Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 39 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ✝ Sigurjón Péturs-son fæddist á Sauðárkróki 26. október 1937. Hann lést af slysförum 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Pétur Laxdal Guðvarðarson, húsa- smíðameistari á Sauðárkróki, f. 13.2. 1908, d. 28.5. 1971, og Ingibjörg Ög- mundsdóttir hús- móðir, f. 12.1. 1906. Systkini Sigurjóns eru Kristín Björg, starfsmaður hjá Borgarverkfræð- ingi, f. 28.12. 1930; Halldór Stefán, fyrrv. stýrimaður í Reykjavík, f. 14.5. 1934; og Ingibjörg Soffía Siik, iðjuþjálfari í Svíþjóð, f. 8.8. 1940. Sigurjón kvæntist 1961 Rögnu Brynjarsdóttur sjúkraliða, f. 26.6. 1943. Hún er dóttir Brynjars Guð- mundssonar, verkamanns og sjó- manns í Hafnarfirði, en hann lést 1986, og k.h., Hólmfríðar Ragnars- dóttur húsmóður. Synir Sigurjóns Verðskrá húsasmiða 1970–81 og 1988–96 í hlutastarfi, var dómsk- vaddur matsmaður brunabóta hjá Húsatryggingu Reykjavíkur 1994– 96 og hefur verið deildarstjóri grunnskóladeildar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga frá 1996. Sig- urjón var formaður félags húsa- smíðanema 1959, ritari og formaður Iðnnemasambandsins 1958–60, sat í stjórn Trésmiða- félags Reykjavíkur og m.a. vara- formaður þess 1963–73, í miðstjórn Sósíalistaflokksins og í miðstjórn Alþýðubandalagsins og í fram- kvæmdastjórn þess með hléum, oft formaður hennar frá 1962, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978–82 og í fulltrúaráði þess um skeið, í útgerðarráði BÚR um skeið, sat í stjórn Innkaupastofnun- ar Reykjavíkurborgar, veitustofn- ana, Sorpeyðingar höfuðborgar- svæðisins, í launamálanefnd og fleiri nefndum á vegum borgarinn- ar, var formaður stjórnar Lána- sjóðs sveitarfélaga, í stjórn Lands- virkjunar 1987–91, í stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga 1989–95, í stjórn SPRON 1975– 1978, og í þjóðminjaráði frá 1994. Útför Sigurjóns fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, mánu- daginn 21. janúar, og hefst athöfn- in klukkan 15. og Rögnu eru Brynjar, f. 14.5. 1962, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Dagbjörtu Leifsdóttur, íþrótta- kennara, og eiga þau tvö börn, Rögnu Mar- gréti og Jökul; Skjöld- ur, f. 10.8. 1965, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, hann á þrjú börn, Brynju, Sigurjón Sindra og Emmu Lovísu. Sambýliskona Skjaldar er Ísold Grét- arsdóttir, sölumaður. Sigurjón flutti átta ára til Siglu- fjarðar og síðan til Reykjavíkur er hann var sextán ára. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1962. Sigurjón stundaði húsasmíðar 1962–70, var borgarfulltrúi 1970–94, sat í borg- arráði 1970–91, var áheyrnar- fulltrúi þar 1991–94 og forseti borgarstjórnar 1978–82 og for- maður borgarráðs 1979–80 og 1981–82. Hann var starfsmaður hjá Elsku afi minn. Ég sakna þín svo sárt. Ég man síð- ast þegar við hittumst þá sat ég í fanginu á þér í náttfötunum og við töluðum um framtíðina. Við töluðum um hvað mig langar að vinna við þeg- ar ég verð fullorðin. Ó, afi minn þú varst alltaf svo hlýr og góður. Ég á erfitt með að skilja þegar fólk segir að þinn tími hafi verið kominn. Mér finnst þinn tími nefnilega alls ekki vera kominn. Ég get ekki heldur skilið hvernig lífi við hin eigum að lifa þegar það ert engin þú. Elsku afi minn ég elska þig svo mikið og ég veit að núna passar þú okkur ömmu, pabba, Ísold, Brynjar, Daddý, Rögnu Margréti, Jökul, Brynju, Sigurjón Sindra og mig. Afi minn var góður maður, mikill og allt- af glaður. Sefur nú svefninum langa eftir bílför stranga. Guð geymi þig afi minn, þín Emma Lovísa. Það er sárt til þess að hugsa að Sigurjón sé látinn. Ekki bara vegna náinna fjölskyldutengsla hans við okkur, heldur og vegna þess að þar höfum við misst okkar besta vin. Við vitum að söknuðurinn á eftir að hell- ast yfir okkur þegar líður frá, en í dag er okkur þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þér og átt nána samleið með þér í marga áratugi. Þú varst okkur stoð og stytta í öll þessi ár. Þegar við komum ung frá útlöndum og hófum búskap undir verndarvæng þínum og Rag- gýjar. Hvernig þú sameinaðir stór- fjölskylduna í ferðalögum innan- lands og utan og ávallt hvattir alla til að vera með og taka þátt. Hvernig þú hugsaðir um börnin okkar, kenndir þeim svo margt og umgekkst þau eins og þau væru þín eigin. Hversu vel þú tókst á móti vinum okkar og fjölskyldu frá Frakklandi, sýndir þeim landið og tókst þeim sem þín- um eigin gestum. Þú varst alltaf að bæta umhverfi þitt með viðmóti þínu og viðhorfum og fékkst okkur hin í lið með þér. Það væri nánast enda- laust hægt að telja upp þær gullnu stundir sem skópust undir forustu þinni í ferðalögum og annarri sam- veru og við þökkum þér svo innilega fyrir þær allar. Auðvitað er ekki hægt að þakka þér þær stundir öðru- vísi en að þakka Raggý líka, því þið voruð alltaf sem eitt í þeirri sköpun. Við viljum votta Ingibjörgu, aldr- aðri móður Sigurjóns, okkar dýpstu samúð. Við viljum líka flytja samúð- arkveðjur frá vinum okkar og fjöl- skyldu í Frakklandi. Elsku Raggý, Brynjar, Skjöldur og öll hin, megi minningin um Sigurjón styrkja okk- ur í þessari miklu sorg. Hrönn og Francis. Hann Sigurjón Pétursson, svili minn og vinur, er fallinn. Það eru mikil sorgartíðindi. Fallinn, segi ég, því að Sigurjón var stríðsmaður. Hann barðist fyrir góðu mannlífi, ekki bara í orði heldur aðallega á borði, og hélt alltaf sínu striki í þeirri baráttu. Hann var endalaust að hvetja okkur hin til að taka meiri þátt í lífinu og njóta allra þeirra lystisemda sem það hefur upp á að bjóða. Hann sat ekki við orðin tóm og sú hjálp sem hann og Ragna veittu okkur hjónunum þegar við ung eignuðumst tvíburana okkar var mikilsverð og verður seint fullþökk- uð. Þær lystisemdir sem honum fund- ust mikilvægastar voru samvera með fjölskyldu og vinum. Öll þau ferðalög sem við fórum með honum út um allt Ísland, og til útlanda, allt voru það frábærar stundir og allar voru þær farnar að hans frumkvæði og undir hans forystu. Allur söng- urinn og gleðin sem ávallt ríkti í þessum ferðalögum, allt var það undir hans forystu. Fullorðnir skemmtu sér konunglega og börnin skemmtu sér frábærlega. Söngvarn- ir sem hann kenndi okkur, landið sem hann sýndi okkur og fræddi okkur um, sögurnar og ljóðin sem hann flutti fyrir okkur. Það eru margir einstakir atburðir sem sem nefna mætti í þessu sambandi og mig langar að nefna einn sem lýsir vel því sem ég er að reyna að segja. Einu sinni sem oftar vorum við á leiðinni úr Þórsmörk seinni part sunnudags á Jónsmessu og Sigurjón fyrstur á sínum jeppa. Allt í einu stoppar hann neðarlega á Lagarfljótseyrunum, nokkru áður en maður kemur að Skógarfossi, og bendir okkur hinum að stoppa líka. Þarna raðaði hann okkur upp, börnum og fullorðnum, og beindi sjónum okkar yfir sviðið, upp í Fljótshlíð og út sandana. Og svo kom það: Skein yfir landi sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtæru lind. … og þarna flutti hann okkur allan Gunnarshólma. Allir þögðu og hlýddu á frábæran flutning Sigur- jóns á þessu snilldarljóði Jónasar Hallgrímssonar. Þegar kom að lín- unum „Því Gunnar vildi heldur bíða hel / en horfinn vera fósturjarðar- ströndum“, þá rann manni kalt vatn milli skinns og hörunds, svo áhrifa- rík var stundin. Svona var að vera með Sigurjóni. Hann var höfðingi í hugsun og háttum. Hann var ekki trúaður maður, en fáa hef ég hitt sem sýnt hafa af sér meiri kristileg- an kærleik í samskiptum við með- bræður sína. Hetjulundin var algjör. Þótt sorgin sé nú allsráðandi í huga okkar sem höfum misst svo mikið, þá er rétt að minna á að Sigurjón var ekki maður sem sýtti örlögin, heldur tók á hverju því sem lífið bauð með festu og viljastyrk. Því vil ég minn- ast hans með öðru kvæði sem hann kenndi mér og við fórum stundum saman með á góðri stundu. Eitt mesta hetjukvæði íslenskrar bók- menntasögu. Það er kvæðið sem Þórir jökull er sagður hafa ort þegar hann lagðist undir öxina í lok Örlygs- staðabardaga; Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa. Kostaðu huginn að herða, hér muntu lífið verða. Skafl beygjat þú skalli þó skúr á þig falli. Ást hafðir þú meyja. Eitt sinn skal hver deyja. Farðu vel, bróðir og vinur. Ingvar Guðmundsson. Þegar nýtt ár rennur í garð, þá hugsum við mörg hver, hvað hið nýja ár beri í skauti sér. Ekki hvarflar að manni, að ástvinur úr fjölskyldu okk- ar hverfi svo snöggt á braut. En staðreyndin er víst önnur og blákald- ur veruleikinn segir okkur að enginn veit hver örlögin eru. Þetta á við um fráfall Sigurjóns Péturssonar sem kallaður var á brott án nokkurs fyrirvara. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hefja sambúð með Smára Brynj- arssyni sem er miðsystkin af sjö systkina hóp Rögnu konu Sigurjóns. Var mér og dóttur minni vel tekið af þessari stóru kærleiksríku fjöl- skyldu og höfum við átt með ykkur margar góðar stundir. Mér eru svo minnisstæð fyrstu kynni okkar, þá tókst þú dóttur mína í fang þér, Sig- urjón minn og sagðir við hana að nú væri hún ein af fjölskyldunni. Þar er þér svo vel lýst, umhyggjusemin í fyrirrúmi og fjölskyldumaður mikill, höfðingi heim að sækja. Gaman var að ferðast með þér því land þitt þekktir þú betur en marg- ur. Þú vafðir alla þína ástvini og vini hlýju með þínu stóra hjarta. Takk kæri Sigurjón fyrir að fá að verða þér samferða, það hefði samt mátt verða lengur. Kveðja fra Smára sem staddur er langt á hafi úti. Blessuð sé minning Sigurjóns Pét- urssonar. Lilja. Hún fölnaði, bliknaði fagra rósin mín, því frostið var napurt. Hún hneigði til foldar hin blíðu blöðin sín, við banastríð dapurt. En guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta og himindýrð tindraði um krónuna bjarta. Sof, rósin mín í ró, í ró, í djúpri ró. (Guðmundur Guðmundsson.) Í dag er kvaddur Sigurjón Péturs- son frá Sauðárkróki, fyrrverandi borgarfulltrúi og forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur. Móðir okkar, Helga, og Pétur, fað- ir Sigurjóns, voru systkini. Fædd og uppalin á Gauksstöðum á Skaga. Því vorum við og Sigurjón systkinabörn og miklir vinir frá barnæsku enda ól- umst við upp í nánu samneyti hvert við annað á Sauðárkróki. Sigurjón var í alla staði yndislegur maður og alveg sérstaklega skemmtilegur. Sigurjón eða Nonni eins og við skyldmennin kölluðum hann var stórvelgefinn og bjó yfir sérstökum persónuleika, hann talaði kjarngott íslenskt mál svo eftir var tekið og ræðumennskan var honum í blóð borin. Enda hneigðist hann snemma að hvers konar félagsmálum og póli- tík varð að hans ævistarfi. Móðir okkar, Helga Pétursdóttir, hafði miklar mætur á Nonna enda eyddi hann ófáum stundum á heimili okkar og mynduðust sterk tengsl milli okkar systkina, Bjarna heitins, okkar systra og Nonna. Þau bönd hafa haldið alla ævi. Metnaður móð- ur okkar fyrir menntun okkar var ekki síst í hans garð enda sagði hún eitt sinn við hann, að sig hefði alltaf dreymt að hann færi í langskólanám. Nonni hló við og sagði: „Helga mín, þú hefur ráðið þennan draum skakkt.“ Þetta lýsir hans innra manni vel því hann ætlaði sér aldrei stóra hluti þó svo raunin yrði önnur. Það er skarð fyrir skildi, þegar svo atkvæðamikil persóna hverfur á braut langt fyrir aldur fram. En við sem lifum vitum að góður drengur er genginn og að góð minning lifir. Við sendum Rögnu, eiginkonu hans, aldraðri móður og öllum ætt- ingjum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við biðjum góðan guð að gefa þeim styrk. Elsku Nonni frændi, hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning Sig- urjóns Péturssonar. Alda Bjarnadóttir, Kefla- vík, Sigrún Bjarnadóttir, Akureyri. Sigurjón, við erum þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an og eru margar okkar allra bestu bernskuminningar með þér og Raggý. Allar þær stundir sem þú gafst þér tíma fyrir okkur eru svo kærar. Alla okkar barnæsku voruð þið Raggý svo góð að hafa okkur í eftirdragi og það er því margs að minnast. Jafnvel áður en við fædd- umst varst þú farinn að hugsa um okkur og hafðir meira að segja keypt barnavagn í stíl við fötin þín! En þó að þessi barnavagn hafi aldrei komið að neinu gagni, þar sem tvær mann- eskjur litu dagsins ljós í stað einnar, var þessi væntumþykja þó alltaf til staðar. Asparfellið var fastur punktur í lífi okkar systra. Þar fengum við iðulega að gista, þar voru jólin haldin og þar fengum við að greiða lifandi dúkku, sem lofaði að breyta ekki hinni glæsilegu hárgreiðslu þótt mikil- vægur fundur biði seinna um kvöld- ið. Sú stund þegar þið Raggý buðuð okkur með til útlanda víkur seint úr minni, þvílíkur fögnuður. Þetta var frábært ferðalag og því fylgdu enda- lausar minningar s.s. söngur í löngum bílferðum (Ó, bíla-Gunna var í miklu uppáhaldi hjá okkur systr- um.), rommý spilað fram á nótt og eins þegar aumingja myndlistarmað- urinn sem var að teikna andlits- SIGURJÓN PÉTURSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.