Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 19 BORGNESINGAR fylltu Óðal á opnum heilsu- og mannrækt- arfundi sem haldinn var á vegum Rótarýklúbbsins í Borgarnesi. Héðinn Unnsteinsson Borgnes- ingur og verkefnisstjóri Geðrækt- ar hélt framsögu og á eftir voru almennar umræður. Yfirskrift fundarins var ,,Býr hamingjan líka hér?“ en hug- myndin var að eitthvað jákvætt þyrfti að gerast hér því Borgnes- ingar hafa oft lent í mótbyr í at- vinnumálum og nú síðast fjölda- uppsögnum á fjölmennum vinnustað í bænum. Héðinn fjallaði um geðheilsu og fordóma og leiddi viðstadda á áhrifaríkan hátt í gegnum eigin sjúkdómssögu, en hann hefur ekki áður gert það opinberlega á heimaslóðum. Héðinn kom ennfremur inn á viðhorf fólks, gildi jákvæðisins, forsendur hamingjunnar, vænt- ingar, bjartsýni, sjálfstraust og gildi sjálfstyrkingar. Þrátt fyrir alvöru umfjöllunarefnisins kitlaði framsaga Héðins hláturtaugar margra og vakti fólk til umhugs- unar um að takast á við breyt- ingar. Almennar umræður voru eftir framsöguna og nokkrir heima- menn tjáðu sig um ólík viðfangs- efni allt frá atvinnumálum til hjálpsemi í andlegu tilliti. Morgunblaðið/Guðrún Vala Kristján Rafn Sigurðsson, félagi í Rótarý, Héðinn Unnsteinsson og Gísli Halldórsson, formaður Rótarýklúbbs Borgarness. Húsfyllir á heilsu- og mannrækt- arfundi Borgarnes NÝTT kaffi og gistihús hefur verið opnað við Breiðdalsvík. Húsið stendur við þjóðveginn á milli Breiðdalsvíkur og Stöðv- arfjarðar, utan við bæinn Þver- hamar. Staðurinn hefur hlotið nafnið Kaffihúsið Margrét og eru það hjónin Margret Muller- Pupkes og Horst Muller frá Þýskalandi sem eru eigendur þess. Þau hjón komu til Íslands fyrir tæpum tveimur árum og heilluðust af landinu en þó sér í lagi af Austfjörðum og ákváðu að reisa húsið á þessum stað. Í húsinu eru þrjú tveggja manna og eitt eins manns herbergi. Húsið er allt hið vandaðasta, bjálkahús með risi, þar sem gistiaðstaðan er. Morgunblaðið/Albert Kemp Eigendur kaffihússins, Margret Muller-Pupkes og Horst Muller. Nýtt kaffi– og gistihús opnað Breiðdalsvík Á FUNDI fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Vestmannaeyjum um helgina var samþykkt sam- hljóða tillaga um að fela sérstakri uppstillingarnefnd að gera tillög- ur um fullskipaðan framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Nefndin á að leggja tillögu sína fyrir fulltrúa- ráðsfund sem haldinn verður eigi síðar en 15. mars nk. Á fundinum var einnig sam- þykkt tillaga um 5 manna uppstill- ingarnefnd sem í eiga sæti Magn- ús Jónasson, Arnar Sigurmundsson, Guðbjörg Matth- íasdóttir, Þorsteinn Sverrisson og Andrea Atladóttir. Skiptar skoðanir komu fram á fundinum um hvort stilla ætti upp eða efna til prófkjörs en tillaga um uppstillingu var samþykkt án mótatkvæða á fundinum. Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri, hefur tilkynnt að hann muni ekki sitja áfram sem bæj- arstjóri að þessu kjörtímabili loknu en líklegt þykir að hann muni sækjast eftir að sitja áfram sem bæjarfulltrúi og jafnvel leiða lista sjálfstæðismanna í Eyjum. Uppstilling hjá sjálfstæð- ismönnum Vestmannaeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.