Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 20.01.2002, Síða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEILBRIGÐISKERFIÐ er samanslungið af ýmsum þáttum, einkahagslegum og samfélagsleg- um, sem snerta helstu svið mann- réttinda, svo sem persónufrelsi, at- vinnufrelsi, fjárforræði og neysluval. Stjórn heil- brigðismála er því æði flókið mál, þar sem hafa ber nána hliðsjón af einstaklingsbundn- um mannréttindum og mannhelgi í stað þess að einblína á félagslega jöfnun og opinbert for- ræði. Því virðist þó ekki ætíð vera að heilsa, heldur er sem heilbrigðiskerfið hafi fengið frí frá flestum meginreglum á því sviði. Það hefur mynd- að samsteypta blökk, þar sem ríkisvaldið er allt í öllu og öllum megin borðs og hefur hneigst til að mala persónulegt og fjárhagslegt valfrelsi í allsherjar kerfiskvörn og gera landsins inn- byggjara að börnum í þessu tilliti. Þannig líkist það eftirlegu eða aft- urgöngu sovétkerfisins sáluga. Þetta gerist án þess að nokkur hafi beinlínis viljað það, nema örfáir pólitískir steingervingar, né að tekin hafi verið um það heildstæð ákvörð- un, heldur hefur kerfið smárekið að þeirri niðurstöðu í krafti alveldis hins opinbera. „Kratar allra flokka,“ sem kalla má, flestir velviljaðir og sæmilega frjálslyndir í hagrænum efnum, hafa látið leiðast í þessa sjálfheldu út frá hentisemi kerfis- báknsins hverju sinni og það án þess að flokkur sjálfstæðis og frjálsræðis rumskaði að gagni, þar til loks með gagnorðri ályktun á nýlegum lands- fundi. Ný vakning Nú hefur Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi hans í heilbrigðis- og trygginganefnd Al- þingis, tekið frumkvæði í málinu með blaðaskrifum (Mbl. 17. og 27. nóvember), þar sem hún birtir og reifar nefnda ályktun, greinir sund- ur hugtakaflækjur, sem ofstjórnar- sinnar sitja fastir í, og leggur hóg- værar línur um þróun heilbrigðiskerfisins í áföngum til frjálsara framtaks, aðlögunarhæfni og fullnustu markmiða. Sýnir hún fram á, að opinberar tilfærslur til kostunar heilbrigðisþjónustu séu ekki bundnar við opinbert framtak í rekstrinum né að hagsmunum al- mennings sé best þjónað með op- inberri einokun almennrar heilsu- gæslu. Get ég tekið undir allt, sem hún segir, og léttir það af mér ómaki þeirra orða. Raunar reifaði ég þessi mál í greininni „Skipulagsumbætur til lausnar fjármálavanda hins opin- bera“ í 2. hefti Fjármálatíðinda 1995. Var þar lögð til kostun heil- brigðiskerfisins í formi trygginga- kerfis í stað beinna útgjalda ríkis- sjóðs, ásamt sveigjanlegum aðgerðum til skamms tíma til að grynnka á biðlistum. Undirtekta varð lítt vart, utan þess að prestlegur þing- maður lýsti áhuga á þeirri röksemd, að ekki væri siðferðilega verj- andi að neita um lækn- isverk gegn greiðslu, meðan afkastgeta væri næg og ekki tekin frá öðrum á biðlista. Þá- verandi landlæknir taldi hins vegar, að um slíka mismunun yrði að ræða, þótt verið væri að skera fjárveitingar niður fyrir afkastgetu. Einn kjarkmesti þing- maðurinn, Einar Oddur, mun þó hafa haldið svipuðum hugmyndum og mínum vakandi í þingflokki sín- um og sama máli gegnir um nokkra framtakssinnaða lækna og hjúkrun- arfræðinga. Heilbrigðisráðherrar hafa helst brugðist við með því að sverja fyrir nýbreytni af ótta við of- stæki Vinstri grænna og ögun Ög- mundar, sem má víst ekki hugsa til neinnar skerðingar á fylgishjörð sinni í opinbera kerfinu. Umræddar hugmyndir til breyt- inga á skipulagi og stjórn heilbrigð- iskerfisins beinast þó engan veginn að því að draga úr almennri sam- tryggingu, heldur að innleiða virð- ingu fyrir frelsi, mannréttindum og manngildi og fyrirbyggja jöfnun nið- ur á við. Hér er um að ræða forræði og ábyrgð fólks á eigin velferð, frjálst neyslu- og þjónustuval, at- vinnu- og athafnafrelsi undir aðhaldi og aga af samkeppni jafnstæðra að- ila og eigið fjárforræði að mörkum óhjákvæmilegrar samtryggingar. Lítum nú nánar á, hvernig helstu þættir heilbrigðiskerfisins horfa við þessum réttindakröfum, sem einnig varða jöfnuð, hagkvæmni og þróun- arfæri. Almenn heilsugæsla Almenn heilsugæsla eða heimilis- lækningar snerta flesta í þessu til- liti. Með heimilislæknakerfinu var leitast við að hafa fyrrgreind viðhorf í heiðri, einkum þar sem myndað var fast trúnaðarsamband milli heimila og lækna, sem lögðu oft mikið á sig í þágu sinna sjúklinga. Kerfið var þó að því leyti gallað, að leyfilegur fjöldi „númera“ ofhlóðst á reynda lækna, svo að nýtt val tak- markaðist mest við unga lækna. Laun heimilislækna voru full laus- tengd við virka þjónustu þeirra og samkeppni í verki takmarkaðist fremur við sérfræðilækna. Varla kom nokkrum í hug, að leggja bæri hömlur við aðgangi nýrra lækna að markaðnum, hvorki hinum eldri til verndar né sjúkrasamlögum til fjár- hagslegs hagræðis. Tryggingafram- lög voru hugsuð sem tilfærslur til heimilanna til að tryggja þeim þjón- ustuna sem ódýrasta, en ekki til að ala útvalda stétt. Læknar tóku sig snemma fram um að hópa sig saman með stofur sínar og auðvelda þannig samráð og millivísanir, enda hættir stökum lækni til að staðna. Hefði það gjarn- an mátt þróast upp í nánara sam- starf og samlög um dýrari tæki og aðstöðu. Þess í stað var farið að koma upp opinberum heilsugæslu- stöðvum, sjálfsagt af góðum vilja til að bæta aðstöðuna, sem veitti a.m.k. ekki af á landsbyggðinni, þótt ekki sé örgrannt um, að slíkt opinbert framtak fjötrist með tímanum í viðj- ar skriffinnsku og tregðu. Þar með dundi yfir sú hremming, að Trygg- ingastofnun þóttist einráð um þessa þjónustu, vera kaupandi hennar af hálfu „sjúklinga“ og geta gert eða synjað um þjónustusamninga að geðþótta. Engan mun hafa grunað í upphafi, að þannig yrði komið fram við rétthæfa lækna, sem miklu hafa kostað til menntunar, og viðskipta- hóp þeirra. Gengur það gegn stjórn- arskrárbundnum atvinnurétti og ætti að varða við samkeppnislög. Opinberir aðilar verða að sætta sig við að starfa á grundvelli jafnræðis við einkaaðila eða eftirláta þeim reksturinn að öðrum kosti. Sjúkrahúsageirinn Hliðstæður vandi felst í sjúkra- húsarekstri, sem er dæmigerður „stóri bróðir“ í heilbrigðisgeiranum. Þar hafa löngum verið skammtaðar innlagnir og einokun við lýði, fyrst af beinum skorti á sjúkrarými, tækj- um og starfskröftum, en síðan fyrst og fremst af skömmtun rekstrar- fjárveitinga. Neitun ríkisvaldsins á að hleypa einkarekstri og markaðs- öflum að þessum vettvangi hefur magnað vandann. Sveitarfélög hafa lagt lið með sjúkrahúsum á sínum vegum, en ríkið amast við daggjöld- um þeirra og dýrari rekstri en rík- issjúkrahúsa, sem raunar hefur oft verið synjað um fullkostnað sinnar þjónustu. Með þessu hefur gildi hinnar dreifðu og nærfærnari þjón- ustu verið vanmetið og stefnt æ meira á ómanneskjulegt bákn á höf- uðstaðarsvæðinu. Ríkisvaldið hefur þannig komið upp aðstöðu sinni sem alvalds einkakaupanda sjúkrahús- þjónustu með biðlista sem afgangs- stærð. Réttleysið má telja algert, þegar fólk verður að líða þjáningar og aukinn skaða og jafnvel bíða dauðans á biðlista, án þess að mega kaupa sér líkn, þótt gull sé í boði. Í raun réttri er ekki bætt úr jöfnuði ríkisfjármála með því að „spara“ með þessum hætti, þar sem réttur til aðgerða er fallinn til og ætti þá að réttu lagi að færast til gjalda og skuldar. Detti mönnum í hug, að litlu varði, þótt óstarfandi eldra fólk sé látið bíða mættu menn minnast þess, að tíminn og líðanin er hug- lægt skoðað þeim mun meira virði sem árin eru færri eftir. Það væri þó að sjálfsögðu ekki nema tímabundin og ófullburða lausn að láta greiða, að fullu eða hluta, fyrir flýtiaðgerðir af biðlistum og væri aðeins ætluð til að lappa upp á meingallað kerfi kostunar, þar til betra yrði á komið. Hefðbundin viðhorf í lýðfrjálsum ríkjum hafa verið, að rekstur al- mennra sjúkrastofnana, stórra sem smárra, sé opinn fyrir frjálst fram- tak einkaaðila og félaga og telst þjónusta þeirra til einkaneyslu. Hið opinbera rekur fyrst og fremst há- skólasjúkrahús í fararbroddi rann- sókna og hátækni og hefur sú þjón- usta verið talin samneysla eins og menntun almennt. Ríkisvaldið ákveður sérstaklega, hvort og í hvaða mæli það greiðir fyrir þjón- ustu við einstaklinga og teljast op- inberu framlögin félagslegar til- færslur. Helsta undantekningin hefur verið Bretland, sem undir áhrifum hins altæka Beveridge- kerfis „velferðar frá vöggu til graf- ar“ hefur staðið fast á opinberum greiðslum alls kostnaðar og litið á hann sem samneyslu og hefur sá máti verið stældur hér fyrir áhrif skólunar ytra. Það er órökrétt, þar sem einstaklingar eiga frumkvæði að og bera meginábyrgð á líferni sínu, hvort styrkir eða spillir heilsu fólks, og um leið ógæfulegt, þar sem stjórnmálamenn telja sig þá fremur eiga fortakslaust vald á að festa út- gjöld til heilbrigðisþjónustu í fjár- lögum í stað þess að þau lagi sig eft- ir heilsufarslegum tilefnum. Svo virðist sem viðhorfin til há- tæknisjúkrahúsa hafi verið alhæfð og yfirfærð á nánast allan geirann í gleymsku á þá staðreynd, að meg- inhluti þjónustunnar byggist á al- úðlegri og vandaðri meðferð og hjúkrun, sem getur sótt flóknustu rannsóknir til hátæknistofnana. Út frá slíkum sjónarmiðum hafa einka- stofnanir og héraðssjúkrahús frem- ur verið látin sitja á hakanum og í staðinn setið uppi með illviðráðanleg bákn, sem oft virðast helst upptekin af að sæta forföllum og verkföllum, með því að reka sjúklinga úr góðum stofum og raða þeim á ganga og dafna biðlistarnir þá betur en fólkið. Einka- og félagsreknar stofnanir, sem mest undir faglegri stjórn og á ábyrgð heilbrigðisstétta, eru eðli sínu samkvæmt miklu hæfari til að bregðast sveigjanlega við slíkum vanda, meðfram með því að umbuna fólki hæfilega í tæka tíð og mynda um leið vörn gegn óhóflegri stétta- einokun. Ríkisvaldið getur fyrir sitt leyti styrkt þá viðleitni með skil- yrðum, er það setji fyrir fjárveit- ingum sínum. Margt er þó vissulega stórvel gert hjá sjúkrahúsum og heilbrigðisgeiranum almennt – ennþá, en hve lengi með þessum skipulagsháttum? Tryggingakerfi til fjármögnunar Reynslan af heilbrigðiskerfinu gefur tilefni til að álykta, að ríkið hafi tekið sér óskorað vald yfir verk- efni, sem það sé ekki skapað og snið- ið til að ráða við. Lausnin mun að sama skapi felast í því að aðgreina meginþætti kerfisins, leysa framtak og framleiðsluöfl þess úr læðingi og létta af því hörðum og skaðlegum fjárhömlum. Eða hví skyldu því settar slíkar algildar hömlur, í þágu jöfnunar niður á við, um leið og allir aðrir útgjaldaflokkar einkaaðila eru frjálsir, óþarfir sem þarfir? Leiðin til lausnar er að umbreyta kostunar- kerfinu frá beinum útgjöldum háð- um valdboði til tryggingakerfis, sem gæti tekið visst mið af lífeyristrygg- ingum. Tryggingaleiðin myndi opna nýjar víddir aðlögunar, þar sem veg- ast gætu á tilfærslur frá hinu op- inbera, hæð iðgjalda, hlutdeild sjúk- linga og væntanlega nokkurt valfrelsi þeirra um eigin ábyrgð á útgjöldum, sem byggjast hlyti á for- sendum um visst lágmark greiðslu- getu. Stefnuval um slíkar aðlögunar- stærðir myndi koma í stað hins eina úrræðis fornaldarlegs biðlista. Í slíku kerfi myndi ríkisvaldið ætla sjálfu sér það hlutverk við hæfi að leggja heildarlínur stjórnunar og þróunar, hlutast til um sanngjörn viðskiptakjör í þjónustunni, bæði með því að hamla misnotkun einok- unaraðstöðu og með aðild að beinum samningum fyrir hönd notenda. Sjálft myndi ríkið í mesta lagi eiga og reka þær stóru og stöku há- tæknilegu einingar, sem teljast ódeili á smáríkiskvarða og eru jafn- framt í fararbroddi fræðigreina heil- brigðismála. Nýsköpun heildstæðs kerfis út frá áður vanræktum meg- inreglum væri að sjálfsögðu ekki fullkomnuð í fyrsta höggi, heldur tæki áralangan undirbúning og framkvæmd í skrefum. Því meiru varðar að leggja sem fyrst meginlín- ur þess starfs, svo að nýfram- kvæmdir og endurskipulagning geti án verulegrar tafar tekið mið af lokamarkinu. Bjarni Bragi Jónsson Umræddar hugmyndir til breytinga á skipulagi og stjórn heilbrigðis- kerfisins, segir Bjarni Bragi Jónsson, beinast þó engan veginn að því að draga úr almennri samtryggingu. Höfundur er hagfræðingur. HEILBRIGÐISKERFI, MANNRÉTTINDI OG FJÁRMÖGNUN FRÉTTIR UM áramótin tók Gunnlaugur Sig- urðsson við starfi ráðgjafa um samskipti heimila og skóla hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Hlutverk ráð- gjafans er að veita foreldr- um og for- ráðamönnum nemenda upp- lýsingar og leiðsögn um samstarf og samskipti við skóla og beita sér fyrir lausn ágreiningsefna sem upp kunna að koma. Gunnlaugur var skólastjóri í Garðabæ frá 1966 og þar til nú um áramótin. Áður var hann kennari í Hagaskóla. Gunnlaugur er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk síðan prófi frá Háskóla Ís- lands í sögu og sálar- og uppeld- isfræðum með kennsluréttindum á grunn- og framhaldsskólastigi. Eitt af hlutverkum ráðgjafans er að styðja skóla í þróun sam- starfs við foreldra og forráðamenn um nám nemenda og veita for- eldraráðum og foreldrafélögum stuðning í starfi. Ráðgjafi um samskipti heimila og skóla starfar í umboði fræðslu- ráðs og fræðslustjóra, sem tekur við málum til lokaafgreiðslu ef við á. Hann hefur tengsl við allt fag- fólk Fræðslumiðstöðvar, við skóla- stjórnendur, kennara, foreldra, en einnig við félagsmála- og heil- brigðisyfirvöld og aðra sem að málum koma. Þá fylgist rágjafinn einnig með alþjóðasamþykktum sem varða menntun barna og hvernig samþykktum sem Íslend- ingar eiga aðild að er framfylgt í Reykjavík, segir í fréttatilkynn- ingu. Nýr ráð- gjafi um samskipti heimila og skóla Gunnlaugur Sigurðsson LEIÐRÉTT Klúbburinn Geysir Í minningargrein Guðna Gísla- sonar um Jón Bragason á bls. 41–42 í Morgunblaðinu fimmtudaginn 17. janúar var bætt inn orði. Þar var „klúbburinn Geysir“ ranglega kall- aður „Kiwanisklúbburinn Geysir“. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökun- ar á þessum mistökum. Málstofur um Evrópustaðla MÁLSTOFUR um Evrópustaðla verða haldnar í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda á Hjarðarhaga 2–6 (VR II) 31. janúar, 12. febrúar og 26. febrúar. Kynntar verða rannsóknir sem tengjast forsendum álags- og ör- yggiskerfis Evrópustaðla. Fjallað verður sérstaklega um EURO- CODE 1, 7 og 8. Dagskrá: Öryggiskerfi, snjó- og vindálag – EUROCODE 1, fimmtudaginn 31. janúar kl. 16 í stofu 158. Jarðskjálftaálag – EUROCODE 8, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 16 í stofu 157. Jarðtækni og grundun – EURO- CODE 7 og 8, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 16 í stofu 157. Erindi halda: Júlíus Sólnes, pró- fessor, Jónas Elíasson, prófessor, Jónas Þór Snæbjörnsson, fræði- maður, VHÍ, Ragnar Sigbjörnsson, prófessor, Sigurður Erlingsson, prófessor, og Bjarni Bessason, dósent.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.