Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 23
Jórunn Viðar á margar minn-
ingar frá afa sínum og ömmu í
Kirkjustræti eða Tjarnargötu.
Pétur: Húsið tilheyrði Tjarn-
argötu, er það ekki rétt?
Jórunn: Tjarnargötu 3C.
Pétur: Einmitt, og nú er það
komið á lóðina á horni Garða-
strætis og Túngötu, sem var
æskuheimili Emils Thoroddsen
en foreldrar hans voru nátengd-
ir þeim Indriða og Mörtu.
Jórunn: Þær voru systur,
Marta og Anna, kona Þórðar
Thoroddsen.
Pétur: Á hverju viltu byrja
þegar þú rifjar upp minningar
frá bernsku þinni og æsku í
þessu húsi?
Jórunn: Ég veit ekki á hverju
ég á að byrja, en þetta hús var
dásamlegt og hafði alveg sér-
stakt andrúmsloft. Það er auð-
vitað sérstaklega fólkið sem var
svo skemmtilegt og gamansamt
og söng og spilaði. Þetta var
eitthvert skemmtilegasta heim-
ili í bænum, hugsa ég, því þarna
var alltaf svo mikið um að vera.
Pétur: Voru systkinin öll list-
hneigð?
Jórunn: Já, þau voru það,
bæði sungu og spiluðu.
Pétur: Mér er sagt að amma
þín hafi haft mikið dálæti á gít-
ar.
Jórunn: Amma spilaði vel á
gítar. Hún átti sjálf konsertgít-
ar með girnisstrengjum - það
var ekki farið að nota stálstrengi þá.
Hún spilaði forláta vel.
Pétur: Heldurðu að það hafi ekki
verið sjaldgæft að eiga konsertgítar í
Reykjavík þá?
Jórunn: Jú, ég hugsa það, en pabbi
fór einhvern tíma til Spánar í við-
skiptaerindum og kom heim með gít-
ar handa mömmu sinni. Og hún spil-
aði á hann.
Ég man hvernig hún spilaði. Hún
spilaði prelódíur eftir Bach. Ég þori
varla að segja þetta – en þegar ég
hlustaði á Segovia löngu seinna í
Austurbæjarbíói og heyrði tóninn í
gítarnum hans þá hugsaði ég til henn-
ar ömmu. Hún hefði haft gaman af að
heyra hann.
Heimili ömmu og afa var alveg sér-
stakt. Og ævi afa var auðvitað sér-
stök. Hann skrifaði mikið og hann
gerir það þegar hann er 19 ára piltur í
menntaskólanum, sveitastrákur að
norðan, að skrifa leikrit sem flutt er á
Herranótt af drengjunum. Þeir leika
öll hlutverkin í leikritinu, bæði konur
og karla. Afi lék sjálfur Guðrúnu í
Nýársnóttinni og einhver Stefán M.
Jónsson lék Áslaugu álfkonu. Hann á
að hafa verið dýrleg álfkona, því hann
var mátulega stór til að geta haft
Guðrúnu litlu undir handleggnum á
sér þegar hann er að sýna henni í
„hina heimana“.
Ég er ekki alveg klár á því hver
þessi Stefán M. Jónsson var, en ég
held hann hafi verið faðir séra Björns
á Auðkúlu og Hilmars Stefánssonar.
Pétur: Og afi Ólafs Björnssonar
prófessors og konu Steins Steinarr.
Farsælt hjónaband
Jórunn: Þegar leikritið er sýnt, er
afi 19 ára. Það slær í gegn og er sýnt
mörgum sinnum í Reykjavík þessi
áramót, 1871 að ég held. Árið eftir
tekur hann stúdentspróf og að því
loknu ákveða tveir menn hér í
Reykjavík að veita honum styrk, eða
viðurkenningu, fyrir leikritið. Fjár-
hæðin er það er rífleg að hann kemst
til útlanda og getur dvalið þar í þrjú
eða fjögur ár. Hann fær Garðsstyrk-
inn upp úr því og útskrifast sem hag-
fræðingur frá Kaupmannahafnarhá-
skóla. Þetta breytir öllu hans lífi og
hann verður fyrsti íslenski hagfræð-
ingurinn.
Að háskólanáminu loknu kemur
hann heim og hittir Mörtu Péturs-
dóttur og þau ganga í hjónaband sem
varir í 51 ár, þar til hún deyr. Þau
voru mjög hamingjusöm og áttu átta
börn og bjuggu í litla húsinu, að ég
held frá 1888.
Heimili þeirra var alveg sérstakt
því að amma hafði líka allt mögulegt
til að bera, svona ákaflega músíkölsk
konan. Hún kenndi börnum sínum að
syngja og spila á bæði píanó og gítar.
Það var ekkert mál fyrir hana.
Pétur: Þetta hefur verið eitt helsta
hljómlistar- og leiklistarheimili lands-
ins á þessum tíma.
Jórunn: Ég hugsa það.
Pétur: Mér dettur í hug að spyrja:
Lét hann raflýsa? Og fékk hann sér
síma?
Jórunn: Hann hafði síma. Ég man
númerið hjá honum, 3476.
Pétur: Hugsa sér! Það er þá líklega
bara tilbúin saga að Indriði hafi verið
spurður hvort revísorinn ætlaði að fá
sér rafljós eða rafmagn og síma.
Hann á að hafa svarað því neitandi:
Nei. Ekki notaði Shakespeare electr-
icitet eða telefón. – Svo þetta er þá
bara þjóðsaga.
Jórunn: Já, en þetta var alveg eftir
honum. Hann hafði alla vega síma, en
hvort það var rafmagn man ég ekki.
Ég man eftir lampa sem var fyrir of-
an borðið í stofunni sem var togaður
niður. En það hefur kannski verið gas
eða olíulampi.
Pétur: Norðmannsfólkið, fólkið
þitt, bjó svo rétt í næsta nágrenni?
Það hefur væntanlega verið mikill
samgangur þar á milli?
Jórunn: Pabbi og mamma bjuggu
hlið við hlið. Mamma bjó í Kirkju-
strætinu og þegar hún mátti fara út á
kvöldin opnaði hún gluggann. Þá sá
hann í Tjarnargötu 3 að hún mátti
vera úti.
Pétur: Þögult merki.
En segðu okkur frá hljóm-
listarlífi og leiklist hjá þessu
fólki þínu. Auk þess að skrifa
þá leikstýrði Indriði líka og svo
voru það systurnar.
Jórunn: Þær léku allar. Þær
voru notaðar ef það vantaði
fólk og pabbi lék líka. Bæði
pabbi og Einar Kvaran léku til
dæmis stúdentana í Ævintýr-
inu. Pabbi söng mikið. Hann
hafði lært söng hjá Ara Jóns-
syni úti í Kaupmannahöfn.
Pétur: Já, segðu okkur endi-
lega frá því.
Jórunn: Það var verið að
tala um Ara Jónsson í útvarp-
inu um daginn og rætt um
hverjum hann hefði kennt.
Pétur Jónsson og Óskar Norð-
mann og fleira fólk, sem ég
kannaðist ekki við, var talið
upp en pabbi var ekki nefndur
og mig langaði til að bæta hon-
um við.
Ég hef oft verið að furða mig
á því með þetta fólk mitt, hvað
það kunni og hvar það lærði öll
þessi lög? Það kannaðist við
allar sinfóníur og óperur.
Hvaðan fékk fólkið þessi lög?
Það var ekki með grammófón
og útvarpið kom ekki fyrr en
löngu seinna. En það var hægt
að fá sinfóníur fyrir fjórar
hendur á píanó og það var iðk-
að alveg óspart.
Eftirminnilegir hátíðisdagar
Pétur: En við ætlum að tala áfram
um Tjarnargötu 3C og minningar
þínar þaðan. Geturðu nefnt einhverja
daga sem voru skemmtilegri en aðrir.
Jórunn: Það voru auðvitað allir há-
tíðisdagar. Afi og amma söfnuðu allt-
af saman allri fjölskyldunni á jólum,
páskum og sumardaginn fyrsta. Á af-
mælisdögum var alltaf kaffi hjá
ömmu og bolludagurinn var merki-
legur dagur. Við systurnar vorum
ekki árrisular, en afi og amma biðu
bara í rúmunum þar til við komum.
Einhvern tímann hafði amma þó ver-
ið komin á fætur, en þegar hún heyrði
að við vorum að koma flýtti hún sér
aftur upp og undir sæng.
Pétur: Indriði hélt sér ákaflega vel
í útliti. Hann var svo reffilegur á velli
og líka svo unglegur.
Jórunn: Alveg teinréttur. Hann var
ekki boginn í bakinu.
Pétur: Og húðin svona hrein og fín.
Ég má til með að segja þér skemmti-
lega sögu sem tengdamóðir mín,
Anna Þorgrímsdóttir, sagði mér af
Indriða. Maður hennar var læknir í
Borgarfirðinum og Indriði kom þang-
að í heimsókn einhvern tíma, og sagði
þá við hana: Vitið þér, frú, af hverju
ég er svona unglegur og held mér
svona vel í andliti?
Hún sagði: Nei.
Hann svaraði að bragði: Það er af
því ég nota alltaf sítrónu cold-cream.
Heldurðu að þetta geti verið rétt?
Jórunn: Það getur vel passað. Afi
var ákaflega pjattaður. Hann vildi
vera afskaplega vel til fara.
Pétur: Voruð þið ekki stoltar af
honum þegar þið sáuð hann á götu?
Jórunn: Ó, hann var svo sætur.
Þegar hann varð 85 ára birtist af-
mælisgrein eftir Sigurð Norðdal og
þar er mynd af afa í hvítu vesti, en
undir myndinni stóð: „O Gud, vad han
är vacker i sin vita väst.“ Tilvitnunin
var í ljóð Frödings „Stadenslöjtnant.“
Þetta hafði áður birst með viðtali
við afa í sænsku blaði og þetta mundi
Sigurður. Lifandis ósköp var hann
sætur hann afi.
En amma var líka sæt. Hún verður
alltaf útundan þegar verið er að tala
um afa, því hann var alltaf á fartinni.
Pétur: Ég var að blaða í bók, að
mig minnir bók um Einar Benedikts-
son, og þar vitnar Gils Guðmundsson
einmitt í afa þinn. Hann sýnir þar að
hann hafi haft gott auga, ekki aðeins
fyrir kvenlegri fegurð, heldur einnig
fyrir réttindum kvenna. Að þær ættu
sinn þátt í því sem gert væri og að
þeim bæri verðugri sess en þeim
hefði hlotnast.
Dansunnandi
Jórunn: Hann var mikill stuðnings-
maður ballettsins. Ásta Norðmann,
móðursystir mín, sagði mér að þegar
hún kom sem dansmær heim frá út-
löndum eftir nokkurra ára nám, þá
var það hann sem hjálpaði til að kom-
ast áfram. Hún hélt danssýningu og
hann skrifaði vel um hana bæði fyrir
og eftir sýningu. Mikið þótti henni
vænt um það.
Afi vildi síðan hafa mikinn dans í
Nýársnóttinni þegar hún var endur-
flutt og þá samdi hún dansana.
En hann gerði svo margt annað.
Hann gerði Dansinn í Hruna, sem er
sjaldan flutt, og svo er Sverð og bag-
all eitt leikrita hans, sem aldrei hefur
verið sýnt, og mér er sagt að það sé
eiginlega hans besta leikrit.
Pétur: Er ekki undarlegt að þessi
íslensku verk skuli sett svona út í
horn og til hliðar? Að Þjóðleikhúsið
hafi ekki þann metnað, sem mér er
sagt að Konunglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn hafi, að flytja árvisst
gömlu þjóðlegu verkin?
Jórunn: Mér finnst þeir eiginlega
skyldugir til þess.
Pétur: Það finnst manni. Við skul-
um vona að þeir vakni.
Jórunn: Sverð og bagall er um bar-
daga eða átök milli veraldlega valds-
ins og klerkanna - bagals og sverðs.
Þetta er tekið úr Sturlungu og fjallar
um ævi Kolbeins unga, sem var eft-
irlætishetja allra Skagfirðinga, og
bardagann á sléttunum við Örlygs-
staði í Skagafirði. Þeir þekktu hverja
þúfu þarna, strákarnir, og settu upp
bardagan eins og hann var.
Aðaláhugamál afa alla tíð var hern-
aður og það eina sem hann vantaði
var að fá að taka þátt í orrustu.
Pétur: Árni Þorsteinsson segir ein-
mitt frá því að Indriði hafi verið fasta-
gestur á ljósmyndastofu sinni. Í fyrri
heimsstyrjöldinni, og alltaf er styrj-
aldir voru, þá kom Indriði og þeir
fylgdust með hreyfingum hersveit-
anna á kortum. Af þessu hafði hann
meira yndi en öðru.
Jórunn: Hann skrifaði heila grein
um Brjánsbardaga.
Pétur: Það kom upp inflúensa 1918
og hún hjó stór skörð.
Jórunn: Ég held að hún hafi fellt
um 300 manns í Reykjavík. Það lágu
allir. Ég vissi bara um einn mann sem
var alltaf á fótum og sinnti öllum bæj-
arbúum. Ég veit ekki hvernig hann
komst yfir það. Hvar var þá lækn-
irinn? Hann var hniginn í valinn og
gat ekki meir.
Pétur: Ja, Guðmundur Björnsson
var nú mjög athafnasamur læknir,
sem og þeir Guðmundur Magnússon
og Matthías Einarsson sem voru
læknar hér.
Jórunn: Já, en þeir voru orðnir svo
þreyttir og þá var enginn eftir nema
Indriði Einarsson, sem gekk til allra
borgarbúa með mat, vatn og lyf. Ég
man ekki eftir fleirum. Manst þú
hverjir gengu þarna um?
Pétur: Það voru nú ekki margir en
Árni Thorsteinsson segir að hann hafi
gengið um bæinn og ekki mætt einum
einasta manni fyrr en allt í einu að
hann sér Indriða Einarsson sem þá
hefur gengið á milli kaffihúsanna og
fór bónleiður til búðar.
Jórunn: Var alls staðar lokað?
Pétur: Já, en sjálfur kom hann fær-
andi hendi hvert sem hann fór.
Jórunn: Mikið hefur þetta verið af-
skaplega erfitt.
Pétur: Hann hefur verið ákaflega
hraustur að eðlisfari.
Jórunn: Já, hann var mjög hraust-
ur. Hann var vanur að synda í Hér-
aðsvötnum sem strákur. Þar þreytti
hann sund fram og aftur, helst á móti
straumnum.
Pétur: Hann hefur viljað temja,
ekki aðeins andann, heldur einnig lík-
amann og hafa stjórn á þessu öllu.
Höfundur er fyrrverandi þulur. Greinin
er byggð á útvarpsviðtali, sem Pétur tók
við þau Herstein og Jórunni, og útvarp-
að var á Aðalstöðinni árið 1991.
Stefanía Guðmundsdóttir og Guðrún Indriðadóttir í
leikritinu „Nýársnóttin“.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 23
www.ru.is
Allar nánari upplýsingar
fást hjá þjónustudeild HR
í síma 510 6200 og á www.ru.is
Með samstarfi Háskólans í Reykjavík og The Chartered Institute of Marketing (CIM),
virtustu og fjölmennustu samtaka markaðsfólks í heimi, gefst íslensku markaðsfólki
og stjórnendum fyrirtækja kostur á að stunda sérsniðið fjögurra mánaða
markaðsfræðinám samhliða vinnu. Námið er skipulagt í samvinnu færustu
markaðsfræði-prófessora og leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja
Þú sæk i r um á www.ru . i s
Umsóknar f restur rennur út á morgun , 21. j anúar .
Námið he f s t 2 . f eb rúa r
hefur gert sér grein fyrir að ný þekking og aðild að CIM eru lykillinn að velgengni
Markaðsfólk
sem nær árangri