Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FORMENN stjórnmálanna hér á
landi virðist mér ganga langt yfir
þau mörk sem eðlilegt má teljast.
Mér hefur um langt skeið fundist al-
þingismenn verða að hlíða foringjum
síns flokks nærri skilyrðislaust, sér-
staklega í öllum stærri málum sem
fjallað er um á Alþingi, annars mega
þeir eiga von á að þeim verði refsað
t.d. með því að viðkomandi flokkur
styðji þá ekki til framboðs í næstu al-
þingiskosningum, og sama má segja
um aðra sem hafa fylgt flokknum og
unnið vel og lengi fyrir sinn flokk, og
hafa jafnvel verið á lista síns flokks í
undanförnum kosningum. Allir
hljóta að muna eftir því. Ég held að
aðalástæðan sé sú að foringjarnir
óttist að þeir séu ekki nógu léttir í
taumi og standi svo fast á eigin skoð-
unum og láti þær sitja í fyrirrúmi
hvort sem flokksforustunni líkar það
betur eða verr. Ég man ekki betur
en að það segi í stjórnarskrá Íslands
að alþingismenn eigi að láta sam-
viskuna ráða gerðum sínum við at-
kvæðagreiðslur á þingi, eða eitthvað
á þá leið.
Þegar Ísland gekk í EES tel ég að
Alþingi hafi afsalað sér 60-70% af
fullveldi sínu. Eftir síðustu kosning-
ar sagði forsætisráðherra að á þessu
kjörtímabili væri ekki á dagskrá að
ganga í ESB. En annað hefur komið
í ljós. Snemma á kjörtímabilinu fór
að bera á því að utanríkisráðherrann
fór að gefa í skyn að rétt væri að taka
upp viðræður við ESB um hugsan-
lega inngöngu í ESB og eftir að
lengra hefur liðið á kjörtímabilið hef-
ur hann hert á þessum áróðri og nú
síðast í blaðinu Degi-Austra hnykkir
hann ennþá á þessari skoðun sinni.
Er hann kannski búinn að gleyma
því sem stendur í Rómarsáttmálan-
um, sem þessi félagsskapur byggir
tilveru sína á? Ef ég man rétt þá er
þar tekið skýrt fram að þessi þjóða-
samsteypa ráði yfir öllum auðlindum
ríkjanna sem ganga í þessa þjóða-
samsteypu. Er hann virkilega tilbú-
inn að láta ESB taka við stjórnun
fiskveiða í íslenskri lögsögu, íslensku
fallvötnunum, íslenska jarðhitanum
og laxveiði í íslenskum ám svo eitt-
hvað sé nefnt af auðlindum Íslands?
Ef við göngum í ESB erum við ekki
fullvalda ríki lengur.
Svo eru það peningamálin. Ég veit
að það er vandasamt verk að vera
fjármálaráðherra og ekki líklegt til
vinsælda. Þegar fjármálaráðherrann
var í skoðanakönnunum í sumar tal-
inn vinsælasti ráðherrann, þá
blöskraði mér. Ég held að menn hafi
gert það í gríni að nefna hann, eða
brögð hafi verið í tafli og valdir þeir
sem spurðir voru úr hópi stóreigna-
manna eða hálaunamanna. Það kom
glöggt í ljós við afgreiðslu fjárlag-
anna, skattalækkanir stóreigna-
manna og fyrirtækja. Þá held ég að
hann hafi verið að þakka fyrir sig.
Hinsvegar lagðist hann svo lágt að
skammta sjúkrahúsunum í landinu
svo naumt að þau verða að loka
deildum í stórum stíl og segja upp
starfsfólki, jafnvel þó að mörghundr-
uð manns séu á biðlistum hjá sjúkra-
húsunum og ekki nóg með það, líka
var seilst ofaní vasa öryrkja og ellilíf-
eyrisþega til þess að leita í vösum
þeirra svo að fjárlögin sýndu betri
útkomu. Þessi fantabrögð munu
lengi í minnum höfð.
Ég get sagt ykkur lítið dæmi.
Hjón urðu að hætta búskap fyrir 25
árum vegna þrálátra veikinda, þá
voru þau bæði orðin meira en 75%
öryrkjar. Þau fengu svo húsnæði í
leiguíbúð. Þau áttu ekki svo mikla
peninga að þau gætu keypt sér íbúð
en lögðu peninga sína í banka á
hæstu vöxtum. Þau stefndu svo að
því að hreyfa ekki við bankabókinni
en reyna að láta bæturnar frá
Tryggingastofnun ríkisins duga til
daglegra þarfa. Þau fengu líka smá-
greiðslur úr lífeyrissjóði mánaðar-
lega.
Síðustu árin hefur annað hjónanna
legið á sjúkradeild og eftir fjóra
mánuði renna tryggingabætur til
viðkomandi sjúkradeildar en við-
komandi sjúklingur fær hinsvegar
svokallaða vasapeninga til brýnustu
nauðþurfta. Sú upphæð er óskert um
18 þúsund á mánuði en svo eru flókn-
ar reglur sem ég kann ekki skil á.
Lengi var það venja að auglýsa í dag-
blöðunum allar reglugerðarbreyt-
ingar og gátu bótaþegar þá fylgst
með hver þeirra réttur var. Nú er því
hætt og tel ég það mikla afturför.
Fyrstu fjóra mánuði sem sjúklingur
liggur á sjúkrahúsi eða sjúkradeild
fær hann venjulegar tryggingabæt-
ur en síðan renna þær til viðkomandi
stofnunar, en sjúklingurinn fær svo-
kallaða vasapeninga eins og áður
segir. Fyrst fékk viðkomandi sjúk-
lingur 17.500 kr. en svo hefur það
farið ört lækkandi og er víst aðeins
5.842 kr. síðan 1. september. Hjónin
töluðu við Tryggingastofnun en
fengu þau svör að þau fengju orðið
greiðslur úr lífeyrissjóði og svo
hefðu þau líka verulegar vaxta-
tekjur. Ég spurði hvað greiðslan úr
lífeyrissjóði væri há. Mér var sagt að
það væru 5.842 kr. á mánuði. En ég
kunni ekki við að spyrja um vaxta-
tekjurnar enda kom mér það ekkert
við. En gaman væri að fá skýringar á
þessu.
En ef þessi hjón ættu íbúðina sína
og bíl og kannski jörð eða bát þá
fengi það sem er á sjúkradeildinni
fulla vasapeninga. Þetta finnst mér
mikið óréttlæti, eða 18.500 kr. á
mánuði.
Nú þegar jólahátíðin er liðin og
ráðherrarnir hafa varla lagt af,
finnst mér að fjármálaráðherra
mætti gjarnan hugsa til þeirra
mörgu sem þurftu að lifa á gjafamat
um jólin sem góðgerðarfélög gáfu og
líka hinna sem voru svo stoltir að
þeir létu sér nægja að gera sér lítinn
dagamun um hátíðisdagana því vafa-
laust hafa þeir verið fleiri. Fjármála-
ráðherrann ætti að sýna þann mann-
dóm að taka þennan niðurskurð til
baka strax og Alþingi kemur saman
eftir áramótin, þá væri hann maður
að meiri.
SIGURÐUR LÁRUSSON,
Árskógum 20b, Egilsstöðum.
Forusta og
flokksræði
stjórnmálamanna
Frá Sigurði Lárussyni: