Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 34
LISTIR
34 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í
slenzka bókaflóðið er svo
strítt, að hávaðinn heldur
aðeins broti þess að les-
andanum á bakkanum.
Þegar öldurnar lægir
koma fleiri fiskar í ljós. Þar, eins
og hjá stórfiskunum, er misjafnt
kjöt á beinunum, en margt bita-
stætt er þar á ferðinni.
Ein slík bók var önnur ljóðabók
Kristjáns Árnasonar frá Skálá;
„Mér finnst gott að hafa verið til.“
Ég hef lesið stöku ljóð eftir Krist-
ján í Lesbókinni og ljóð um Hall-
dór Kiljan Laxness allan vakti at-
hygli mína. En tilviljun réð því að
þessi bók barst á mitt borð, því
hún er hvorki tilnefnd til bók-
mennta-
verðlauna
né var hún
upphafin í
hamagangi
kastljós-
anna. Samt
hefur hún talað til mín með ekki
áhrifaminni hætti, en margt ann-
að, sem menn bíða nú með öndina
í hálsinum eftir, hvort verðlaunað
verði eður ei.
Kristján Árnason er fæddur
Borgfirðingur, en fluttist til
Skagafjarðar, að Skálá í Sléttu-
hlíð, 46 ára og sinnti smíðum.
Fimmtán ára gamall hugðist
hann taka þátt í ljóðasamkeppni,
en komst ekki lengra en að ljúka
við eina vísu. Þar með lauk til-
burðum hans til að gerast verð-
launaskáld og hann gaf skáld-
skapinn frá sér aftur!, utan
einnota vísur sem hann stríddi
systkinum sínum með.
Skáldlegt andrúmsloft Skaga-
fjarðar laðaði svo fram hjá honum
lausavísu og eins og hendi væri
veifað, fór hann að yrkja fyrir
aðra og sjálfan sig.
Ljóðabókin „Fjöllin sál og
ásýnd eiga“ leit dagsins ljós 1994 í
látlausri útgáfu höfundarins, sem
hafði nú tekið út þann skálda-
þroska að þegjandi leggja okkur
bókina til og láta ógert að leggja
hana fram til bókmenntaverð-
launanna.
Kristján Árnason greindist
með Parkinson-sjúkdóm og færði
lækni sínum eintak af bókinni,
sem sagði hana skemmtilegustu
aukaverkanir, sem hann hefði
kynnzt á starfsferlinum!
Sjálfur segist Kristján vera
gamaldags höfundur, fastheldinn
á formið og finnst ljóð eiga lúta
föstum reglum.
Þegar Kristján segist gam-
aldags höfundur, er hann vísast
að vísa til formsins, því efniviðinn
sækir hann oftar en ekki í nú-
tímann, þar sem menn og málefni
verða honum drjúg yrkisefni.
Kristján Árnason hefur glatt
margan heimamanninn með vís-
um sínum og kvæðum.
Það er visst hlutverk á Íslandi
að vera sveitarskáld. Sumir kæra
sig kollóttan um umheiminn, þótt
margt af skáldskap þeirra eigi
fullt erindi út fyrir sveitarmörkin.
Þar bæta menn eins og Kristján
úr með bókum sínum.
Kosturinn við það bezta í kveð-
skap Kristjáns Árnasonar er
hversu hljóðlega hann læðist inn í
hjartað og gleður okkur á sínum
lágværu nótum. Hann er bara og
reynir ekki að sýnast annar. Það
er guðsþakkarvert að geta heyrt
til hans án þess hann týnist í ein-
hverjum tilbúnum markaðs-
hamagangi og bumbuslætti.
Kristján Árnason hefur búið til
þessa mannlýsingu:
Það gengur lítið að læra að skrimta
af lífsins daglega gerningi.
Hann er ennþá að hanna fimmta
hornið á sínum ferningi.
En það eru fleiri en tvær hliðar
á íslenzkri bókaútgáfu. Önnur bók
sem barst upp í hendurnar á mér,
þegar fjaraði, er; „Ljúft er mér að
ljóða nú“ – kveðskapur og frá-
sagnir Steinþórs Þórðarsonar.
Steinþór var fæddur 1926 að
Innri-Múla á Barðaströnd, en
fluttist 1956 að Skuggahlíð í
Norðfjarðarhreppi og bjó þar til
æviloka, en hann andaðist 1995.
Það eru börn Steinþórs, sem
standa að útgáfunni. Í formála
segja þau m.a.: „Steinþór byrjaði
ungur að yrkja og stundaði það til
æviloka. Elsta vísan sem varð-
veist hefur var samin er hann var
16 ára gamall. Hann orti mikið og
af mörgum tilefnum, sumt af því
hefur glatast því gjarnan var vísu
slegið fram án þess að vera skrif-
uð niður, en margt hefur þó varð-
veist.“
Bók Steinþórs er enn annarrar
gerðar. Hún er sérstakur mann-
lífsspegill, öll mjög bundin stað og
stund, enda hefur hann fyrst og
fremst verið ósínkur á kveðskap
við sveitunga sína við hin og þessi
tækifæri. Þegar bókinni er flett
má fylgja höfundinum eftir, þar
sem hann kom víða við í félagslífi
byggðar sinnar; hann er á ætt-
armótum, á þorrablótum hjá
heimamönnum og hestamönnum,
hann yrkir fyrir Lionsklúbbinn,
kirkjukórinn og eldri borgara svo
nokkur dæmi séu tekin úr þeirri
sveitarsögu, sem lesa má í kveð-
skap Steinþórs. Bókin endar á
nokkrum minningarljóðum og
sálmum og botninn í bókina slá
árstíðarvísur.
Fer að vonum, að misjafn sauð-
ur er í mörgu fé. En hér er ekki
verið að kalla eftir neinum bók-
menntaverðlaunum, heldur fyrst
og fremst að halda til haga kveð-
skap eins af lausamönnum ljóðs-
ins. Hann hefur eflaust hlotið sín
skáldalaun í þökkum og gleði
sveitunga sinna. Það skaðar okk-
ur hin hreint ekki að kynnast
þessari kvæðagerð líka. Hún á sér
margar hliðstæður í landinu.
Og þótt vísur og kvæði Stein-
þórs séu bundin tilefnum sínum,
má auðveldlega setja sig í þau
spor að hafa af þeim gagn og gam-
an, auk þess sem sumt er þeirrar
gerðar að vera hafið upp yfir
stund og stað.
Það er hollt að gefa hvíslinu
gaum og láta vopnaskak víga-
mannanna ekki dreifa athyglinni
og byrgja sér sýn. Sagt er að fátt
sé jafn blint á samtímann og sam-
tíminn sjálfur. Sígilding hans seg-
ir í raun ekki neitt. Það er tímans
tönn sem skilur í milli.
Og dettur mér þá í hug vísa eft-
ir Halla Hjálmars...
Fimmta
hornið á
ferningnum
Hér segir af alþýðuskáldum, sem oft
eiga erfitt uppdráttar í straumkasti
bókaflóðsins, en koma upp, þegar öld-
urnar lægir og vinna svo hljóðlega á.
VIÐHORF
eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
BRÚÐULEIKHÚSIÐ hennar
Helgu Arnalds, 10 fingur, hefur á
undanförnum árum sett upp sýning-
ar sem aðdáun hafa vakið fyrir fram-
úrskarandi listrænt handbragð og
hugvitssemi í leikbrúðulist. Nefna
má farandsýninguna Ketils sögu
flatnefs þar sem hringsnúin þvotta-
snúra gegndi lykilhlutverki og var
nýtt á frábærlega útsjónarsaman
hátt. Þá er minnisstæð sýningin á
Gosa sem var samvinnuverkefni
Helgu og Leikfélags Akureyrar. Þar
naut Helga þess að hafa fullbúið leik-
svið og þær aðstæður sem slíku
fylgja til ráðstöfunar en venjulega
krefst list hennar ekki mikils rýmis
enda er hún fyrst og fremst miðuð
við þann „búnað“ sem ein manneskja
býr yfir – og þá fyrst og fremst
fingraleikni brúðulistamannsins,
eins og heiti leikhússins hennar ber
vitni um.
Verkið sem Helga hefur núna
skapað og býður til sýninga í skólum
og leikskólum er einmitt slíkur eins
manns gjörningur en umgjörðin
kannski ívið stærri en áður. Með
hvítum tjöldum slær Helga upp
hvelfdum himni og töfrapotti sem
hún galdrar upp úr skemmtilega
sögu sem í grundvallaratriðum er
byggð á ævintýrinu um Mjallhvíti og
dvergana sjö. Leiknum stjórnar
sögukona sem er svo sannarlega
göldrótt – það sýnir hún og sannar í
upphafi sýningar – og með aðstoð
leiktjaldanna, stórskemmtilegra
brúða og myndvarpa tekst henni að
halda áhorfendum, ungum sem öldn-
um, heilluðum frá upphafi til enda.
Sýningin er afar falleg á að líta og
stóran þátt í hinu listræna sjónar-
spili á falleg lýsing og myndir Áslaug
Snorradóttur sem varpað er á tjöldin
eftir þörfum sögunnar. Þar birtist
jöfnum höndum órætt andlit töfra-
spegils vondu drottningarinnar og
einnig innviðir dvergabústaðarins
sem og aðrar myndir sem tengjast
framvindu sögunnar á einn eða ann-
an hátt. Brúðurnar eru af ýmsu tagi:
Vondu drottninguna leikur Helga
sjálf á mjög skemmtilegan hátt (hún
er ógnvekjandi en passar sig samt á
að hemja illskuna til að hræða ekki
um of unga áhorfendur), dvergarnir
eru að sjálfsögðu litlir og sætir og
Mjallhvít er fögur og þokkafull með
sína hvítu húð og hrafnsvart hárið,
íklædd næfurþunnum, ljósrauðum
síðkjól.
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri
hefur aðstoðað Helgu í nokkrum
fyrri sýningum hennar og gerir einn-
ig nú með góðum árangri. Það er
verulega gaman að fylgjast með
hversu góðum tökum Helga hefur
náð á þeirri flóknu tækni sem það
krefst að vera einn að verki í sýningu
þar sem margar persónur koma við
sögu. Ekkert hik eða fum er á þess-
ari færu brúðuleikkonu sem hlýtur
að teljast í hópi þeirra bestu á þessu
sviði hérlendis – og þótt víðar væri
leitað.
Ástæða er til að hvetja sem flesta
skóla til að bjóða nemendum sínum
upp á þessa skemmtilegu sýningu
(hún ætti að höfða til barna í leik-
skólum og yngri bekkjum grunn-
skóla). Þá hvet ég foreldra til að taka
sér frí í vinnunni ef þeir frétta af sýn-
ingunni í skólum barna sinna, til að
geta notið frábærrar skemmtunar
með börnunum.
Heillandi brúðuleikhús
„Ástæða er til að hvetja sem flesta skóla til að bjóða nemendum sínum
upp á þessa skemmtilegu sýningu,“ segir m.a. í umsögninni.
LEIKLIST
Gerðuberg
Leikhúsið 10 fingur
Handrit, brúður, grímur, leikmynd og leik-
ur: Helga Arnalds. Leikstjóri: Þórhallur
Sigurðsson. Ljósmyndir: Áslaug Snorra-
dóttir. Sunnudagur 20. janúar.
MJALLHVÍT
Soffía Auður Birgisdóttir
FORNU forréttindahljóðfæri
konunga, og vitanlega einnig
himnakonungs, voru í hásæti á
fyrstu tónleikum Listaflétturaðar
Langholtskirkju í tilefni af 50 ára
afmæli safnaðarins sl. laugardag.
Trompet („trómet“ á dögum Jóns
Indíafara), básúnur og ketilbumb-
ur – þessi glæsilega samsetning,
sem ber með sér hefðbundin tákn-
gildi tignar, hernaðar og sigurs –
sveif yfir vötnum í 10 tónverkum
frá ár- og hámektardögum evr-
ópskra einvaldsfursta, og vantaði
aðeins krýnd höfuð, silki og pell til
að fullkomna tímahylkin. Nýstofn-
að Listráð Langholtskirkju hafði
veg og vanda af uppákomunni, sem
spannaði tvær aðrar listgreinar
auk tónlistar, nefnilega myndlist
Kristjáns Davíðssonar og Ásgerð-
ar Búadóttur sem hékk á veggjum,
auk smásöguupplesturs Thors Vil-
hjálmssonar í kynningu skáldkoll-
egans Einars Más Guðmundsson-
ar.
Yngsta tónlistaratriðið var fyrst,
Þrjár riddarafanförur eftir Tékk-
ann Jan Dismas Zelenka (1679–
1745), þáverandi þegn Austurrík-
iskeisara. Verkin voru stutt að
kröfu formsins en hátignarleg,
þótt bæru um leið ákveðin merki
skyldleika við alþýðuhryn pólónes-
unnar. Eftir ávarp séra Jóns
Helga Þórarinssonar sóknarprests
léku blásararnir átta ásamt orgeli
Canzonu XVI eftir Markúsarkant-
orinn í Feneyjum, Giovanni And-
reuson Gabrieli, í aðskildri „cori
spezzati“-uppstillingu lúðranna á
útálmum kirkjusvala, sem gaf svo
til næga ómvídd, þótt ekki væri
hún alveg sambærileg við upphaf-
lega staðsetningu í sínu hvoru hlið-
arskipi í höfuðkirkju síkjaborgar-
innar við Adríahaf. Hér sem síðar í
sömu aðstöðu tryggðu handahreyf-
ingar Eggerts Pálssonar neðan úr
kór agógíska samstillingu úr 25 m
fjarlægð. Uppstilling þessi hleypti
á sínum tíma nýrri vídd í frum-
kristna andsöngsformið með svo-
kallaðri bergmálsdýnamík, sem
átti síðan eftir að vera ríkjandi á
barokktíma og jafnvel ala af sér ný
tónlistarform.
Fjórþættur Konsert a 4 eftir
Telemann var undir heildarformi
kirkjusónötu (hægt-hratt-hægt-
hratt) og fyrir 4 básúnur. Hröðu
þættirnir gerðu allharðar kröfur
til örra tví- og þríundaskipta sem
ugglaust væru litlu auðveldari á
gömlu snigillaga yfirtóna-clarino-
trompetin, en á hinn bóginn leikur
einn á nútíma ventlatrompet. Að
sama skapi hefðu ventlabásúnur
okkar tíma eflaust farið leikandi
létt með nauðsynlegan hreyfan-
leika, en þó stóðu sleðaleikarar
kvöldsins sig merkilega vel. Eins
og vænta mátti af jafnágætu tón-
skáldi kom verkið út með ágætum,
eftirtektarverðast kannski í II.
þætti. Í Canzon a duodecimi toni
(12. módalskala) eftir G. Gabrieli
yngri blésu 7 lúðrar (4 trpt. + 3
bás.) á móti „bergmáls“orgeli.
Eftir Johann Pezel (1639–94)
voru leiknar tvær stuttar Sónötur
(á þeim tíma = „hljóðfæraverk“,
andstætt „kantötum“; s.s. ekki í
seinna tilkomnu klassísku sónötu-
formi) við herskáan bumbuslátt.
Minntu verkin töluvert á dans-
bassatilbrigðaform tímans, síðast
Folia. Öllu nær nútíma var Canz-
ona fyrir 4 trompet eftir Samuel
Scheidt (1587–1654) þar sem m.a.
sekvenzanotkun var farin að brúa
svífandi módala kyrrstæðu endur-
reisnar yfir í víðtækari framvindu
barokktímans.
Eftir smásögulestur Thors Vil-
hjálmssonar kom stutt verk fyrir
ketilbumbur eftir J. Philidor. Þar
á eftir kom að einu fegursta verki
kvöldsins, Útfarartónlist Purcells
fyrir Maríu Englandsdrottningu,
fyrst og síðast við harmslátt ket-
ilbumbna Alla marcia og í miðju í
formi bjartsýnni canzónu. Fyrst og
þarnæst blásin af 4 lúðrum, í lokin
af öllum. Sorg tónskáldsins ásamt
hryggð flestra Englendinga sam-
tímans náðu enn að nísta áheyr-
andann. Við tók stutt en hugvits-
samt dúó Philidorfeðga fyrir tvær
ketilbumbur, og að lokum kvað við
glaðvær Canzon „tvöfalt bergmál“
eftir G. Gabrieli, þar sem lúðra-
kvartettarnir tveir voru aftur stað-
settir á yztu svalavöngum, en
Noack-orgelið vitanlega blýfast á
sínum stað fremst í kór kirkjunnar
sem „2. bergmál“ á eftir fyrsta
bergmál II. lúðrahópsins.
Hér var margt mjög vel blásið,
slegið og lyklað. Raunar svo vel,
að einstaka inntónunarhjáskot í
háum lúðrainnkomum hlutu að
verða hlutfallslega meira áberandi
en ella hefðu orðið.
Konunglegur
lúðrablástur
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Langholtskirkja
„Listaflétta I“. Lúðra- og pákuverk frá
endurreisnar- og barokktíma eftir Zel-
enka, G. Gabrieli, Telemann, Pezel,
Scheidt, Philidorfeðga og Purcell. Ásgeir
H. Steingrímsson, Einar St. Jónsson, Ei-
ríkur Örn Pálsson & Guðmundur Haf-
steinsson, trompet; David Bobroff, Jón
Halldór Finnsson, Oddur Björnsson & Sig-
urður Þorbergsson, básúnur. Douglas
Brotchie, orgel; Eggert Pálsson & Steef
van Osterhout, pákur. Laugardaginn 19.
janúar kl. 17.
LÚÐRATÓNLEIKAR