Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 38

Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1943. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 13. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Alda Pétursdóttir verslun- armaður, f. 16. októ- ber 1919, og Guð- mundur Þorsteinsson listmálari, f. 18. des. 1909, d. 6. jan. 1965. Bræður Helgu eru Ragnar, f. 10. febr- úar 1937, Úlfar f. 2. maí 1940, og Pétur Ingi, f. 20. febrúar 1948. Hinn 20. júní 1964 giftist Helga Sigurði Ægi Jónssyni innheimtu- stjóra, f. 20. mars 1943, d. 10. sept. 1987. Foreldrar Ægis voru Jón G. Sigurgeirsson stýrimaður, f. 9. nóvember 1912, d. 11. jan. 1944, og Aðalheiður Sigurðardóttir hús- móðir, f. 6. des. 1915, d. 29. jún. 1998. Barn þeirra hjóna er Benedikt B. Ægisson, tannlækn- ir, f. 22. október 1970. Kona hans er Unnur Guðjónsdótt- ir hjúkrunarfræð- ingur, f. 21. ágúst 1972, og eiga þau börnin Ægi, f. 1995, Lilju, f. 1997, og Steinunni, f. 1999. Helga bjó í Vest- urbænum alla sína ævi. Hún lauk prófi frá verslunardeild Hagaskóla og starf- aði m.a. á Morgunblaðinu, var rit- ari háskólarektors og í innheimtu- deild Verslunarbankans. Helga var virk í félagsmálum með KR lengi vel, var í KR-konum og stundaði skíði af kappi á sínum yngri árum. Útför Helgu fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast Helgu tengdamóður minnar í nokkrum orð- um. Ég kynntist henni fyrir rúmum 13 árum. Hún var þá enn í sorg eftir að hafa misst Ægi manninn sinn. Helga var yndisleg manneskja og var mér alltaf mjög góð. Hún sagði mig alltaf vera hitt barnið sitt og vildi allt fyrir mig gera. Þegar við Benni fórum svo að eiga börnin okk- ar, Ægi, Lilju og Steinunni, blómstr- aði Helga. Hún taldi sig eiga miklu meira í börnunum okkar en við og var alltaf ólm í að koma í heimsókn eða passa fyrir okkur. Börnin okkar dáðu hana einnig og það var alltaf von á einhverju þegar Helga amma kom í heimsókn. Helga hefur átt við erfið veikindi að stríða síðastliðin ár. Þar sem við gátum ekki tekið hana heim um jólin sökum veikinda fórum við til hennar upp á spítala. Þetta voru yndisleg jól. Hún og krakkarnir hjálpuðust að við að opna pakkana. Hún gladdist yfir gleði þeirra og þau nutu þess að eyða jólunum með ömmu sinni. Eitt af því síðasta sem Helga hugsaði um áður en hún lést var hvað yrði um Benna. Hún fór sátt með því að treysta mér fyrir honum og er ég stolt af því. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með Helgu þótt hann hafi ver- ið allt of stuttur. Missir okkar allra er mikill, en ég veit að vel hefur verið tekið á móti henni og að nú er öllum þrautum hennar lokið. Unnur. Elsku Helga amma. Þú varst allt- af góð við okkur og við söknum þín. Við viljum kveðja þig með sálmi sem við lærðum í Sunnudagaskólanum: Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna á himinvegi. Sjálfur Guð á Síons-fjöllum sól og skjöldur reynist öllum barnaskara í böli og hörmum, ber hann þau á föðurörmum. Engin neyð og engin gifta úr hans faðmi má oss svipta, vinur er hann vina bestur veit um allt, er hjartað brestur. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar. (Fr. Fr.) Ægir, Lilja og Steinunn. Í dag kveðjum við Helgu föður- systur okkar. Okkur langar að þakka henni fyrir alla þá góðvild og kær- leika sem hún sýndi okkur sem litlum börnum og þökkum af alhug allar samverustundirnar sem við átt- um saman. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt, um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Benna og öðrum ástvinum vottum við einlæga samúð okkar Elsku Helga, megi Guðs englar vaka yfir þér. Guðrún Helga, Ragnhildur og Ragnar Björn. Í dag felldu blómin mín blöðin sín. og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. Að augum mér bar eina bernskusýn – úr blámanum hófust æskulönd mín fjarlægar strendur fjarlægra daga. (Tómas Guðm.) Minningarnar hrannast upp í huga mér við lát æskuvinkonu minn- ar Helgu Guðmundsdóttur. Sumarið þegar við vorum 14 ára og lífið virtist nánast endalaust. Kvöldin, sem við sátum í litla her- berginu hennar Helgu heima á Holtsgötunni og hlustuðum á Kana- útvarpið og hvað við gátum talað og hlegið að öllu. Allar vetrarferðirnar okkar sam- an í Skálafell. Sumarið þegar Helga og Nína fóru til Noregs og Danmerkur að vinna, en ég varð eftir heima. Haustkvöld, við Helga niðri á bryggju, Gullfoss að leggja frá landi, við borðstokkinn stendur snaggara- legur ungur maður og veifar, Ægir. Sem ekkert svo löngu seinna varð eiginmaður hennar Helgu. Kvöldið þegar Helga og Ægir kynntu mig fyrir Þóri manninum mínum. Ferðalög okkar vinanna vítt og breitt um landið. Veiðiferðin vestur á Snæfellsnes, þegar Helga veiddi stóra maríulaxinn sinn. Árin þegar við stóðum öll í íbúða- kaupum og barnauppeldi. Við hjónin að flytja í nýja íbúð, Þórir þá veikur, Helga og Ægir ásamt fleiri vinum mæta á staðinn og mála alla íbúðina. Allar heimsóknirnar á fallega heimilið þeirra Helgu og Ægis og all- ar ánægjulegu samverustundirnar sem við vinirnir áttum með þeim. Fæðing Benedikts Bjarka og hamingjusömu foreldrarnir þegar þau sýndu okkur drenginn sinn. Hve samrýnd Helga, Ægir og Benedikt Bjarki voru alltaf. Þau þrjú að koma úr fríi, Ægir veikur, greinist með ólæknandi krabbamein og er látinn eftir þrjár vikur. Þá var gott að eiga kærleiksríka móður og bræður og þeirra fjöl- skyldur, sem boðin voru og búin til að aðstoða Helgu. Hve stolt móðir Helga var þegar Benedikt Bjarki útskrifaðist úr Há- skólanum sem tannlæknir. Eða hve glöð Helga var þegar hún sagði mér frá fyrsta barnabarninu sínu, honum Ægi, sem fæddist 13. janúar 1995. Seinna fæddust þær Lilja og Steinunn og ekki var stoltið minna þegar hún talaði um þær. Litla fjölskyldan hans Benedikts Bjarka og Unnar var Helgu allt og var hún ávallt boðin og búin að gera það sem hún gat fyrir þau. Einnig var einstaklega góð vinátta á milli Helgu og móður hennar Öldu Pétursdóttur. Helga var ekki heilsuhraust síð- ustu árin og þegar hún fyrir örfáum árum greindist með krabbamein gekk hún í gegnum þá þraut með ótrúlegri bjartsýni, en sjúkdómurinn tók sig upp aftur sl. vor. Vonin um að yfirstíga hann varð að engu núna skömmu fyrir jól þegar hún lagðist inn á Landspítalann helsjúk. Helga stóð á meðan stætt var, um- vafin ást og umhyggju ástvina sinna þar til yfir lauk. Ég kveð Helgu vinkonu og bið góðan Guð að geyma hana. Við Þórir sendum öllum hennar nánustu ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Matthildur Þórarinsdóttir (Mattý). Helgu Guðmundsdóttur, vinkonu minnar frá unglingsárunum, langar mig að minnast með nokkrum orð- um. Sú vinátta sem verður til á yngri árum hefur yfir sér blæ fegurðar og trygglyndis sem rifjast nú upp á kveðjustund. HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284                       !                 !"#! $   %  "  & !"  !'!'(! "#$! #% %&%%"#$ ' (( &)& #% &*%"#$ #% &!+ , -  ' (( !"#$ #% ).!/' % #&0%0,%        +1 )2 3       )"#   )   *  +!"# ! $   ,  ! &!  ' (( ($4%+ % #% %%" %%  ' (( +%  ' (( )'  #% &!1!%!) ( (' )' )'  #% &5(+%  ' (( )&!  ' (( %& 6 4 #% #&0%0%0,% 7 3 21 81 3%'0(9: ( %%          !"#! 3; !  % #% 0 ,&<(!%)' ' (( %& #&)' #% 2 %<)' #% & & ' (( ),+ 1! #% ! 1! #% < (0#&1! ' ((              3 = 1   81  ((-%$-%& +!>:   !    !"#! 4$!  %% ' (( )%%34$ ' (( %%4$ #% &&() $ #% < (!%&% ' (( #&0%0,% - .  ,           6 1)3+2 1  ) ? < . #&     /     0! " !    "   %  "    &'!"# !'!'(! +-%&   #% (2 % ' (( + %" % #% '! &%%& $ ' ((  %'@" % #%  0 - %' ' (( &%" % #% ! 0(2#0 % &%;   & #% &%6'  ' (( &/4 & #% )'%&0 ,&&%; ' (( , 0,%#&%&, 0,%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.