Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hvað er það sem borgar-arkitekt á að fást við? Forsagan er sú að þaðhefur átt sér stað nokkur uppstokkun á stjórnkerfi borgarinn- ar á síðustu árum. Byggð hafa verið upp stærri svið innan borgarinnar eins og þekkist í öðrum stórborgum þar sem borgarstjórn er byggð upp ekki ólíkt ríkisstjórn, þ.e. einn yfir- borgarstjóri og fagborgarstjórar. Hér hafa menn að vísu ekki stigið skrefið til fulls en engu að síður búið til fjögur meginsvið sem borgar- stjóri hefur greiðari aðgang að gegn- um sviðstjórana til þess að geta bet- ur haldið utan um þá stórborg sem Reykjavík er að verða. Þegar ákveð- ið var að fella saman starfsemi bygg- ingafulltrúa og borgarskipulag og jafnvel hluta af starfsemi borgar- verkfræðings lét ég vita að ég gæti alveg séð fyrir mér að stíga aðeins til hliðar. Mér fannst eðlilegt að það nýja fólk sem væri að koma til fengi að móta sviðin. Borgarstjóri bauð mér þá þetta nýja embætti, sagðist oft hafa verið að huga að því að hér þyrfti að vera borgararkitekt og spurði mig hvort ég væri tilbúinn að taka þetta að mér sem tveggja ára starf og undirbyggja þetta embætti miðað við að það yrði framtíðaremb- ætti innan borgarinnar þar sem unn- ið væri að því að móta arkitektúr- stefnu fyrir borgina og halda utan um hana. Starf borgararkitekts snýst einkum um það að setja fram sýn eða heildstæða stefnu um hvern- ig borgin eigi að þróast. Menn spyrja þá gjarna spurninga á borð við: Hvernig er okkar borg? Hefur hún einhverja sérstöðu sem menn vilja halda í? Samkvæmt lýsingu á starf- inu á borgararkitekt að vinna að stefnumótun sem lýtur að yfirbragði og útliti hins manngerða umhverfis, s.s. gatna, lýsingar, grænna svæða, útsýnis o.fl. sem hefur afgerandi áhrif á heildarsvip og fagurfræði borgarinnar. Þá á hann einnig að fylgjast með gæðum hönnunar á vegum borgarinnar og vera öðrum stofnunum til ráðgjafar á því sviði. Þetta getur orðið mikilsvert starf ef vel tekst að móta það.“ Búum í mjög ungri borg Ferðamenn tala gjarnan um að Reykjavík sé ólík öðrum borgum. „Já, Reykjavík hefur mikla sér- stöðu ef maður horfir til stærri borga í kringum okkur og höfuð- borganna á Norðurlöndunum. Þetta eru borgir sem hafa verið að byggj- ast upp á mörg hundruð árum og þær eiga miðkjarna sem er ævagam- all. Við búum hins vegar í borg sem hefur að mestu leyti byggst á síðustu öld og þess vegna er ekki nema eðli- legt að hún sé öðruvísi. Ég lít svo á að það sé þýðingarmikil spurning hvort Reykjavík eigi ekki að fá að halda sérkennum sínum og vera öðruvísi borg en aðrar borgir. Þetta atriði hefur komið upp í umræðunni um Vatnsmýrina. Það er oft eins og menn segi: Við eigum ekki eins mið- borg og aðrar borgir; það er eins og menn vilji taka Vatnsmýrina og reisa þar sjö hæða randbyggð eins og er að finna í erlendum borgum. Menn horfa oft til þessara gömlu borga sem eru gríðarlega þéttar með bygg- ingum upp á fimm til sjö hæðir. Þetta er óneitanlega sú dæmigerða borgarmynd sem flestir kannast við en spurningin er hins vegar sú hvort við viljum að Reykjavík verði eins og aðrar borgir. Má Reykjavík ekki þróast öðruvísi? Bæði okkar sjálfra vegna og vegna ferðamanna held ég að við eigum að líta mjög til sér- kenna og einkenna Reykjavíkur.“ Hvað einkennir arkitektúrinn í Reykjavík? Er það óreiða og ósam- ræmi? „Nei, það tel ég ekki. Hjarta borgarinnar er í Kvosinni og menn fóru snemma að huga að upp- byggingu borgarinnar. Það var gert skipulag ár- ið 1927 þótt það hafi ekki verið staðfest formlega og þá varð Hringbrautin til, menn bjuggu til hringbraut utan um nokkuð stórt svæði sem þeir héldu að duga myndi þá öld. En borgin sprengdi þetta auðvitað allt af sér. Það sannar og sýnir að erfitt er að hugsa mjög langt fram í tímann og það er alls ekki víst hvort það er eftirsóknarvert að gera það. Menn eiga auðvitað að eiga sér framtíðarsýn en ég held að menn eigi ekki að skipuleggja mjög langt inn í framtíðina, hver kynslóð verður nokkuð að fá að móta sitt umhverfi.“ Eigum að leysa umferðarvandamálin Hvað finnst erlendum arkitektum um Reykjavíkurborg? „Þroskuðum arkitektum finnst að öllu jöfnu mjög spennandi að koma til Reykjavíkur og þá fyrst og fremst vegna þess að hún er öðruvísi. Og mjög margir þeirra segja að við eig- um að halda áfram að vera með öðru- vísi borg. Mörgum Íslendingum finnst þetta vera asnaleg borg og vera hálfgert þorp. Mér finnst vera jákvæðari stemmning gagnvart borginni og hvernig hún er að þróast á meðal útlendinga en meðal heima- fólksins. Þetta er afskaplega notaleg og góð borg að vera í. Umferðin er að vísu orðin ansi mikil en það er ein- faldlega mál sem við eigum að leggja áherslu á að leysa. Og raunar er um- ferðin hér ekkert í samanburði við það sem maður getur lent í í öðrum borgum erlendis.“ Hvað með miðborg- ina? „Miðborgina er hægt að styrkja, bæði með því að bjóða upp á möguleika á uppbyggingu og taka ákvarðanir um hvað eigi að vernda en vera þá um leið tilbúinn að hafa einhvers staðar góð svæði þar sem hægt er að ryðja til og byggja upp. Hin styrkingin er auð- vitað sú að þétta íbúabyggð að mið- borginni eins og menn hafa verið að gera á undanförnum árum á Skúla- götunni og nú er raunar að fara af stað slík vinna á seinasta reitnum á þessu svæði, þ.e. „Eimskipsreitn- um“. Þá má nefna uppbygginguna við Borgartún, það er ein ilstarfsemi sem styrkir mi Sá þáttur sem ég held þó að að styrkja miðborgina áframhaldandi uppbygging ingarsviðinu þannig að m verði alvöru menninga landsins alls með söfn, tón ráðstefnusali, hótel og hels líka viljað sjá bíóhús í mi það er vont að missa b burtu. Það verður líka áhu sjá þær hugmyndir sem b opnun samkeppni um tón ráðstefnumiðstöð og hótel kálasvæðinu. Þá get ég nef er gríðarlega mikill ávinnin að hafa háskólasvæðið se byggð við miðborgina. Í bandi má nefna hugmyndi indaþorp á háskólasvæðinu styrkja miðborgina. Eins m að ef tekin verður ákvörðu að meginstarfsemi Land verði þar sem hann er núna að við það að Hringbrau færð og þar skapist pláss fy spítala – háskólasjúkrahús að við getum tengt það s skólabyggðinni verður þa styrkur fyrir miðborgin vegna tel ég það vera mik Landspítalinn verði áfram stað.“ Þurfum að halda í hö Hvað með svæðið við höf „Við megum ekki gleym Reykjavík varð til sem ha og við þurfum að halda í hö legg mikla áherslu á það höfnin lifi og ég held að m ekki að líta á hana sem vandamál eða að hún sé fyr legri íbúðarbyggð. Þar sem ur gerst, eins og t.d. í Balti Eigum að í sérst borgari Þorvaldur S. Þorvaldsson hefur verið það er alveg ný staða innan borgarke Arnóri Gísla Ólafssyni frá þróun bo sínum um framtíðarskipulag henn Þorvaldur: „Við getum ekki byggt eins og aðrar þjóðir. Við ve norðarlega á hnettinum og því verðum við að byggja borg sem Útlendum arki- tektum þykir spennandi að koma til Reykjavíkur VERÐLÆKKANIR KYNJAMISRÉTTI Í VÍSINDASAMFÉLAGINU Þótt mikið hafi miðað í jafn-réttismálum á undanförnumáratugum reynist konum þó enn ótrúlega torsótt að ná frama á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Múrarnir eru víða og oft þar sem síst mætti ætla að óreyndu. Í Morgunblaðinu á sunnudag var við- tal við Agnesi Vold, sérfræðing í ónæmisfræði við Gautaborgarhá- skóla, sem hefur vakið mikla at- hygli í Svíþjóð og víðar vegna rann- sókna sinna á matsferli Rannsóknarsjóðs heilbrigðisvísinda í Svíþjóð, sem leiddu í ljós að þrisv- ar sinnum auðveldara var fyrir karl en konu að fá vísindastöðu hjá rannsóknarsjóðnum. Vold vann rannsókn sína ásamt Christine Wennerås og í viðtalinu lýsir hún því hvernig reynt hafi verið að leggja steina í götu þeirra meðan á rannsókninni stóð. Þær birtu sínar fyrstu niðurstöður árið 1995 og fylgdu þeim síðan eftir með frekari rannsóknum og grein, sem birtist í tímaritinu Nature tveimur árum síðar undir heitinu „Kunn- ingjatengsl og kynjamismunun í jafningjamati vísindasamfélagsins“. Eins og segir í viðtalinu komust þær þar að þeirri niðurstöðu að kvenumsækjendum væri kerfis- bundið mismunað hjá sjóðnum. Konur þyrftu að leggja fram 2,5 sinnum fleiri greinar eða rannsókn- ir en karlumsækjendur til að fá sambærilegt mat fyrir vísindalega hæfni og að meðaltali væri 50% erf- iðara fyrir konur en karla að fá fyrsta styrkinn. Vold og Wennerås eru í sérfræð- ingahópi Evrópusambandsins um konur og vísindi. Í skýrslu hópsins frá árinu 2000 kemur fram að kon- ur standi verr að vígi í vísindum en karlar í ríkjum Evrópusambands- ins. Hún segir að völd kvenna í vís- indasamfélaginu séu ekki í neinu samhengi við þann fjölda, sem vinnur að rannsóknum, og þetta valdaleysi hafi í för með sér að þær hafi lítil áhrif á það hvað er rann- sakað með þeim afleiðingum að samfélögin fari á mis við þá mögu- leika, sem liggi í hugmyndum þeirra. Vold telur að vísindasam- félagið muni ekki breytast innan frá og því verði breytingin að koma frá almenningi, stjórnmálamönnum og þeim, sem eru í áhrifastöðum. Það væri hæpið að ætla að hið ís- lenska vísindasamfélag væri mjög frábrugðið því, sem gerist í kring- um okkur. Innan Háskóla Íslands er starfandi jafnréttisnefnd. Sam- kvæmt erindisbréfi hennar frá 1997 er hlutverk hennar að afla upplýs- inga um stöðu jafnréttismála innan Háskólans, gera tillögur um jafn- réttisstefnu, efna til umræðu og fræðslu um jafnréttismál innan Há- skólans og veita ráð og umsögn í jafnréttismálum. Nefndin hefur gert jafnréttisáætlun, sem tekur til fjögurra ára og var samþykkt í Há- skólaráði haustið 2000. Í áætluninni segir: „Stefnt er að því að jafnrétt- issjónarmið verði samþætt allri starfsemi háskólasamfélagsins. Það þýðir að jafnrétti kynjanna verði haft í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð.“ Í úttekt í Morgunblaðinu á liðnu hausti um jafnréttisnefndina segir að könnun Félagsvísindastofnunar á starfsaðstæðum starfsmanna Há- skólans árið 1996 og úttekt Þor- gerðar Einarsdóttur, lektors í kynjafræði, á vinnumatskerfi há- skólamanna sýni að menntun skili konum ekki jafn háum stöðum og körlum og að þær sitji í lægri stöðugildum meðan jafnvel minna menntaðir karlar færist upp virð- ingarstigann. Konur virðist því lengur að vinna sig upp innan há- skólasamfélagsins og jafnt hlutfall kynjanna í námi hafi enn sem kom- ið er ekki skilað konum upp á æðri stig kennslu eða rannsókna. Betri mælikvarði en verðleikar er vandfundinn. Ekkert samfélag græðir á því að taka sýknt og heil- agt klíku fram yfir verðleika. Ef einhvers staðar mætti ætla að verð- leikasjónarmið væri innbyggt er það í vísindasamfélaginu. Því miður er því ekki að heilsa og á meðan ekki verður breyting þar á tapa ekki aðeins fræðin, heldur fer sam- félagið allt á mis við krafta þeirra kvenna, sem gengið er framhjá í nafni mismununar og ójafnréttis. Eins og búast mátti við hafa fleiriverzlunarkeðjur fylgt fordæmi Byko frá því á laugardag og lækkað verð hjá sér. Þannig tilkynnti Húsa- smiðjan, að fyrirtækið mundi lækka verð um 3%, og í gær gengu for- ráðamenn Fjarðarkaups í Hafnar- firði fram fyrir skjöldu og lýstu því yfir, að þeir mundu lækka vöruverð um 3%. Í gærkvöldi höfðu ekki fengizt skýr svör hjá stóru matvörukeðjun- um tveimur, Baugi og Kaupási, um viðbrögð þessara aðila. Talsmenn Bónusverzlana, sem eru starfræktar á vegum Baugs, lýstu því yfir, að þeir mundu áfram bjóða lægsta vöruverð og talsmenn Hagkaups, sem er einn- ig innan Baugs, sögðu að þeir mundu fjölga tilboðum í verzlunum sínum. Búast má við að neytendum þyki þetta ekki viðunandi svör hjá stóru keðjunum tveimur. Að minnsta kosti er ljóst, að með 3% verðlækkun á öll- um vörutegundum hafa Fjarðarkaup skapað sér mjög sterka samkeppn- isstöðu. Sú hreyfing til verðlækkunar, sem Byko kom af stað með tilkynningu um 2% lækkun á öllum vörum og skuldbindingu um að hækka vöru- verð ekki fram til 1. maí, hefur nú þegar haft gífurleg áhrif á afstöðu al- mennings til verðlagsmála. Gera má ráð fyrir, að þrýstingur almennings- álits á aðrar verzlanir að fylgja í kjölfarið muni aukast mjög á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.