Morgunblaðið - 20.01.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
www.bi.is
f
í
t
o
n
/
s
í
a
ENGU líkara var en að tvö eintök
af rapparanum Johnny National
hefðu átt leið framhjá ljósmyndara
Morgunblaðsins í Mjóddinni í gær-
morgun. Að minnsta kosti var hon-
um heilsað að nútímasið af þessum
húfuklæddu og glaðlegu drengjum,
sem rétt náðu að kinka kolli upp
fyrir rúðurnar í strætisvagninum.
Morgunblaðið/Kristinn
Heilsað að
nútímasið
um 2% og gerum það í afsláttarformi
en breytum ekki öllu verði í búðinni
því það kostar mjög mikið að verð-
breyta. Síðan viljum við sjá hvert
framhaldið verður til 1. maí og
skuldbindum okkur til að hækka
ekkert verð þangað til. Við teljum að
takist að ná þessum markmiðum, þá
komi það verulega til móts við okkur
og það er hugmyndafræðin á bak við
þessar aðgerðir.“
Að sögn Jóns Helga varð BYKO
verulega fyrir barðinu á gengisfell-
ingum síðasta árs og hann segist
telja afar mikilvægt fyrir alla í þjóð-
félaginu að hægt sé að stemma stigu
við verðbólgu á Íslandi. „Og að það
sé stöðugleiki því að hann er for-
senda þess að við getum þróað okkur
áfram í landinu og við viljum leggja
okkar af mörkum til þess. Ég ætla að
vona að sem flestir taki þátt og reyni
að takast á við vandann því að þessi
þróun er mjög alvarlegt mál.“
Mikið fagnaðarefni
Grétar Þorsteinsson, forseti Al-
þýðusambandsins, segist gleðjast yf-
ir því að stór aðili á byggingamark-
aði, eins og BYKO, hafi ákveðið að
taka þátt í baráttunni gegn verð-
bólgunni með þessum hætti. „Þetta
eru sýnilega ábyrgir aðilar sem eru
tilbúnir að taka þátt í að reyna að
halda verðlagi hér lágu og stefna inn
í litla verðbólgu á ný. Það er mikið
fagnaðarefni að heyra þetta og ég
BYKO hf. hefur lækkað verð á öllum
vörum í verslunum fyrirtækisins um
2% og jafnframt skuldbundið sig til
að hækka ekki vöruverð fram til 1.
maí næstkomandi í ljósi þeirrar um-
ræðu sem skapast hefur í þjóðfélag-
inu um nauðsyn þess að standa við
efnahagsmarkmið kjarasamninga.
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri
BYKO, segir að með þessum hætti
vilji fyrirtækið leggja sitt af mörkum
í baráttunni fyrir því að verðbólgu-
markmið sem sett voru með rauðu
striki 1. maí nk. náist.
„Við eigum sjálfir mikið undir að
það takist, eins og sjálfsagt allir í
þjóðfélaginu. Við lækkum allar vörur
vona auðvitað að fleiri fylgi í kjölfar-
ið.“
Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri
Húsasmiðjunnar, segir að Húsa-
smiðjan muni leggja sitt af mörkum
til þess að verðbólgumarkmið náist
enda sé gífurlega mikilvægt fyrir
fyrirtækið og rekstrarumhverfi þess
að það takist. Hann segir útspil
BYKO fyrst hafa komið fram í
Morgunblaðinu í gær og að Húsa-
smiðjan hafi í sjálfu sér ekki hugsað
sér að gera nákvæmlega það sama
og keppinauturinn hefur ákveðið.
„Aftur á móti er ljóst að Húsasmiðj-
an er í fremstu röð á þessum mark-
aði með 15 verslanir um allt land og
það er augljóst að við munum halda
áfram að vera samkeppnisfærir.“
Að sögn Boga mun Húsasmiðjan-
taka þátt í því að verðbólgumark-
miðin náist enda eru miklir hags-
munir í húfi hjá fyrirtækinu. „Vextir
verða að lækka og hjól atvinnulífsins
munu taka miklu betur við sér ef
þessi markmið nást. Fyrir bygginga-
og húsnæðismarkaðinn, verktaka og
aðra viðskiptavini í reikningsvið-
skiptum er lífsnauðsynlegt að verð-
bólgumarkmið náist og vextir lækki.
Þetta eru því mjög miklir hagsmunir
og við munum leggja okkar af mörk-
um til þess að markmiðin náist,“ seg-
ir Bogi.
BYKO kynnir 2% verðlækkun og aðgerðir gegn verðbólgu
Skuldbindur sig til að
hækka ekki verð til 1. maí
Morgunblaðið/Kristinn
BYKO tilkynnti 2% verðlækkun á öllum vörum í gærmorgun.
HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni
Friðriksson er að koma til lands eftir
helgina eftir vel heppnaðan loðnuleið-
angur fyrir austan land. Ekki náðist í
Hjálmar Vilhjálmsson leiðangurs-
stjóra í gær en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa leiðangurs-
menn orðið varir við vænar torfur og
loðnan hefur verið stærri og betri en
reiknað hafði verið með.
Loðnuleitin hefur gengið mjög vel
og loðnan fundist í veiðanlegu magni
frá svæðinu norðan við Digranesflak
og suðaustur fyrir Reyðarfjarðar-
djúp. Fituinnihaldið hefur verið um
12% og uppistaðan í þeim tveim göng-
um sem leiðangurinn hefur orðið var
við er þriggja ára gömul loðna.
Hrognafylling syðst á svæðinu hefur
verið 7–8% í síðustu mælingum og
bendir það til þess að gott svigrúm sé
til veiða áður en loðnan gengur upp í
fjörurnar.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, sagðist í
samtali við Morgunblaðið í gær ekki
vilja staðfesta niðurstöður loðnuleið-
angursins. Eftir væri að yfirfara þær
og það yrði gert um leið og skipið
kæmi í land á þriðjudag. Þó væri ljóst
að loðnustofninn væri í góðu ástandi.
Mjög
góður
árangur
í loðnu-
leiðangri
♦ ♦ ♦
Níu ölvaðir
við akstur
LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði
9 ökumenn í fyrrinótt, grunaða um
ölvun við akstur. Enginn þeirra hafði
þó brotið frekar af sér í umferðinni
heldur gaf róleg næturvaktin lög-
reglunni aukið svigrúm til að fylgjast
vel með ökumönnum. Að öðru leyti
var lögreglan varla kölluð út.