Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Audi A4 Quattro 4x4 Turbo 1800 5 gíra, nýskráður 14.09.2001. Leðurinnrétting, álfelgur, topplúga, ekinn 3.900 km. Ásett verð 3.950.000. Nánari upplýsingar Bílaþing. Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is „ÞAÐ er ekkert annað en krafta- verk að hann skuli vera á lífi. Væri hann ekki svona vel á sig kominn líkamlega vegna mikillar reynslu af fjallgöngu og klifri hefði getað farið verr,“ sagði Anna Dóra Her- mannsdóttir við Morgunblaðið í gær, móðir Jökuls Bergmann, þekkts fjallgöngumanns, sem lenti í snjóflóði í Skíðadal, sem gengur inn af Svarfaðardal, upp úr hádegi á sunnudag. Er rætt var við Önnu Dóru var hún stödd við sjúkrabeð Jökuls á gjörgæsludeild Landspít- alans í Fossvogi, en þangað var hann fluttur mikið slasaður með sjúkraflugi frá Akureyri á sunnu- dagskvöld. Að sögn Önnu Dóru er sonur hennar hálsbrotinn, viðbeins- brotinn og mikið skorinn og marinn víða um líkamann. Læknir á gjör- gæsludeild, sem blaðið ræddi við, sagði að Jökull væri á góðum bata- vegi en síðdegis í gær var hann fluttur á bæklunardeildina í Foss- vogi. Jökull var ásamt tveimur fé- lögum sínum frá Akureyri á leið upp fjallið Stól í vestanverðum dalnum til að kanna aðstæður til klifurs í klettabeltinu. Þetta var um miðja vegu milli bæjanna Dælis og Ytri-Másstaða, ofan við eyðibýlið Syðri-Másstaði. Veður á svæðinu var ágætt, lágskýjað og engin úr- koma. Eftir um tveggja stunda göngu upp fjallið, er þeir voru komnir upp undir klettana í um 700 metra hæð, féll snjófleki skyndilega undan Jökli, sem gekk fremstur þeirra félaga. Án þess að geta nokkuð við ráðið barst hann með snjónum um 200 metra leið niður bratta og grýtta hlíðina þar til hann stöðvaðist og stóð þá sjálfur upp úr flóðinu. Félagarnir sáu allan tímann til hans niður fjallið og komu hon- um strax til hjálpar. Á meðan annar hlúði að honum fór hinn niður að Ytri-Másstöðum til að kalla eftir hjálp. Fyrst var sendur sjúkrabíll með lækni á vettvang og síðan tveir bílar ásamt mannafla frá Björgun- arsveitinni á Dalvík. Liðsmenn í sveitinni aðstoðuðu við að flytja Jökul niður hlíðina og koma honum í sjúkrabíl. Gengu þessar aðgerðir fljótt og vel fyrir sig. Ekið var með Jökul á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri en þar sem meiðslin þóttu það alvarleg var ákveðið að flytja hann til Reykjavíkur með sjúkra- flugi um kvöldið. Snjóflekinn virðist hafa losnað skyndilega Sá félagi Jökuls er fór niður að Ytri-Másstöðum sagði við Morgun- blaðið að þetta hefði í raun ekki verið snjóflóð samkvæmt formlegri skilgreiningu heldur miklu frekar spýja sem hefði fallið undan Jökli. Hann sagði lítinn sem engan snjó hafa að öðru leyti verið í fjallshlíð- inni. Svo virtist sem snjóflekinn hefði losnað skyndilega og fallið niður af nokkrum krafti. Jökull, sem er 25 ára, hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu af því að klífa fjöll og tinda. Hann var t.d. fyrsti Íslendingurinn sl. vor til að renna sér á skíðum niður af há- tindi Mont Blanc, en á hæsta fjall Evrópu fór hann ásamt félaga sín- um sem síðan gekk niður. Hann var búsettur í Frakklandi um nokkurra ára skeið til að stunda fjallaklifur og réðst þá m.a. til atlögu við Matt- erhorn í Sviss, fyrstur Íslendinga. Auk klifurs á Íslandi hefur hann einnig klifið tinda á Grænlandi og haft atvinnu af því að vera fjalla- leiðsögumaður. Þess má einnig geta að Jökull var að klífa á heimaslóð um helgina þar sem hann er frá bænum Klængshóli í Skíðadal og dvelur þar hjá fjöl- skyldu sinni hluta úr ári til að stunda áhugamálið í fjöllunum í kring. Móðir Jökuls og félagar hans vildu að lokum koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitar- og sjúkraflutningsmanna á Dalvík fyr- ir vel unnin störf á sunnudaginn. Reyndur fjallgöngumaður barst 200 metra niður með snjófleka í Skíðadal á sunnudag og slasaðist alvarlega „Kraftaverk að hann skuli vera á lífi“ Jökull Bergmann er mjög reyndur fjallgöngumaður.                           !"##$%  & #' ( *  +%        MIKIL mildi var að ekki fór verr þegar jeppabifreið var við það að fara út af veg- inum neðarlega á Öxnadalsheiðinni skömmu eftir hádegi sl. laugardag og stöðv- aðist á umferðarskilti áður en hún féll niður snarbratta hlíð. Sigríð- ur Ingvarsdóttir, þing- maður Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi vestra, sem ók bifreiðinni, slapp ómeidd en hún segir mikla guðs mildi að ekki fór verr. Flug- hált var á heiðinni þegar slysið varð og átelur Sigríður Vegagerð- ina harðlega, en í upplýsingum á Textavarpinu hafði fyrr um daginn verið skýrt frá því að heiðin yrði sandborin og því fær eftir hádegið. „Ég var að koma frá Akureyri yfir Öxnadalsheiðina og ætlaði að fara á fund á Siglufirði,“ sagði Sig- ríður í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hafði hringt á Siglufjörð og fengið þær upplýsingar að mjög hvasst og hált hefði verið á þessum slóðum um nóttina og morguninn. Þegar hins vegar upplýsingar komu fram á Texta- varpinu frá Vega- gerðinni um að heiðin yrði sandborin um hádegið ákvað ég að bíða við og fara síðan yfir á eftir. Þegar til kastanna kom var enginn sandur á veg- inum, heldur renn- andi svell nánast alla leið svo maður komst ekki nema fetið.“ „Fékk rosalegan hnykk á bílinn“ Að sögn Sigríðar keyrði hún löturhægt eftir heiðinni á vel búinni jeppabifreið sinni, sem er með negldum hjólbörðum. Hún segist þekkja vel allar aðstæður á heiðinni, en hálkan hafi verið of mikil við komuna niður af heiðinni í hörðum vindhviðum og því hafi hún misst stjórnina og bifreiðin farið út af veginum. „Ég fékk rosalegan hnykk á bíl- inn og hann lenti allt í einu þvers- um á götunni. Þetta er þekkt á þessu svæði og í þeirri átt sem var ríkjandi. Ég rétt náði að koma bílnum inn á götuna aftur en þá snerist hann yfir á hinn vegarhelm- inginn og var á leiðinni út af þegar hann stöðvaðist fyrir einhverja mildi á umferðarmerki, litlum staur sem gaf til kynna að beygja væri á næsta leiti,“ segir Sigríður ennfremur. Hún segist ekki hafa áttað sig strax á þeirri hættu sem hún var í, enda hafi verið of hvasst til þess að hægt væri að opna bíldyrnar. Því hafi hún ekið niður að Norðurá, þar sem veður var betra, og þá fyrst farið út og kannað skemmdir á ökumannshlið bifreiðarinnar, en þær eru nokkrar. „Þá kom auðvit- að sjokkið þegar ég áttaði mig á því hversu litlu munaði að ég færi með bílnum niður snarbratta fjalls- hlíðina,“ segir hún. Fór samviskusamlega eftir upplýsingum Vegagerðar Sigríður kveðst fyrst og fremst vera óhress með að Vegagerðin setji upplýsingar inn á síður um veður og færð á Textavarpinu sem ekki standist. „Þetta er mikið not- að og ég fór samviskusamlega eftir þessum upplýsingum, beið með að leggja af stað þar til sandur hefði verið borinn á heiðina. Ég hefði aldrei lagt af stað ef ekki hefðu verið þessar upplýsingar á Texta- varpinu,“ segir hún. Umferðarskiltið stöðvaði bifreiðina á vegarbrúninni Sigríður Ingvarsdóttir Sigríður Ingvarsdóttir alþingismaður lenti í lífsháska í glerhálku á Öxnadalsheiði á laugardaginn KARLMAÐUR um fertugt var á föstudag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun, sem átti sér stað í Reykjavík í fyrrasumar. Maðurinn knúði drukkinn að dyr- um hjá konu að morgni til í júnílok. Vegna fyrri ofbeldisreynslu af manninum þorði konan ekki öðru en hleypa honum inn þar sem hann var all-æstur. Eftir að hafa unnið spjöll á húsmunum og gengið í skrokk á konunni reyndi hann að þröngva henni til kynmaka með ofbeldi. Fyrst til holdlegs samræðis en þeg- ar ákærða reis ekki hold, til munn- maka. Síðar þröngvaði hann kon- unni til samfara í svefnherbergi íbúðar hennar með ofbeldi og hótun um ofbeldi. Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að borga kon- unni 920 þúsund krónur í skaðabæt- ur ásamt dráttarvöxtum frá júnílok- um og allan sakarkostnað, þar með talin 250 þúsund króna málsvarn- arlaun verjanda síns og 200 þúsund króna laun réttargæslumanns kon- unnar. Dóminum þótti frásögn konunnar um atburðina trúverðug og taldi að byggt yrði á frásögn hennar. Var talið sannað að ákærði hefði beitt hana ofbeldi með þeim hætti sem hún lýsti og hann hefði haft uppi of- beldishótun og þröngvað henni með því til samræðis. Dómur héraðsdóms var fjölskip- aður í málinu og kveðinn upp af Pétri Guðgeirssyni dómsformanni, Friðgeiri Björnssyni dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur og Skúla J. Pálmasyni héraðsdómara. Sigríð- ur Friðjónsdóttir saksóknari sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara. Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyr- ir nauðgun LYFIÐ MAGNYL, 150 milli- gramma, svokallað „Barnamagn- yl“, hefur ekki verið fáanlegt í lyfjaverslunum á höfuðborgar- svæðinu undanfarna daga og er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem lyfið er uppselt. Íslenska lyfjafyrirtækið Delta hf. fram- leiðir lyfið. Harpa Leifsdóttir deildarstjóri markaðsdeildar Delta segir að lyfið muni koma í verslanir aftur fljótlega, jafnvel í dag. „Ástæðan fyrir því að lyfið hef- ur ekki verið fáanlegt er sú að tafir hafa orðið í framleiðslunni,“ segir Harpa. „Hráefnabirgirinn gat ekki afgreitt okkur með hrá- efni fyrir framleiðsluna. En framleiðsluferlið er flókið og ef eitthvað kemur uppá þá hefur það mikil áhrif.“ Barnamagnyl er notað sem fyrirbyggjandi lyf vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Harpa segir að þegar lyfið fáist ekki geti þeir sem það nota tekið hluta úr 500 mg magnyltöflum í staðinn. „Fólk getur brotið niður sterkari töflurnar og notað í neyð.“ „Barnamagnyl“ uppselt í tvígang á stuttum tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.