Morgunblaðið - 22.01.2002, Side 41
fyrir allt þetta liggja eftir þennan
fyrsta vinstrimeirihluta borgar-
stjórnar Reykjavíkur mikilvæg verk
á nær öllum sviðum borgarlífsins og
það var ekki síst vegna forystuhæfi-
leika Sigurjóns og dugnaðar að það
tókst að leiða ólík öfl saman til far-
sælla lykta. Því miður tókst ekki að
halda þessu samstarfi áfram;
kvennalistinn kom til sögunnar og
andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
urðu fjórir en ekki þrír og þar með
varð allt enn flóknara en ella hefði
verið.
Það var ekki einfalt að velja efstu
menn á framboðslista Alþýðubanda-
lagsins í borgarstjórnarkosningun-
um 1970. Guðmundur Vigfússon lét
af störfum eftir langa og farsæla for-
ystu. Í öðru lagi höfðu kosningarnar
1967 orðið Alþýðubandalaginu sér-
staklega erfiðar er það gekk í tvennu
lagi til alþingiskosninga; G-listi og I-
listi hétu þeir. Í þriðja lagi lá fyrir að
Samtök frjálslyndra myndu bjóða
fram sérstakan lista. Það varð svo
niðurstaða þeirra er réðu ferðinni í
Alþýðubandalaginu í Reykjvík, sem
ég hygg að hafi verið Guðmundur
Hjartarson og Kjartan Ólafsson auk
þingmannsins Magnúsar Kjartans-
sonar, að leggja til að þau Sigurjón
Pétursson og Adda Bára Sigfúsdóttir
leiddu listann. Adda Bára hafði
reynslu og þekkingu af borgarmál-
um. Sigurjón var nýr; hafði ekki
komið nálægt borgarmálum áður.
Var hins vegar þekktur úr flokknum
fyrir störf sín í Iðnnemasambandinu
og Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Það
þótti djarft að tefla fram nýjum ekki
mjög reyndum manni í fremstu for-
ystu, fyrsta sætið, en reynslan svar-
aði öllum spurningum þeim í vil er
valinu réðu í upphafi. Þá var ekki
byrjað á því að búa til vettvang fyrir
þá sem gráðugastir voru í titlana
sjálfir, það er svo kölluð prófkjör; þá
var stuðst við eitthvað sem kalla
mætti heildarsjónarmið og sú niður-
staða varð farsæl að ekki sé meira
sagt.
Ég sé hann enn fyrir mér þennan
unga mann sem birtist beint úr
smíðaverkunum veturinn 1970 til
verka; á peysu og allt að því með
hamarinn og sögina með sér. Svo
vildi til að undirritaður hafði sinnt
borgarmálum um skeið sem vara-
borgarfulltrúi er þetta var. Það kom
því í minn hlut að vinna mikið með
Sigurjóni til að byrja með og það var
einkar ánægjulegt en síðan tók hann
auðvitað alla forystu þar ásamt Öddu
Báru. Ég hef ekki hugmynd um hvað
ég hef um ævina skrifað mörg viðtöl
við Sigurjón Pétursson; kannski 100.
Pólitískar skoðanir okkar lágu ná-
kvæmlega saman allt til þess loka-
dags er Alþýðubandalagið hætti að
vera til sem sjálfstætt framboðsafl.
Við nálguðumst hlutina hins vegar á
mismunandi hátt alla tíð; hann var
praktískari og jarðbundnari en ég,
hann var fjær því að verða popúlisti
en ég framan af. Við þróuðumst svo
nær hvor öðrum og hann var allt
fram undir það síðasta einn minn
besti og traustasti stuðningsmaður.
Ég minnist þess alltaf svo lengi sem
eitthvað er eftir á milli eyrnanna á
mér hvernig hann beitti sér með mér
þegar þeir sem síst skyldi renndu í
hrygginn á mér vorið 1987. Við Sig-
urjón vorum báðir samfylkingar-
menn í gamalli merkingu þess orðs
og unnum samkvæmt því þegar síð-
ast spurðist til okkar á pólitískum
vettvangi. Um skeið hefur hins vegar
fátt til okkar spurst af þeim slóðum
eins og kunnugt er.
Sigurjón Pétursson vann sinn
stærsta kosningasigur á mælikvarða
kosningatalnanna vorið 1978 eins og
áður segir. Þó hygg ég að honum hafi
þótt sérstaklega vænt um kosninga-
úrslitin 1990 þegar Alþýðubandalag-
ið náði þó bara einum manni; þá tókst
ekki að ganga frá okkur, það lifði
áfram í glóðinni og sú glóð náði að
bera okkur inn í Reykjavíkurlistann
fjórum árum síðar. Þá ákvörðun
studdi Sigurjón heilshugar um leið
og hann kvaddi hinn pólitíska vett-
vang vorið 1994.
Það voru hræðilegar fréttirnar
sem komu að heiman þennan dag
sem Sigurjón fórst; þrír einstakling-
ar féllu í bílslysum sama sólarhring-
inn. Þær fórnir eru ægilegar fyrir
fjölskyldurnar og fyrir litla þjóð.
Hugur minn var með Raggí sem ég
heyrði í samdægurs þegar voðinn
kvaddi dyra; henni sendi ég samúð-
arkveðjur með þessum línum og
þakkir fyrir þolinmæðina, vináttuna
og þátttökuna í samstarfi um ára-
tugaskeið. Sonum þeirrra Sigurjóns,
börnum þeirra og fjölskyldum flyt ég
líka með þessum línum samúðar-
kveðjur.
Það var ungur maður og glaðbeitt-
ur sem gekk til verka vorið 1970, fyr-
ir 32 árum, í peysu brúnni með bekk,
rétt kominn frá hamri og sög, með
leðurtösku þunna undir hendinni.
Hann öðlaðist strax virðingu sam-
starfsmanna sinna og síðar einnig
andstæðinga. Maðurinn var réttsýnn
og uppréttur og horfði beint framan í
viðmælanda sinn. Maður sem gekk
beint í verkin og sagði hiklaust kost
og löst á mönnum og málefnum.
Þannig ætla ég alltaf að muna vin
minn og samverkamann í nærri þrjá-
tíu ár, Sigurjón Pétursson.
Svavar Gestsson.
„Á snöggu augabragði“ hefur Sig-
urjón Pétursson verið kallaður burt
úr blóma lífsins. Sigurjóni kynntist
ég þegar ég steig mín fyrstu pólitísku
skref og fannst hann þá og ætíð síðan
óvenjusnjall og öflugur málsvari
vinstra fólks í landinu. Enda var
hann það. Það sáu allir, ekki síst póli-
tískir andstæðingar hans, sem oft
sveið undan beittum málflutningi.
Skýr í allri framsetningu, talnaglögg-
ur með afbrigðum, sem svo sannar-
lega kom sér vel í borgarstjórn og
borgarráði og sá alltaf þegar í stað
aðalatriði hvers máls. Hann var
hreinskiptinn með afbrigðum og vildi
hafa línur klárar og skýrar, engin
hrossakaup. Loðnar og óskýrar af-
greiðslur mála voru honum ekki að
skapi. Tillögur hans og bókanir í
nefndum og ráðum borgarinnar bera
þessu gott vitni. Glaðst var yfir sigr-
um og ekki dvalið lengi við ósigra.
Ekki var hún lítil gleðin þegar Al-
þýðubandalagið fékk fimm borgar-
fulltrúa af fimmtán í kosningunum
1978 þannig að hægt var að mynda
meirihluta með Alþýðuflokki og
Framsóknarflokki. Og þá varð Sig-
urjón forseti borgarstjórnar. Því
starfi sinnti hann með glæsibrag. Og
auðvitað fékk það samt á hann eins
og okkur öll, þegar meirihlutinn tap-
aðist 1982. En við það var ekki dval-
ist. Baráttunni skyldi haldið áfram.
Allir þessu góðu eiginleikar Sigur-
jóns áunnu honum traust og virðingu
innan okkar hreyfingar og ekki síður
meðal andstæðinganna. Þar eignað-
ist hann góða vini, þrátt fyrir ólíkar
skoðanir í grundvallaratriðum, vini
sem nú, eins og ég, syrgja góðan
dreng.
„Nú veit ég hvernig hann fer að
þessu,“ sagði félagi minn eitt sinn
þegar við sátum saman sem fundar-
stjórar á fundi um borgarmál og Sig-
urjón fór á kostum í ræðustól. Sessu-
nautur minn hafði séð á punktana
sem lágu á ræðupúltinu. Þar var eng-
in skrifuð ræða, varla nokkuð, en nóg
til að leiða ræðumanninn áfram þar
sem öll efnisatriði máls voru sett
fram skýrt og ákveðið og engu
gleymt.
Og Sigurjón kunni að gleðjast á
góðum stundum, var yfirleitt hrókur
alls fagnaðar á mannamótum og
tókst að bræða hjörtu hörðustu sjálf-
stæðismanna sem höfðu aldeilis ekki
ætlað sér að kunna neitt sérstaklega
vel við þennan „komma“. Einn slíkur
var faðir minn sem hafði mjög mikið
dálæti á Sigurjóni og þeim hjónum
báðum eftir að hafa kynnst honum í
stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis. Sigurjón kunni svo sannar-
lega að skemmta sér og öðrum, mikill
söngmaður og tilfinningamaður, sem
unni líka íslenskri náttúru í ríkum
mæli. Og hennar naut hann hvenær
sem færi gafst. Fjallaferðir á vel út-
búnum jeppa, með fjölskyldunni og í
hópi góðra vina, urðu ófáar.
Við fylgdumst að í borgarmálum í
Reykjavík í 20 ár. 1994 hætti Sigur-
jón eftir langan og farsælan feril og
niðurstöður kosninganna urðu slíkar
að nú var komið að mér að verða for-
seti borgarstjórnar í nýjum vinstri
meirihluta. Þá sem ætíð var hann
boðinn og búinn að veita góð ráð og
leiðbeiningar þegar eftir var leitað.
Þau góðu ráð hans skiptu mig miklu
máli. Frá upphafi samstarfs okkar
var alltaf hægt að leita til hans og
ekki er ólíklegt að ég hafi haft sam-
band við hann nánast daglega á aðal-
annatíma borgarstjórnar um árabil.
Hann hafði alltaf nógan tíma til að
gefa góð ráð og upplýsa.
Sigurjón var mikill gæfumaður í
einkalífi sínu. Hann hefur eflaust
verið jafnskýr og einbeittur þegar
hann valdi sér hana Raggý eins og í
öðrum verkum sínum. Þar hefur eng-
in tilviljun ráðið för. Enda sá hann
ekki sólina fyrir henni alla tíð, það fór
ekki fram hjá neinum sem til þekkti.
Þau voru miklir félagar og jafningj-
ar. Henni og sonunum þeim Brynjari
og Skildi og þeirra fjölskyldum eru
nú á þessari miklu sorgarstundu
sendar samúðarkveðjur héðan frá
Stokkhólmi. Þeirra missir er mikill,
og okkar allra.
Að leiðarlokum er lítið annað að
gera en að þakka fyrir sig og allt það
sem Sigurjón Pétursson gerði fyrir
hreyfinguna og þar með fólkið í land-
inu.
Blessuð sé minningin um Sigurjón
Pétursson.
Guðrún Ágústsdóttir.
Ég hitti Sigurjón Pétursson glað-
an og reifan fyrir fáeinum dögum.
Við vorum að kaupa í matinn og
versluðum í kaupfélaginu (Nettó)
rétt eins og í gamla daga á meðan
KRON var og hét. Samtal okkar var,
líkt og jafnan áður, á glaðlegu nót-
unum. Ég spurði út í starf hans hjá
sambandi sveitarfélaga og þar sem
ég áleit að hann hefði eitthvað með
samningamál við kennara að gera
gat ég ekki neitað mér um að skjóta á
hann: – Þú ert kominn hinum megin
við borðið. Kanntu nokkuð í því?
spurði ég og vísaði til þess að í eina
tíð var hann í forystuliði okkar tré-
smiða og lét að sér kveða.
Hann hló og staðhæfði að menn
gætu lært út allt lífið.
– Þú verður ellidauður þarna sagði
ég.
– Það veit maður aldrei svaraði
hann.
Og þannig er það. Maður veit aldr-
ei hvað morgundagurinn ber í skauti
sér og er mikið lán. Nokkrum dögum
seinna hverfur hann fyrir fullt og allt
og við eigum aldrei eftir að hlæja
saman meir. Fréttin um slysið sem
varð honum að bana var líkt og að fá
bylmingshögg á kviðinn, enda varð
ég að setjast á meðan það síaðist inni
vitundina að minn gamli félagi og vin-
ur væri látinn.
Fundum okkar bar fyrst saman í
Fylkingunni seint á 6. áratugnum.
Hann var þá nýlega orðinn formaður
Iðnnemasambandsins, en í þeim
samtökum leysti gjarnan einn
vinstrisinninn annan af hólmi á þeim
árum. Hann var nokkru eldri en ég,
þannig að við hittumst aldrei á vett-
vangi iðnnemahreyfingarinnar.
Skyndilega var honum kippt úr leik.
Hann hafði greinst með berkla og
lagðist inn á Vífilsstaðaspítala.
Berkla hafði ég lært að óttast sem
krakki og bjóst alveg eins við að Sig-
urjón kæmi ekki fyrr en seint og um
síðir til verka aftur, kannski aldrei.
Það fór sem betur fer á annan veg; og
ekki nóg með það: Ragna Brynjars-
dóttir, sem ég kannaðist við frá
Hafnarfjarðarárum mínum, vann á
spítalanum og var nú orðin honum
kærari en annað fólk. Áratugum síð-
ar er ég að grúska í gögnum Iðn-
nemasambandsins og sé þá að brott-
hvarf hans hefur slegið félaga og
samstarfsmenn í stjórninni út af lag-
inu, og þarf engan að undra.
Nokkrum árum síðar var leitað til
hans um að taka efsta sætið á fram-
boðslista Alþýðubandalagsins við
borgarstjórnarkosningar í Reykja-
vík, þegar Guðmundur Vigfússon dró
sig í hlé. Á þeim vettvangi átti hann
eftir að láta að sér kveða svo um
munaði og það var hann sem leiddi
lista flokksins þegar íhaldið missti
loks völdin í borginni eftir áratuga
setu. Ég var þá sjálfur farinn að
vinna að sveitarstjórnarmálum í öðru
sveitarfélagi og leitaði stundum í
smiðju hans um ráð. Þau fjögur ár
sem vinstrimenn réðu borginni að því
sinni voru enginn leikur fyrir Sigur-
jón og félaga vegna þess hversu erfitt
ástandið var í Alþýðuflokknum. Ég
er viss um að þá hefur hann þurft að
beita öllum sínu miklu eðliskostum til
hins ýtrasta, lagni, úthaldi og þolin-
mæði, að ekki sé nú talað um skarp-
skyggni og glaða lund. Úr fjarlægð
að sjá virtist stundum ekki ljóst
hvort Alþýðuflokkurinn væri heill í
samstarfi íhaldsandstæðinga. Enda
tapaðist borgin aftur að fjórum árum
liðnum. Sigurjón varð einn af öflug-
ustu og virtustu sveitarstjórnar-
mönnum landsins um margra ára
skeið.
Hann starfaði líka lengi á vett-
vangi byggingamanna, sem forystu-
maður í Trésmiðafélagi Reykjavíkur
og á vegum Verðskrár húsasmiða.
Við vorum ekki alltaf sammála um
þau efni en áttum samt sem áður
mikið saman að sælda á meðan ég var
á vettvangi Trésmiðafélags Akureyr-
ar. Meðal annars fórum við saman,
ásamt einum fulltrúa frá meisturum,
til Svíþjóðar að kynna okkur
verðskrármál. Þetta var óhemju lær-
dómsrík og skemmtileg ferð, enda
var Sigurjón fararstjóri og kunni svo
sannarlega að sjá til þess að við héld-
um okkur við efnið og vissi okkur hin-
um betur hvers átti að spyrja.
Ég ætla ekki að hafa þessi fátæk-
legu orð öllu fleiri en ljúka þeim á því
að nefna þá fjörugu daga sem við átt-
um saman í Trésmiðafélagi Reykja-
víkur. Ég vona að ég móðgi engan
þótt ég segi að félagið hafi þá átt ein-
stæðu forystuliði á að skipa í þríeyk-
inu Benedikt Davíðssyni, Jóni
Snorra Þorleifssyni og Sigurjóni.
Giska ég reyndar á að gagnrýnend-
um stjórnarinnar hafi stundum litist
illa á blikuna þegar mæta átti þeim
félögum á fundum og var þó ýmislegt
reynt. Sigurjón var leiftrandi mælsk-
ur og svo vel heima í öllu sem hann
fjallaði um að unun var á að hlýða. Og
síðast en ekki síst var hann síkátur,
mér er nær að halda að við höfum
nánast aldrei hist svo að við hann
legði ekki eitthvað fyndið til mál-
anna. Auk þess var hann fjölfróður,
kunni kynstrin af vísum og bráðgóð-
ur söngmaður. Það hefur auðgað líf
mitt að hafa átt hann að vini og fé-
laga.
Ég sendi Rögnu, afkomendum
þeirra og vandamönnum öllum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Helgi Guðmundsson.
Í dag kveðjum við með söknuði
góðan vin og samstarfsmann, Sigur-
jón Pétursson, deildarstjóra grunn-
skóladeildar Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Sigurjón réðst til starfa hjá Sam-
bandinu þegar ákveðið var að grunn-
skólinn flyttist alfarið yfir til sveitar-
félaganna. Þetta er langstærsta
verkefni sem flutt hefur verið frá ríki
til sveitarfélaga og hefur haft mikil
áhrif á starfsemi þeirra. Það var því
mikið lán fyrir Sambandið að fá Sig-
urjón Pétursson til starfa til að fylgja
eftir því vandasama verki.
Sigurjón hafði eftir áralanga setu í
borgarstjórn Reykjavíkur mikla
þekkingu á málefnum sveitarfélaga
og sú þekking og reynsla nýttist vel í
þessu viðamikla verkefni. Launa- og
kjaramál allra kennara, grunnskóla,
leikskóla og tónlistarskóla voru eitt
stærsta verkefnið, enda vitað að
samningsaðilar töldu þörf á að taka
þau mál til gaumgæfilegrar endur-
skoðunar. Sigurjón var með okkur í
samninganefndum vegna kjarasamn-
inga grunn- og tónlistarskólakenn-
ara. Það samningastarf stóð samfellt
í tvö ár. Eins og alkunna er leiddu
þessir kjarasamningar til víðtækra
breytinga á kjörum og störfum kenn-
ara. Við það erfiða verkefni að finna
þeim málum nýjan farveg nýttust
kraftar og þá ekki síður persónulegir
eiginleikar Sigurjóns vel. Sigurjón
var ævinlega tilbúinn til að sjá nýja
fleti á málunum, setja sig inn í spor
viðsemjenda og reyna á þann hátt að
leiða málin til viðunandi niðurstöðu.
En þótt samningar væru í höfn var
verkefninu hvergi nærri lokið. Það
átti eftir að tryggja að allt gengi eins
og samið hafði verið um. Sigurjón
hefur verið óþreytandi á ferðalögum
til að kynna kjarasamningana og
framkvæmd þeirra fyrir sveitar-
stjórnarmönnum um land allt og var
einmitt að koma af slíkum fundi þeg-
ar hörmulegt slys stöðvaði för. Nú
þegar hann hefur farið sína síðustu
ferð verða aðrir að taka við og halda
ferðinni áfram, en þær ferðir verða
án efa erfiðar án félaga Sigurjóns.
Ekki síst minnumst við Sigurjóns
sem góðs vinar og félaga, það var
gott að vinna með honum, það var
gaman og þægilegt að vera honum
samvistum hvort sem var í leik eða
starfi. Sigurjón var á góðri stund
hrókur alls fagnaðar og söng þá
manna mest og best og sagði
skemmtilega frá. Sigurjón var haf-
sjór af fróðleik, hann hafði stálminni
og kunni utan að ógrynni ljóða. Okk-
ur er sérstaklega minnisstætt þegar
við fórum saman í ferð á Njáluslóðir
að Sigurjón fór með allan Gunnars-
hólma án þess að hnökur væri á.
Skarð það sem Sigurjón Pétursson
skilur eftir sig í okkar röðum verður
vandfyllt.
Við vottum eftirlifandi eiginkonu
Sigurjóns, Rögnu Brynjarsdóttur,
sonum þeirra og öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Ásgeir Magnússon,
Birgir Björn Sigurjónsson.
Sigurjón Pétursson er farinn í
ferð. Þetta er ferð á framandi slóð
þar sem við öllu má búast.
Svo sem oft áður hefur hendingin
valið honum margvíslega förunauta
og fyrr en varir setja þeir traust sitt
æ meir á hann. Ef þeim er uggur í
brjósti getum við sagt þeim að þeir
eru heppnir með leiðtoga.
Meðan allar götur eru greiðar
munu þeir geta gengið að Sigurjóni
vísum hvar sem er – framarlega í
hópnum. Vissulega nýtur hann þess
að fara fyrstur en það er ánægja sem
hann gjarnan vill einnig leyfa öðrum
að njóta. Á öllum stundum léttir hann
lund manna um leið og hann gefur
góð ráð og leggur fram krafta sína.
Hann veit að hver hópur geymir
marga vel hæfa til að leysa ýmsan
vanda og Sigurjón kann þá list að
leyfa hópnum að njóta snilli þeirra.
Þegar harðnar á dalnum fækkar
þeim sem fremstir fara og fleirum
verður ærið að fylgja slóðinni. Þá
geta þeir treyst því að Sigurjón er
fremstur. Ef útlitið verður tvísýnt –
eða einfaldlega afleitt – og fara þarf
öðrum til aðstoðar munu menn auð-
vitað íhuga aðstæður en Sigurjón
verður alltaf reiðubúinn – og hópur-
inn mun komast að raun um að hon-
um vex það ekki í augum. Hann er
einfaldlega þeim mun traustari sem
meira liggur við. Það er auðvitað að á
langri ferð er áð í húsinu handan við
hálsinn. Menn fagna skjólinu og
blása mæðinni en Sigurjón mun hafa
varann á og skynja ef upp þarf að
örva og lyfta hugum. Þótt margar
verði gistingarnar mun hann sífellt
eiga nýjar skemmtilegar frásagnir,
vísur og kvæði og alveg sérstaklega
ný og gömul sönglög sem hópurinn
tekur undir og fyllir inni og sinni með
gleði og unaði samverunnar. Hópur-
inn gæti komið honum skemmtilega
á óvart með því að taka undir við
hann þegar hugur hans staðnæmist
við þetta erindi við lagið hans C.J.
Rasmussen:
Er roðinn úr austrinu brýtur sér braut
boðar dýrðlegan öræfadag!
þegar fegurð og gleði oss fellur í skaut
hvílík fylling í ævinnar lag!
:,: og litflóðið háa
um ljóshvolfin blá
svo ljómandi landinu á! :,:
Fyrir birtingu verður aftur lagt á
hin hvítu fjöll og þegar hópurinn
horfir með honum í roðann brjóta sér
braut úr austrinu með dumbrauðri
hvelfingu um heimsins mikla fell
verður boðskapur erindisins að sam-
hljómi hjartnanna.
Þegar siglir Sigurjón
sali himinvinda
vinahugur fer um Frón
fullur kærra mynda.
Sigurjón! Gíslavinafélagið þakkar
þér samfylgdina bæði í renniblíðu og
aftakaveðrum um dal og hól og fjöll
og jökla – og á öðrum gleðistundum.
Kæra Ragna, synir ykkar og stór-
fjölskyldan, innilegar samúðarkveðj-
ur okkar allra.
Gísli Ólafur Pétursson,
Ragna Freyja Karlsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urjón Pétursson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 41