Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 40

Morgunblaðið - 20.01.2002, Side 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ myndir af okkur varð fyrir barðinu á Raggý þar sem hann hafði teiknað okkur með allt of lítinn haus, ha,ha. Einnig eru hin fjölmörgu ferðalög upp í Þórsmörk og Húsafell ógleym- anleg. Þá var nú aldeilis sungið af krafti og lög eins og Land míns föð- ur, Arnarvatnsheiði og Sólskríkjan munu alltaf minna okkur á þig. Þú varst okkur mikill viskubrunn- ur og við erum einna þakklátastar fyrir það hvað þú kenndir okkur margt. Þú varðst aldrei þreyttur á að svara óteljandi spurningum frá tveimur litlum fróðleiksþyrstum stelpum. Allt frá muninum á grávíði og gljávíði til allra söngvanna, sagn- anna og vísnanna. Þú hefur alltaf verið okkur mikilvægur og við mun- um aldrei gleyma þér. Rún og Rán. Það var eins og að vera lostinn þungu höggi, þegar mér barst sú fregn, að Sigurjón Pétursson, frændi minn, hefði látist af slysförum – enn í blóma lífsins. Við kynntumst fyrst vel, þegar leið mín lá um tvítugsald- ur til Reykjavíkur. Þá var hann orð- inn ráðsettur heimilisfaðir í Fells- múlanum, en ég og síðan kona mín urðum náin þeim hjónum, honum og Rögnu, og áttum hjá þeim margar ánægjulegar stundir. Sigurjón hafði veikst ungur af slæmum sjúkdómi og lágu leiðir þeirra saman þegar hún hjúkraði honum á sjúkrahúsi, svo þaðan í frá áttu þau einn veg saman. Þegar litið er til liðinna stunda er mér einkum minnisvert, hversu Sig- urjón kunni að gleðjast í góðra vina hópi. Var hann jafnan miðpunktur hvers fagnaðar á ættar- og ekki síð- ur frændamótum, bæði sunnan og norðan heiða. Sigurjón hafði góða söngrödd og kunni bókstaflega alla texta. Kölluðum við þetta Skagfirð- inginn í honum, þótt flestar ættir hans lægju utan héraðsins. Þegar árin liðu urðu samveru- stundir okkar strjálli, enda á ólíkum starfsvettvangi, en alltaf var jafn notalegt að hitta þau Rögnu, er leiðir lágu saman. Eitt síðasta skipti, sem við hittumst, var í Básum í Þórs- mörk. Þar voru þau vön að eyða jóns- messuhelginni í hópi fjölskyldu og vina, en við hjónin höfðum gengið yf- ir Fimmvörðuháls um nóttina – og urðu þar fagnaðarfundir. Þá mátti glöggt sjá, hversu barnabörnin voru hænd að honum, þegar sífellt var verið að sækja eða kalla í afa, og virt- ist engan leik hægt að leika nema hann væri með eða hefði að minnsta kosti hönd í bagga með því sem fram fór. Sigurjón Pétursson var það sem orðað er á nútímamáli sérstaklega jákvæður maður, glaðsinna og dug- mikill, og hann fór aldrei í pólitískt manngreinarálit, þrátt fyrir ákveðnar skoðanir í þjóðfélagsmál- um. Veit ég, að aðrir, sem þar stóðu honum nær en ég, munu minnast hans af þeim vettvangi. Ég votta Rögnu, sonum þeirra Sigurjóns, Brynjari og Skildi, sem og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð og þakka fyrir hönd okkar hjónanna þá hlýju og vinsemd, sem við nutum í samskiptum við þau, einnig Ingi- björgu, móðursystur minni, sem sér nú á bak syni sínum meira en hálftí- ræð að aldri. – Blessuð sé minning um góðan frænda. Ögmundur Helgason. Við vorum nýfarin frá jólahaldi með fjölskyldum okkar á Íslandi þegar okkur barst þessi harmafregn. Sem barn sat Katrín oft í faðmi Sig- urjóns og kallaði hann pabba eins og reyndar margir aðrir gerðu, enda var hann einstaklega barngóður og umhyggjusamur. Sem leiðtogi stór- fjölskyldunnar var Sigurjón í huga allra ígildi föðurímyndar. Það var eins og skilyrðislaus ást geislaði af honum öllum stundum og hún virk- aði sem aðdráttarafl á allt og alla. Það er erfitt að hugsa til þess að Sigurjón skuli ekki lengur vera með- al okkar. En við getum huggað okk- ur við það að minning hans mun ávallt lifa og hvetja okkur áfram, kenna okkur að þykja vænt hvort um annað og standa saman sem fjöl- skylda. Katrín, Halldór, Dorothea og Ísabella, Þýskalandi. Fyrir rúmum 10 árum kynntist ég fyrrverandi tengdadóttur þinni og varð á sama tíma þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast þér, Sigurjón minn, en þú varst einstakur maður. Samband þitt og fjölskyldu þinnar við Lindu var einstakt því hún var sem dóttir þín. Fljótlega var mér tekið sem einum af fjölskyldunni sem hefur verið mér ómetanlegt. Alltaf var jafnyndislegt að koma til ykkar Raggýjar þar sem maður var vafinn hlýju og umhyggju. Þú varst einstakur við börn og þau eru ófá börnin sem hafa fengið að sitja í fanginu þínu og hlusta á þig syngja og segja sögur. Þegar við eignuðumst dætur okkar varstu allt- af manna fyrstur upp á deild að sjá nýju afabörnin og til að láta taka mynd af þér þegar þú hélst á þeim í fyrsta skipti. Þessar myndir fóru síð- an upp á vegg í þeirri röð sem börnin fæddust. Þær voru ófáar heimsókn- irnar til litlu barnabarnanna þar sem þú sast með þau og spjallaðir og söngst. Það er þungt til þess að hugsa að þau fái þín ekki notið leng- ur. Þú varst höfuð fjölskyldunnar þar sem þú stjórnaðir og skipulagðir margar skemmtilegar ferðir um landið en þú og fjölskylda þín voruð mikið ferðafólk. Það var einstakt æv- intýri að fá að taka þátt í öllum skemmtilegu ferðalögunum. Árlega fór stórfjölskyldan í Þórsmörk um Jónsmessuna þar sem alltaf var tjaldað á sama stað. Þessar ferðir voru oft á tíðum mjög fjölmennar en þú lést þig ekki muna um að grilla of- an í mannskapinn á laugardags- kvöldum og hafðir gaman af. Í þess- um ferðum var haldin hin árlega kúlumeistarakeppni, farið í göngu- ferðir, spjallað og sungið og alltaf varstu hrókur alls fagnaðar. Þær voru einnig ótalmargar ferðirnar um landið sem við nutum með ykkur. Þú varst ákaflega víðförull og fróður um landið. Alltaf var farið í 10 daga ferð vikuna fyrir verslunarmannahelgina þar sem ferðast var vítt og breitt um landið. Þegar áð var á kvöldin kúrðu barnabörnin í koti þínu og hlustuðu á þig syngja og segja sögur, helst við einhvern smáeld ef þess var kostur. Virðing ykkar hjóna við náttúruna var aðdáunarverð og kenndi mér mikið. Alltaf var þess gætt að skilja við áningarstað eins og best var á kosið. Sumarið 2000 fórum við um 20 saman til Spánar og eyddum þar þremur vikum saman, þar naustu þín vel með fjölskyldunni. Síðasta daginn hafðirðu lofað að fara með öll barnabörnin og láta mála á þau húð- flúr sem átti að endast í nokkra daga. Það voru ánægð börn sem komu til baka með afa sínum þennan dag, öll með mynd á sér. En þú varst meira en skemmti- legur maður, þú varst einnig ein- staklega hjálpsamur og áhugasamur um allt sem viðkom fjölskyldu þinni. Ég þakka þér fyrir þær ófáu stundir þar sem þú komst kvöld eftir kvöld að hjálpa mér í húsinu þegar við Linda vorum að byggja fyrir rúmu ári. Þegar ljóst var að ekki yrði flutt inn á áætluðum tíma voruð þið Raggý fljót að bjóða okkur að búa hjá ykkur uns húsið yrði íbúðarhæft. Síðastliðið haust keyptuð þið ykk- ur sumarbústað sem er á yndisleg- um stað og til stóð að laga hann og stækka þannig að hann yrði að sann- kölluðu fjölskylduhreiðri. Þegar við heimsóttum ykkur upp á Strönd sýndirðu okkur staðinn stoltur, bát- inn, bátaskýlið og hvar þú ætlaðir að grisja og slétta flöt fyrir tjaldvagna og tjöld svo að allir gætu komið og dvalið með ykkur á Strönd. Ég þakka þér af hlýhug, kæri Sig- urjón, fyrir allar samverustundirnar. Minningin um góðan mann mun lifa. Elsku Raggý, Brynjar, Skjöldur og Ingibjörg, megi guð og menn gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Hilmar Sæberg. Pólitískur andstæðingur minn og ágætur samstarfsmaður á vettvangi borgarmála um langt árabil hefur kvatt fyrirvaralaust. Hann var að sinna skyldum fyrir Samband sveitarfélaga þegar bylm- ingshöggið féll. En þótt hann væri enn í fullu starfi og héldi fast og vel á því sem honum var trúað fyrir var farið að hægjast um. Þau hjón voru farin að undirbúa áhugaverð efri ár og pólitískir bardagar og umsvif að baki. Það fór þó aldrei framhjá neinum að Sigurjón naut þess vel að standa í eldlínunni. Lífsskoðanir hans voru á hreinu og höfðu legið fyrir frá fyrstu tíð. Hann var sósíalisti, ég leyfi mér að segja af gamla skólanum og legg ég ekki í það neikvæða merkingu. Hann var heill sínum málstað og fylginn sér. En hann var þó enginn kreddumaður. Öðru nær. Sigurjón var afar praktískur og hygginn og naut sín ekki síst þegar leita þurfti lausnar í erfiðum málum. Hann kom jafnan þrælundirbúinn til viðræðna og funda og gat verið harður í horn að taka, ef sá gállinn var á honum. Mér líkaði sæmilega við Sigurjón eftir fyrstu kynni og æ betur eftir því sem á leið. Lærði ég fljótt að mjög varhugavert var að vanmeta hann sem andstæðing, því þá gat illa farið. Hann var á hinn bóginn orðvar og orðheldinn, svo óhætt var að semja við hann, jafnvel um viðkvæmustu mál. Eftir handsal varð honum ekki þokað, þótt mikið gengi á. Sigurjón gat horft stoltur til sinna pólitísku afskipta. Undir hans forystu vann flokkur hans mestan sigur sinn í höf- uðborginni og ekki hefur það spillt gleðinni að „íhaldinu“ var velt um koll í fyrsta sinn. Mér og fleirum var ekki skemmt nóttina þá, eins og nærri má geta, og hefur það vísast ekki dregið úr ánægjunni í Aspar- fellinu. Þau hjón voru augljóslega sam- hent mjög, jafnt í gleði sem alvöru. Missir Rögnu er því mikill við þetta högg. Það varð því óbætanlegt slys á heiðinni þetta örlagakvöld, hvernig sem á það er litið. Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Fimmtudaginn 10. jan. sl. var Sig- urjón Pétursson, fyrrverandi borg- arfulltrúi, kallaður burt úr þessum heimi í einni skjótri svipan, langt um aldur fram. Þegar ég heyrði þessa fregn fannst mér hún – og finnst raunar enn – svo óraunveruleg vegna þess að fáir menn höfðu jafn mikla lífsorku og Sigurjón. Hún hefði að áfallalausu átt að endast honum til hárrar elli. Ég kynntist Sigurjóni fyrst per- sónulega þegar ég tók sæti í Borg- arstjórn Reykjavíkur árið 1982. Þá hafði hann verið borgarfulltrúi í 12 ár sem mér fannst auðvitað heil eilífð af því að ég lagði mælistiku minnar stuttu ævi á alla hluti eins og maður gerir gjarnan á unga aldri. Sigurjón var kjörinn í borgarstjórn árið 1970 og segja mér þeir sem muna að með honum hafi komið nýr og ferskur andblær inn í borgarstjórnina. Þetta var hins vegar áður en ég fór að fylgjast af alvöru með pólitík, og ég man því aðeins óljóst eftir honum á þessum árum. Þeim mun betur man ég eftir honum í kosningabaráttunni 1978 og þeirri snerpu, krafti og rök- vísi sem hann hafði til að bera. Sig- urinn í borgarstjórnarkosningunum það vor er ógleymanlegur öllum sem fylgdu félagshyggjuöflunum í borg- inni að málum. Eignarhaldi Sjálf- stæðisflokksins á borginni hafði ver- ið hrundið og um leið var eins og félagshyggjuöflin hefðu losnað úr ákveðnum álögum. Allir vissu að ekkert yrði aftur eins og það áður var. Þessar kosningar mörkuðu tímamót og áttu án efa ríkan þátt í þeirri pólitísku þróun sem síðan hef- ur orðið í borginni. Ég held ég geti fullyrt að þátttaka Kvennaframboðsins í borgarstjórn- arkosningunum vorið 1982 hafi ekki verið Sigurjóni og félögum hans neitt sérstakt fagnaðarefni. Töldu margir úr þeim herbúðum framboðið vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins og kunnu okkur konunum litlar þakkir fyrir að velja þessa stund og þennan stað til að setja kvennabaráttuna á hina pólitísku dagskrá. En allt hefur sinn tíma. Ég varð þess hins vegar aldrei vör að Sigurjón léti mig á nokkurn hátt gjalda þess að hafa komið inn í pólitíkina á öðrum for- sendum en hann, og var hann æv- inlega boðinn og búinn að aðstoða og leiðbeina þegar eftir því var leitað. Það var ekki síst í fjármálum borg- arinnar sem gott var að leita til Sig- urjóns. Hann var afskaplega talnag- löggur og ég held að hann hafi beinlínis haft gaman af því að sýsla með tölur. Hann var líka þeim hæfi- leika gæddur að geta greint þær pólitísku staðreyndir sem leyndust á bakvið tölurnar og við umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar var hann ævinlega í essinu sínu. Og þeg- ar Sigurjón var í essinu sínu þá steig hann allt að því vals í pontunni og talaði af ákefð og með sannfæring- arkrafti. Hann naut þess að setja staðreyndir mála í röklegt og skýrt samhengi og greina hismið frá kjarnanum. Hann talaði mál sem fólk skildi, hann var rökfastur en umfram allt málefnalegur. Það var kraftur í öllu sem hann gerði og þeg- ar hann lét eitthvað til sín taka fylgdi ævinlega hugur máli. Sigurjón var ekki bara góður fé- lagi í pólitíkinni, hann var líka skemmtilegur, lífsglaður og ævin- lega hress. Leiðindi voru ekki til í hans skapgerð eða orðaforða. Á góð- um stundum var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var góður söngmað- ur sem kunni alla texta og var þess vegna oft fenginn til að stjórna al- mennum söng á fjölmennum sam- kundum. Þá var hann mikill og góður dansari og það var eftir því tekið þegar hann og Ragna fengu sér snúning. Þau voru glæsilegt par þar sem þau svifu eftir dansgólfinu. Í fjörutíu ár hafa þau dansað saman en nú er komið að afgerandi taktskipt- um sem reyna munu á aðlögunar- hæfni Rögnu. Ég votta henni og son- um hennar, Skildi og Brynjari, innilega samúð mina og Borgar- stjórnar Reykjavíkur um leið og ég þakka Sigurjóni fyrir farsæl störf hans í þágu borgarbúa í aldarfjórð- ung. Megi minningin um góðan lífs- förunaut og félaga verða Rögnu til huggunar á sorgarstundu. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri. Sigurjón Pétursson var einstak- lega sterkur og fjölhæfur persónu- leiki, skarpgreindur, skynsamur og heiðarlegur. Hann var forystumaður og baráttumaður sem lengi verður minnst. Þau mörgu viðfangsefni sem Sigurjóni voru falin um ævina vann hann af vandvirkni og átti óvenju gott með að rökstyðja og skýra mál sitt á þann veg að flóknustu málefni hljómuðu auðskiljanleg í eyrum áheyrenda eða þeirra sem lásu skrif hans. Við Sigurjón kynntumst fyrst þeg- ar ég tók sæti í borgarstjórn Reykja- víkur árið 1982. Sigurjón var öflugur andstæðingur og fimur skylminga- maður á vettvangi borgarmálanna. Það sem þó ávallt einkenndi mál- flutning Sigurjóns var sú mikla þekking sem hann hafði öllum svið- um borgarmálanna, leiftrandi ræðu- mennska og vandaður málatilbúnað- ur. Sigurjón var einnig spennandi andstæðingur og eins gott að vera vel undirbúinn þegar tekist var á við hann í umræðum. Það var alltaf hlustað á Sigurjón með athygli þegar hann tók til máls. Slíkur var hans málflutningur. Við Sigurjón deildum oft hart í borgarstjórninni. Það kom á hinn bóginn ekki í veg fyrir að þeg- ar árin liðu urðum við kunningjar og síðan vinir. Mannkostir og hæfileik- ar hans voru öllum augljósir hvar í flokki sem þeir stóðu. Þótt starfsvettvangur Sigurjóns breyttist 1994 þegar hann hætti í borgarstjórninni, en þar hafði hann starfað í 22 ár og aldrei látið deigan síga, héldust tengslin og vináttan áfram. Þegar sveitarfélögin tóku yfir allan rekstur grunnskólans 1996 ákvað fulltrúaráð Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að fela stjórn sambandsins að ráða starfsfólk svo unnt væri með tryggum hætti að sinna þeim viðbótarverkefnum sem yfirfærsla alls grunnskólakostnaðar til sveitarfélaganna hefði í för með sér og kæmi í hlut skrifstofu sam- bandsins. Þá var ákveðið að leita til Sigurjóns og biðja hann að taka að sér forystu í þessu veigamikla hlut- verki. Sigurjón var síðan ráðinn á skrifstofu sambandsins 1. mars 1996 til að vinna að málefnum grunnskól- ans, sem deildarstjóri grunnskóla- deildar. Á þessum vettvangi hefur Sigurjón unnið frábært starf og öðl- ast virðingu allra samstarfsmanna. Þekkingu og færni Sigurjóns við út- listun flókinna kjarasamninga og annarra málefna var viðbrugðið. Sig- urjón átti sæti í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1978–1982 og í fulltrúaráði þess 1970–1994. Hann var formaður stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga 1983–1987 og í stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga 1981–1994. Það dimmdi í huga mínum þegar ég frétti lát Sigurjóns. Enn eitt hörmulegt umferðarslys og vinir og vandamenn sitja eftir slegnir og sorgmæddir. Ég sakna Sigurjóns vinar míns mikið en minningin um þennan góða dreng mun lifa og ég er þakklátur fyrir að hafa átt hann að nánum samstarfsmanni hans síðustu æviár. Stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga og sveitarstjórnarmenn þakka Sigurjóni Péturssyni fyrir öll hans góðu og mikilvægu störf í þágu íslenskra sveitarfélaga nú þegar við kveðjum góðan vin og samstarfs- mann. Við sendum Rögnu, börnum þeirra og barnabörnum, móður og tengdamóður og öllum öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Morgunsólin baðar landið, döggin glitrar á kjarrinu og hægt en örugg- lega eyðist þokuslæðingurinn sem hangið hefur í miðjum fjallshlíðun- um. Ferðamaðurinn gægist út fyrir tjaldskörina, lítur fagran morguninn og sér fram á góðan dag. Að kveldi eru tjaldhælarnir reknir niður í nýj- um áfangastað. Miðnætursólin glitr- ar á haffletinum, aldan gjálfrar við steinana í fjörunni og baksviðs kvak- ar mófuglinn í svefnlausri nóttinni, almættinu og vinum sínum til dýrð- ar. Í aftureldingunni er jökulskallinn sleginn gullnum roða rísandi sólar langt í fjarska. Þangað skal ferðinni heitið á morgun, hvernig sem viðrar. Ferðamaðurinn Sigurjón Pétursson þekkti landið sitt vel og var snortinn af töfrum þess. Samfélagsleg verk- efni af ýmsu tagi voru þó fyrst og síð- ast hans daglegu viðfangsefni og í þeim störfum naut hann sinna með- fæddu forystuhæfileika og lífsgleði. Í aðdraganda yfirfærslu grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga á árinu 1996 var Sigurjón ráðinn deild- arstjóri grunnskóladeildar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Þá átti hann að baki mjög langan feril á vettvangi félags- og stjórnmála og áratuga reynslu af sveitarstjórnar- störfum. Jafnframt hafði hann setið í fulltrúaráði sambandsins um langt árabil og í stjórn þess eitt kjörtíma- bil. Hann var því gjörkunnugur mál- efnum sveitarfélaganna og starfsemi sambandsins og fyrir löngu hafði hann áunnið sér traust og virðingu, samherja jafnt sem andstæðinga í stjórnmálum, fyrir rökfastan mál- flutning sem hann fylgdi eftir af vandvirkni og myndugleika. Auk þess að vinna fyrir sambandið að skólamálum í víðtækum skilningi, m.a. vegna yfirfærslu grunnskólans, beindist starf Sigurjóns sífellt meir að kjarasamningagerð við fagfólk grunn- og tónlistarskóla. Slík vinna krefst einbeitni og þekkingar á við- fangsefninu, auk lipurðar og þolin- mæði. Í þeim störfum nýttist vel reynsla hans og hæfileikar. Þeir kjarasamningar sem gerðir hafa ver- ið að undanförnu hafa leitt til mikilla breytinga og nýmæla í starfsum- hverfi þeirra sem við skólana vinna og þar átti Sigurjón drjúgan hlut að SIGURJÓN PÉTURSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.