Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 24
NEYTENDUR
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Kl
ippstopp
2
8
.FEB R Ú AR
20
0
2
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Þórarni
H. Ævarssyni, framkvæmdastjóra
Pizza Pizza ehf., Domino’s Pizza á
Íslandi.
„Fimmtudaginn 17. janúar birtist
hér á síðum Morgunblaðsins svar-
grein frá Ólafi Sigurðssyni mat-
vælafræðingi og stjórnarmanni í
Neytendasamtökum Íslands vegna
aðfinnslu minnar við grein frá hon-
um frá í desember á síðasta ári. Er
ég þar borinn þungum sökum fyrir
niðrandi ummæli og gefið í skyn að
ég geti ekki staðið við málflutning
minn. Auk þess er fljótfærni mín og
fáfræði um næringargildi reifuð
sem möguleg skýring á því að ég
skyldi dirfast að hreyfa andmælum.
Pizzan er stærri skammtur
Þá staðhæfingu mína að könnun
dönsku Neytendasamtakanna hafi
verið illa unnin rökstyð ég á eft-
irfarandi hátt: Fyrirsögn könnunar-
innar er „Pizzan er kaloríubomba.“
Af þessu mætti ráða að pizzan sé
fitumeiri en annar skyndimatur og
þar af leiðandi einkar varhugaverð
fyrir neytendur. Pizzan er þarna
einfaldlega látin gjalda fyrir það að
vera seld í stærra skammti en ann-
ar skyndibiti. Óskilgreindur kína-
matur fær falleinkunn og er ekkert
farið nánar út í að útskýra innihald-
ið og hvað telst vera kínamatur.
Þjóðarréttur Dana, þ.e. „smörre-
bröð“, er ekki til umfjöllunar þótt
það falli sannarlega undir skilgrein-
ingu um skyndimat, enda nokkuð
ljóst að það stæðist ekki samanburð
við annan skyndimat. Ég stend því
fastur á því að þetta sé illa unnin
könnun sem sett var upp á furðu-
legan hátt og fjarri því að vera
tæmandi.
Varðandi það að Ólafur hafi ekki
verið gagnrýninn við þýðingu á
dönsku könnuninni er rétt að taka
það fram að Ólafur bendir á það í
miðri grein að það væri sennilega
réttara að bera saman jafn stórar
skammtastærðir í stað þess að
skoða heildarskammtinn. Þetta var
í smáu letri en ekki í byrjun grein-
arinnar eins og staðhæfingin góða
um að pizzan frá Domino’s væri
orkuríkust. Ólafur er menntaður
sem næringarfræðingur og hefði átt
að geta skilið hismið frá kjarnanum
í þýðingu sinni á greininni yfir á ís-
lensku ef honum þótti eitthvað at-
hugavert við vinnubrögð kollega
sinna í Danmörku. Fyrir þá les-
endur sem rétt renndu yfir greinina
hefur útkoman örugglega verið
verulega neikvæð hvað varðar pizz-
ur og skilið eftir ranga mynd af út-
komunni.
Sú staðhæfing mín að valin hafi
verið pizza með tvöföldu pepperoni
og aukaosti í könnun dönsku Neyt-
endasamtakanna stendur enn. Sam-
kvæmt bæði heimasíðu Dominos.-
com, sem Ólafur vitnar í, og þeirra
næringarupplýsinga sem ég hef
undir höndum frá íslenskum birgj-
um sem sjá mér fyrir hráefni, þarf
a.m.k. tvenns konar feitt kjötálegg
og aukaost til að ná 14,4 grömmum
af fitu á hver 100 grömm af fæðu. Í
12" pizzu (það er sú skammtastærð
sem við mælum með fyrir 2 ein-
staklinga) eru 44 grömm af fitu í
grunnpizzunni, þ.e. deig, sósa og
ostur, og er pizzan um 640 grömm
að þyngd. Ef þú bætir við pepper-
oni, auka pepperoni og aukaosti eru
fitugrömmin orðin rétt tæp 108, en
pizzan er aftur á móti um 800
grömm að þyngd. Niðurstaðan er
eftirfarandi: Rétt tæp 14 grömm af
fitu á hver 100 grömm.
Hvað er betra en bakstur?
Ólafur vill hins vegar meina að ég
fari með rangt mál og að sú pizza
sem ég nefndi til sögunnar sem
hefðbundna pizzu af matseðli Dom-
ino’s, Domino’s Classic, innihaldi 9,5
grömm af fitu á hver 100 grömm
samkvæmt reiknilíkani www.dom-
inos.com, en ekki 7,5 grömm eins og
fram kom í grein minni. Það rétta
er að 12" pizza með pepperoni, lauk,
papriku og sveppum inniheldur 60,6
grömm af fitu og er þyngd pizz-
unnar 825 grömm, sem gerir 7,3
grömm af fitu á hver 100 grömm.
Ólafur hefði því átt að gefa sér að-
eins meiri tíma í að stúdera næring-
artöflur og reiknilíkan www.dom-
inos.com áður en hann fór að saka
mig um rangfærslur.
Varðandi það að bakstur sé ekki
endilega besta eldunaraðferðin lýsi
ég hér með eftir betri aðferð við
eldun matvæla sem ekki þurfa
langa eldun ef varðveisla við-
kvæmra vítamína er markmiðið.
Það rétta er að ofnar Domino’s eru
260 gráða heitir, en pizzan er 85
gráða heit þegar hún kemur út úr
ofninum fullbökuð. Það er almennt
viðurkennt að stuttur eldunartími
varðveiti næringarefni og leikur
mér forvitni á að vita hvaða vítamín
það eru sem styrkjast við lengri og
eða öðruvísi eldun. Varðandi um-
mæli mín um vanþekkingu Ólafs á
skyndibita bendi ég einfaldlega á að
hann líkti Falafel-samloku sem er
grænmetisréttur þar sem uppistað-
an er kjúklingabaunir saman við
það sem við Íslendingar þekkjum
sem pítu. Í huga almennings hér á
Fróni er píta opið brauð með græn-
meti, pítusósu og kjöt- eða fiskfyll-
ingu, þótt önnur afbrigði þekkist
sbr. grænmetispíta. Það eina sem
þessir tveir réttir eiga sameiginlegt
er að báðir eru framreiddir í ein-
hverskonar brauði. Þessi staðhæf-
ing rennir stoðum undir þá kenn-
ingu mína að eitthvað skorti á
þekkingu Ólafs á skyndibitamark-
aðnum. Eins þykir mér það sæta
furðu að Ólafur, sem er næring-
arfræðingur að mennt, skuli ekki
gera meiri greinarmun á vinnsluað-
ferðum en raun ber vitni. Það hefur
úrslitaáhrif á hollustu matvæla
hvernig þau eru meðhöndluð og
matreidd. Ekki er svo mikið sem
einni línu eytt í vangaveltur um
þennan mikilvæga þátt. Eitt af því
sem mér var borið á brýn í grein-
inni var þekkingarskortur á nær-
ingarfræðilegum efnum og viður-
kennist það hér með. Það er orðið
nokkuð síðan ég lærði næringar-
fræði og fór ég því í smáupprifjun
áður en ég skrifaði fyrri greinina.
Ég nýtti mér ágæta heimasíðu
Manneldisráðs til upprifjunar og
kom þar skýrt fram að fæðuhring-
urinn var skilgreindur sem 6 mis-
munandi liðir en ekki 4, eins og
Ólafur vill meina. Ef fæðuflokkarnir
eru 4 þá biðst ég velvirðingar á
þeim leiðu mistökum og ábyrgist ég
hér með að það endurtaki sig ekki.
Það breytir þó ekki þeirri stað-
reynd að uppruni pizzunnar er í öll-
um þessum flokkum burtséð frá því
hvort þeir eru 4 eða 6. Til að setja
punktinn yfir i-ið er því haldið fram
að svargrein mín hafi verið ómerki-
leg markaðssetning.
Pizzur ekki óhollar
Sú staðreynd virðist gleymd að
ég hóf ekki þessi skrif, heldur sá
mig tilneyddan að svara óvæginni
árás þar sem nafn Domino’s var
svert að ósekju. Ég hef ekki og mun
ekki halda því fram að Domino’s
pizzur séu bráðhollur matur. Orð-
rétt sagði í grein minni: „Þessi
gæðasamsetning ásamt vinnsluað-
ferðum og eldunaraðferð gerir það
að verkum að pizzur frá Domino’s
eru bæði hollur og bragðgóður kost-
ur.“ Ég hef ekkert til að skammast
mín fyrir hvað varðar hollustu,
vinnsluaðferðir og eldunaraðferðir á
þeirri vöru sem ég stend fyrir. Ég
held því einfaldlega fram að pizz-
urnar séu ekki óhollar og að þær
séu töluvert betri kostur en flest
það sem stendur Íslendingum til
boða, ef ekki á að elda heima.
Það að blanda Domino’s Pizza í
Skandinavíu í umræðuna er varla
svara vert. Domino’s Pizza á Íslandi
hefur ekki einkaleyfi fyrir neinn
annan markað en þann íslenska og
var ekki haft samráð við rekstr-
araðila Domino’s Pizza annars stað-
ar við skrif þessarar greinar eða
fyrri greina. Ef kollegar mínir í
Danmörku hafa ekki séð ástæðu til
að svara grein dönsku Neytenda-
samtakanna eða koma fram með at-
hugasemdir, þá er það algerlega
þeirra mál.
Ég lýsi yfir ánægju minni með
þarft framtak McDonald’s manna
að bjóða viðskiptavinum upp á
handhægar upplýsingar um nær-
ingarinnihald allra þeirra rétta sem
þeir hafa á boðstólum. Þetta er
sannarlega til eftirbreytni og verð-
ur tekið til skoðunar hér á bæ. Það
væri kannski ekki vitlaust að stinga
upp á að Neytendasamtökin ynnu
að því með skyndibitafyrirtækjun-
um að koma þessu á sem reglu á
sem flestum stöðum. Almenningur
gæti þá nálgast þessar upplýsingar
og lagt eigið mat á niðurstöðuna.
Ég er meira en tilbúinn að gefa mig
allan í þess háttar verkefni og er
boltinn hér með hjá Jóhannesi
Gunnarssyni og félögum hjá Neyt-
endasamtökum Íslands.“
Athugasemd frá fram-
kvæmdastjóra Domino’s
BAKARAMEISTARINN í Suður-
veri og Mjódd hefur nú til sölu ný
speltbrauð og rúnnstykki. „Spelt er
ævaforn
hveititegund,
sem ræktuð
hefur verið í
yfir 5.000 ár
og er enn að
sanna gildi
sitt,“ segir í frétt frá Bakarameist-
aranum. Þar segir ennfremur að
spelt rúnnstykki innihaldi speltmjöl,
maíshveiti, heilkornsspeltmjöl, sól-
kjarnafræ, hörfræ, jurtaolíu, sykur,
súr, salt, glúten, hveiti, malt, vatn og
pressuger.
Speltbrauðin innihalda speltmjöl,
heilkornsspeltmjöl, rúgmjöl, salt,
jurtaolíu, súr, sykur, hveiti, vatn og
pressuger.
NÝTT
Speltbrauð
hjá Bakara-
meistaranum
ERLENT
BÖRN sem fæðast fyrir tímann
geta átt við ýmis þroskavandamál
að etja langt fram eftir unglingsár-
unum, samkvæmt nýrri rannsókn
sem tók til á þriðja hundrað fyr-
irbura.
Rannsóknin var gerð af vís-
indamönnum við Case Western Re-
serve-háskólann í Cleveland í
Bandaríkjunum og voru nið-
urstöður hennar birtar í lækna-
tímaritinu New England Journal of
Medicine á fimmtudag. Fylgst var í
tvo áratugi með 242 börnum sem
fæddust eftir sex til átta mánaða
meðgöngu á árunum 1977 til 1979
og vógu undir 1,5 kg við fæðingu. Í
samanburðarhópnum voru 233
börn sem fæddust eftir fulla með-
göngu á sama árabili og á sama
sjúkrahúsi.
Í ljós kom að fyrirburarnir áttu
erfiðara með nám og voru síður lík-
legir til að ljúka menntaskólanámi.
Þeir voru að meðaltali lágvaxnari
en börnin í samanburðarhópnum
og áttu frekar við ýmis heilsufars-
vandamál að stríða. Skýr tengsl
voru á milli þess hversu löngu fyrir
tímann börnin fæddust og hversu
miklum þroskatruflunum þau urðu
fyrir.
Flest barnanna, bæði fyrirbur-
anna og þeirra í samanburð-
arhópnum, ólust upp hjá efnalitlum
foreldrum í miðborg Cleveland.
Báðir hóparnir reyndust hafa lægri
greindarvísitölu en bandarísk börn
að jafnaði og var greindarvísitala
fyrirburanna lægri en barnanna í
samanburðarhópnum. Bentu vís-
indamennirnir á að fátækt væri
áhættuþáttur varðandi litla fæðing-
arþyngd, sem aftur væri tengd
ýmsum þroskatruflunum.
Fyrirburar ólíklegri til
að stunda áhættuhegðun
Það kom vísindamönnunum á
óvart að þrátt fyrir að fyrirbur-
arnir ættu frekar við ýmis þroska-
vandamál að etja en börnin í sam-
anburðarhópnum voru þeir síður
líklegir til að stunda áhættuhegðun
eins og að neyta eiturlyfja eða byrja
ungir að stunda kynlíf. Þá komust
þeir sjaldnar í kast við lögin.
Maureen Hack, prófessor í
barnalækningum við Case Western
Reserve-háskólann, leiddi getum að
því að ástæðan væri sú að fyrirbur-
arnir nytu meiri umönnunar og at-
hygli af hálfu foreldra sinna. „Þessi
börn eru foreldrum sínum mjög
dýrmæt – þau voru í lífshættu.
Sumir foreldranna áttu ekki von á
að eignast annað barn. Ef þú eign-
ast veikburða fyrirbura gætirðu
hans betur en ella,“ hafði The
Washington Post eftir Hack.
Reuters
Fyrirburar eiga frekar við námsörðugleika og vanheilsu að etja.
Þroskavandamál
fyrirbura langvinn
The Washington Post.
BANDARÍKJAHER hefur hand-
tekið sænskan karlmann í Afganist-
an en hann er grunaður um að vera
liðsmaður al-Qaeda, hryðjuverka-
samtaka Osamas bin Ladens, að
sögn sænska utanríkisráðuneytisins.
Maðurinn hefur verið fluttur í
bandarísku herstöðina við Guant-
anamo-flóa á Kúbu.
Hann var handtekinn í Afganistan
ásamt öðrum meintum liðsmönnum
al-Qaeda. Ekki hafa fengist upplýs-
ingar um tildrög handtökunnar en
starfsmenn sænska sendiráðsins í
Washington hafa óskað eftir fundi
með manninum.
Anna Lindh, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, sagði í yfirlýsingu að hún
vonaðist til þess að maðurinn hlyti
mannúðlega meðferð í samræmi við
alþjóðlega samninga en mannrétt-
indasamtök hafa lýst yfir áhyggjum
sínum af því að fangarnir hljóti ekki
mannsæmandi meðferð í stöðinni við
Guantanamo-flóa. Er jafnframt haft
eftir henni í Aftonbladet að hún telji
koma til greina að reyna að fá mann-
inn framseldan til Svíþjóðar svo
hægt verði að sækja hann til saka
þar.
Ekki vitað um fleiri Svía
Lindh sagði að það hefði ekki kom-
ið henni sérstaklega á óvart að fá
fréttir af því að sænskur ríkisborgari
hefði starfað í hryðjuverkasamtök-
unum illræmdu. „Við höfum lengi
haft vitneskju um að menn frá mörg-
um löndum hafa verið liðsmenn al-
Qaeda. Í Guantanamo-herbúðunum
finnast ekki aðeins Svíar heldur rík-
isborgarar margra annarra landa
Evrópusambandsins,“ sagði hún.
Hún sagðist þó ekki vita til þess að
um fleiri Svía væri að ræða en þenn-
an eina.
Svíi meðal
fanganna í
Guantanamo
Stokkhólmi. AFP.