Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 26
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
N
ORÐAN Vatnajökuls heitir
dálítið kver sem kom út
rétt fyrir jólin (þýðandi
Úlfur Hjörvar, útgefandi
Ormstunga). Höfundur er
danski rithöfundurinn og
fræðimaðurinn Poul Vad
sem er kunnur í heimalandi sínu.
Danskir rithöfundar hafa áður skrifað
ferðaminningar um Ísland, samanber Martin
A. Hansen, en hér er ólíku saman að jafna.
Bók Vad er öll minni í sniðum en hefur engu
að síður mikið tilefni sem ekki er minna en
það að sýna fram á heimsbókmenntir í af-
skekktum dal á Íslandi. Hrafnkels saga
Freysgoða er efni bók-
arinnar en saman við eru
minningar og hugdettur
höfundar, sumar æði
hversdagslegar.
Hrafnkels saga er stutt
og lætur lítið yfir sér en
leynir á sér um leið. Hún
hefur orðið mörgum tilefni skrifa og rann-
sókna og má minna á skáldsögu sænska rit-
höfundarins Per Olof Sundman sem til er í
íslenskri þýðingu Eiríks Hreins Finn-
bogasonar, Sagan um Sám.
Með sérkennilegum hætti tengir Vad
Hrafnkels sögu við heimsbókmenntirnar, m.
a. með frumlegum hætti við Furstann og
margt gerir hann í frásögn sinni sem vitnar
um dirfsku og hugkvæmni.
Í stuttu máli er þetta hin læsilegasta bók.
Hún kom fyrst út 1994 en hefur verið þýdd á
nokkur tungumál og m. a. vakið mikla at-
hygli í Þýskalandi.
Fornsögurnar eru sífelld uppspretta
fræðimanna og ekki bara íslenskra. Það þarf
ekki að koma á óvart. Einnig gætir þess í
ríkari mæli en áður að þær verði rithöf-
undum fyrirmynd. Einu sinni var þetta mest
bundið við norræna, enska og þýska höfunda
en hvarvetna má greina áhuga, ekki síst í
Suður-Ameríku. Ekki út í bláinn hafa forn-
sögurnar þótt minna á töfraraunsæi. Frá-
sagnargleðin er oft sú sama eða skyld.
Í kaflanum Völundarhús frásagnarinnar
skrifar Poul Vad:
„Hrafnkels saga Freysgoða er völund-
arhús því þótt henni vindi fram í réttri tíma-
röð, eins og fram kom af ágripinu, felur at-
burðarásin í sér svo óvænt hvörf að það
flækir verulega upprifjun og yfirsýn. Það er
líkt og að kynna sér glappaskot er látlaust
valda ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þegar
að sögulokum dregur spyr maður sig hvort
athyglin hafi verið vakandi við lesturinn.
Hvernig mátti það verða að voldugur maður
sem að upphafi fremur illvirki eftir að vera
saksóttur og hafa auk misþyrminga hlotið að
kalla má makleg málagjöld er svipta áttu
hann völdum um alla framtíð – hvernig mátti
það verða að þessi maður, eftir að hafa drep-
ið geðþekkustu persónu sögunnar, skuli
standa uppi valdameiri og virtari en nokkru
sinni fyrr?“
A
llir sem koma við sögu vinna gegn
eigin hag að mati Vad. Sæmdin
þvingar Hrafnkel til að drepa Einar
vegna heits sem Hrafnkell hefði
ekki þurft að strengja. Þorbjörn missir son
sinn af hreinu fyrirhyggjuleysi. Einar brýtur
bannið og ríður Freyfaxa, bíður síðan Hrafn-
kels og færir sjálfan sig með því að fórn. Sál-
fræði, sálfræðilegt völundarhús ræður gerð-
um manna, ekki síst Þjóstarsona sem láta sig
málið varða.
Gerðir manna verða til þess að koma þeim
sjálfum í vanda og eru í raun óskiljanlegar
með öllu. Það er líkt og höfundurinn sé að
efna til umræðu sem um margt getur minnt
á Furstann og aðrar heimsbókmenntir.
Cervantes með sinn Don Kíkóta er ekki
langt undan og fleiri.
Öllu þessu lýsir Vad með ágætum og fær
lesandanum sífellt ný umhugsunarefni. Hann
gerir Hrafnkel að nútímamanni. Enn lengra
gengur Per Olof Sundman í lýsingu Sáms
með áherslu á kynlíf þar sem reyndar fáar
konur koma við sögu í frumheimild. Hjá
Sundman er Freyfaxi kona Hrafnkels og má
segja að hann bregðist þar ekki sinni sænsku
afstöðu með ofuráherslu á kynlíf. Vad aftur á
móti er vantrúaður á túlkun Sundmans þótt
hann sé henni ekki beinlínis andsnúinn.
Sjálfur átti ég þess kost að ræða Freyfax-
atúlkunina við Per Olof Sundman og komst
að því hve sannfærður hann var. Annað
komst ekki að hjá honum. Óneitanlega gerir
Sundman sína útgáfu af Hrafnkels sögu
spennandi og læsilega.
„Þrjú hundruð árum á undan Machiavelli
lýsti nafnlaus höfundur Hrafnkels sögu
Freysgoða lögmálum valdsins af alveg jafn-
mikilli skarpskyggni og höfundur Furstans,“
skrifar Vad og heldur áfram:
„Þetta er vissulega djörf fullyrðing því að
sagan er framar öllu frásögn, skáldsaga, góð
saga. En þó að hvergi nokkurs staðar sé í
henni að finna ótvírætt mat á því hvort eitt
eða annað atferli sé nytsamt eða ekki, gefur
hún lesandanum fjölda dæma um beitingu
valdsins sem fella mætti í kennisetningu líkt
og gert er í Furstanum.“
Þ
essi tvö verk skýra hvort annað að
mati Vad og eru það stór orð þegar
gildi Furstans er haft í huga. En
kannski er þetta ekki bara dýrkun á
fornum íslenskum bókmenntum sem kemur
fram í máli Danans? Ég er á því að hann hafi
lög að mæla.
Vad telur Hrafnkels sögu Freysgoða erf-
iðustu Íslendingasöguna og skýrir það sjón-
armið ágætlega, m. a. með óleysanlegum sið-
ferðilegum vanda.
Þetta skiptir íslenskan lesanda ekki jafn
miklu því að hjá honum er sagan, frásögnin
jafnan í fyrirrúmi.
Það má ekki gleymast að Norðan Vatna-
jökuls er öðrum þræði ferðasaga og sem slík
afar skemmtileg. Útúrdúrar eru margir og
margir koma við sögu, sumir réttnefndir,
aðrir skarta dulnefnum en eru þó auðþekkj-
anlegir.
Hörður Ágústsson á sinn stóra þátt í því
að Poul Vad fór í sína pílagrímsferð. Hörður
er enginn sérvitringur eða skringimenni, en
það eru aftur á móti ýmsir sem getið er í
bókinni.
Tveir prestar eru gerðir fulltrúar fyrir hið
einkennnilega og mótsagnakennda Ísland,
annar situr í Vallanesi, hinn á Snæfellsnesi.
Með lýsingu þeirra er Vad trúr draum-
óramennskunni sem hann finnur hjá Íslend-
ingum (nema Herði). Sá snæfellski með
kvensemi, brennivínsþorsta og hneigð til ísl-
am kemur til móts við hugmyndir útlendinga
um þjóðina. Bóndinn Páll Gíslason á Að-
albóli, bókasafnarinn mikli, er aftur á móti
ræturnar sjálfar og er frásögnin af honum
afar nærfærin og raunsæisleg.
Heimsbókmenntir í afdal
AF LISTUM
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
johj@mbl.is
Teikning/Andrés
SUNNUDAGSMATINÉE heitir
tónleikaröðin í tónlistarhúsinu Ými
við Skógarhlíð. Það er útlenskur
bragur yfir nafninu; – auðvelt að sjá
fyrir sér útlenda skrúðgarða, þar sem
tónlistarmenn sitja í laufskála og
spila fyrir gesti og gangandi eða sól-
vermdar verandir þar sem söngvarar
syngja ljóð í mjúkum aftanblæ; –
þetta nafn tengir maður óneitanlega
evrópskri tónlistarmenningu. Orðið
matinée kemur úr frönsku og er not-
að um síðdegistónleika og -skemmt-
anir. Hafi Frakkar átt upptökin að
því að skemmta fólki með söng og
leik á sólheitum síðdegisstundum, þá
hefur sá siður náð fótfestu víða, því
orðið matinée er fyrir löngu orðið al-
þjóðlegt, og er notað hvar sem er um
síðdegistónleika, nema í Þýskalandi,
þar sem orðið er notað um hádeg-
istónleika eða tónleika að morgni
dags.
Á sunnudagsmatinée í Ými í dag
syngur Diddú, Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir, og Gerrit Schuil, sem er listrænn
stjórnandi tónleikanna í Ými, leikur
með henni á píanó.
„Það sem við ætlum að bera á
borð,“ segir Diddú, „eru Arie Ant-
iche, – eða antikaríur. Það hefur alltaf
verið minn draumur að syngja þessar
aríur, því mig dreymdi einu sinni um
það að verða barrokksöngkona og
lærði það vel á námsárum mínum í
Englandi. Það er alltaf talað um að
það þurfi sérstakar raddtýpur í bar-
rokksöng, en ég er ekki sammála því.
Það sem skiptir máli er að söngvar-
inn hafi rétta tilfinningu fyrir þessari
tónlist. Ég ætla svo að syngja fjögur
ljóð eftir Mozart, Ridente la calma,
Abendempfindung
Dans un bois og An Cloë. Fyrri
hlutanum lýkur svo með lagaflokkn-
um La regatta Veneziana eftir Ross-
ini.“
Það er sterk ítölsk áhersla í pró-
gramminu hjá Diddú, og eftir hlé
verður haldið áfram á sömu braut, en
þá með óperuaríur. „Ég syng aríu úr
Alcina eftir Händel, tvær Mozart-arí-
ur, Dove sono, aríu greifynjunnar úr
Brúðkaupi Fígarós og aríu úr óper-
unni Zade, það er aría sem mig hefur
dreymt um að syngja alveg frá því ég
byrjaði að læra söng, en hún er mjög
vandsungin og ekki fyrr en núna að
ég finn að ég get leyft mér að spreyta
mig á henni. Í lokin syng ég svo aríu
úr La sonnambula eftir Bellini og ar-
íu Rúsölku úr samnefndri óperu eftir
Dvorák.“
Það hafa örugglega margir velt því
fyrir sér hvað það er að ítölsk tón-
skáld hafa alla tíð átt svo auðvelt með
að semja fyrir söngröddina. „Almátt-
ugur, ef maður vissi það nú. Ég held
að þetta sé bara eðli Ítalans. Þeir
hafa alla tíð verið svo listhneigðir;
þeir eru svo næmir á einfaldleikann
og þetta liggur allt svo beint við þeim.
Þeir eru bara svo flinkir við að skapa,
það er sama hvort það er músík,
myndlist, matur eða hvað. Það er líka
merkilegt að maður syngur alltaf vel
á Ítalíu. Það er aldrei neitt sem fipar
mann eða pirrar. Þeir eru mjög
kröfuharðir á söng, en líka mjög
þakklátir þegar vel gengur.“ Diddú
segist mjög ánægð með að fá tæki-
færi til að syngja barrokktónlist. „Ég
er aldrei beðin lengur um að syngja
barrokk, og ég hef til dæmis aldrei á
ævinni sungið Bach. Og ef ég verð
ekki beðin, þá ætla ég, áður en ég
verð of gömul, að setja upp Matth-
eusarpassíuna. Það er draumur.“
„Diddú er í frábæru formi“
Gerrit Schuil píanóleikari hefur
verið frá störfum í nokkra mánuði
vegna slæms fingurbrots í haust.
Þremur tónleikum í Ými var frestað
af þeim sökum. Það er þó ekki að ör-
vænta, því þeir verða allir á dagskrá
hússins nú á vormánuðum. „Ég er
orðinn nógu góður, en ekki alveg
hundrað prósent, og spila ekkert
annað en það sem ég treysti mér vel
til,“ segir Gerrit. Hann segir að oft
komi hann með hugmyndir að efnis-
skrá fyrir söngvarann, sem komi svo
með hugmyndir á móti, og þannig
verði oft til mjög spennandi tónleika-
dagskrár. „Diddú langaði til að
syngja nokkrar aríur sem hún hefur
ekki sungið áður, og það finnst mér
mjög spennandi. Röddin hennar er að
breytast aðeins og hún er í frábæru
formi, og mér finnst ég mjög heppinn
að komast aftur á svið eftir slysið og
spila þetta með henni. Það er mjög
gaman; gæti ekki verið betra.“
En hvað segir Gerrit um ítölsku
sönghefðina og hæfileika tónskálda
þar í landi til að semja vel fyrir söng-
röddina. „Þetta er góð spurning sem
erfitt er að svara. Það er ekki nóg að
segja að Ítalir séu músíkalskt fólk,
það er satt en ekki svar. Ég held að
þetta hafi eitthvað að gera með
tungumálið. Ítalski framburðurinn
stendur svo framarlega sem er svo
gott fyrir röddina. Því meira sem ég
læri um söng og söngtækni, því betur
er ég viss um að tungumálið skiptir
mjög miklu máli. Hlustaðu til dæmis
á rússneska söngvara og hvað tungu-
málið þeirra gerir mikið fyrir söng-
inn. Það sama á við um ítölskuna. Í
söng verður fólk frá öðrum löndum
bara að læra að herma eftir þessu.
Söngnemar ættu í upphafi að syngja
sem mest á ítölsku, til að ná þessum
hreinu tæru sérhljóðum í tungumál-
inu og læra að nota þá í öðru. Seinna
getur fólk sungið á fleiri tungumál-
um. Íslenskan er til dæmis mjög erfið
að syngja á, vegna þess hve sérhljóð-
arnir eru allir óhreinir með tvíhljóð-
um og slíku, það er bara rosalega erf-
itt að syngja á svona hljóðum. Því er
best að byrja á ítölskunni og syngja
ekki mikið á íslensku fyrr en eftir tvö,
þrjú ár í námi. En nú veit ég ekki
hvort ég er búinn að svara spurning-
unni. Þetta er bara svona og Guði sé
lof fyrir ítölskuna.“
„Guði sé
lof fyrir
ítölskuna“
Morgunblaðið/Ásdís
Diddú og Gerrit Schuil á æfingu í Ými.