Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 21

Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 21 anum því að trú á vald og ofbeldi hefur löngum verið helsta bjargráð þeirra landstjórnarmanna sem ekkert óttast meira en þegna sína. Þeir sem vildu gátu séð þarna deilt á Hitler og Stalín – leiðtogadýrkun – en í bókinni upphefur hann einnig andstæðu þeirra samfélaga þar sem ríkja sterkir leiðtogar eða einræðisherrar en slíkt fyr- irmyndarsamfélag fann hann meðal inúíta á Grænlandi. Frumbyggjarnir þekkja ekki annað en að allir séu jafnir og lifi í sátt og samlyndi og þeir hafa enga leiðtoga. Í Paradísarheimt sem út kom árið 1960 sagði frá manni sem fór yfir hálfan hnöttinn í leit að fyrirheitna landinu en fann það að lokum í túninu heima. Út úr verkinu má hæglega lesa uppgjöf höfundarins, vonbrigði hans vegna lið- sinnis við volduga hugmyndafræði og brostna drauma um fyrirheitna landið. Hann hafi kostað öllu til, eins og aðalpersóna Paradísarheimtar, en ekki fundið það sem hann vonaðist eftir. Ef kenningin virkar ... Í Gjörníngabók (1959) þar sem Halldór safn- aði saman ýmsum greinum sínum frá síðari hluta sjötta áratugarins gætti hvergi heiftúð- ugra árása á Bandaríkjamenn og NATO, eins og hann hafði áður verið kunnur fyrir, en vonbrigð- in með framkvæmd sósíalismans fyrir austan járntjald urðu þeim mun meira áberandi. Í bók- inni fer ekki á milli mála að hrifning Halldórs á Sovétríkjunum hafði á þessum tíma minnkað til mikilla muna. Halldór Laxness hafði enga eina lífsskoðun alla sína ævi. Á þriðja áratugnum aðhylltist hann kaþólsku og boðaði hana af miklum hita. Eftir það snerist hann til sósíalisma og barðist af engu minni krafti fyrir málstað hans. Í ritgerð- um Gjörníngabókar virðist hann vera búinn að fá sig fullsaddan af kenningum; menn máttu hafa sína trú eða hugmyndafræði í friði en sjálf- ur aðhylltist hann nú umburðarlyndi umfram allt – mannúðarstefnu – og auk þess hagnýt- issjónarmið sem segir: ef kenningin virkar er hún að minnsta kosti góð að því marki. Uppgjör Halldórs við Stalín og Sovétríkin átti sér þannig stað lungann úr sjötta áratugnum en kristallaðist í Skáldatíma 1963. Það er því rangt að halda því fram að hann hafi ekki horfst í augu við fortíð sína. Hann reyndi ekki að dylja fyrri skoðanir sínar, sem hann hafði kannski snúist gegn, og leit á þær sem fróðlegan part af sjálfum sér. „Hver sá maður sem gengur með æsku- hugsjón sína eins og steinbarn innan í sér alla sína hundstíð, er ekki mikils virði sem skáld; varla heldur sem manneskja,“ sagði hann síðar í samtali við Matthías Johannessen. Dýrmætur arfur Það kemur manni óneitanlega spánskt fyrir sjónir að þegar heimurinn er að uppgötva verk Halldórs Laxness á nýjan leik skuli aldarafmæl- isár hans hér á landi fara af stað með því að menn beina sjónum sínum helst að þeim hlutum sem hann gerði upp af miklum heilindum og hugrekki fyrir fjórum áratugum. Slíkt sætir engum tíðindum nú og er ekki efni í frjóa um- ræðu þegar kalda stríðinu er lokið og önnur spursmál sannarlega brýnni en hitamál þess. Í bókum hans á íslenska þjóðin dýrmætan arf sem mun fylgja henni um ókomin ár. Við eigum að ræða verkin, deila um þau eins og þjóðin hef- ur gert um áratuga skeið, – án þess að falla í skotgrafir fyrri tíma sem löngu eru hættar að hafa þýðingu fyrir nútíðarfólk. Það er von mín að sem flestir íslenskir les- endur eigi gleðilega endurfundi við verk Hall- dórs Laxness á afmælisári sem endranær. Morgunblaðið/Einar Falur Halldór Laxness hafði enga eina lífsskoðun alla ævi og sumum hafnaði hann af krafti. ’ Það kemur manni óneitanlega spánskt fyrirsjónir að þegar heimurinn er að uppgötva verk Halldórs Laxness á nýjan leik skuli aldarafmæl- isár hans hér á landi fara af stað með því að menn beina sjónum sínum helst að þeim hlutum sem hann gerði upp af miklum heilindum og hugrekki fyrir fjórum áratugum. ‘ Höfundur er bókmenntafræðingur og útgáfustjóri Vöku-Helgafells. Stöð tvö 18. desember. Ég svara: Að bæta þjóð- inni það upp að hafa gert tvær og jafnvel þrjár kynslóðir íslenskra menntamanna að haturs- mönnum viðskiptaskipulagsins og Bandaríkj- anna. Hann hefði átt að snúast gegn sósíalism- anum. Skáldatími er að sönnu afar vel skrifuð bók, en stíllinn er ólíkindalegur. Kiljan er þar fjarlægur, hann tekur ekki á sig neina sök, heldur gerir góðlátlegt gys að sjálfum sér. Skýringar hans á eigin ósannindum fyrr á tíð eru ófullnægjandi, þó að ég reyndi að bæta nokkrum við hér í blaðinu á dögunum, svo sem þrá menntamanna eftir að fá að skipuleggja til- veru sína og allra annarra eftir eigin höfði og andúð þeirra á þeim markaði, sem kann að hafna þjónustu þeirra eða greiða minna fyrir hana en þeir telja sig eiga skilið. Ýmsir hafa síðustu vikur minnst á það, að í Skáldatíma segir Halldór Kiljan Laxness átak- anlega sögu af Veru Hertzsch. Kiljan var staddur á heimili Veru í Moskvu, þegar hún var handtekin þar fyrir engar sakir eitt vorkvöldið 1938. Hún hvarf inn í Gúlag-búðir Stalíns, þar sem hún mun hafa látist nokkrum árum síðar, en ekki er enn vitað, hvað varð um eins árs dóttur hennar og Benjamíns Eiríkssonar hag- fræðings, Sólveigu Erlu. Illugi Jökulsson segir, að Kiljan hafi ekki þurft að segja frá þessu, en eigi að síður gert það. Hið sama gerir Sigurður R. Þórðarson í grein í Morgunblaðinu 21. des- ember. Sigurður gengur raunar lengra: „Mis- tök hans voru, að hann skyldi nokkurn tíma nefna, að hann hefði setið á heimili hennar um- rætt kvöld.“ Stöldrum nú við. Sigurður segir hér berum orðum, að betra hefði verið, að Kilj- an hefði þagað yfir þessu en sagt frá því, að vísu aldarfjórðungi eftir að það gerðist! Þessi skoðun lýsir einkennilegu hugarfari, sem ég ætla ekki að fara fleiri orðum um. En aðal- atriðið er ekki, að Kiljan sagði frá þessu atviki, heldur að hann gerði það, aldarfjórðungi eftir að það gerðist, og lét það ekki breyta neinu um ákafa vörn sína fyrir Stalín og sósíalismanum næstu tvo áratugi. Hann sá með eigin augum, að fólk var handtekið í Sovétríkjunum fyrir það eitt, hvert það var. En hann þagði um það og sagði Íslendingum, að allt væri í uppgangi þar eysta, fólkið glatt og ánægt. Konan með kulda- bláu varirnar, sem bað Akhmatovu að lýsa ógn- arstjórninni, hefði farið bónleið til búðar Kilj- ans. III. Ekki hirði ég heldur um þá kenningu, sem kemur fram í grein Eiríks Eiríkssonar í Morg- unblaðinu 6. janúar, að Halldór Kiljan Laxness sé hafinn yfir alla gagnrýni. Enginn er hafinn yfir gagnrýni, ekki einu sinni Kiljan, sem dró sjálfur hvergi af sér í gagnrýni á aðra. Óþarfi er að taka fram, að Kiljan er stórkostlegur rit- höfundur, sem borið hefur hróður Íslands víða. Það vita allir og viðurkenna. En Eiríkur og Illugi Jökulsson segja báðir annað, sem gera ber athugasemd við. Það er, að sósíalistar eins og Kiljan, Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason hafi unnið íslenskri alþýðu ómælt gagn með baráttu sinni. Þetta er alrangt. Það lamaði ósjaldan íslenskt atvinnulíf og tafði fyrir framförum, hvernig sósíalistar misnotuðu vald sitt yfir verkalýðsfélögum. Þeir menn, sem gerðu íslenskri alþýðu mest gagn, voru stjórn- málamenn eins og Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, sem tryggðu lög, reglu og við- unandi landvarnir, atvinnurekendur eins og Thor Jensen og Pálmi í Hagkaup, sem sköpuðu atvinnu og lækkuðu vöruverð, og fræðimenn eins og Benjamín Eiríksson og Ólafur Björns- son, sem mæltu fyrir víðtækara frelsi fólks til að velja. Í því sambandi má rifja upp atvik, sem gerðist í Kaupmannahöfn sumarið 1938. Kiljan kom þar við á leið frá Rússlandi, skömmu eftir handtöku Veru Hertzsch. Stúdentar héldu fund með honum, þar sem hann fór með kveð- skap frá Rússlandi um það, að í Stalín „rættist draumurinn um gleði og fegurð“, enda væri hann „söngvari þjóðvísunnar“. Var Kiljan fagnað mjög á fundinum. En í miðjum fagn- aðarlátunum stóð upp ungur hagfræðinemi og læddist út, svo að lítið bar á. Hann var Ólafur Björnsson, og á leiðinni heim hugsaði hann með sjálfum sér, að þessi fundur hefði helst minnt á samkomu hjálpræðishersins, sem hann hafði eitt sinn sótt af forvitni á menntaskóla- árunum á Akureyri. Misskipt er mannanna skynsemi. Ólafur Björnsson gerði sér strax grein fyrir því, að eitthvað var bogið við frásagnir Halldórs Kilj- ans Laxness frá Sovétríkjunum. Nú má segja Kiljan til málsbóta, að oft hefur hann eflaust verið blekktur. Til dæmis segir hann frá því í ferðabókinni Í austurvegi, að hann hafi skoðað AMO-bílasmiðjuna í Moskvu, þar sem allur að- búnaður hafi verið til fyrirmyndar. En finnski kommúnistinn Arvo Tuominen lýsir því í bók- inni Kremls klockor, hvernig Amo-bílasmiðjan var sérstaklega búin til að blekkja pólitíska pílagríma. Og í Gerska æfintýrinu segir Kiljan frá heimsókn sinni á samyrkjubú í Brovary- þorpi í Úkraínu. En enska skáldið Robert Con- quest rekur það í bókinni The Harvest of Sorr- ow, hvernig hafi jafnan verið sett á svið starf- semi í Brovary-þorpi, fólk fengið ný föt og nóg af mat, á meðan erlendir gestir stöldruðu við. Síðan var þetta allt tekið af þeim. Brovary var sýningarþorp. Auðvitað var Kiljan oft blekkt- ur. En það er ekki aðalatriðið, heldur að hann lét blekkjast og vildi láta blekkjast. Jafnframt verður að hafa í huga, að hann vissi mæta vel, hvers eðlis stjórnarfarið var. Hann hafði bein- línis orðið vitni að því, ekki aðeins við handtöku Veru Hertzsch, heldur líka í ótal öðrum atrið- um, eins og hann segir frá í Skáldatíma. Kiljan var ekki í góðri trú. Því má ekki gleyma, að Morgunblaðið var á þeirri tíð óþreytandi að flytja fréttir af ógnarstjórninni austrænu. Fjöldi rita kom líka út um það eftir menn, sem sloppið höfðu þaðan lifandi, til dæmis Úr álög- um eftir Jan Valtin 1941 og Hlekkjuð þjóð eftir Ívan Solonevitsj 1942. En Kiljan gekk einmitt manna lengst í að svívirða þá, sem sögðu sann- leikann um Sovétríkin, til dæmis Valtin, André Gide og Arnulf Överland. IV. Um eitt greinir andmælendur mína á. Illugi Jökulsson segir, að vissulega eigi ekki að vera þögn um ósannindi Halldórs Kiljans Laxness, enda hafi ekki svo verið, öndvert við það sem ég haldi fram. Guðmundur Andri Thorsson spyr hins vegar: „Er uppgjör við kommúnismann brýnasta verkefni okkar daga?“ Ég tek undir með Illuga, en svara Guðmundi Andra svo: Spyr hann sömu spurningar um kvikmyndina Schindler’s List eftir Steven Spielberg, þar sem grimmdarverkum þýskra þjóðernisjafnað- armanna er lýst? Eða bókina Íslenskir nasist- ar, sem Illugi Jökulsson skrifaði fyrir nokkrum árum? Enn spyr Guðmundur Andri: „Hvað er nákvæmlega verið að fara fram á í öllu þessu tali um nauðsynina á því að gera upp við Hall- dór Kiljan Laxness? Eigum við að hætta að lesa hann? Hætta að herma eftir honum? Hætta að unna honum? Koma fram við hann eins og Norðmenn við Hamsun?“ Ég svara: Við eigum að sjálfsögðu ekki að hætta að lesa Kilj- an, en við eigum að lesa hann með gagnrýnna hugarfari en margir vinstri sinnaðir mennta- menn gera. Þeir eiga líka að hætta að herma það eftir Kiljan, sem einna síst var í fari hans, þegar hann breyttist í blóðþyrstan pennavarg, sem notaði mælskubrögð í stað raka. Við eigum ekki að hætta að unna Kiljan, sem samdi frá- bærar bækur. Og við hefðum ekki átt að koma fram við hann eins og Norðmenn við Hamsun, sem settur var á geðveikrahæli fyrir skoðanir sínar, ekki vegna neinnar geðveiki. Hamsun studdi Hitler og landvinningastefnu hans. Kilj- an studdi Stalín og landvinningastefnu hans. Báðir höfðu skoðanir, sem ég tel óréttlætanleg- ar. En þeir áttu að hafa frelsi til að boða þær — og við hinir frelsi til að gagnrýna þær. Tuttugasta öld hin skemmri, frá 1914 til 1989, hefur verið kölluð öld öfganna. Það er réttnefni í þeim skilningi, að alræðisstefnurnar tvær, þjóðernisjafnaðarstefna Hitlers og sam- eignarstefna Leníns og Stalíns, settu svip á þetta tímabil. En því má ekki gleyma, að þriðji kosturinn var jafnan til, frjálslyndur, borgara- legur húmanismi þeirra Winstons Churchills, Konrads Adenauers, Ronalds Reagans og Margrétar Thatchers. Halldór Kiljan Laxness hefði getað bætt ýmislegt upp, hefði hann snú- ist gegn sósíalismanum og lagt þessum borg- aralega húmanisma lið. En hann gerði það ekki, og uppgjör við hann og skoðanasystkin hans er nauðsynlegt. Þegar menntamenn, sem hafa trúað í blindni, missa trú sína, er hætt við, að þeir breytist ýmist í nöldurskjóður, sem eru á móti öllu, eða gefi sig á vald siðferðilegri tóm- hyggju og hafi þá jafnan heldur það, sem betur hljómar. Sósíalisminn mistókst ekki, af því að sósíalistar væru vondir menn eða gerðu mistök (þó að hvort tveggja kunni að hafa verið rétt), heldur lágu til þess kerfisbundnar ástæður. Sósíalisminn gerði ráð fyrir því, að hagvald og stjórnvald væri sameinað á einni hendi og allt atvinnulíf skipulagt eftir einni áætlun. Þetta þrengdi stórkostlega svigrúm fólks til stjórn- arandstöðu. Frelsið er alltaf frelsi til að vera á annarri skoðun en stjórnarherrarnir, en í landi, þar sem stjórnin er eini vinnuveitandinn, er stjórn- arandstæðingnum búinn hægur hungurdauði. Í landi, þar sem skipuleggja á allt atvinnulíf að ofan, verður fyrst að skipuleggja mennina, og það er ekki unnt nema með því að sveigja vit- und þeirra undir vilja stjórnarherranna með öllum tiltækum ráðum. Þess vegna hefur frjáls hugsun aldrei fengið að þrífast í ríkjum sósíal- ista. V. Uppgjör við Halldór Kiljan Laxness og aðra þá menntamenn tuttugustu aldar, sem mæltu fasisma og kommúnisma bót gegn betri vitund, er ekki aðeins nauðsynlegt til þess, að við, sem eftir lifum, lærum af mistökum þeirra. Það er líka og ekki síður nauðsynlegt í virðingarskyni við öll fórnarlömb þessara alræðis- og öfga- stefna. Þeirra ber að minnast, ekki aðeins Gyð- inganna sex milljón, sem þjóðernisjafnaðar- menn ráku inn í gasklefana á fimmta áratugnum, heldur líka hins ótrúlega fjölda, sem féll af völdum kommúnismans, meira en 20 milljónir manna í Sovétríkjunum samkvæmt hinni Svörtu bók kommúnismans, sem kom ný- lega út í Frakklandi, og líklega miklu fleiri í Kínaveldi. Konan með kuldabláu varirnar, sem stóð fyrir aftan Önnu Akhmatovu í fangelsis- biðröðinni í Leníngarði, fanginn, sem hún var að reyna að ná tali af, og allir þeir aðrir, sem deildu hlutskipti þeirra, mega ekki gleymast. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.