Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á Íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Tekur einnig Diners og VN kort.NÝTT Helgarleiga / Langtímaleiga HJÖRTUR Pálsson átti sigurljóðið í ljóðasamkeppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör og var honum í gærkvöldi afhentur til varðveislu í eitt ár „Ljóðstafur Jóns úr Vör“, sem er göngustafur skáldsins sleginn silfri. Að auki fékk Hjörtur 300.000 kr. peningaverðlaun og listaverk úr silfri á blágrýtissteini. Alls bárust 510 ljóð í keppnina frá skáldum af öllu landinu en það er Lista- og menningarráð Kópavogs sem gengst fyrir keppninni. Verðlauna- afhendingin fór fram í Salnum á af- mælisdegi Jóns úr Vör, sem var í gær, 21. janúar. Nótt stökk í hafið Verðlaunaljóð Hjartar heitir Nótt frá Svignaskarði. „Í bókinni Horfnir góðhestar eftir Árna Jóns- son frá Gottorp í Húnavatnssýslu er frásögn af atviki sem gerðist á 19. öld, þegar þessi hryssa, Nótt, sem gekk úti með öðrum hrossum uppi á Mýrum, tók sig allt í einu til og stökk út úr stóðinu og á haf út,“ sagði Hjörtur Pálsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þessi frásögn varð kveikjan að ljóði mínu, og þess vegna heitir það þessu nafni, en Nótt var kennd við Svignaskarð í Borgarfirði. Ég setti fyrstu lín- urnar á blað úti í Stokkhólmi haust- ið 1992, og breytti síðast tveimur eða þremur orðum sama dag og ég sendi ljóðið í keppnina í byrjun des- ember. Það má því segja að kvæðið hafi verið níu ár á leiðinni. Frá- sögnin af Nótt hafði sterk áhrif á mig, en það tók mig þennan tíma að koma kvæðinu frá mér. Það var svo ánægjulegt þegar mér var tilkynnt að ljóðið hefði fengið þessi verð- laun.“ Lista- og menningarráð ákvað að veita tvær aukaviðurkenningar og féllu þær í skaut Kristínar Bjarna- dóttur og Sveinbjörns I. Baldvins- sonar, 50.000 kr. hvort auk við- urkenningarskjals. Í dómnefnd eiga sæti þau Matthías Johann- essen, Olga Guðrún Árnadóttir og Skafti Þ. Halldórsson. Dagskráin hófst með því að Guðni Stefánsson, formaður Lista- og menningarráðs setti samkom- una. Sigurður Geirdal bæjarstjóri minntist Jóns úr Vör. Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jónas Ingimund- arson fluttu lög við ljóð úr Þorpinu eftir Jón og einnig fluttu þau lag Jónasar við ljóðið Sumarnótt eftir Jón. Formaður dómnefndar, Matthías Johannessen, gerði síðan grein fyr- ir niðurstöðum nefndarinnar og formaður Lista- og menningarráðs afhenti verðlaunin og lesin voru ljóðin sem hlutu verðlaun og við- urkenningu. Hjörtur Pálsson tekur við „Ljóðstafnum“ úr hendi Guðna Stefánssonar, hjá Lista- og menningarráði. Morgunblaðið/Þorkell Matthías Johannessen, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar í Salnum. „Ljóðstafur Jóns úr Vör“ afhentur við athöfn í Salnum Hjörtur Pálsson átti sigurljóðið í keppninni GARÐBÆINGAR komust ekki aðeins í feitt í gær, heldur sýndu einnig að þeir kynnu að meta það með nærveru sinni, þegar Vladimir Ashkenazy lék með og stjórnaði Kammersveit Reykjavíkur í sal Fjölbrautaskólans við húsfylli áheyrenda. Og það voru engir væru- kærir viðhafnartónleikar. Auðheyrt var að frægasti tengdasonur Íslands á tónlistarsviði lá engan veginn á lárviðum sínum, og Kammersveitin hefur varla í mínu minni leikið bet- ur; ef nokkuð frekar „ofar getu“ en hitt. A.m.k. hvarflaði fljótt að manni, hvort heimsathyglin væri innan seilingar, ef næðist að festa aðra eins samvinnu á hljómdisk. Það eina sem uppá þessa úrvals- upplifun vantaði var hljómmeira húsnæði, því þrátt fyrir nýuppsetta endurkastshlera á sviðinu kemur ekkert í stað lágmarksloftmassa. Eins og helzt kom fram í fyrsta verki fyrir strengjasveitina eina, sem hefði illþyrmilega þurft á meiri endurómi að halda. Píanókonsertun- um vegnaði heldur betur, og alltjent varð ekki kvartað undan skorti á skýrleika, þar sem hver tónn heyrð- ist skilmerkilega. Við slíkar aðstæð- ur sakar ekki að leika af snerpu og nákvæmni, og sem betur fór varð sú líka reyndin. Fúgan í c-moll sem Mozart samdi 1783 fyrir fjórhent píanó og umrit- aði fimm árum síðar fyrir strengja- kvartett eða strengjasveit að við- bættum adagio-forleik, hefur líklega sprottið af auknum áhuga hans fyrir barokkpólýfóníu frá því er hann kynntist verkum Bachs og Händels á heimilistónleikum van Swietens baróns í Vín. Verkið er meðal svip- sterkustu framlaga hans í þeim stíl. Fúgustefið, sem útfært er eftir öll- um kúnstarinnar reglum, er sér- kennileg blanda af Bach og Mozart; með stórum og ábúðarmiklum tón- bilum, en líka dæmigerðum rísandi krómatískum „andvörpum“ rókókó- tímans. Verkið var flutt af glertærri snerpu með mikilli en fágaðri dýna- mík, sem vissulega hefði verið gam- an að heyra í hljómmeiri sal. Einleikarinn stjórnaði frá píanó- inu í píanókonsertunum sitt hvorum megin við hlé og sneri fyrir vikið baki í áheyrendur. Af sömu ástæðu var ekkert lok á hljóðfærinu, og því ekki verra að væri tiltölulega lágt til lofts endurkastsins vegna, enda varð jafnvægð milli slaghörpu og hljómsveitar – þótt vitanlega væri fleiru en því að þakka – til fyrir- myndar gott. Hvort Fazioli-flygill- inn frá safnaðarheimili Víðistaða- sóknar hafi endilega verið kjörhljóðfæri sólistans er hins vegar ekki gott að vita, en undir öllum kringumstæðum kom ekkert annað fram af íðiltærum leik hans. Hér var og heimfærð tilfinning manns um hvað furðumargir úrvalspíanistar eiga til að staldra lengur við Mozart en flesta aðra jöfra í klassík og róm- antík þegar aldur og þroski fer að færast yfir. Og í rauninni engin furða, þar sem Mozart ekki einasta fullkomnaði píanókonsertgreinina nánast frá tónsögulegu upphafi hennar, heldur lærði einnig öllum tónskáldum betur að láta listina fela listina – á aðeins 20 ára æviskeiði. Meistarakonsertar Mozarts má segja að hefjist með fyrstu þrem Vínarkonsertunum, K113–115 (1782–83), hvar af leikinn var sá í miðju í A-dúr fyrir hlé. Hljómsveitin fór á ljóðrænt svif strax í byrjun I. þáttar, og nærri ólýsanlegur ball- ettþokki var yfir Andante-miðþætt- inum með sínu vaggandi mjúka „Bebung“-lokafrumi sem einnig verður tilefni til frekari úrvinnslu í bæði hljómsveitarspili og einleik. Lauflétt fjaðurmagn einkenndi Fín- alinn, sem stjórnað var af innblás- andi músíkalskri yfirsýn. Sú löngum horfna en fyrrum sjálfsagða list að leggja sjálfur til einleikskadenzur virðist á síðustu árum sýna nokkra tilburði til að snúa aftur meðal einleikara. Hvort Ashkenazy hafi þannig eitthvað lagt í belg þetta kvöld er að vísu óvíst og var alla vega ekki tilgreint í tón- leikaskrá. Bezt hefði maður getað trúað því í stórglæsilegri kadenzu hans í I. þætti hins dramatíska d- moll konserts eftir hlé, en hvað sem því líður þá lék hann hverja einustu kadenzu eins og hann hefði a.m.k. haft sjálfur hönd í bagga með smíði hennar. Og með þeirri algeru inn- lifun í gerð og markmiði tónlistar- innar með minnstu mögulegum handahreyfingum sem einkennir hinn sanna virtúós, þar sem heild og samvinna vega öllu þyngst á metum. Hér gat að heyra hreint út sagt makalausa spilamennsku, gjör- sneydda yfirdrepsskap, þar sem hver látlaus hending varð að hríf- andi ljóði eða eftirminnilegu spak- mæli. Þetta skynjuðu einbeittir meðlim- ir Kammersveitarinnar greinilega til fullnustu. Og flutningurinn var líka eftir því. TÓNLIST Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Mozart: Adagio og fúga í c K546. Píanó- konsertar í A K414 og d K466. Vladimir Ashkenazy, píanó og hljómsveitarstjórn; Kammersveit Reykjavíkur. Mánudaginn 21. janúar kl. 20. KAMMERSVEITARTÓNLEIKAR Makalaus Mozart Morgunblaðið/Þorkell „Auðheyrt var að frægasti tengdasonur Íslands á tónlistarsviði (Vladimir Ashkenazy) lá engan veginn á lár- viðum sínum, og Kammersveitin hefur varla í mínu minni leikið betur; ef nokkuð frekar „ofar getu“ en hitt.“ Ríkarður Ö. Pálsson Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.