evrópu en til dæmis í þróun- arlöndunum. Það er líka algengara í litlum fjöl- skyldum en stórum og ef börnin eru heima en ekki á dagheimili. Börn sem alast upp við dýr eins og ketti, hunda og hesta eru síður líkleg til að fá ofnæmi. Allt bendir sem sagt til þess að betra sé að vera í umhverfi þar sem er að finna gnægð af bakteríum og óhreinindum svo lík- aminn verði ónæmur fyrir þeim.“ Evrópusam- bandið veitti Agnesi og samstarfsfólki hennar einn hæsta styrk sem Gautarborgarháskóli hef- ur fengið til rannsóknanna eða sem samsvarar 200 milljónum íslenskra króna. Verðum sífellt að vera á varðbergi gagvart kynjamismunun Það kemur fram í máli Agnesar að fleiri hafa gert rannsóknir á kunningjatengslum og kynja- mismunun innan vísindasamfélagsins í Svíþjóð. „Karlmaður sem starfaði innan Rannsóknar- sjóðs heilbrigðisvísinda í Svíþjóð athugaði hve háa styrki karlar og konur fengu til rannsókn- arstarfa frá sjóðnum. Hann sýndi fram á að þó að karl og kona hefðu fengið sama stigafjölda frá þeim sem úthluta styrkjunum þá fengu kon- urnar þrátt fyrir það miklu lægri styrki auk þess sem ungir umsækjendur fengu lægri styrki en þeir sem eldri voru. Meginniðurstaðan varð sú að þeir sem voru líklegastir til að fá hæstu styrkina úr sjóðnum voru karlkyns háskóla- kennarar sem komnir voru á eftirlaun eða karl- kyns háskólakennarar komnir yfir fimmtugt. Minnstu möguleikana höfðu ungt fólk og konur. Þetta kom þeim sem störfuðu við sjóðinn í raun á óvart. Þeir áttuðu sig ekki á hvernig staðan var fyrr en þeir sáu tölurnar svart á hvítu. Eftir þetta eða síðan 1997 hafa konur og karl- ar haft jafna möguleika á að fá styrki úr Rann- sóknarsjóði heilbrigðisvísindanna í Svíþjóð.“ Agnes ræðir um annan sjóð sem sænskir vís- indamenn geta sótt í en sá sjóður er reyndar ekki ætlaður læknum. Segir hún að innan hans séu enn við lýði kunningjatengsl og kynjamis- munun þegar kemur að styrkveitingum. „Þetta sýnir okkur að enn er að finna leifar af gamla hugsunarhættinum og að við þurfum sífellt að vera vakandi yfir því að þessir hlutir endurtaki sig ekki. Í Svíþjóð hafa verið í gildi í tvö ár lög sem kveða á um að í öllum nefndum á vegum ríksins verði helmingur nefndarmanna að vera konur og það hefur orðið til þess að dregið hefur úr því að konum er mismunað.“ Staðan ekki góð innan ríkja Evrópusambandsins Agnes, ásamt Christine Wennerås, hefur átt sæti í sérfræðingahópi Evrópusambandsins um Konur og vísindi. Hópurinn birti skýrslu árið 2000 sem sýnir að konur standa verr að vígi í vís- indum en karlar í ríkjum Evrópusambandsins. Segir Agnes að þó að það sé fjöldinn allur af konum sem vinna að rannsóknum bæði klínísk- um rannsóknum og á rannsóknarstofum þá hafi þær lítil völd og ekki fastar stöður við há- skólana. Þessi skipan sé afar ólýðræðisleg vegna þess að konur séu helmingur skattgreið- enda. Valdaleysi kvennanna hafi líka áhrif á það hvað er tekið til rannsóknar en þær ráði litlu um það. Sýn kvenna á vísindin séu önnur en karla. Samfélögin fari því á mis við þá möguleika sem fólgnir eru í hugmyndum þeirra. Hvað þarf að áliti Agnesar að gera til að breyta því að kunningjatengsl og kynjamisrétti sé viðhaft við hæfnismati á vísindamönnum? „Í Svíþjóð eru þeir fjármunir, sem úthlutað er í formi vísindastyrkja, að mestu leyti fjármunir skattgreiðenda. Skattgreiðendur ættu ekki að samþykkja að stjórnendur ákveðinna stofnana eða deilda innan þeirra úthluti fjármunum þeirra einkum til vina úr hópi karla. Aðferðir við úthlutunina verða að vera nákvæmari en það. Það er til dæmis staðreynd að heimspekideildir í sænskum háskólum hafa aldrei veitt konu fasta stöðu. Ef deild innan háskóla verður uppvís að kynjamismunun finnst mér að það ætti að gefa stjórnendum hennar tveggja ára aðlögunartíma til að leiðrétta slíkt misrétti. Ef ekkert er gert innan þess tíma ætti að draga úr framlögum til deildarinnar og veita fjármunina öðrum deild- um sem eru framsýnni og réttlátari. – Það er einu sinni svo að það eru peningarnir sem skipta mestu máli.“ Aðeins hæfileikarnir eiga að ráða úrslitum Agnes lýsir því sem tíðkast hefur innan sænsku háskólanna og hefur verið kallað men- tor program. Það felst í því að konur njóta hand- leiðslu sér eldri og reyndari vísindamanna um hvernig þær geta nýtt sér það sem er í boði inn- an vísindasamfélagsins eins og styrki. „Ég er á móti þessari tegund af stuðningi við konur sem hyggjast leggja fyrir sig vísindastörf. Það er ekkert að konunum sjálfum, þær þurfa ekki að breyta sér, heldur er það kerfið sem þarf að taka stakkaskiptum. Mér finnst alls ekki að konur eigi að fá hærri styrki af því að leiðbeinandi þeirra situr við hliðina á þeim. Heldur eigi þær að fá vísindastyrki vegna hæfileika sinna og getu,“ segir hún ákveðin. „Sem betur fer er ver- ið að leggja þessa tegund af stuðningi við konur niður við marga sænska háskóla.“ Agnes ræðir um sænsk lög sem kveða á um að ef konur og karlar fái jafn mörg stig í jafningja- mati þá sé það konan sem á að fá stöðuna eða styrkinn. „Þetta er þó ekki svona í raun vegna þess að þeir sem fjalla um umsóknirnar segja bara að konurnar séu ekki eins hæfar vegna þess að þeir vilja að karlmaðurinn hljóti það sem í boði er. Eina leiðin til þess að konan hljóti stöð- una eða styrkinn er ef það kostar þá sem stjórna of mikið að veita karlmanninum þessi gæði. Því þyrftu laun stjórnendanna að ráðast af því hvort þeir höndla svona mál af réttlæti eða hvort kunningjatengsl eða kynjamismunun ráða ferð- inni.“ Konur með börn eiga ekki síður langan og farsælan starfsferil Þeirri goðsögn hefur lengi verið haldið á lofti að konur sem eiga börn og vísindarannsóknir fari ekki saman. „Þetta tel ég algjöra fásinnu,“ segir hún. „Mín skoðun er sú að konur hætta í vísindastörfum vegna þess að þær fái ekki fjár- muni til rannsókna og af því þær fá ekki stöður við hæfi. En þetta er auðvitað ekki hægt að segja berum orðum heldur er reynt að setja ástæðuna í einhvern annan búning. Þá er gjarn- an sagt að konur vanti sjálfstraust og að þær eigi börn sem geri það að verkum að þær hætti á framabrautinni. Staðreyndin er hins vegar sú að margar rannsóknir, bæði evrópskar og banda- rískar, hafa sýnt fram á að konur sem eiga börn eru jafn góður starfskraftur og barnlausar kon- ur. Það hefur því aldrei verið sýnt fram á að kon- ur með börn eigi sér síður langan og farsælan starfsferil heldur fremur hið gagnstæða. Þetta er því algjör tilbúningur. Lítið breyst síðastliðin 20 ár Hún segir aðra goðsögn þá að tímarnir séu að breytast og fleiri konur séu kallaðar til ábyrgð- arstarfa innan vísindaamfélagsins. En tölur sýni að þetta sé ekki rétt. „Það sem hefur verið að gerast er að konur í Svíþjóð eru sífellt að verða betur menntaðar en það er enn tvisvar sinnum erfiðara fyrir þær að öðlast frama í starfi en fyr- ir karla og er staðan lík því sem var fyrir 20 ár- um síðan. Þetta sýna einnig rannsóknir í Banda- ríkjunum. Staðan í þessum efnum er þó aðeins betri þar í landi en í Evrópu.“ Þegar Agnes er beðin að meta hvað framtíðin beri í skauti sínu segist hún halda að vísinda- samfélagið eigi ekki eftir að breytast innan frá. Breytingin verði því að koma frá almenningi, stjórnmálamönnum og þeim sem eru í áhrifa- stöðum. „Það þarf að leggja áherslu á að fræða skattgreiðendur um það hvernig í pottinn er bú- ið á þessu sviði svo þeir geti beitt sér fyrir rétt- látari skipan mála.“ Konur standa verr að vígi í vísindum en karlar Kunningjatengsl og kynjamisrétti í hæfnismati á vísindamönnum var yfirskrift fyrirlestrar sem Agnes Vold, sérfræðingur í ónæmisfræði við Gautaborgarháskóla, hélt hér á landi nýlega. Hildur Einarsdóttir ræddi við Agnesi sem er þekkt fyrir vís- indastörf sín í ónæmisfræði og rann- sóknirnar á vísindasamfélaginu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ólöf Sigurðardóttir, formaður Félags kvenna í læknastétt á Íslandi, til vinstri, og Agnes Vold, sérfræðingur í ónæmisfræði við Gautaborgarháskóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.