Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 26

Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKIR embættismenn vildu ekkert segja um fregnir þess efnis að þarlendir leyniþjónustu- menn hefðu komið fyrir hlerunar- tækjum í nýrri flugvél forseta Kína, og hafa ýmsir bandarískir frétta- skýrendur látið í ljósi þá skoðun, að þetta mál muni ekki hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti Banda- ríkjamanna og Kínverja. Embættismenn í bandarísku leyniþjónustunni, CIA, Hvíta húsinu og utanríkisráðuneytinu báru allir fyrir sig vinnureglur er meina þeim að tjá sig um fréttir af njósnastarf- semi. „Varðandi ásakanir eins og þessar er það vinnuregla hjá okkur að segja ekkert,“ sagði Mike Tadie, talsmaður CIA. Bandaríska blaðið The Wash- ington Post og breska blaðið The Financial Times greindu fyrst frá hlerunartækjunum sl. laugardag, en samkvæmt fréttum var tækjunum komið fyrir í Boeing 767-þotu sem Kínverjar keyptu í júní 2000 og var innréttuð sérstaklega í San Antonio í Texas til að mæta þörfum Jiangs Zemins, forseta Kína. Fregnir herma að kínverskir leyniþjónustu- og flugmálafulltrúar hafi fundið fjölda hlerunartækja í vélinni í október, þegar verið var að reynslufljúga henni. Um hafi verið að ræða háþróuð tæki, og hafi þau fundist á stöðum eins og baðherbergi forsetans og höfðagaflinum á rúmi hans, að því er blöðin greindu frá. Kínverjar hafa ekki mótmælt Þrátt fyrir að Kínverjar hafi vitað af þessum hlerunartækjum í þrjá mánuði hafa þeir hingað til ekki sent Bandaríkjamönnum nein formleg mótmæli. Þetta bendir til þess, að þótt hlerunarmálið kunni að valda pirringi sé það ekki líklegt til að leiða til alvarlegra erfiðleika í samskiptum Bandaríkjamanna og Kínverja, að mati fréttaskýrenda. Embættismaður í utanríkisráðu- neytinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að reiknað væri með því að mörg ríki héldu uppi njósnum hvert um annað. Hann nefndi að Ísr- aelar, einhverjir nánustu banda- menn Bandaríkjamanna, hefðu njósnað um Bandaríkin. Bates Gill, sérfræðingur í Kína- rannsóknum við Brookings-hugveit- una í Washington, spáði því að hler- unarmálið, ef satt reyndist, myndi „ekki hafa nein langvarandi áhrif,“ einkum þar eð svo virðist sem hler- unarbúnaðurinn hafi fundist áður en Jiang forseti var farinn að nota flug- vélina. Gill sagði að svo virtist sem Kín- verjar hefðu ákveðið að mótmæla ekki, og það sýni hversu mjög í mun leiðtogum þeirra sé að halda stöð- ugleika í samskiptum við Banda- ríkjamenn. Jiang og aðrir leiðtogar telji að með þeim hætti geti þeir ein- beitt sér að mikilvægustu verkefn- unum, þ. á m. félagshagfræðilegum umbótum í Kína og uppstokkun með- al æðstu ráðamanna, sem væntan- lega verði gerð á þessu ári. „Það er hægt að ímynda sér hver viðbrögðin hefðu orðið hér [í Banda- ríkjunum] ef við hefðum uppgötvað að Kínverjar hefðu komið fyrir hler- unarbúnaði í forsetaflugvélinni,“ sagði Gill. En, „mikilvægustu sam- skiptin sem Kínverjar hafa eru við okkur, og þeir munu leggja mikið á sig til að tryggja að þau samskipti séu stöðug.“ Mánuður í leiðtogafund Um það bil mánuður er þangað til fyrirhugaður fundur Jiangs forseta og Georges W. Bush Bandaríkjafor- seta verður haldinn í Peking. Efna- hagsleg samskipti Kínverja og Bandaríkjanna aukast stöðugt, en Bandaríkjamenn kaupa um það bil 40% af útflutningsvörum Kínverja. Engu að síður hefur nokkrum sinn- um hlaupið snurða á þráðinn í sam- skiptum ríkjanna á undanförnum ár- um. Í desember sl. angraði Banda- ríkjastjórn kínverska ráðamenn með því að ákveða að snúa baki við sam- komulagi við Rússa frá 1972 um tak- mörkun eldflaugavarna. Kínverjar óttast að Bandaríkjamenn muni koma upp eldflaugavarnakerfi sem geti gert kjarnavopnabúr Kínverja, sem er tiltölulega lítið, einskis vert. Í apríl, eftir að kínversk orrustu- flugvél lenti í árekstri við bandaríska njósnaflugvél í eftirlitsferð úti fyrir strönd Kína, héldu kínversk yfirvöld áhöfn bandarísku vélarinnar í varð- haldi í 11 daga. Og árið 1999 vörpuðu bandarískar herflugvélar, er tóku þátt í herför gegn Júgóslavíu, sprengjum á kínverska sendiráðið í Belgrad fyrir mistök. Ofantalin atvik ollu því, að al- menningur í Kína lét í ljósi mikla reiði í garð Bandaríkjamanna. Gill segir, að kínverskir leiðtogar kunni að hafa viljað forðast enn eina slíka reiðiölduna í kjölfar hlerunarmálsins núna. Bandarískir embættismenn vilja ekkert segja um fregnir af hlerunarbúnaði í flugvél Kínaforseta Ekki talið skaða samskipti ríkjanna Washington. The Los Angeles Times. Reuters Ómerkt Boeing 767-300 farþegaþota eins og sú sem Kínverjar keyptu fyrir Jiang Zemin forseta. NÝ skoðanakönnun í Noregi sýn- ir, að nú er meirihluti norskra kjósenda hlynntur aðild að Evr- ópusambandinu. Stjórnmála- menn og kosningafræðingar telja þó allt of snemmt að slá ein- hverju föstu um afstöðu almenn- ings eða þróunina hvað þetta varðar á næstu misserum. Samkvæmt könnuninni eru nú 53% kjósenda meðmælt aðild en 47% á móti. Í mars í fyrra voru þessar sömu tölur með öfugum formerkjum og bara í síðasta mánuði voru andstæðingar aðild- ar í meirihluta að því er fram kemur í Aftenposten. Sigurd Grytten, leiðtogi norsku Evrópusamtakanna, var að sjálfsögðu ánægður með nið- urstöðuna og hann sagði, að ekki færi á milli mála, að átakalaus til- koma evrunnar og fyrirhuguð stækkun sambandsins í austur hefðu aukið stuðning við aðild. Undir það tók líka Sigbjørn Gjelsvik, formaður Nei-hreyfing- arinnar, en hann telur rétt að bíða fleiri kannana á næstu mán- uðum. Segir hann, að aukið að- hald í fjárlagagerð í ýmsum evrulöndum kunni að letja fólk en ekki hvetja til aðildar. Hinn dæmigerði stuðnings- maður Evrópusambandsaðildar í Noregi er maður með góðar tekjur og góða menntun, 45 ára eða eldri og búsettur á Óslóar- svæðinu en meðal kvenna er enn meirihluti gegn aðild, 44% gegn 42%. 14,5% þeirra, sem nú vilja aðild, sögðu nei 1994 og 8,4% þeirra, sem nú segja nei, sögðu já 1994. Afstaðan eftir flokkum er lík og áður. Afgerandi meirihluti í Verkamannaflokki og Hægri- flokki vill aðild og einnig í Fram- faraflokknum. Þriðji hver kjós- andi Sósíalíska vinstriflokksins vill aðild og næstum sama hlut- fall er í Kristilega þjóðarflokkn- um. Í Miðflokknum eru 11% hlynnt aðild. Afstaða sjávarút- vegsins að breytast Jan Petersen, utanríkisráð- herra Noregs úr Hægriflokkn- um, segir, að niðurstaða könnun- arinnar sé fagnaðarefni en ekki sé rétt að gera of mikið úr henni að svo komnu máli. Kosninga- fræðingurinn Bernt Aardal er sammála því en bendir um leið á, að ljóst sé að nei-ið 1994 hafi ekki verið nein endanleg afstaða. Þá sé líka athyglisvert, að skoðanir manna í sjávarútveginum hafi verið að breytast og þar verði nú vart aukins áhuga á ESB-aðild. Það geti leitt til klofnings innan Nei-hreyfingarinnar og skilið að sjómenn og bændur. Meirihluti í Noregi vill aðild að ESBAFLEIÐINGAR hruns bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron eru enn að koma í ljós, og stjórn- málamenn reyna að skera á öll tengsl sín við fyrirtækið. Þeirra á meðal eru tvær mest áberandi kon- urnar í bandarískum stjórnmálum, öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Rodham Clinton og Eliza- beth Dole, sem er í framboði til öld- ungadeildarinnar fyrir heimaríki sitt, Norður-Karólínu. Clinton tilkynnti fyrir sl. helgi að hún muni veita hátt í átta þúsund dollara, sem hún fékk í kosn- ingasjóð sinn frá Enron og fyrrver- andi endurskoðanda þess, fyr- irtækinu Andersen, í styrktarsjóð sem stofnaður hefur verið fyrir fyrrverandi starfsmenn Enron er sagt hefur verið upp störfum og hafa glatað öllu sparifé sínu vegna hruns hlutabréfa í fyrirtækinu. Skömmu áður hafði annar öld- ungadeildarþingmaður, Charles E. Schumer, tilkynnt að hann myndi gefa tæplega 69 þúsund dollara, sem hann hafði fengið frá Enron, í styrktarsjóðinn. Fleiri stjórn- málamenn, bæði úr Repúblik- anaflokknum og Demókrata- flokknum, hafa gefið svipaðar yfirlýsingar á undanförnum dög- um. Dole, sem vonast til að taka sæti Jesse Helms í öldungadeildinni, sagðist myndu leggja fram um 5.000 dollara í styrktarsjóðinn af þeim 20 þúsund dollurum er söfn- uðust á styrktarsamkomu fyrir hana í Houston. Fimm þúsund doll- ararnir komu frá Kenneth Lay, forstjóra Enron, og fjölskyldu hans. Andersen svarar Joseph Berardino, yfirfram- kvæmdastjóri endurskoðunarfyr- irtækisins Andersen, sem sætt hef- ur harðri gagnrýni fyrir endurskoðun á bókhaldi Enron, sagði í sjónvarpsviðtali um helgina að Enron hefði orðið gjaldþrota af viðskiptalegum ástæðum, ekki vegna lélegrar endurskoðunar. Þingrannsókn á hruni Enron verður fram haldið á fimmtudag- inn, og þá munu spjótin beinast að endurskoðunarvinnu Andersens. Andersen samþykkti í mörg ár uppgjör Enron, þar sem tekjur fyr- irtækisins voru ýktar um hátt í sex hundruð milljónir dollara, og tap vanmetið upp á ríflega milljarð dollara. Ætla að losa sig við framlögin frá Enron Elizabeth Dole er í framboði til öldungadeildarinnar í haust. The Washington Post.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.