Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 1

Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 1
17. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. JANÚAR 2002 TUGIR manna létu lífið í spreng- ingu í bensínstöð í miðborg Goma í Lýðveldinu Kongó í gær þegar þeir reyndu að notfæra sér glundroðann vegna eldgoss nálægt borginni í vikunni sem leið til að stela bensíni. Leiðtogi uppreisnarhreyfing- arinnar RCD, sem hefur náð Goma á sitt vald, sagði að 60–100 manns hefðu beðið bana í sprengingunni. Bensínstöðin var nálægt einum af hraunstraumunum, sem runnu yfir borgina þegar eldfjallið Nyira- gongo gaus á fimmtudaginn var og eyðilögðu um 40% borgarinnar. Fólkið var að ausa bensíni í plastílát þegar sprengingin varð, að því er virðist vegna hraunsins sem brann enn á nokkrum stöðum í borginni. Meira en 300.000 íbúar Goma flúðu til grannríkisins Rúanda eftir eldgosið en tugir þúsunda þeirra hafa snúið aftur til borgarinnar í leit að matvælum og vatni þótt hjálparstofnanir hafi sagt að ekki sé enn óhætt að fara þangað. Eldfjallafræðingar á vegum Sam- einuðu þjóðanna fóru í gær með flugvél yfir eldfjallið, sem er um 20 km norðan við Goma, til að kanna hvort hætta væri á fleiri eldgosum. Dieudonne Wafula, eldfjallafræð- ingur sem hefur rannsakað Nyira- gongo í 15 ár, kvaðst telja að eld- fjallið myndi ekki gjósa í nokkur ár. Óstaðfestar fregnir herma að allt að 40 manns hafi látið lífið af völd- um eldgossins, en embættismenn í Kongó og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna viðurkenndu að enginn hefði traustar upplýsingar um manntjónið. Íbúar Goma hlaupa hér með olíu- tunnur frá bensínstöðinni eftir sprenginguna en á minni myndinni sést eldhnöttur og þykkur reyk- mökkur frá stöðinni þegar hún sprakk. Reuters Tugir manna farast í spreng- ingu í Goma AP ÍSRAELSKAR hersveitir réðust í gær inn í palestínska bæinn Tulk- arem á Vesturbakkanum og er þetta í fyrsta sinn sem Ísraelar hernema heilan bæ á sjálfstjórnarsvæðum Pal- estínumanna frá því að palestínska heimastjórnin var stofnuð árið 1994. Hermenn réðust inn í byggingar í Tulkarem til að leita að liðsmönnum íslamskra hreyfinga, sem hafa barist gegn Ísraelum, og handtóku að minnsta kosti tuttugu menn. Nítján ára Palestínumaður var skotinn til bana og 42 ára maður var úrskurð- aður látinn á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir byssuskotum í flótta- mannabúðum í Tulkarem. Fimmtán aðrir Palestínumenn særðust í átök- um við hermenn í bænum. Tveir liðsmenn palestínskrar ör- yggissveitar biðu einnig bana í átök- um við Ísraela í bænum Ramallah á Vesturbakkanum. Talsmaður Ísraelshers sagði að liðsmenn íslamskra hreyfinga í Tulk- arem hefðu gert mannskæðar árásir í Ísrael og markmiðið væri að hand- taka þá og koma í veg fyrir frekari árásir. Ephraim Sneh, samgöngu- málaráðherra Ísraels, sagði að fleiri bæir kynnu að verða herteknir. Hermennirnir réðust meðal annars inn í bústað bæjarstjóra Tulkarem og skrifstofur heimastjórnarinnar og palestínska þingsins. Herinn setti út- göngubann í Tulkarem en bæjarstjór- inn hvatti íbúana til að virða það að vettugi og veita hernum mótspyrnu. Sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, Terje Rød-Lar- sen, lýsti hernaðaraðgerðum Ísraela í Tulkarem og Ramallah sem „hættu- legri stigmögnun“ sem gæti leitt til enn meira mannfalls meðal Ísraela og Palestínumanna. Arafat kveðst tilbúinn að deyja Yasser Arafat, sem hefur verið í herkví í Ramallah frá 3. desember, kvaðst í gær vera tilbúinn að deyja „píslarvættisdauða“ og halda áfram baráttunni fyrir stofnun palestínsks ríkis. „Ég bið til guðs að ég verði písl- arvottur í þessu landi, í þessu helga landi,“ sagði hann. Ísraelar hernema bæ á Vesturbakkanum Tulkarem. AFP, AP. BRESKIR embættismenn hafa rætt við þrjá breska ríkisborgara sem eru meðal fanga úr röðum talibana og liðs- manna al-Qaeda er Bandaríkjamenn hafa flutt til Guantanamo-herstöðvar- innar á Kúbu. Talsmaður Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, segir að fangarnir séu sáttir við aðbún- aðinn og þeir kvarti ekki yfir honum. Ljósmyndir sem Bandaríkjamenn tóku af föngunum skömmu eftir að þeir komu á staðinn og sýna þá í hlekkjum og á hnjánum vöktu mikla athygli og gagnrýni um helgina. Talsmaður Blairs sagði að enginn héldi því fram að húsakynnin í fang- elsinu bæru keim af munaði en þau dygðu til að fullnægja brýnustu þörf- um. Mennirnir fengju þrjár máltíðir á dag, maturinn væri útbúinn í sam- ræmi við hefðir íslams og Rauði krossinn ynni að því að útvega þeim eintök af kóraninum. Hann kvað Bretana þrjá úr röðum fanganna vera við góða heilsu, þeir hefðu ekki kvart- að yfir neinu varðandi aðbúnaðinn. „Þeir eru eingöngu með hlekki þeg- ar þeir eru utandyra,“ sagði talsmað- urinn og vísaði því á bug að mennirnir væru keflaðir, með bundið fyrir eyru og sólgleraugu límd yfir augun, eins og fullyrt hafði verið. Meðferð fanganna verði í sam- ræmi við Genfarsáttmálann Javier Solana, æðsti embættismað- ur Evrópusambandsins í utanríkis- málum, sagði að meðferðin á föngun- um þyrfti að vera í samræmi við Genfarsáttmálann um meðferð stríðs- fanga. Bandaríkjastjórn skilgreinir al-Qaeda-liðana ekki sem stríðsfanga, heldur sem „ólöglega stríðsmenn“, og segir þá ekki njóta þeirra réttinda sem sáttmálinn tryggir. Guantanamo- herstöðin Fangar sagðir sáttir við aðbúnað London. AP. RÚSLAN Ponomaríov vann í gær fimmtu skákina gegn landa sínum, Úkraínumanninum Vassílíj Ivantsjúk, í heimsmeist- araeinvíginu í Moskvu. Ponomaríov, sem er átján ára, þarf nú ekki nema einn vinning að auki til að verða yngsti heimsmeistari Alþjóðaskáksam- bandsins, FIDE, frá upphafi. Er Ponomaríov nú með 3,5 vinninga á móti 1,5 en alls verða tefldar átta skákir í einvíginu. Sjötta skákin verður tefld á morgun. Ponom- aríov á sig- urbraut Moskvu. AFP.  Nýju tímamörkin/43

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.