Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ úts ala O p ið á su nn ud ög um fr á kl . 13 — 17 ENIGMA er fyrsta myndin sem „stónsarinn“ Mick Jagger fram- leiðir. Hann var fyrstur til að tryggja sér réttinn á metsölubók Roberts Harris um afrek og ástir dulkóðunarsérfræðinga í breska hernum á tímum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Stórhuga og ákveðinn í að sanna sig í kvikmyndaheiminum gaf Jagger sér góðan tíma í að finna réttu mennina til verksins. Hann réði því einn virtasta handritshöfund Breta, leikritaskáldið Tom Stopp- ard, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir handritið að myndinni Shakespeare in Love. Stoppard var eins og snið- inn í starfið því hann hafði lengi haft áhuga á sagnfræðinni í kringum sögusvið bókarinnar, herstöðina í Bletchley Park, hvar þeir höfðu að- setur hinir gleymdu dulkóðasér- fræðingar sem voru svo þýðingar- miklir í kafbátahernaði Breta gegn Þjóðverjum. Síðasti hlekkurinn í Ráðgátukeðj- unni var leikstjórinn Michael Apted sem síðast gerði Bond-myndina The World is Not Enough við ágætis orðstír. Apted hóf ferilinn í sjón- varpi og skapaði sér nafn sem djarf- ur og hugvitssamur heimildamynda- og sjónvarpsþáttahöfundur. En hug- urinn leitaði til hvíta tjaldið og hóf hann að gera kvikmyndir snemma á áttunda áratuginum. Dóttir kola- námumannsins, með Sissy Spacek í Óskarsverðlaunahlutverki sem sveitasöngkonan Loretta Lynn, var fjórða kvikmynd hans og jafnframt sú fyrsta sem hann gerði í nýju heimkynnum sínum í Hollywood. Myndin vakti heimsathygli á kvik- myndagerðarmanninum Apted og síðan þá hefur hann verið búsettur í bíóborginni og gert margar naftog- aðar myndir, eins og t.a.m. Gorky Park, Gorillas in the Mist, Nell og Extreme Measures. En það var þó ekki síst sökum reynslu Apted af heimildamynda- gerð sem Jagger réði hann. Við- fangsefnið þótti viðkvæmt, jafnt í sögulegu- og hernaðarlegu tilliti. Kallaði á mann sem í senn hefði reynslu af nákvæmnisvinnubrögðum heimildamyndagerðarinnar og ríka frásagnargáfu. Ráðgátur tvær „Ég féllst á að taka að mér verkið eftir að hafa lesið hið útsjónarsama handrit Stoppards,“ segir Apted í símasamtali við blaðamann Morg- unblaðsins. „Ég hafði verið að svip- ast um eftir handriti sem segði sögu úr seinni heimsstyrjöldinni en fann ekkert fram að því sem ekki hafði verið gert áður. Ég fæddist á meðan heimsstyrjöldin var í algleymingi og finn því til mikillar nærveru við þetta hörmungarskeið.“ – Hvað er það við söguna sem höfðar til þín að sögusviðinu und- anskildu? „Þetta er náttúr- lega mjög athyglis- verð uppgötvun, öll þessi leynd sem hvíldi í kringum dulkóða- kapphlaupið milli Þjóðverja og Breta og hversu þýðingarmikið það reyndist í stríð- inu. Þessir ungu bresku snillingar púl- uðu nótt og dag við að reyna að finna lausn á þaulhugsuðum dul- kóðum Þjóðverja sem stærðfræðilega séð voru langt á undan sinni samtíð. Einnig heillaði mig hin hliðin á sögunni, kvenmannshvarfið og hvernig þess- ar tvær ráðgátur spila síðan saman.“ – Þú last sagnfræði í Cambridge áður en þú snerir þér að kvikmynda- gerð. Heldurðu að það hafi haft mót- andi áhrif á þig? „Ef til vill. Samt hef ég aldrei sóst sérstaklega eftir því að gera sögu- legar myndir. Í raun hef ég aldrei áður gert „búningamynd“, eins og það er stundum kallað. Ég hef hins vegar gert sannsögulegar myndir um samtímafólk. Satt að segja er ég lítið gefinn fyrir „búningamyndir“ en þetta er tímabil sem ég þó vildi glíma við.“ – Eftir að hafa gert sögulega „búningamynd“ fannstu fyrir því að þú sem sagnfræðimenntaður maður hafir verið viðkvæmari fyrir sögu- legri nákvæmni en gengur og gerist í faginu? „Nei, ég hef alltaf lagt mikið upp úr nákvæmni, hvort sem er sögu- legri nákvæmni eða nákvæmni við gerð heimildamynda um samtímann. Ég er fróðleiksfús og hef alltaf lagt metnað minn í að segja eins satt og rétt frá og auðið er.“ – Nákvæmni smáatriðanna í Enigma er líka mjög áberandi. „Ég hvatti alla til að vanda sig, leggja sig sérstaklega fram við að nostra við smáatriðin því þegar áhorfandinn tekur eftir því að þau eru á hreinu þá ávinnst ómetanlegt traust sem kemur heild- armyndinni mjög til góða.“ Jagger er greindur – Hafðirðu áhyggjur af því að fléttan og þá sér í lagi stærðfræði- vangavelturnar í kring- um úrlausn dulkóðanna kynnu að reynast heldur í flóknara lagi fyrir bíó- gesti samtímans? „Svo sannarlega. Við veltum þess- um þætti mjög fyrir okkur og kom- umst að þeirri niðurstöðu að ákveðið jafnvægi væri nauðsynlegt. Ef við hefðum dregið upp of einfalda mynd af starfi sérfræðinganna hefðum við átt á hættu að setja afrek þeirra nið- ur og gera þau ótrúverðug – eins ég mér finnst tilfellið vera í nýrri mynd Rons Howards A Beautiful Mind sem einnig fjallar um stærð- fræðisnilling. Svo máttum við heldur ekki drepa áhorfendur úr leiðindum með því að hafa útskýringarnar of flóknar. Því þurfti að finna jafnvægi þar sem við reyndum að útskýra út á hvað úr- lausn dulkóðanna gekk en þó þannig að það væri enn flókið og gæfi til kynna afrek stærðfræðinganna.“ – Kom höfundur bókarinnar, Ro- bert Harris, nálægt kvikmyndagerð- inni? „Hann leit annað veifið í heimsókn og gaf okkur mjög góð ráð en vildi samt helst koma sem minnst nálægt myndinni.“ – Kvikmyndastíllinn er mjög blátt áfram, næsta klassískur, í anda gömlu Hitchcock-myndanna. Var það markmið? „Nei ég vildi gera nútímamynd fyrir nútímaáhorfendur. Sannarlega ekki einhverja tilvísun eða eftiröpun af stíl gömlu njósnamynda 5. áratug- arins. Ég held þú sért sá fyrsti sem segir myndina blátt áfram og ég lít á það sem hól, þakka þér fyrir.“ – Þú kaust þér breska leikara í öll hlutverk. Var ekkert freistandi að ráða einhverja Hollywood-stjörnu til að fá meiri fjármagn? „Nei, það hefði dregið úr trúverð- ugleikanum til muna. Við vildum frekar eyða meiri tíma í fjáröflunin en að „ameríkanísera“ þessa mjög svo bresku sögu. Reyndar er allt fjármagnið í myndinni þýskt.“ – Varstu ekkert tvístígandi yfir því að gera mynd fyrir gamlan rokk- ara sem var að stíga sín fyrstu skref á framleiðandabrautinni? „Nei, alls ekki. Mick Jagger er mjög greindur maður, öðruvísi hefði hann ekki afrekað svo mikið á tón- listarsviðinu. Hann stóð sig mjög vel. Var áhugasamur og skipti sér lítið að því sem hann hafði ekki vit á. Nokkuð sem aðrir reyndari fram- leiðendur mættu taka sér til fyrir- myndar.“ Bond-dekur – Síðast gerðirðu Bond-myndina. Var það ekki mjög frábrugðið gerð Enigma? „Hreint ótrúlega. Við gerð Bond- myndarinnar gat ég fengið allt sem ég þarfnaðist á meðan ég varð að halda mig innan ákveðins fjárhags- ramma [við gerð Enigma]. Það var samt viðlíka erfitt að gera þessar myndir. Að halda hasarkeyrslunni gangandi í Bond og leggja alúð við samtölin í Enigma. Svo reyndi ég að læða meiri dýpt í Bond með frekari samtölum, á meðan á hinn bóginn ég reyndi að auka hasarinn í Enigma, á kostnað samtalanna.“ – Hefurðu ekkert fundið fyrir að vera orðinn kröfuharðari eftir allan munaðinn sem þú vandist við tökur á Bond-myndinni? „Ég var hræddur um að það kynni að gerast en sem betur fer hef ég komið mér nokkuð örugglega niður á jörðina aftur, er ekkert ofdekraður lengur.“ – Ólíkt öðrum kvikmyndagerðar- mönnum sem hófu ferilinn í sjón- varpi þá hefur þú aldrei sagt skilið við ræturnar. „Nei, ég þrífst á fjölbreytinni sem fylgir því að gera kvikmyndir, heim- ildamyndir og vinna fyrir sjónvarp jöfnum höndum. Maður getur orðið þreyttur á seinagangi kvik- myndanna.“ – Þú ert frægastur fyrir þættina þar sem þú hefur fylgst með sjö ára millibili með lífi venjulegra Breta og hvernig þeir hafa vaxið úr grasi. Hvernig kom það til? „Ég fékk það verkefni árið 1964 að draga upp mynd af Englandi með augum sjö ára barna. Þátturinn sló í gegn og þótti einkar kröftug sam- tímalýsing þannig að sjö árum síðan datt okkur í hug að endurnýja kynn- in við þau og síðan þá höfum við haldið áfram, heimsótt þau með sjö ára millibili og árið 1998 voru þau orðin 42 ár. Næsti þáttur verður því gerður 2005. Ég er mjög stoltur af þessu verki mínu og það er einstakt í sögu hreyfimyndanna. Nú er ég byrjaður á nýju verkefni í Banda- ríkjunum þar sem ég mun fylgjast með níu hjónum á tveggja ára fresti í tíu ár.“ – Og nú ertu búinn með aðra mynd? „Já, hún heitir Enough og er um heimilisofbeldi, með Jennifer Lopez í aðalhlutverki.“ – Þú kannt vel við að búa til mynd- ir í Hollywood? „Já, hér á ég heima og hér vil ég starfa ... stundum.“ Ráðgátur á rauna- stundu Hann leikstýrði síðustu Bond-mynd og gerði ein- hverja athyglisverðustu heimildaþáttaröð sem gerð hefur verið. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við breska kvikmyndagerðarmanninn Michael Apted um feril hans og nýjustu myndina, Enigma. Dougray Scott og Kate Winslet leika unga eldklára Breta í þjónustu breska hersins sem lenda í æsilegu kapp- hlaupi við að finna lausn á mikilvægum dulkóða nasista áður en það er um seinan. Michael Apted er leikstjóri ensku njósnamyndarinnar Enigma sem frumsýnd er um helgina skarpi@mbl.is Michael Apted
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.