Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 21
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 21 DÓMNEFND samkeppninnar rök- styður val sitt á verðlaunatillög- unni á eftirfarandi hátt: „Tillagan sýnir sannfærandi lausn á því flókna viðfangsefni samkeppninnar að tengja saman byggð og byggðamynstur Kvos- arinnar við skipulag svæðisins og hið flókna innra samspil og fyr- irkomulag TRH sem ítarlega er gerð grein fyrir í keppnislýsingu. Ennfremur lýsir tillagan á ein- faldan hátt að hvort tveggja er mögulegt, að koma TRH fyrir á svæðinu og virða grundvall- arforsendur samkeppninnar um umferð, hagræn sjónarmið og ekki síst starfsemi á hafnarsvæð- inu. Tillagan lýsir borginni sem „afl- vaka“. Í henni er lögð áhersla á hið græna belti frá suðurhlíðum Öskjuhlíðar niður í Kvosina, sem liggur milli hæðanna tveggja í austri og vestri, Landakotshæðar og Þingholtanna. Þar verður byggingin, sem brotin er upp í mismunandi byggingaform, áber- andi í umhverfi sínu og tengir á mjög kröftugan og sannfærandi hátt saman borgina og sjóinn. Til- laga að fyrirkomulagi og bygg- ingum gefur fyrirheit um glæsi- lega hönnun sem teygir sig yfir á Lækjartorg og kemur m.a. fram í léttum svífandi þakflötum, yfir starfsemi á torginu fyrir stræt- isvagnastöð og aðkomu að TRH. Hugmyndin er mótuð eins og landslag í borg, bylgja sem brotin er upp í minni hluta. Þetta skapar bæði sterka sjónræna ímynd bygginganna og tengir svæðið á afar sannfærandi hátt við Kvosina með breiðum undirgöngum eða hallandi torgi undir Geirsgötu. Undirgöngin eru hluti bylgjunnar sem hefst við Hafnarstræti og lýk- ur yfir höfninni. Í þeim er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu- starfsemi. Á þennan hátt tengist TRH athafnalífi miðborgarinnar á skemmtilegan hátt. Það er þó skoðun dómnefndar að útfæra þurfi nánar tengsl svæðisins sunn- an Geirsgötu við Lækjartorg. Hugmynd að byggingum á svæð- inu gefur einnig færi á aðlögun og viðbótarbyggingum ef nauð- synlegt reynist. Á Miðbakka er gert ráð fyrir byggingum fyrir menningar- starfsemi, kaffihúsum og þess háttar starfsemi. Listaháskóli er staðsettur gegnt þeim við Tryggvagötu 11-13. Tengist hann með göngubrú yfir á Miðbakkann. Með þessum áherslum, göngu- brúnni og aðkomunni að TRH, er myndaður nokkurskonar göngu- hringur um hafnarsvæðið og Kvosina. TRH byggingunum er stillt upp í kringum torg þar sem mismun- andi starfsemi bygginganna teng- ist saman á skýran og sannfær- andi hátt. Byggingarnar, sem opnast í allar áttir að umhverfi sínu, verða á eðlilegan og áhrifa- mikinn hátt hluti af strandlínu borgarinnar þar sem tónlistarsal- urinn er hápunkturinn. Dómnefndin mælir einróma með þessari tillögu til útfærslu byggð- ar á samkeppnissvæðinu. Dóm- nefndin er sammála um að til- lagan gefi kost á byggingarlist á háu stigi sem falla muni vel að umhverfinu. Hún er raunhæf og felur hvorki í sér dýr umferð- armannvirki né breytingar á höfn- inni. Þá hefur hún mikla aðlög- unarhæfni þegar kemur að byggingu TRH og því flókna ferli sem útboð á einkaframkvæmd er.“ Gefur kost á bygg- ingarlist á háu stigi Útlitsteikning verðlaunatillögunnar. Til hægri sést í hús Seðlabankans. Dómnefnd segir að útfæra þurfi nánar svæðið sunnan Geirsgötu við Lækjartorg. Hér sést staðsetning hússins þar sem núna er Faxaskáli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.