Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 29
Kringlan er
skemmtilegri
á sunnudögum
Óvæntur gestur heilsar upp á börnin og
frítt verður í klifursúlu Nanoq.
Ævintýralandið í fullum gangi - frábær
afþreying fyrir börn á aldrinum 3-9 ára.
Öll börn fá gefins blöðru í dag.
Þú færð tvo miða á verði eins á Skriðdýrin í París
í Sambíóum Kringlunni í dag kl. 13.30.
Veitingastaðir í Kringlunni verða með
girnileg fjölskyldutilboð í dag:
Afgreiðslutími verslana er frá 13.00 til 17.00.
www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
R
I
16
44
7
0
1/
20
02
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Mestu töfrar heimsins í Austurlöndum:Ferð allra tíma
Bali-Singapore-Malasía 10. feb.
FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST.
PÖNTUNARSÍMI:
56 20 400
Þú kemst burt úr myrkrinu og suddanum á dýrðlegustu ferðastaði heimsins fyrir fá-
ránlega lágt verð í 17 sæludaga. Flug Flugleiða og SINGAPORE AIRLINES, margvalið
besta flugfélag heims. Íslensk hágæðafararstjórn, aðeins gist á 5* hótelum m. morgun-
verði: 2 d. SINGAPORE MANDARIN, eitt af leiðandi hótelum heimsins í hreinlegustu
borg veraldar. MALASÍA: HÖLL GYLLTU HESTANNA, heimsfrægt hótel í undur-
fögru umhverfi í KUALA LUMPUR, 3 d. Í lokin töfraeyja guðanna - yfirjarðnesk feg-
urð B A L I með 9 d. dvöl á 5* GRAND BALI BEACH með unaðsfögrum görðum og
sundlaugum við vinsælustu ströndina - SANUR.
ÞETTA ER TOPPURINN
Á FERÐALÖGUM!
Nú eru aðeins 5 sæti eftir - tryggðu þér
þátttöku strax!
ATH. ÞÚ FINNUR EKKI SAM-
BÆRILEGA FERÐ ANNARS
STAÐAR, en láttu okkur vita, hvað þú
finnur fyrir sambærilegt verð!
VERK eftir franska impressjónist-
ann Claude Monet kom á dögunum
fyrir sjónir almennings í fyrsta
skipti í rúm hundrað ár. Myndin,
nefnist „Prairie de Limetz“ eða Lim-
etz-sléttan, og sýnir aspir við bakka
árinnar Epte í nágrenni heimilis
listamannsins í Giverny í Frakk-
landi. Verkið var keypt stuttu eftir
að Monet lauk við gerð þess 1888 og
hefur ekki verið sýnt opinberlega
frá því 1889.
„Prairie de Limetz“ verður boðið
upp hjá uppboðshúsi Christie’s í
London fjórða næsta mánaðar og er
búist við að allt að þrjár milljónir
punda, eða rúmar 440 milljónir
króna, fáist fyrir það. Auk verks
Monets má einnig finna, á þessu upp-
boði á verkum impressjónistanna og
yngri listamanna, verk eftir þá Aug-
uste Renoir, Paul Cézanne, Edgar
Degas, Camille Pissarro, Paul
Gauguin, Paul Signac and Ernst-
Ludwig Kirchner. Búist er við að
verk Renoirs, Le Premier Pas, seljist
fyrir allt að 880 milljónir króna, en
að um 400 milljónir fáist fyrir Mai-
son a Valhermeil eftir Cézanne.
„Annað eins uppboð hefur ekki
verið haldið á vegum Christie’s í
London frá því að Sólblóm Vincent
van Goghs voru seld 1987,“ sagði
Jussi Pylkknen, yfirmaður nútíma-
listadeildar Christie’s. „Það verður
spennandi að sjá hvernig markaður-
inn bregst við.“
Á síðasta ári seldust Heystakkar
Monets fyrir rúma 1,3 milljarða
króna á uppboði hjá Sotheby’s.
Reuters
Starfsmenn Christie’s bera verk Monets, „Prairie de Limetz“ inn í sýn-
ingarrýmið þar sem unnt verður að skoða myndina á næstunni.
Sýnt í fyrsta skipti
í hundrað ár
Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Kona
dagsins nefnist kvikmynd sem
sýnd verður kl. 15. Myndin var
gerð í Kazakhstan 1989, leikstjóri
Tatjana Voevodína, tónskáld Élena
Gafínskaja. Í helstu hlutverkum
eru Alíka Smekhova, Aleksei Ros-
enberg og Vadím Éfimov. Í mynd-
inni segir frá Arsenku, ungri fyr-
irsætu og sýningarstúlku sem á í
fremur stormasömu ástarsambandi
við ljósmyndarann Andreei, en
hann er kvæntur maður og ekki við
eina fjölina felldur í kvennamálum.
Skýringartal er á ensku. Aðgangur
er ókeypis.
Mánudagur
Salurinn, Tónlistarhús Kópa-
vogs Verðlaunaafhending í ljóða-
samkeppninni
„Ljóðstafur
Jóns úr Vör“
fer fram kl.
20 á afmæl-
isdegi skálds-
ins. Dag-
skráin hefst
með því að
Guðni Stef-
ánsson, for-
maður Lista-
og menning-
arráðs, setur
samkomuna. Sigurður Geirdal bæj-
arstjóri minnist Jóns úr Vör. Ólöf
Kolbrún Harðardóttir og Jónas
Ingimundarson flytja lög við ljóð
úr Þorpinu eftir Jón úr Vör og
einnig flytja þau lag Jónasar við
ljóðið Sumarnótt eftir Jón. For-
maður dómnefndar, Matthías Jo-
hannessen, gerir síðan grein fyrir
niðurstöðum nefndarinnar og for-
maður Lista-og menningarráðs af-
hendir verðlaunin og lesin verða
ljóðin sem hljóta verðlaun og við-
urkenningu.
Í DAG
Jón úr Vör