Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 19 BORGNESINGAR fylltu Óðal á opnum heilsu- og mannrækt- arfundi sem haldinn var á vegum Rótarýklúbbsins í Borgarnesi. Héðinn Unnsteinsson Borgnes- ingur og verkefnisstjóri Geðrækt- ar hélt framsögu og á eftir voru almennar umræður. Yfirskrift fundarins var ,,Býr hamingjan líka hér?“ en hug- myndin var að eitthvað jákvætt þyrfti að gerast hér því Borgnes- ingar hafa oft lent í mótbyr í at- vinnumálum og nú síðast fjölda- uppsögnum á fjölmennum vinnustað í bænum. Héðinn fjallaði um geðheilsu og fordóma og leiddi viðstadda á áhrifaríkan hátt í gegnum eigin sjúkdómssögu, en hann hefur ekki áður gert það opinberlega á heimaslóðum. Héðinn kom ennfremur inn á viðhorf fólks, gildi jákvæðisins, forsendur hamingjunnar, vænt- ingar, bjartsýni, sjálfstraust og gildi sjálfstyrkingar. Þrátt fyrir alvöru umfjöllunarefnisins kitlaði framsaga Héðins hláturtaugar margra og vakti fólk til umhugs- unar um að takast á við breyt- ingar. Almennar umræður voru eftir framsöguna og nokkrir heima- menn tjáðu sig um ólík viðfangs- efni allt frá atvinnumálum til hjálpsemi í andlegu tilliti. Morgunblaðið/Guðrún Vala Kristján Rafn Sigurðsson, félagi í Rótarý, Héðinn Unnsteinsson og Gísli Halldórsson, formaður Rótarýklúbbs Borgarness. Húsfyllir á heilsu- og mannrækt- arfundi Borgarnes NÝTT kaffi og gistihús hefur verið opnað við Breiðdalsvík. Húsið stendur við þjóðveginn á milli Breiðdalsvíkur og Stöðv- arfjarðar, utan við bæinn Þver- hamar. Staðurinn hefur hlotið nafnið Kaffihúsið Margrét og eru það hjónin Margret Muller- Pupkes og Horst Muller frá Þýskalandi sem eru eigendur þess. Þau hjón komu til Íslands fyrir tæpum tveimur árum og heilluðust af landinu en þó sér í lagi af Austfjörðum og ákváðu að reisa húsið á þessum stað. Í húsinu eru þrjú tveggja manna og eitt eins manns herbergi. Húsið er allt hið vandaðasta, bjálkahús með risi, þar sem gistiaðstaðan er. Morgunblaðið/Albert Kemp Eigendur kaffihússins, Margret Muller-Pupkes og Horst Muller. Nýtt kaffi– og gistihús opnað Breiðdalsvík Á FUNDI fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Vestmannaeyjum um helgina var samþykkt sam- hljóða tillaga um að fela sérstakri uppstillingarnefnd að gera tillög- ur um fullskipaðan framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Nefndin á að leggja tillögu sína fyrir fulltrúa- ráðsfund sem haldinn verður eigi síðar en 15. mars nk. Á fundinum var einnig sam- þykkt tillaga um 5 manna uppstill- ingarnefnd sem í eiga sæti Magn- ús Jónasson, Arnar Sigurmundsson, Guðbjörg Matth- íasdóttir, Þorsteinn Sverrisson og Andrea Atladóttir. Skiptar skoðanir komu fram á fundinum um hvort stilla ætti upp eða efna til prófkjörs en tillaga um uppstillingu var samþykkt án mótatkvæða á fundinum. Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri, hefur tilkynnt að hann muni ekki sitja áfram sem bæj- arstjóri að þessu kjörtímabili loknu en líklegt þykir að hann muni sækjast eftir að sitja áfram sem bæjarfulltrúi og jafnvel leiða lista sjálfstæðismanna í Eyjum. Uppstilling hjá sjálfstæð- ismönnum Vestmannaeyjar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.