Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 25
Mynd úr Landið þitt Ísland Héraðsskólinn á Laugarvatni. son (1862–1947), þá ekkjumaður milli kvenna, svo og móðursystir okkar Guðrún Haralz (1910–1983). IV. Eitt atvik frá Laugarvatnsárun- um hefur greypst inn í huga minn, en það var koma bolsahóps austur á nokkrum bílum, þeirra erinda að gera hróp að Bjarna skólastjóra fyrir þá sök að hafa bannað um- ræður um stjórnmál í málfunda- félagi skólans og jafnvel rekið þá nemendur, sem ekki hlýddu settum reglum. Komumönnum var ekki hleypt inn í gistihúsið, en Bjarni kom út á svalir skólans og gerðu þeir þá hróp að honum og kölluðu hann: „Svínið á Laugarvatni“. Þeir Bjarni og Þorkell sonur hans voru vinir okkar bræðra og sárnaði mér mjög þetta orðbragð, enda óvanur slíku úr heimahúsum. Ársæll föð- urbróðir minn nefndi rauðliða ávallt bolsa og er fræg sagan um hann, þegar hann var forseti bæj- arstjórnar Vestmannaeyja og fulltrúi kommúnista spurði hann: „Hvenær koma tillögur okkar til umræðu?“. „Hva, bolsatillögur, þær fara beint í körfuna.“ V. Við Bjarni skólastjóri rifjuðum upp fyrri kynni, er við vorum her- bergisfélagar á Landsmóti hesta- manna á Hólum í Hjaltadal í júlí 1966. Fyrst á sumarhótelinu í Hólaskóla, en síðar á bænum Hofi, þar sem Bjarni hafði stofu til um- ráða. Margar ferðir hefi ég farið til Laugarvatns síðan, t.d. vorið 1941 í Baldur Kristjónsson Bjarni Bjarnason Fríða Stefánsdóttir Eyfjörð 1. bekkjarferð Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, gist á Hótel Eddu í Húsmæðraskólanum oftsinnis á 8. áratugnum og loks dvalið í vönd- uðu hjólhýsi, sem ég átti og flutti austur nokkur sumur. En sumrin 1933–34 standa ávallt upp úr. Yfir þeim hvílir ævintýraljómi æskuár- anna. Þeim gleymi ég aldrei. Heimildir: 1. Bjarni Bjarnason, Laugarvatnsskóli þrí- tugur, Alþýðuprentsmiðjan 1958. 2. Böðvar Magnússon, „Undir tindum“, Ævisöguþættir og sagnir, Norðri, 1953. 3. Bjarni Sæmundsson, Fiskarnir, Bókav. Sigf. Eym.sonar 1926, I. bindi. 4. Bjarni Sæmundsson, Fuglarnir, Bókav. Sigf. Eym.sonar 1936, III. bindi. 5. Kennaratal I., Útg. Prents. Oddi, Reykja- vík 1958. 6. Alþingismannatal, Reykjavík 1996, bls. 100. 7. Lyfjafræðingatal, Reykjavík, 1982, bls. 21. 8. Með reistan makka, 4. bindi, Bókaútg. Skjaldborg 1984, bls. 10. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.