Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 31 nmitt lyk- iðborgina. ð eigi eftir mest er g á menn- miðborgin armiðstöð nlistarhús, st hefði ég iðbænum, bíóhúsin í ugavert að birtust við nlistarhús, á Faxas- fnt að það ngur af því em jaðar- því sam- ir um vís- u sem mun má nefna un um það dspítalans a – og mið- utin verði yrir Land- – þannig svæði há- að mikill na. Þess kilvægt að m á sínum öfnina fnina? ma því að afnarborg öfnina. Ég að gamla menn eigi eitthvert rir mögu- m slíkt hef- imore eða Gautaborg, er ástæðan sú að höfnin hefur misst sinn grunn, s.s. vegna minni útgerðar eða lokunar skipa- smíðastöðva. Ég sé höfnina sem styrk við borgina og þá ekki síður með ferðamenn í huga. Höfn er lífæð sem á og hlýtur að vera í eylandi og þar með tel ég að framtíðarhöfn í Eiðisvík sé mikilvæg fyrir höfuð- borgarsvæðið og raunar landið allt og tel þar með að Geldinganesið sem atvinnusvæði sé lykilatriði fyrir höf- uðborgina og suðvesturland.“ Nú kvarta menn oft undan mikl- um umferðarþunga í borginni. „Aðalskipulagið sem var staðfest upp úr 1960 hefur haft mikil áhrif á þróun borgarinnar. Það vill oft gleymast að menn unnu það skipu- lag miðað við ytri aðstæður sem ríktu þá. Bílinn var þá að verða hið nýja farartæki. Í gömlu borgunum höfðu menn verið að vandræðast með hvernig koma ætti bílunum fyr- ir. Hér eygðu menn allt í einu mögu- leika á að Reykjavík yrði ein af fyrstu borgunum í Evrópu sem væri skipulögð þannig að bíll- inn fengi sitt eðlilega rými. Reykjavík upp úr 1960 er því skipulögð sem bílaborg og þetta skipulag var afskaplega vandað og vel unnið. Raunar svo vandað að það var í mörg ár notað sem dæmi í skipulagsfræðum. Þetta var sú lausn sem menn sáu á þessum tíma. Hitt er svo annað mál að nú sjáum við þetta fyrir okkur sem vandamál þar sem bílunum hefur fjölgað svo hratt að allar götur eru að fyllast. Og á þessum tíma gerðu menn sér heldur ekki eins mikla grein fyrir þeirri mengun sem fylgir mikilli bílaum- ferð. Við megum hins vegar ekki líta á þetta sem einhvers konar slys, svona var þetta á þessum tíma og þess vegna lítur Reykjavík svona út. Það voru settar út mjög skýrar meg- inæðar, þ.e. Sundabrautin, Mikla- braut og séð fyrir annarri braut sem hefði orðið afar þýðingarmikil ef hún hefði verið lögð en það er Fossvogs- brautin. Þessar götur voru hugsaðar sem stofnæðar til þess að styrkja miðborgina og þótt þessar æðar taki mikið pláss og séu hávaðavaldar þá voru menn einmitt að reyna að búa til svo góðar stofnæðar að bíllinn þyrfti ekki að vera að þvælast inn í íbúðarhverfin. Hugsunin var því mjög skýr og skemmtileg. En þetta varð að öngþveiti þar sem skipulag- inu var ekki fylgt eftir. Við erum til dæmis ekki enn búin að koma tengslum yfir Kleppsvík, þ.e. að tengja Sundabrautina við Grafar- voginn sem var alger forsenda þess að farið var að byggja þar á sínum tíma. Með henni hefði þessi byggð verið í beinum tengslum við mið- borgina. En þar sem þessi tenging hefur ekki komið lendum við í öng- þveiti með umferðina. Staðreyndin er sú að á meðan menn hafa byggt upp hringveginn og gert göng vítt og breitt um landið hefur Reykjavík hreinlega setið á hakanum. En það voru á margan hátt ljósar hugmynd- ir sem bjuggu að baki þessu skipu- lagi. En tímarnir breytast og skyndi- lega erum við stödd í dálítið öðruvísi heimi þar sem menn vilja ekki þá mengun sem umferð fylgir. Okkur finnst bíllinn vera farinn að trufla okkur, við viljum ekki stórar æðar til þess að færa umferðina út úr íbúðar- hverfunum og þess vegna er þetta erfitt, það er rétt.“ Þurfum alvöru stofnæðar Sérðu einhverja lausn á þessum vanda? „Meðan ekki er hægt að byggja upp mjög öflugt almenningssam- göngukerfi þá þarf alvöru stofnæðar fyrir bílana til þess að koma þeim út út hverfunum. Menn geta því ekki bæði verið á móti stofnæðum, mis- lægum gatnamótum o.s.frv. og jafn- framt verið að stynja yfir því hversu mikil umferð er á götunum. Umferð- in fer um þessar götur og truflar fólk af því að við höfum ekki þessar al- vöru stofnæðar fyrir umferðina. Og staðreyndin er sú að fólk vill vera á bílum. Við búum hér á 64. breidd- argráðu og verðum að taka tillit til þess í umferðarmálum. Og raunar ekki síður í húsagerð og uppbygg- ingu borgarinnar. En það er einnig ljóst að þegar kemur vestur fyrir El- liðaárnar erum við í borgarumhverfi sem þolir ekki mikinn umferðar- hraða eða yfirgnæfandi gatnamann- virki.“ Hvað áttu nákvæmlega við með því? „Ég get nefnt sem dæmi að ef menn ætla að byggja venjulega randbyggð eins og t.d. í Vatnsmýr- inni, eins og ég minntist á áðan, með sex til sjö hæða byggingum þá erum við hreinlega að búa til borg þar sem 60% borgarbúa sjá næstum aldrei til sólar. Með slíkum byggingum og inngörðum milli þeirra eru menn hreinlega að búa til myrkvun stóran hluta ársins. Þetta er ein af ástæð- unum fyrir því að við getum ekki byggt eins og aðrar þjóðir og við eig- um heldur ekki að gera það. Við verðum að taka tillit til þess að við erum stödd norðarlega á hnettinum og því verðum við að byggja borg sem hentar þeim aðstæðum og okk- ur sjálfum. Þessa dagana og næstu vikur er einmitt verið að kynna endurskoðað aðalskipulag fyrir höfuðborgina sem gildir til 2016. Þar er í ýmsum þátt- um reynt að horfa til lengri framtíðar án þess að binda sig í smáatrið- um. Í nýju aðalskipulagi og greinargerð sem því fylgir er tekið á málum miðað við aðstæður í dag með aukna áherslu á og meðvitund um umhverfi okkar,varð- veislu verðmæta og samstarf við íbúa borgarinnar. Í þessu ljósi hvet ég alla til að kynna sér skipulagsmál borgarinnar og fylgjast með því sem þar er að gerast. Setja sig inn í stöðu mála og samhengi hlutanna og koma síðan með góðar ábendingar eða gagnrýni.“ ð halda töðu innar ð ráðinn borgararkitekt en erfisins. Þorvaldur greindi rgarinnar og hugmyndum nar og miðborgarinnar. Morgunblaðið/Þorkell erðum að taka tillit til þess að við erum stödd m hentar þeim aðstæðum og okkur sjálfum.“ Rangt að búa til myrkvun stóran hluta ársins með háhýsum arnorg@mbl.is DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir mikilvægt að matvöruversl- unin gæti meira hófs í verðhækk- unum og fari að dæmi byggingar- vöruverslana, þar sem verð var lækkað um helgina. Allir verði að taka á ef takast eigi að halda aftur af verðhækkunum. Davíð segir greinilegt að matvöruverslunin hafi verið að krækja sér í aukabón- us. BYKO lækkaði verð í verslunum sínum sl. laugardag um 2% og Húsasmiðjan lækkaði í kjölfarið um 3%. Matvöruverslanir að krækja sér í aukabónus „Þessi ákvörðun fyrirtækjanna er jákvæð, en þetta tengist fyrst og fremst byggingarvísitölunni sem hefur hækkað gríðarlega að und- anförnu. Byggingarvörur hafa hækkað mjög mikið á fáum mán- að næsta mæling Hagstofunnar á neysluverðsvísitölunni sýndi mönnum fram á að forsendur aðila vinnumarkaðarins í verðlagsmál- um gætu náðst. „Ég vænti þess að við sjáum tölur um að þessi kúfur sé á hraðri niðurleið og ég vænti þess að í framhaldinu verði hægt að sjá hér vaxtalækkanir í þjóð- félaginu o.s.frv. Það er afar mik- ilvægt að það gangi fram. En það verða líka allir að taka þátt í því. Það geta ekki einhverjir spilað frítt eins og ýmsir eru að leitast við að gera.“ Starfshópur á vegum ríkis- stjórnarinnar hefur að undanförnu verið að skoða verðhækkanir sem riðið hafa yfir síðustu misserin og þá sérstaklega hlut ríkisvaldsins í þeim. Davíð sagði hugsanlegt að í dag yrði tekin ákvörðun um hvort hækkanir sem ríkið hefur staðið fyrir yrðu endurskoðaðar. uðum. Þetta er því vissulega jákvætt, en það þyrftu fleiri að koma til í verk- efni af þessu tagi ef það á að hafa áhrif gagnvart kjarasamning- unum. Það er t.d. alveg ljóst að matvöruverslunin hefur verið að krækja sér í aukabónus. Það fer ekkert á milli mála. Það er því mjög mikilvægt að matvöruversl- unin kunni sér hóf og taki þátt í átaki gegn verðhækkunum. Ég vænti þess líka að sveitar- félögin gæti að sér. Þau hafa verið alldrjúg í verðhækkunum á und- anförnum mánuðum og misser- um,“ sagði Davíð. Davíð sagðist gera sér vonir um Forsætisráðherra vill að matvöruverslanir fari að dæmi byggingarvöruverslana Allir verða að taka á Davíð Oddsson FJARÐARKAUP í Hafnarfirði til- kynntu fyrst matvöruverslana um að ákveðið hefði verið að lækka vöruverð um 3% og „skella á“ verð- stöðvun til 1. maí nk. Afslátturinn verður veittur við kassa. Í fréttatilkynningu frá Fjarðar- kaupum (FK) kemur fram að með þessu vilja forráðamenn verslunar- innar leggja sitt af mörkum til þess að halda aftur af verðlagshækkun- um og stuðla að verðhjöðnun í land- inu. Gísli Sigurbergsson, einn af eig- endum FK, sagði í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun um þetta hefði verið tekin um hádegið í gær. Haft var samband við helstu birgja og tóku þeir að sögn Gísla mjög vel í þessa hugmynd. Enn á þó eftir að ganga frá samningum um verðlækkanir frá birgjum en Gísli vonast til að þessi ákvörðun muni ýta við þeim. Að sjálfsögðu muni FK einnig „klípa af“ sinni álagn- ingu. „Svo vonumst við til að okkar við- skiptavinir fjær og nær haldi áfram að koma til okkar og styðja okkur í þessu verkefni,“ segir Gísli. Tíminn verði að leiða það í ljós hvort hægt verði að lækka vöruverð enn frekar. Aðspurður segir hann að vöru- hækkanir frá heildsölum, sem skýrðar voru með hækkandi gengi, hafi ekki að fullu gengið til baka eft- ir að gengið styrktist. Þetta sé þó misjafnt eftir heildsölum. Í fréttatilkynningu frá verslun- inni segir að Fjarðarkaup hafi kom- ið vel út úr verðkönnunum að und- anförnu og samkvæmt niðurstöðu í verðkönnun DV milli áranna 2001 og 2002 hafi verslunin hækkað vöruverð minnst af þeim verslunum sem teknar eru til samanburðar í slíkum tilvikum. Fleira skiptir máli Hagkaup mun ekki beita flatri verðlækkun á allar vörur líkt og FK. „Við tökum að sjálfsögðu fullan þátt í þeirra samkeppni sem er á þessum markaði,“ segir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hag- kaups. Í verslunum Hagkaups séu nú mjög góð tilboð á völdum vörum, t.d. vínberjum og kjúklingum, en einnig sé fyrirhugað að vera með umtalsverða útsölu á kjötvörum þegar líður á vikuna. Þá sé nú 40– 90% afsláttur af fatnaði sem sé meiri afsláttur en verið hefur. „Við erum í samkeppni alla daga og höf- um að mínu viti verið að bjóða gott verð og munum gera það áfram,“ segir Finnur. Hann bætir því við að sé horft 18 mánuði aftur í tímann, sjáist að matvöruverð hafi ekki hækkað meira en almennt hafi gerst í öðrum vöruflokkum. „Það sem við teljum að skipti enn meira máli í þessari umræðu er að menn horfi til lengri tíma heldur en til 1. maí. Til þess að lækka verð til lengri tíma þarf að búa versluninni sambærileg skilyrði og í nágranna- löndunum,“ segir Finnur. Eðlilegt sé að kaupmenn geti flutt inn kjúk- linga og egg og aðrar landbúnaðar- vörur og boðið léttvín og bjór til sölu líkt og raunin er í þeim löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. „Þetta er mál sem skiptir neyt- endur verulegu máli og mun meira en tímabundnar upphrópanir um verðlækkanir.“ Munar enn gríðarlegu í verði „Við erum ódýrastir og höfum alltaf verið það og munum bara halda okkar striki í því,“ sagði Guð- mundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, þegar hann var inntur eftir því hvort hann hygðist grípa til sambærilegra að- gerða og FK. „Það munar mjög miklu í verði hjá Bónus og öðrum matvöruverslunum. Þótt aðrar verslanir lækki um þrjú prósent, munar enn gríðarlega miklu í verði.“ Bónus muni því ekki beita flatri verðlækkun á allar vörur en muni áfram verða með lægsta vöru- verðið. Guðmundur segir álagningu Bónuss vera í lágmarki og því lítið svigrúm til að lækka hana enn frek- ar. „Eftir því sem verðið er hærra því meira svigrúm hafa fyrirtækin. Við höfum því miklu minna svigrúm en aðrir og ég held að það þekkist hvergi í heiminum að það sé 40% verðmunur á dýrustu og ódýrustu versluninni í landinu.“ Þetta sé þó jákvætt framtak. Aðspurður hvort vöruverð hafi ekki hækkað hjá Bón- us líkt og hjá öðrum bendir Guð- mundur á að sökum þess hve álagn- ingin sé lág hjá Bónus geti fyrirtækið tæpast tekið á sig hækk- anir á vörum frá heildsölum og framleiðendum og því hljóti hækk- anir að skila sér út í vöruverð. „Bón- us mun að sjálfsögðu skila til neyt- enda öllum verðlækkunum sem munu koma frá heildsölum,“ segir Guðmundur. Þar sem Bónus sé langstærsta matvöruverslun lands- ins skipti vöruverð í Bónus neyt- endur í landinu mestu máli. Fjarðarkaup tilkynna lækkun vöruverðs um 3% Vilja stuðla að verð- hjöðnun í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.