Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 33

Morgunblaðið - 20.01.2002, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 33 réttu samhengi og endurheimta þannig sagna- arfinn. Þar er um að ræða nokkuð sem gefur okkur menningarlega sérstöðu og eitthvað sem við getum miðlað til annarra menningarþjóða.“ Þessi orð Tor Åge Bringsværd eru athygl- isverð í ljósi þess að lengst af höfum við hér á landi litið á þennan hluta menningar okkar sem þann akur er hægt væri að plægja börnum til nokkurs gagns og gamans. En með því að gera þetta efni aðgengilegt með nýjum hætti, end- ursegja það eða endurvinna í aðra miðla með vís- un til samtímans, er hægt að fjalla um þeirra eigin raunveruleika og jafnvel um siðferðisleg spursmál í nálægri fortíð, svo sem í tengslum við stríðsárin, þannig að það veki þau til umhugs- unar og hjálpi þeim að henda reiður á heiminum. Í því flókna umhverfi sem við búum við í dag veitir ekki af þeim siðferðislega stuðningi sem hægt er að finna í aldalangri arfleifð hvers ein- asta menningarsvæðis. Íslenskt barnaleikhús Gróskuna í barna- og unglingamenningu er þó ekki einungis að finna í tengslum við forn gildi um sammannlega tilveru. Vísbending- ar um að gildi menningar sem miðuð er við þarf- ir æskunnar sé að festast hér í sessi má meðal annars finna í atkvæðamikilli starfsemi Mögu- leikhússins. Það hefur sérhæft sig í uppsetn- ingum á leikverkum fyrir börn um langt skeið, eða í u.þ.b. 12 ár. Full ástæða er til að veita krafti þeirrar starfsemi sem þar á sér stað at- hygli, því sýningar leikhússins eru ekki einvörð- ungu í sal þess við Hlemm heldur ferðast Mögu- leikhúsið einnig um landið og þjónar þannig þeim landshlutum þar sem fólk kemst ekki reglulega í Þjóðleikhús eða Borgarleikhús. Á síðasta ári voru yfir 300 sýningar hjá leikfélag- inu og áhorfendur þeirra um eða yfir 25.000 tals- ins. Sá jarðvegur sem menningarfyrirtæki á borð við Möguleikhúsið hafa undirbúið er býsna frjór og mikilvægur; gestir þeirra eru jú þeir sem munu sækja „fullorðins“ leikhús framtíðarinnar. Uppeldishlutverk þeirra sem barnaleikhúss er því óumdeilt, sem og annarra hópa sem róa á svipuð mið, þó Möguleikhúsið eigi að öllum lík- indum lengsta hefð að baki. Það er einnig virð- ingarvert hversu vel þetta leikhús hefur sinnt ís- lenskum leikbókmenntum, en það hefur notið starfskrafta margra af okkar ástsælustu höfund- um á sviði barnabókmennta, svo Iðunnar Steins- dóttur, Guðrúnar Helgadóttur, Þorvaldar Þor- steinssonar og Þórarins Eldjárns, svo nokkrir séu taldir. Sá síðastnefndi hefur til að mynda unnið verk upp úr Völuspá – enn eitt dæmið um vísun í hinn forna menningararf – en verkið hef- ur jafnframt verið þýtt á ensku og sænsku. Með þessum hætti er því óhætt að segja að hlúð hafi verið með dyggilegum hætti að þróun íslenskrar barnamenningar og tengslin við okkar eigin ræt- ur í íslenskum veruleika styrkt. Það skiptir ekki litlu máli sem mótvægi við þá alþjóðavæðingu sem nær ekki síður til barna- og unglingamenn- ingar, en annarra sviða þjóðlífsins. Íslensk börn taka völdin með göldrum Ekki verður lagt á það mat hér hvort starfsemi Möguleik- hússins hefur ef til vil átt sinn þátt í því að kvikmyndin Regína, sem þau Margrét Örnólfsdóttir og Sjón skrifuðu handritið að, hlaut svo góðar mótttökur meðal íslenskra áhorfenda sem raun ber vitni. En víst er að með henni kom fram á sjónarsviðið verk sem rennir enn sterkari stoðum undir þátt kvik- mynda í íslenskri barnamenningu. Það að mynd- in, sem leikstýrt var af Maríu Sigurðardóttur, skuli vera hreinræktuð dans- og söngvamynd, markar ennfremur nokkur þáttaskil í íslenskri kvikmyndagerð sem heild. Í myndinni er vísvitandi rambað á mörkum raunveruleika og fantasíu, og í raun eru aðal- söguhetjurnar ekki með öllu óskyldar Harry Potter og félögum hans að því leytinu til að þau eru í raun göldrótt, eða nota í það minnsta óvenjulega hæfileika sína til að taka stjórnina á umhverfinu af fullorðna fólkinu. Þetta þema í barnamenningu; að börn taki til sinna ráða þeg- ar þau upplifa vanmátt sinn og valdaleysi eða eru beitt óréttlæti, hefur vitanlega verið sígilt frá örófi alda í sögum og ævintýrum og því ekki að furða þó það höfði til íslenskra barna þegar það er fléttað sjónrænt inn í þeirra nánasta um- hverfi og skilaboðin vísa til veruleika þeirrar eigin samtíðar. Lífsleikni og skapandi ímyndunarafl Í dag dettur engum í huga að líta á börn sem eins konar „smá- vaxið fullorðið fólk“, eins og tilhneigingin var á öldum áður. Né heldur að aðskilja heim barna og fullorðinna eins og einnig tíðkaðist mjög víða. Öll viljum við í dag deila sem flestum þáttum daglegs lífs með börn- um okkar og búa þannig um hnútana að vinnu- dagur þeirra í dagvistun og skólum sé með þeim hætti að það auki lífsleikni þeirra, styrki sjálfs- mynd þeirra og efli með þeim hæfileikann til samkenndar og samvinnu. Skipt getur sköpum að vel sé að því starfi staðið og ræktaðir með börnunum þeir mannkostir sem síðan fylgja þeim allt lífið. Til þess að svo megi verða verður að huga að umhverfi barna sem heild og ýta undir hæfileika þeirra til að virkja meðfætt hugarflug sitt á já- kvæðan hátt. Eins og Tor Åge Bringsværd sagði í fyrrnefndu viðtali hér í Morgunblaðinu hefur nútímasamfélagið einnig dregið mörk á milli heima fullorðinna og barna, þó þau séu ekki með sama hætti og áður. Hann segir okkur hafa „af- markað svo vandlega hið „barnslega“ og „æv- intýralega“ frá því sem er fullorðinslegt, alvar- legt og jafnvel vísindalegt“. Ímyndunaraflið er hins vegar að hans mati forsenda rökhugsunar, „án hæfileikans til að gera sér eitthvað í hug- arlund höfum við engin vísindi og enga stærð- fræði,“ segir hann og ítrekar þar með þátt skap- andi hugsunar í öllum framförum. Viðhorf til bernskunnar hafa þannig tekið þeim breytingum í aldanna rás er endurspegla samfélagsmynd hvers tíma. Afstaða okkar til hennar nú á dögum er ef til vill flóknari en nokkru sinni fyrr, ekki síst vegna þess marg- þætta umhverfis sem við búum við á sviði tækni og afþreyingar og börnin eru þátttakendur í. Það er því mikilvægt að greina á milli þess sem hefur vægi varðandi lífsleikni og þess sem er til- gangslaust og innantómt. Í ríkulegu ímyndunar- afli og öðrum hefðbundnum þáttum sem menn- ing barna og unglinga getur búið yfir, er fólginn mikill og uppbyggilegur kraftur. Þar skarast hversdagslíf og mannlegur veruleiki við ævin- týri og fantasíu og verður ómetanlegur farvegur til að koma sammannlegum uppeldisþáttum til skila. Menning sem eitthvað hefur verið lagt í stælir vitund allra sem hennar njóta gagnvart umhverfi sínu. Fyrir tilstuðlan hennar er hægt að efla þekkingu barna á sínum innri manni og þeim þáttum sem móta sjálfsmynd þeirra sem einstaklinga og þá ekki síður tilfinningu þeirra fyrir þjóðerni sínu og uppruna. Það menning- arlega atlæti sem börnin okkar búa við er því vitaskuld eitthvert mikilvægasta veganesti sem þeim getur hlotnast í lífinu – veganesti sem gerir þau færari um að takast á við sinn eigin veru- leika sem og að skynja og skilja veruleika ann- arra barna í öðrum heimshlutum er þau þurfa að deila framtíðinni með. Morgunblaðið/RAX Skokkað í skammdeginu. Í stað þess að upp- ræta barnsleg ein- kenni og hegðun reynir fólk fremur að ýta undir og við- halda dæmigerðum einkennum bernsk- unnar í börnum sín- um, kynda undir hugmyndaauðgi, fróðleiksfýsn, skap- andi og þroskandi leik. Þannig er stuðlað að því að meðfæddir hæfi- leikar barna og já- kvæði gagnvart um- hverfinu glatist ekki og nýtist þeim sem best á fullorðins- árum, þegar alvara lífsins tekur við. Laugardagur 19. janúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.