Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 54

Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd í LÚXUS kl. 6 og 10. B.i. 12 ára „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Ævintýrið lifnar viði i li i Sýnd kl. 10.30. B.I.16 ára.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com l i i . Magnaður og blóðugur þriller frá Hughes-bræðr- um sem fór beint á toppinn í USA Þegar London var heltekin hræðslu þurfti leynilögreglu- mann sem var á undan sinni samtíð til að leysa dularfyllsta morðmál allra tíma.  Kvikmyndir.com Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum „There´s Something About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gamanmynd allra tíma UM þessar mundir er hálf öld liðin síðan Marlon Brando markaði sín fyrstu spor í kvikmyndasöguna. Það var á jólum 1951, er hann kom, sá og sigraði í kvikmyndagerð Elia Kazan á Sporvagninum Girnd – A Streetcar Named Desire. Árið áður hafði hinn 26 ára leikari reyndar háð frumraun sína á tjaldinu, í stríðsmyndinni The Men, eftir Fred Zinneman, en hún vakti litla athygli þrátt fyrir rómaða frammistöðu Brandos. Á eyrinni hleypti hinsvegar af stað stórbrotnum, en mishæðóttum ferli. Var fyrsta grundvallarhlutverkið á sigurferli manns sem er einn af ris- um kvikmyndasögunnar. Yngstu bíógestir samtímans, sem hafa ekki barið manninn augum í öðru en draslinu sem hann hefur gert sig ánægðan með uppá síðkastið, rennir ekki grun til stöðu hans í sögunni. Þar sem hann situr keikur við hliðina á helstu snillingunum í bandarískri leikarastétt, einsog Jack Nicholson, Paul Newman, Humphrey Bogart, Spencer Tracy, James Cagney, Dustin Hoffman, Robert De Niro, auk örfárra annarra. Fáir ef nokkrir eru virtari en hann og enginn hefur haft viðlíka áhrif á leik og leikara- stéttina á síðari áratug 20. aldarinn- ar og Brando. Hann var virkur túlk- andi í anda Stanislavsky, einn af frumkvöðlum leikstíls hans, skil- greindur „method acting“ á enskri tungu og varð, fyrir tilstilli Brandos, byltingarkennd fyrir fjölda sam- ferðamanna hans og þær kynslóðir leikara sem á eftir hafa komið. Brando hefur frá fyrstu tíð farið óragur sínar eigin leiðir og jafnan átt í úti- stöðum við kerfið. Verið hvergi smeykur við að láta óbeit sína í ljósi á iðnaðarstefnu Hollywood, ekki síst stjörnukerfið og -dýrkunina. Þessi litríka persóna hefur í marg- gang hætt ferli sínum í kvikmynda- borginni fyrir pólitískar skoðanir. Þá hefur hann einnig verið tilbúinn að taka að sér nánast hvaða vesaldar- hlutverk sem er, ef rétti verðmiðinn hefur hangið á því. Hann er einn af ráðgátum kvikmyndanna, hefur jafnan kært sig kollóttan um skoð- anir annarra. Þrátt fyrir allt, eigum við ekki eftir að sjá neinn fara í fötin hans. Efnilegur uppreisnarseggur Brando fæddist í Omaha í Nebr- aska 1924. Fljótt bar á uppreisnar- eðlinu, því á táningsárunum var Brando vikið úr herskólanámi fyrir óhlýðni og agaleysi. Fyrsta launaða starfið sem hann tók að sér var að grafa skurði. Metnaðarleysi piltsins fór svo fyrir brjóstið á föður hans að hann bauðst til að kosta Brando til hvaða náms sem væri, ef hann rifi sig uppúr moldargreftrinum. Brando ákvað að leggja út á leiklistarbraut- ina, hafði kynnst henni lítillega þar sem móðir hans var stjórnandi leik- húss í heimaborginni. Brando tók pjönkur sínar og hélt í austurátt, til New York, háborgar leikhússlífsins í Vesturheimi. Settist við nám í fræðum Stanislavsky, hjá hinum sögufræga leiklistarkennara, Stellu Adler. Síðar hvarf hann til Lees Strasberg. Þau tvö voru virt- ustu kennararnir í borginni og skól- uðu nánast alla þá sem eitthvað áttu eftir að láta kveða að sér á ofanverðri síðustu öld. Eftir að hafa háð frum- raun sína í Bobino (’43), komst Brando á langþráðir fjalir Broadwayleikhúsanna ári síðar, í I Remember Mama. Fyrir frammi- stöðu hans í Truckling Café (’46) var hinn liðlega tvítugi Brando kjörinn „efnilegasti leikarinn á Broadway“. Hlutverkið sem olli straumhvörfum í lífi leik- arans Brando var Stanley Kowalski í uppsetningu Elias Kazan á A Streetcar Named Desire – Spor- vagninn Girnd (’47). Var þunga- miðjan í mögn- uðu verki Tenn- essee Williams, gæddi hinn rustalega Kowalski smitandi kyn- þokka, tilfinningahita og heiðarleika. Hollywood var ekki sein á sér að renna á blóðlyktina, þarna var ný stjarna í uppsiglingu, enginn vafi á að hinn stórglæsilegi afburðaleikara hafði allt til að bera sem til þurfti að slá í gegn á tjaldinu. Að hætti húss- ins hunsaði Brando alla útsendara kvikmyndaiðnaðarins, sagðist vera andstjarna, sem var í sjálfu sér ekk- ert annað en nýtt stjörnuafbrigði; viðbrögðin færðu honum jafnvel meiri frægð en nokkurt topphlut- verk. Allt fjaðrafokið gerði það eitt að verkum að Hollywood þráði hann meira en nokkru sinni fyrr og það óhjákvæmilega gerðist 1950, þegar Brando samþykkti að taka þátt í óháðri kvikmyndagerð á vegum framleiðandans Stanley Kramer. Viðfangsefnið var hlutverk her- manns sem var lamaður frá mitti og niður, í myndinni The Men, undir stjórn Freds Zinneman. Samkvæm- ur leikreglum Stanislavskys, dvaldi leikarinn í mánuð á hersjúkrahúsi fyrir lamaða stríðsmenn, til að búa sig sem best undir hlutverkið og gagnrýnendur héldu ekki höfði af ánægju. Hinsvegar brugðust áhorf- endur gjörsamlega, enda aldrei verið ginnkeyptir fyrir sársaukafullum harmsögum. Fastagestur í boði Óskars frænda Allt fór á sama veg er Kaazan til- kynnti að Brando hygðist endurtaka hlutverk sitt í kvikmyndagerð Spor- vagnsins. Myndin var einstök sigur- ganga á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hálfri öld; var kjörin besta myndin og allir meðleikarar hans hlutu hin eftirsóttu verðlaun, þau Vivian Leigh, Karl Malden og Kim Hunter, ásamt Kazan. Brando var tilnefndur en hví hann var sniðgeng- inn er eitt af stóru undrum Akadem- íunnar til þessa dags. Leiðir þeirra Kazans lágu aftur saman við gerð hinnar vel heppnuðu Viva Zapata (’52), þar sem Brando var aftur tilnefndur fyrir frammi- stöðuna í titilhlutverki uppreisnar- foringjans. Eftir að hafa yfirgefið kvikmyndagerð hinnar frönsku La Rouge et le Noir, eftir ósætti við leikstjórann, Claude Autant-Lara, tók Brando að sér hlutverk Mark- úsar Antoníusar í Julius Ceasar (’53). Túlkun hans var vægast sagt umdeild, hann umlaði textann sem aldrei fyrr, en var engu að síður til- nefndur til Óskars fyrir þriðja hlut- verkið í röð. 1954 kúventi leikarinn og tók að sér aðalhlutverk uppreisnargjarns leiðtoga mótorhjólatöffara í The Wild One, þar sem mótleikari hans var Lee Marvin. Auglýsingaplakatið er eitt það frægasta í sögunni. Sama ár átti hann eina sína bestu stund frammi fyrir tökuvélunum, sem út- brunninn hnefaleikari og hafnar- verkamaður í Á eyrinni – On the Waterfront. Að þessu sinni færði samstarf þeirra Kazans, leikaranum Óskarsverðlaunin. Í kjölfarið fylgdi Desiree (’54), fyrstu vonbrigðin á ferlinum. Brando hlaut góða dóma fyrir túlkun sína á Napóleon, en myndin í heild og aðsóknin, olli von- brigðum. Í Guys and Dolls (’55) sýndi Brando fjölhæfni sína, þar sem hann söng og dansaði af miklum móð á móti stjörnum á borð við Frank Sin- atra, í vel heppnaðri kvikmyndagerð söngleiksins. Teahouse of the Aug- ust Moon (’56), önnur kvikmynda- gerð Broadwaysmells, fylgdi fast á eftir, áður en hann hóf leik í Sayon- ara (’57), sem færði leikaranum enn eina Óskarsverðlaunatilnefninguna. Skellir sjöunda áratugarins Einn aðalkeppinautur Brandos á þessum árum, og merkur liðsmaður Stanislavskyskólans, Montgomery Clift, lék á móti honum í seinna- stríðsmyndinni The Young Lions (’58). Þetta var í eina skiptið sem þessir stórleikarar léku saman og myndin hefði mátt marka dýpri spor hvað útkomuna snerti, þó myndin fengi ágæta dóma og enn betri að- sókn. Næsta verkefni, The Fugitive Kind (‘60), varð hinsvegar fyrsti, al- varlegi skellurinn á ferlinum og að fenginni þeirri slæmu reynslu setti Brando á stofn eigið framleiðslufyr- irtæki til að standa að næsta stór- virki, vestranum One Eyed Jacks (’61). Því fór fjarri að hún kæmist andskotalaust á koppinn, heldur varð einn dýrasti höfuðverkur kvik- myndasögunnar. Eftir að Kubrick og Peckinpah gáfust upp við að leik- stýra aðalleikaranum/framleiðand- anum, settist Brando sjálfur í leik- stjórastólinn. Þegar þessi sérviskulegu vestri var loks sýndur, voru viðtökurnar ásættanlegar en myndin orðin það dýr að hún mun seint sýna hagnað. Ári síðar gekk endurgerð The Mutiny on the Bounty – Uppreisnin á Bounty, í gegnum hliðstæðar fæðingarhríðar. Linnulausar kröfur Brandos plög- uðu kvikmyndagerðina, menn komu og fóru, allir dönsuðu í kringum höfðingjann. Það kostaði MGM 19 milljónir dollara, sem var fáheyrð summa á þessum tíma, að púsla myndinni saman. Þegar hún brást hvað aðsóknina snerti, seig frægð- arsól stjörnunnar hratt niður á stjörnuhimninum. Tveir risavaxnir aðsóknarskellir í röð var meira en jafnvel sjálfur Brando gat staðið óbeygður undir. MARLON BRANDO I. Brando vakti fyrst veruleg a athygli í A Street- car Named D esire, árið 195 1. Marlon Brando; alblóðugur hafnarverkamaður í ÁEyrinni ásamt Karl Malden og Evu Marie Saint. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Brando sem ofurtöffarinn Johnny Strabler í myndinni The Wild One. SPORVAGNINN GIRND – A STREETCAR NAMED DESIRE (1951)  Elia Kazan flytur kynngimagnaða Broad- way-uppsetningu sína á öndvegisverki Tennessee Williams yfir á tjaldið, með sögulegum árangri. Viv- ian Leigh og Brando fara með hlutverk sem skráð er með feitu letri í leikhús- og kvikmyndasögunni; Blanche DuBois og Stanley Kowalski. Leigh er ógleymanlega brothætt sem hin fallna Suð- urríkjamær sem tapar endanlega áttum í lélegum húsakynnum systur sinnar (Hunter) og mágs (Kow- alski) niður í New Orleans. Hunter og Malden eru nánast óaðfinnanleg, sá síðarnefndi í hlutverki von- biðils Leigh, en yfir öllum gnæfir Brando í hlutverki hins pólskættaða rustamennis. Það geislar af honum krafturinn í einum magnaðasta leik kvikmyndasög- unnar. Á EYRINNI – ON THE WATERFRONT (1954)  Ekki aðeins ein besta mynd sjötta áratug- arins heldur allra tíma, í sínum svart/hvíta stórfeng- leik. Brando leikur uppgjafa boxara sem fyrir orð stóra bróður (Rod Steiger) dregst inn í glæpastarf- semina á eyrinni í New York. Sættir sig ekki við að- ferðir þorparanna og snýst hugur fyrir orðastað stúlkunnar sinnar (Eva Marie Saint) og hverf- isklerksins (Karl Malden). Sögufrægur leikhópur vinnur glæsta sigra og það er mál flestra að hér vinni Brando sinn stærsta leiksigur fyrr og síðar. Kazan heldur vel utan um beitta ádeilu á eitt meginböl bandarísks þjóðlífs, skipulagða glæpastarfsemi. Myndin hefur elst með prýði, boðskapur hennar og ágæti er engu síðra í dag en fyrir hálfum fjórða ára- tug. Fékk Óskarinn sem besta mynd, fyrir handrit, töku og leik Brandos og Saints. VIVA ZAPATA (1952)  Mikilfengleg ævisaga mexíkóska uppreisn- armannsins Zapata (Marlon Brando), sem átti ríkan þátt í byltingunni gegn spilltum stjórnvöldum fyrir u.þ.b. öld. Þjóðhetjan var þó að lokum svikin af þeim sem síst skyldi. Fjallar engu síður um hugsjónir og óréttlæti en byltinguna, í kjarnmiklu handriti Johns Steinbeck. Anthony Quinn fékk Óskarsverðlaunin (fyrir aukahlutverk), en Brando varð að láta sér nægja enn eina af mörgum tilnefningum fyrir glæsi- lega túlkun á hinum hálfvillta byltingarmanni. Hlaut hinsvegar að launum verðlaun Bresku kvik- myndakademíunnar, Samtaka kvikmyndagagnrýn- enda New York og þá var hann kjörinn besti leikari ársins á Cannes.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.