Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 58
HIN íðilfagra leik- og söngkona
Jennifer Lopez verður í litlu hlut-
verki í næstu Men
in Black mynd.
Þessi fyrrum
unnusta Puff
Daddy þykir vera
nokkuð jafnvíg á
leik- og tónlistina
þótt margir
gagnrýn-
endur hafi
gefið síð-
ustu plötu
hennar, J.
Lo, fall-
einkunn.
Lopez á að
baki
myndir
eins og
The
Wedding
Planner,
Out of
Sight og
The
Cell. Að
sögn inn-
anbúð-
armanna ku
hlutverk
Lopez vera
mjög fyndið
og bregður
henni fyrir í
niðurlagi mynd-
arinnar.
Þess má geta að
æringinn Johnny
Knoxville úr Jack-
ass leikur tvíhöfða
geimveru í mynd-
inni.
Lopez
í svörtum
fötum
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isÍ I - .s ara i .is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 13
Sýnd 3, 5.30, 8 og 10.30. Mán kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd í LÚXUS kl. 2, 6 og 10. Mán kl. 6 og 10 B.i. 12 ára
„Besta mynd ársins“
SV Mbl
„Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl
Ævintýrið lifnar viði i li i
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.I.16 ára.
1/2
Ungfrú Skandinavía
Íris Björk
Ljóskur
landsins
sameinist!
DV
Mbl
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.com
HK. DV
Dúndrandi gott
snakk með
dúndrandi góðri
gamanmynd
Gwyneth Paltrow Jack Blackyneth altro Jack lack
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6.
Frá höfundum
„There´s Something
About Mary“ og
„Me myself & Irene“
kemur Feitasta
gamanmynd
allra tíma
Glæný leysigeislasýning í sal-1
á undan myndinni
með Maríu Björk, Siggu Beinteins og Helgu
Skipt í hópa eftir aldri, 5 í hópi.
Einum kennt í einu, sungið í hljóðnema.
Kennsla í raddbeitingu og sungið
við undirleik. Hljóðnematækni.
Aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi!
Allir fara á skrá fyrir væntanleg verkefni.
Tónleikar í lok námskeiðs og upptaka á snældu.
Barnaborg og Barnabros
Flikk Flakk
Söngvaborg
Jabadabadú
Bugsy Malone
Greace
Litla Hryllingsbúðin
Jóhanna Guðrún
Britney Spears
Christina Aguilera
Celine Dion
Whitney Houston
Mariah Carey
Destiny´s Child
Alicia Keys
Atomi Kitten
Nelly Furtato
Monica
Brandy
Leann Rimes
Creed
N´Sync
Pink
Boyzone
Backstreet Boys
Red Hot Chilli Peppers
Destiny´s Child
TLC
Eminem
Destiny´s Child
Beastie Boys
M.C. Hammer
Bobby Brown
Fat Boys
L.L. Cool J.
Abba
The Beatles
Tina Turner
Elton John
Eric Clapton
Patsy Cline
og margt fleira...
Byrjenda- og framhaldsnámskeið 5-12 ára
R’n’B og rapp fyrir stráka og stelpur
Söngnámskeið fyrir unglinga og fullorðna
Langar þig að læra að syngja? Nú er tækifærið. Yfir 500
ný og gömul lög í boði, dægurlög, popplög, jazz og rokk.
Upplýsingar og innritun í síma 575 1512.
Námskeiðin hefjast í næstu viku.
Kennt verður í Valsheimilinu, Hlíðarenda.
Jóhanna Guðrún ég sjálf
10
Lögin sem í boði eru: (Allt það nýjasta!)
Nemendum gefst kostur á að fara í hljóðver og syngja inn
á geisladisk.
Erum að leita eftir börnum til að taka þátt í
alþjóðlegri söngvakeppni barna á Ítalíu.
SUMARIÐ 2000 gaf Jóhannes
Snorrason út hljómdiskinn Snerting.
Þar var að finna vægast sagt athygl-
isverðar tónsmíðar; einhverskonar
sýrurokk, umlukt úr sér gengnum
hljóðgervlatöktum og alls kyns stór-
undarlegum hljóðum. Blöndunin er
einstök í sinni röð – líkt og drukknar
geimverur séu í
slagtogi með útúr-
freðnum Hawk-
wind í hljóðveri hjá
Brian Eno. Þetta
ljær Snertingu, eins
og nærri má geta,
furðulegt yfirbragð sem í öllu falli er
hægt að hafa gaman af – jafnvel virða.
En á fjögurra laga stuttskífunni
Cosmic Dream fer Jóhannes alvar-
lega út af sporinu – ef það er þá hægt,
sé litið til undangenginna lýsinga.
Öllu heldur fer hann út af sporbraut-
inni og inn í einhvers konar kosmísk-
an draum sem enginn á aðgang að.
Nema að sjálfsögðu Jóhannes.
Þegar hlustað er á tónsköpun Jó-
hannesar hér þá skjóta hvers kyns
súrrealískar samlíkingar upp kolli
með undraskjótum hætti. Þannig
hljómar fyrsta lagið líkt og kanadíska
sveitin Rush í kringum ’82, fiktandi
með trommuheila.
Annað lagið er svona nokkurn veg-
inn við það sama, fer ekki neitt þó hér
byrji þessar ótrúlegu gítaræfingar
Jóhannesar að pirra mann duglega.
Við þriðja lag banka nöfn Steve
Hillage og Yes á hurðina. Lagið
minnir á dútl þessara aðila við enda
áttunda áratugarins; en þá var
brunnur þeirra löngu þurraus-
inn. Tölvutaktarnir hér ná aldr-
ei að skríða yfir áðurnefndan
áratug og eru týndir í tíma. Lif-
andi antik í raun. Lag sem er
pikkfast í gítardrullupyttinum
sem er búið að grafa í lögunum
á undan.
Það birtir blessunarlega til í
síðasta laginu. Gítarinn er
loksins látinn fylgja einhverri
laglínu. Grámóskulegt og ang-
urvært – hin þekkilegasta smíð.
Tölvuforritunin á Cosmic Dream
ber það með sér að Jóhannes getur
vart verið vel heima í þeim geir-
anum. Og gítareinleikurinn …
eins og að hlusta á kennslusnældu
með Steve Vai. Aldrei bryddað
upp á neinu sérstöku, fyrir utan
mögulega í síðasta laginu. Og það
sem meira er. Hann er afar kaldur
og tilfinningasnauður. Í ljósi þess
að hann yfirgnæfir plötuna er nú
fokið í flest skjól, verður að segjast.
Í raun hljómar þessi plata eins
og innlit í æfingaherbergi þar
sem verið er að leika sér með
tölvugræjur og gítar. Þetta er vart út-
gáfuhæft, það þarf einfaldlega að
vinna meira með lögin.
Umslagshönnun er hrein og bein
og í anda titilsins Cosmic Dream. En
um leið alveg yfir máta kauðsk.
En svo getur það líka meira en ver-
ið að ég hreinlega skilji ekki tónlist
Jóhannesar Snorrasonar. Það er
maður a.mk. hálfpartinn að vona.
Tónlist
Út af spor-
brautinni
Jóhannes Snorrason
Cosmic Dream
Jóhannes gefur sjálfur út
Cosmic Dream er annar geisladiskur Jó-
hannesar Snorrasonar. Jóhannes semur
tónlistina, útsetur, forritar, sér um hljóð-
færaleik, tekur upp, hljóðritar og -bland-
ar. 17.28 mínútur.
Arnar Eggert Thoroddsen
Cosmic Dream er önnur plata
Jóhannesar Snorrasonar.
LISTAHÓPUR í New York hefur
undanfarið verið að leggja drög að
söngleik eður rokkóperu, byggðum
á lögum Bruce Springsteen.
Söngleikurinn kallast Drive All
Night og verður forsýndur sér-
staklega fyrir Brúsa sjálfan í mars.
Ef hann svo snýr
tveimur þumlum
upp í loft verður
verkinu skellt í
sýningar.
Eins og stend-
ur inniheldur
verkið brot úr
29 Springs-
teen-lögum.
Það segir frá
verkalýðshetj-
unni Eddie og
inniheldur lög
eins og „Thunder
Road“, „Atlantic
City“ og lítt þekkta
gullmola eins og
lagið „Protection“
sem er lag eftir
Springsteen en var
flutt af Donnu Summer
á sínum tíma.
Springsteen er ekki
fyrsti rokkarinn sem
settur er í leikrænan
búning sem þennan. Who settu nátt-
úrulega upp Tommy á sínum tíma
og nú nýlega var söngleikurinn
Mamma Mia! settur upp á Broad-
way – hvar umfjöllunarefnið var
sænsku poppsnillingarnir í ABBA.
Nú þá léði hinn hornspengdi El-
ton John söngleiknum Aidu lög sín
á meðan Paul Simon féll kylliflatur
á sviðið með sýningu sína The
Capeman.
Árið 2000 tilkynnti gallabuxn-
arokkarinn John Mellencamp – sem
stendur nú ekki fjarri Brúsa í anda
– að hann væri kominn í samstarf
með hinum lúsiðna hrollvekjuhöf-
undi
Stephen
King og
þeir hygðust
semja söngleik
um tvo bræður sem
enda saman inni í skáp
sem er uppfullur af
draugum (?!).
Já, svona er afþrey-
ingarbransinn.
Söngleikur um Bruce Springsteen
Brúsi frændi á
Broadway?
R
eu
te
rs
Brúsi frændi í bana-
stuði. Í dag: Central
Park. Á morgun:
Broadway!
R
eu
te
rs
J e n n i f e r L o p e z