Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafarnir ásamt borgarstjóra. Frá vinstri: Lasse Grosbøl, Guðni Tyrfingsson, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Lotte Elkjær og Mikel Fischer-Rassmussen, en allir starfa arkitektarnir í Danmörku. ÍSLENSKI arkitektinn Guðni Tyrfingsson og danskir samstarfs- menn hans, þau Lotte Elkjær, Mik- el Fischer-Rassmussen og Lasse Grosbøl hlutu fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels. Samkeppnin tók einnig til hugmynda um skipulag miðborg- arinnar og hafnarsvæðis við austur- höfnina. Voru úrslit kynnt við at- höfn í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri og formaður dómnefndar, segir næsta skrefið vera að kynna samstarfsnefnd ríkis og borgar niðurstöðu dómnefndar- innar. Í framhaldi af því verði væntanlega leitað fjármagns og vonandi hægt að hefjast handa á næsta ári. Tilgangur samkeppninnar var m.a. að fá hugmyndir að skipulagi svæðisins sem nýst gætu við fram- hald vinnu við tónlistarhús, ráð- stefnumiðstöð, hótel og tengd mannvirki. Svæðið afmarkast í megindráttum af Suðurbugt og Norðurstíg í vestri, Klapparstíg og Ingólfsstræti í austri, Sæbraut, Tryggvagötu og Hafnarstræti í suðri og síðan höfninni. Ákveðið hefur verið að bjóða verkið út í heild, þ.e. hönnun mannvirkja og lóðar. Keppendur áttu að útfæra meginskipulag svæðisins, setja fram tillögur um form og lögun mannvirkja, staðsetningu göngu- og akstursleiða, 920–1.400 bílastæða, fyrirkomulag gatnakerfis, miðstöð almenningsvagna og fleira en ekki átti að leggja fram hugmyndir um nákvæma hönnun einstakra bygg- inga. Fyrstu verðlaun nema 4,4 millj- ónum króna. Dómnefndin ákvað að veita ekki önnur verðlaun heldur þrenn þriðju verðlaun og eru þau að upphæð 1,2 milljónir hver. Þá voru keyptar tvær tillögur og greiddar 400 þúsund kr. fyrir hvora um sig. Viðamikið verkefni „Þetta var viðamikið verkefni og það fór mikill tími í að skilgreina samkeppnisgögnin og finna leiðina sem við ákváðum svo að fara,“ sagði Guðni Tyrfingsson arkitekt í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur starfað í Danmörku í tæp 20 ár eftir að hann lauk þar námi í arkitektúr og hefur m.a. sinnt ráð- gjöf fyrir dönsku járnbrautirnar. Hann segir samstarfsmenn sína hafa útskrifast fyrir rúmu ári og var hann eins konar verkstjóri hópsins. „Þarna er valinn maður í hverju rúmi og við teljum okkur hafa sett fram tillögu sem getur vonandi orðið til þess að lífga við miðborgina.“ Guðni segir þá þróun að versl- unarkjarnar og þjónusta leiti frá miðborg í úthverfi dapurlega og að koma verði í veg fyrir að miðborgin tæmist. „Með öflugu menningarlífi og bættri þjónustu má snúa þessari þróun við og tónlistar- og ráð- stefnuhús ásamt hóteli, kaffihúsum og margs konar annarri þjónustu verður aðdráttarafl. Höfn, atvinnu- starfsemi og þjónusta eiga að geta búið saman,“ segir Guðni og segir svæðið tengjast því græna belti sem nái allt frá Öskjuhlíð í mið- borgina. Verðlaunatillagan glæsileg og raunhæf „Dómnefndin leggur mikla áherslu á að verðlaunatillagan verði útfærð áfram enda þykir okkur hún bæði glæsileg og raunhæf,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í sam- tali við Morgunblaðið. Hún sagði samstarfsnefndina nú fá málið til frekari vinnslu og að næsta verk- efni hlyti að vera að leita að fjár- festum og undirbúa einkafram- kvæmd eins og hugmyndir hefðu verið uppi um. Borgarstjóri sagði dómnefndina hafa verið algjörlega einróma í niðurstöðu sinni og mjög ánægða með verðlaunatillöguna. Hún sagði tillögurnar í þriðja sæti einnig góðar en að þær yrðu dýrari í útfærslu. Þátttöku sagði hún hafa verið mikla, ekki síst frá útlöndum, en alls bárust 44 tillögur. Borg- arstjóri sagði líka sérstaklega ánægjulegt hversu stór hlutur Ís- lendinga hefði verið í þeim tillögum sem verðlaunaðar voru. Í ávarpi sínu við afhendingu verðlauna sagði borgarstjóri að draumurinn um tónlistarhús væri nú nær því að rætast en nokkru sinni fyrr. Hún sagði tónlistar- og ráðstefnuhús þjóna þríþættu hlut- verki, að búa tónlistarmenningunni þann samastað sem henni bæri, það myndi styrkja ferðaþjónustu og tenging við hótel myndi skapa for- sendur fyrir nýrri markaðssókn og í þriðja lagi myndi það festa mið- borgina í sessi sem uppsprettu og miðju menningarlífs fyrir allt land- ið. „Hefð, saga og menning mið- borgarinnar gefur tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu þá umgjörð sem því hæfir og húsið gefur miðborginni þá endurnýjun sem hún þarf á að halda,“ sagði borgarstjóri. Auk borgarstjóra sátu í dóm- nefnd borgarfulltrúarnir Inga Jóna Þórðardóttir og Árni Þór Sigurðs- son, Ólafur B. Thors, formaður samstarfsnefndar ríkis og borgar um byggingu TRH, og arkitekt- arnir Albína Thordarson, Sólveig Berg Björnsdóttir og Knud Fladel- and Nielsen. Ráðgjafar dómnefndar voru Stefán Hermannsson borgar- verkfræðingur, Jóhannes S. Kjar- val, arkitekt hjá Borgarskipulagi, Hannes Valdimarsson hafnarstjóri, Helgi S. Gunnarsson hjá VSÓ-ráð- gjöf og Wilhelm Wessman hótelráð- gjafi. Ritari nefndarinnar var Ívar Pálsson, lögfræðingur Borgarskipu- lags, og trúnaðarmaður Haraldur Helgason arkitekt. Íslendingur og Danir hlutskörpust í samkeppni um skipulag við tónlistarhús Verður vonandi til að lífga mið- borgina við Tillögur sem bárust í samkeppni um skipu- lag við tónlistar- og ráðstefnuhús við höfn- ina ásamt hóteli verða sýndar í Ráðhúsinu til sunnudags. Jóhannes Tómasson fylgdist með afhendingu verðlaunanna. joto@mbl.is FRÉTTIR 20 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVEÐIÐ var að veita þrenn þriðju verðlaun en dómnefnd sam- keppninnar taldi töluverðan gæða- mun á tillögunni í fyrsta sæti og hinum þremur. Með því væri verð- launatillögunni gefið aukið vægi umfram hinar gagnvart þeim sem síðar kæmu að verkinu. Þá ákvað dómnefndin að kaupa tvær tillögur. Þriðju verðlaun hlutu eftirfar- andi tillögur: Alark Arkitektar sf., Kristján Ás- geirsson og Jakob E. Líndal. Tölvu- grafík annaðist ONNO ehf. Dóm- nefnd segir m.a. um tillöguna: Bygging TRH og starfsemi tengd höfninni eru sameinuð undir einu þaki og mynda eina heild. Langt svífandi þak, sem fylgir stefnu um- ferðarinnar og lögun hafnarbakk- ans nær frá nýju „Arnartorgi“ að hringtorgi við enda framlengdrar Lækjargötu. Arkís ehf. Aðalsteinn Snorrason, Björn Guðbrandsson, Egill Guð- mundsson, Gísli Gíslason, Guðrún Ingvarsdóttir, Jón Guðmundsson og Örn Þór Halldórsson arkitektar og Hilmar Gunnarsson hönnuður og Þorvarður Björgvinsson bygg- ingafræðingur. Þetta er sterk hug- mynd og heildartillaga. Meginhug- myndin er að nýta það skipulag og byggðamynstur sem fyrir er í Kvosinni. Þetta er meðal annars gert með því að tengjast þeim göngu- og umferðarleiðum, útsýn- isáttum og byggingalínum, sem fyrir eru. Grunnhugmynd tillög- unnar eru tveir ásar. Annar liggur eftir framlengdri Lækjargötu og hinn myndar sjónlínu frá nýju upp- lyftu torgi, Hafnartorgi, eftir Geirsgötu uppá Arnarhól. Það er álit dómnefndar að í tillögunni fel- ist margar góðar lausnir þrátt fyrir óraunhæfar breytingar á höfninni. Auður Hrönn Guðmundsdóttir sem starfar í Þýskalandi. Í þessari tillögu hafa höfundar lagt áherslu á að skapa umgjörð fyrir lifandi og fjölskrúðugt mannlíf við höfnina og TRH. Búin eru til úti- og innitorg við tónlistar- og ráðstefnusali sem sameina lista- og menningarupp- ákomur, verslun og þjónustu. Nýtt torg í skjóli TRH tengir annars vegar Miðbakka við TRH og hins vegar Pósthússtræti við gönguleið og nýjan hafnargarð í framhaldi af Austurbakka. Þetta skipulag gefur fyrirheit um nýja ímynd borg- arinnar, þar sem höfnin er opnuð gestum og gangandi til að njóta ná- lægðar við hafið og umhverfi hafn- arinnar, segir dómnefnd meðal annars. Tvær tillögur keyptar Tillögurnar sem keyptar voru eru annars vegar tillaga þýskra arkitekta: Bernhard Franken, Thomas Raab, Oliver Tessmann og Carsten Trojan. Ráðgjöf og þýð- ingu annaðist Sigrún Guðjóns- dóttir. Tillagan byggist á norður- ljósunum, ásýnd margbreytileg og efnistök gefa til kynna skilning og innsýn í verkið, segir m.a. í umsögn dómnefndar. Hins vegar var keypt tillaga Int- ravision arkitektur as í Noregi en hana sendu: Þórður Bryngeirsson, Atle Geving, Per Åge Lyså, Joakim Nærö og Bjarne Nöstebo. Aðstoð veitti Lovísa Ásbjörnsdóttir. Til- lagan byggist á sögulegum grunni og áherslur eru á þjóðtrú og upp- runa byggðaþróunar og nýtt menn- ingarlegt borgarskip í Reykjavík, sagði dómnefndin meðal annars. Þrjár tillögur í þriðja sæti Morgunblaðið/Kristinn Tillögur um skipulag við tónlistar- og ráðstefnuhús ásamt hóteli eru til sýnis í Ráðhúsinu til sunnudags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.