Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT upplýsingum frá op- inberum aðilum í Bandaríkjunum í gær, hefur enginn verið handtek- inn vegna sprengjuhótunar um borð íbreskri farþegaþotu á leið til Bandaríkjanna með 357 manns. Vélin varð að lenda á Keflavík- urflugvelli kl. 17.26 á laugardag, vegna hótunarinnar. Ekkert grun- samlegt fannst við leitina. Tveir breskir lögreglumenn komu í gær til landsins til að vinna með lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli við rannsókn málsins. Þá voru tveir lögreglumenn frá Keflavík- urflugvelli sendir með vélinni ásamt hinum grunaða sem þó er ekki enn vitað hver er. Ákveðinn maður liggur þó undir grun. Öryggi vélarinnar ógnað í 35 þúsund feta hæð Vélin, sem er af gerðinni Boeng 747-400 frá breska flugfélaginu Virgin Atlantic, var á leið frá Gatt- wick-flugvelli í London til Orlando í Bandaríkjunum, þegar tilkynnt var um að öryggi hennar væri ógn- að. Að lokinni skoðun á Keflavík- urflugvelli þar sem mikill viðbún- aður var viðhafður vegna málsins, hélt hún áfram ferðinni til Banda- ríkjanna eftir næturlanga viðdvöl hérlendis. Farþegar vélarinnar gistu á hótelum í Keflavík á höf- uðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Flugmenn vélarinnar tilkynntu flugstjórnarmiðstöðinni í Gander á Nýfundnalandi, kl. 15.26 á laug- ardag, að öryggi hennar væri ógn- að en þá var hún í 35 þúsund feta hæð. Talsmaður Virgin Atlantic- flugfélagsins sagði á laugardag, að flugmaðurinn hefði ekki talið að um neyðarástand væri að ræða en ákveðið eigi að síður að lenda í Keflavík í öryggisskyni. Talið er að um gabb hafi verið að ræða, en hótunin var skrifuð með sápu á spegil á salerni vélarinnar þar sem stóð að sprengja væri um borð, all- ir Bandaríkjamenn skyldu deyja og Osama bin Laden væri mestur. Undir var skrifað Al-Qaeda. Að sögn Björns Inga Knútssonar flugvallarstjóra á Keflavík- urflugvelli, sá áhafnarmeðlimur skilaboðin á speglinum og gerði flugstjóra viðvart. Ekkert grunsamlegt fannst við leit í farangri og vél Þegar vélin lenti á Keflavík- urflugvelli var flugslysaáætlun vallarins komin í gang en viðbún- aðaráætlun vegna hennar var af- létt kl. 17.46. Eftir lendingu var vélin strax rýmd. Lögreglumenn hófu leit í farangri allra farþega vélarinnar, sem fluttur var í hús 2 hjá Slökkviliði Keflavíkurflug- vallar. Um miðnætti var leit lokið í farangri og klukkustund síðar var sprengjuleit lokið í vélinni, án þess að neitt grunsamlegt hefði fundist. Almannavarnir ríkisins voru í viðbragðsstöðu vegna málsins, en tilkynningin um sprengjuhótunina barst Almannavörnum kl. 16.07, eða um 40 mínútum eftir að flug- stjórnarmiðstöðinni í Reykjavík var tilkynnt um málið. Hafþór Jónsson, aðalsviðsstjóri Almannavarna, sagði við Morg- unblaðið í gær, að verið væri að fara yfir þetta mál og kanna hvort boðin hafi eitthvað misfarist í kerf- inu. Hann sagði að venjubundin boðunarleið væri að flugturninn í Keflavík léti Almannavarnir vita um slík atvik. Þar færi ákveðið boðunarkerfi í gang. Í þessu tilfelli hafi tilkynningin borist fyrst til flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík, sem síðan lét flugturn- inn í Keflavík vita. Þaðan komu síðan skilaboðin til Almannavarna klukkan 16.07 og þá var hóp- slysaáætlun sett í gang. Björn Ingi Knútsson sagði á sunnudag, að öll framkvæmd við móttöku vélarinnar á vellinum hefði gengið mjög vel og sam- kvæmt áætlun. Þá hefðu farþegar verið rólegir. Er þetta í þriðja sinn sem flugvél er snúið til Keflavík- urflugvallar af þessum sökum. Tveir breskir lögreglumenn frá Gattwick komu til landsins í gær til að vinna með lögreglunni á Kefla- víkurflugvelli að rannsókn málsins. Jóhann R. Benediktsson sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli sagðist líta svo á rannsóknarforræðið væri ekki á höndum íslensku lögregl- unnar, en hún væri að aðstoða þá bresku við rannsókn málsins, auk þess sem bandarísku lögreglunni hafi verið send gögn. Brotavett- vangurinn er að sögn Jóhanns bresk flugvél og því hefði einkum verið unnið að því að tryggja vett- vanginn og afla rannsóknargagna. Breskir lögreglumenn vinna með íslenskum starfsbræðrum Bretarnir eru sérfræðingar í fölsuðum skjölum og áþekkum brotum og komu að beiðni Scot- land Yard. Tveir lögreglumenn frá Keflavíkurflugvelli fóru með vél- inni á áfangastað í Orlando á sunnudag og sagði Óskar Þór- mundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, að þeir hygð- ust eiga samvinnu við bandarísku lögregluna vegna málsins. Sagði Óskar að sá sem kom með sprengjuhótunina hefði verið um borð í vélinni. „Við höfum okkar grunsemdir og ætlum að fá Banda- ríkjamenn að verða okkur innan handar,“ sagði hann. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði í gær frá Bandaríkjunum, hafði enginn verið handtekinn við komu vélarinnar til Orlando. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun grunur bein- ast að farþega í vélinni sem er frá eyju í Miðjarðarhafinu. Talsmaður Virgin Atlantic hefur lýst því yfir að sá sem ber ábyrgð á hótuninni verði sóttur til saka ef hann næst og mun flugfélagið krefjast hámarksrefsingar. Rannsókn sprengjuhótunarmálsins unnin af íslenskum, bandarískum og breskum lögregluyfirvöldum Enginn verið handtekinn vegna hótunarinnar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Lögreglan leitaði í farangri farþega flugvélarinnar og í vélinni sjálfri en ekkert grunsamlegt fannst. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn tók á móti Peter Sleat frá lög- reglunni í Gatwick, sem kom ásamt félaga sínum til landsins í gær. ÚTFÖR Sigurjóns Péturssonar, fyrrverandi forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, var gerð frá í Hall- grímskirkju í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson jarðsöng og Kristín Ágústa Ólafsdóttir söng einsöng. Sigurjón lést í bílslysi á Holtavörðu- heiði hinn 10. janúar síðastliðinn. Morgunblaðið/Sverrir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Gunnar Eydal, Jón G. Tómasson, Benedikt Davíðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Gísli B. Björnsson, Þórður Skúlason og Sigmundur Franz báru kistuna út úr kirkjunni. Útför Sigurjóns Péturssonar LÖGREGLAN bókaði alls 1.371 brot vegna hraðaksturs í Hvalfjarðar- göngunum á fimm mánaða tímabili frá ágústbyrjun til desemberloka á árinu 2001, þ.e. ríflega níu brot að jafnaði á sólarhring. Þetta kemur fram í greinargerð sem forvarna- og fræðsludeild lögreglunnar í Reykja- vík hefur látið eigendum Hvalfjarð- arganga í té, og greint er frá á heima- síðu Spalar. Að sögn forráðamanna Spalar er ljóst að eftirlitsmyndavélarnar, sem settar voru upp í byrjun ágúst sl. í samráði við lögregluna, hafa skilað til- ætluðum árangri. Ökumenn hafi hægt verulega á sér með tilkomu myndavélanna. Mest ekið á 136 km hraða Í ágúst 2001 voru skráð 395 hrað- akstursbrot í göngunum, 328 í sept- ember, alls 204 brot í október, 301 í nóvember og 143 í desember. Brotin voru því 13,6 á sólarhring að jafnaði í ágúst en aðeins 4,6 að jafnaði í desem- ber. Meðalhraði hinna brotlegu var svipaður alla fimm mánuðina sem greinargerð lögreglunnar tekur til, 88–90 km á klukkustund. Spalarmenn segja eftirtektarvert að efri mörk hraðans fóru greinilega lækkandi þegar leið á árið. Í ágúst, september og október mældust þeir sem hraðast fóru um göngin á yfir 110 km hraða. Sá sem fór hraðast ók á 136 km hraða í október. Enginn mældist hins vegar yfir 110 km hraða í nóv- ember og desember. Þeir ökumenn sem myndavélarnar ná að „góma“ gangast greinilega við brotum sínum í verki og borga sekt- irnar sem á þá eru lagðar. Um ára- mótin hafði þannig sekt fyrir 81% brota í ágúst verið greidd, sekt fyrir 71% brota í september, 72% í október, 58% í nóvember og 43% í desember. Hvalfjarðargöngin ágúst–desember 2001 Níu ökumenn á sólarhring óku of hratt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.