Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA eru gleðilegir endurfundir,“ ritaði gagnrýnandi bandaríska stórblaðsins Wash- ington Post um Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness þegar bókin kom aftur út vestra eftir hálfrar aldrar hlé árið 1997. Í umsögninni sagði einnig: „Sum árin – mörg hin síðari, raunar – hafa Nóbelsverðlaunin fallið í skaut lítt þekktum höfundum sem hafa komið fram til þess eins að falla í gleymsku. Öðru máli gegnir sem betur fer um Halldór Laxness: hann er mikill rithöfundur frá litlu landi.“ Aðrir fjölmiðlar vestra tóku í sama streng, m.a. sagði gagnrýnandi New York Times að Sjálfsætt fólk væri meðal hundrað mestu bókmenntaverka sögunnar. Óskarsverðlaunahafi skrifar handrit Á liðnum árum hefur orðið mikil vakning í útgáfu á verkum Hall- dórs Laxness erlendis. Forleggj- arar í löndum sem hafa haft tak- markaðan áhuga á honum eru nú sem óðast að koma skáldsögum hans á markað. Nægir þar að nefna að Sjálfsætt fólk er loksins væntanlegt á frönsku, ný hollensk útgáfa er í bígerð, einnig portú- gölsk og svo mætti lengi telja. Bækur Halldórs Laxness hafa um áratuga skeið notið mikilla vinsælda í Þýska- landi. Á undanförnum árum hefur verið gert átak í því að koma verkum hans þar út í nýjum eða endurskoðuðum þýðingum Huberts Seelow. Auk þess hefur hinn enskumælandi heimur opn- ast verkum Halldórs á nýjan leik en þar voru þau ófáanleg um langt árabil. Nú er í undirbúningi alþjóðleg stórmynd und- ir forystu Snorra Þórissonar byggð á Sjálfstæðu fólki. Ruth Prawer Jhabvala vinnur að gerð handrits eftir sögunni en hún hefur tvívegis fengið Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndahandrit, fyrir A Room With a View og Howards End. Leikstjóri myndarinnar verður Hector Babenco sem meðal ann- ars hefur verið tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir að leikstýra Kiss of the Spider Woman en hann er einnig þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndinni Ironweed með Jack Nicholson og Meryl Streep sem bæði voru tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir þá mynd. Það er ljóst að gangi allt upp varð- andi kvikmyndina mun hún verða mikil lyftistöng fyrir verk Hall- dórs Laxness um víða veröld. „Uppgjör við Halldór“ Ég rifja þetta upp hér þar sem 23. apríl næstkomandi verða eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Halldórs Laxness. Í upphafi afmælisársins hefur borið á vilja ein- stakra manna til „að gera upp við Halldór“, án þess að tilgreina af hverju slíkt uppgjör eigi að fara fram eða í hverju það eigi að felast. Að vísu er oft tvennt nefnt til: að eftir sé að gera upp pólitíska fortíð Halldórs og ekki hafi mátt halla orði að honum. Hvort tveggja er rangt. Halldór var gríðarlega umdeildur höfundur frá fyrstu tíð en nokkur sátt náðist um hann eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955, mestu viðurkenningu sem rithöfundi getur hlotnast á alþjóðavettvangi. Sumir sættust aldr- ei við hann, fyrirgáfu ekki skrif hans um ís- lenska bændur, pólitík eða annað. Umskipti á sjötta áratugnum Undir lok ævinnar sat Halldór Laxness á frið- arstóli á Gljúfrasteini án þess að menn sæju sér- staka ástæðu til að „gera upp við hann“ – meðan hann var sjálfur til að svara fyrir sig. Enda hafði hann sjálfur gert upp við Stalín og Sovétríkin í Skáldatíma sem út kom árið 1963 – fyrir hart- nær fjórum áratugum. (Bókin nefndist raunar Uppgjör skálds í danskri þýðingu.) „Það er fróð- legt að sjá hvernig Stalín varð með hverju árinu meira skólabókardæmi þess hvernig valdið dregur siðferðisafl úr mönnum þannig að maður sem náð hefur fullkomnu alræðisvaldi innan um- hverfis síns er um leið orðinn algerlega siðferð- islaus,“ segir þar. Og á öðrum stað í bókinni ritar Halldór: „Stærsta axarskaft okkar vinstrisósía- lista fólst í trúgirni. Það er í flestum tilfellum meiri glæpur að vera auðtrúa en vera lygari. Við höfðum hrifist af byltíngunni og bundum vonir okkar við sósíalisma. … Við trúðum ekki þó við tækjum á því hvílíkt þjóðfélagsástand var í Rússlandi undir Stalín.“ Útgáfa Skáldatíma vakti mikla athygli en í raun var bókin aðeins staðfesting á því sem mátti lesa úr skrifum Hall- dórs á sjötta áratugnum. Í Gerplu (1952) hæddist Halldór að hinni fornu hetjuhugsjón Íslendingasagna en boð- skapur sögunnar beindist ekki síður að nútím- Axarsköft og steinbörn Pólitísk fortíð Halldórs Laxness hefur verið til umræðu í kjölfar útkomu Höfundar Íslands, bókar Hallgríms Helgasonar, og telja margir að hana þurfi að gera upp. Pétur Már Ólafsson segir rangt að Halldór hafi ekki gert upp fortíð sína. Hann hafi ekki reynt að dylja fyrri skoðanir sínar og litið á þær sem fróðlegan part af sjálfum sér. Pétur Már Ólafsson Á skelfilegum árum Jezhov-skeiðsins stóð ég átján mánuði í fangelsisbiðröðum í Leníngrad. Dag einn bar einhver kennsl á mig. Þá vaknaði kona með kuldabláar varir, sem stóð fyrir aftan mig og hafði að sjálfsögðu aldrei heyrt mín get- ið, af doðanum sem heltók okkur öll og hvíslaði í eyra mér (þar töluðum við öll í hvíslingum): „Getið þér lýst þessu?“ Ég sagði: „Ég get það.“ Þá breiddist eitthvað sem líktist skugga af brosi yfir það sem eittsinn hafði verið andlit hennar. I. Svo mælti rússneska skáldkonan Anna Akhmatova árið 1957. Kommúnistastjórnin sovéska hafði látið skjóta mann hennar þegar árið 1921 og handtaka son þeirra þrisvar fyrir engar sakir. Jezhov-skeiðið, sem Akhmatova kallaði, var frá 1936 til 1938, þegar Nikolaj Jezhov var yfirmaður öryggis- lögreglu Stalíns. Þá var ógnar- stjórnin rússneska sem verst. Halldór Kiljan Laxness dvaldi þar eystra seinni helming Jez- hov-tímabilsins, veturinn 1937– 1938. Hann sat meira að segja í réttarsalnum, þegar alræmd sýndarréttarhöld yfir ýmsum fyrrverandi samstarfsmönnum Stalíns fóru fram vorið 1938. Hann lýsti réttarhöldunum af stakri velþóknun í ferðabókinni Gerska æfintýrinu þá um haustið. Sex árum áður hafði Kiljan ferðast um Úkraínu, á meðan stjórn Stalíns var þar að taka land af bændum og stofna samyrkjubú með þeim hræði- legu afleiðingum, að sex milljónir manna féllu úr hungri. Í ferðabókinni Í austurvegi 1933 fullyrti Kiljan hins vegar, að þessi hungurs- neyð væri ekkert annað en Morgunblaðslygi. En Kiljan lét sér ekki nægja að skrifa tvær ferðabækur Stalín til dýrðar. Hann bar fram sama boðskap í ótal ræðum og greinum á Ís- landi í rúman aldarfjórðung og hamaðist gegn þeim, sem höfðu forystu um það fyrstu árin eft- ir stríð, að Ísland gengi til liðs við aðrar lýð- ræðisþjóðir. Þeir væru „föðurlandssvikarar, saurugir og ósnertanlegir“. Jafnframt skrifaði hann skáldsögu, Atómstöðina, þar sem Ólafi Thors og öðrum ráðamönnum þjóðarinnar var lýst sem landsölumönnum. „Af hverju ég vil selja landið?“ spyr forsætisráðherrann í þeirri sögu. „Hvað er Ísland fyrir íslendínga? Ekkert. Vestrið eitt skiftir máli fyrir norðrið.“ Það er að vonum, að Kiljan hlyti á sínum tíma sérstök verðlaun Heimsfriðarráðsins, sem stjórnað var af stalínistum. Ég benti nýlega á þessar staðreyndir hér í blaðinu, eftir að Hallgrímur Helgason hafði gefið út bráðsnjalla skáldsögu, Höfundur Ís- lands, þar sem Halldór Kiljan Laxness er ber- sýnilega fyrirmynd aðalsöguhetjunnar, Einars J. Grímssonar. Í sögunni reynir Hallgrímur hvergi að fela framferði Kiljans á árum áður, þar á meðal öll ósannindin um stjórnarfarið í ríki Stalíns, þótt hann lagi vitaskuld ýmis atvik í hendi sér eftir lögmálum frásagn- arlistarinnar. En ýmsir hafa brugð- ist ókvæða við grein minni. Þeir virðast ekki vilja, að konunni með kuldabláu varnirnar, sem stóð forð- um í fangelsisbiðröð með Önnu Akhmatovu, verði að von sinni. Eitt kynlegasta viðbragð sumra er, að saga, sem Hannes Hólmsteinn Giss- urarson beri lof á, geti blátt áfram ekki verið góð. Með því að semja sögu, sem ég fari um viðurkenning- arorðum, hafi Hallgrímur jafnvel brotið stórlega af sér! Í pistli á Víðsjá Ríkisútvarpsins 18. desem- ber vitnar Eiríkur Guðmundsson þessu til stuðnings í Kiljan sjálfan: „Sá maður sem Jón Marteinsson bjargar er glataður.“ Eiríkur spyr ekki um efnisrök og ástæður, heldur hver maðurinn sé. Í pistli á sama vettvangi 20. desember segir Úlfhildur Dagsdóttir: „Í grein í Morgunblaðinu er bent á, að í Höfundi Íslands játi Einar J., að hann hafi ekki gengið fyrir réttan kóng. Það er hins veg- ar greinilegt af þeim skrifum, að Hallgrímur hefur ekki gert sömu mistök.“ Ólundin skín í gegnum hvert orð hennar. Úlfhildur telur ekki, að menn geti sagt eitthvað af innri þörf, vegna eigin sannfæringar. II. Ég nenni ekki að eyða orðum á þá kenningu, að það, sem ég hafi að segja um Halldór Kiljan Laxness, hljóti að vera rangt, af því að ég segi það. En sumir vekja máls á merkilegri sjón- armiðum. Guðmundur Andri Thorsson bendir til dæmis á það í pistli á strik.is, að sumt sé ólíkt með Einari J. Grímssyni, aðalsöguhetju Hall- gríms Helgasonar, og Kiljan, þótt hann sé ber- sýnilega fyrirmyndin. Það er laukrétt. Bók Hallgríms er umfram allt skáldsaga, ekki heimild um Kiljan. Raunar er þátturinn um stjórnmálaafskipti aðalsöguhetjunnar lítill hluti bókarinnar. En ég get ekki tekið ábend- ingu Guðmundar Andra til mín. Í grein minni rakti ég einmitt, hvað gerðist í Sovétríkjunum í tíð Stalíns og hvað sjónarvotturinn Kiljan sagði mönnum hér heima um það. Um hvað nákvæm- lega var Halldór Laxness sekur? spyr Guð- mundur Andri. Ég svara: Að segja þjóð sinni ósatt. Hvað átti hann að gera umfram það að skrifa Skáldatíma? spyr Guðmundur Andri enn, og hið sama gerir Illugi Jökulsson í pistli á Kiljan á öld öfganna Uppgjör við Halldór Kiljan Laxness og aðra þá menntamenn tuttugustu aldar, sem mæltu fasisma og kommúnisma bót gegn betri vitund, er ekki aðeins nauðsynlegt til þess, að við, sem eft- ir lifum, lærum af mistökum þeirra, segir dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson. Það er líka og ekki síður nauðsynlegt í virð- ingarskyni við öll fórnarlömb þessara alræðis- og öfgastefna. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Halldór Laxness heimsækir rússneska verksmiðju og áritar bækur. ’ Frelsið er alltaf frelsi til að vera á annarri skoð-un en stjórnarherrarnir, en í landi, þar sem stjórn- in er eini vinnuveitandinn, er stjórnarandstæð- ingnum búinn hægur hungurdauði. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.