Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Kveðja frá
Trésmiðafélagi
Reykjavíkur
Það ríkir söknuður.
Fallinn er frá góður fé-
lagi og samstarfsmaður til margra
ára, Sigurjón Pétursson.
Sigurjón gekk í Trésmiðafélag
Reykjavíkur árið 1962 og varð strax
atkvæðamikill félagsmaður. Áður
hafði Sigurjón verið þátttakandi í
starfi iðnnemasamtakanna. Tré-
smiðafélagið hafði þá þegar opnað
starfsemi sína fyrir iðnnemum og
veitt þeim málfrelsi og tillögurétt og
það nýtti Sigurjón sér, hann var því
ekki ókunnugur félaginu þegar hann
gekk til liðs við það. Hann var virkur
félagi allt til 1996 er hann réð sig til
starfa hjá Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga en þar starfaði hann sem
deildarstjóri er hann lést.
Það duldist engum að Sigurjón var
vel til forystu fallinn, hann var glögg-
ur og útsjónarsamur, fljótur að átta
sig á málum og greina hismið frá
kjarnanum. Hann var ávallt málefna-
legur, hvort sem var í rituðu eða töl-
uðu máli. Sigurjón valdist því fljótt í
trúnaðarstörf innan félagsins, var í
trúnaðarmannaráði bæði áður og eft-
ir að hann sat í stjórn félagsins en
þar átti hann sæti á árunum 1964–
1974, þar af í sex ár sem varaformað-
ur. Sigurjón veitti Trésmiðafélaginu
þjónustu sína og starfskrafta á fjórða
áratug. En það sóttust fleiri eftir
kröftum hans en smiðirnir og verka-
lýðshreyfingin. Segja má að hálfgert
stríð hafi staðið um hann milli félags-
ins og vinstrihreyfingarinnar í borg-
arstjórnarmálum. Hann sagði sjálfur
sögu af því þegar hann var sóttur á
vinnustað, þar sem hann var að slá
upp fyrir húsi, til þess að mæta á
fund vegna bæjarstjórnarkosninga.
Hann lagði frá sér svuntuna, án þess
þó að vita að verkefnið framundan
væri að leiða kosningabaráttu
vinstrimanna. Trésmiðafélagið varð
SIGURJÓN
PÉTURSSON
✝ Sigurjón Péturs-son fæddist á
Sauðárkróki 26.
október 1937. Hann
lést af slysförum 10.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Hallgríms-
kirkju 21. janúar.
þá að deila kröftum Sig-
urjóns með öðrum
Reykvíkingum en Sig-
urjón sinnti félaginu
alltaf, þótt minna hafi
borið á því út á við með-
an hann sinnti stjórn-
málunum. Sigurjón var
virkur talsmaður fé-
lagsins og verkalýðs-
hreyfingarinnar í heild í
stjórnmálum. Á árun-
um 1960–1970 voru
hörð spjótalögin gagn-
vart hreyfingunni og þá
var Sigurjón ekki ónýt-
ur liðsmaður heldur
virkur talsmaður þeirra sjónarmiða
sem hann barðist fyrir. Á félagsfund-
um bar Sigurjón ævinlega hagsmuni
félagsins og félagsmanna fyrir
brjósti, einnig eftir að hann sjálfur
hætti stjórnarþátttöku. Það var ekki
svo að Sigurjón væri einungis góður
forystumaður, hann var einnig góður
félagi. Hann var lífsglaður, skemmti-
legur og orkumikill félagi. Menn
minnast hans ekki síður sem glað-
sinna skemmtilegs vinnufélaga, það
var létt yfir honum hvort sem var í
félagsstarfinu eða úti á mörkinni.
Það ríkir söknuður í samfélaginu,
en það lifir eftir mynd af manni sem
var ósínkur á sjálfan sig og tíma sinn
og verk hans eiga sér víða stað á
meðal okkar.
Trésmiðafélag Reykjavíkur og
vinnufélagar hans í gegnum tíðina
þar senda Rögnu, sonum hans,
barnabörnum og öðrum aðstandend-
um samúðarkveðju.
Kveðja frá Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis
Kvaddur er samstarfsmaður til
margra ára og góður vinur.
Leiðir okkar Sigurjóns Pétursson-
ar lágu fyrst saman vorið 1970, þegar
hann leiddi félaga sína í borgar-
stjórnarkosningum. Hjá Reykjavík-
urborg störfuðum við síðan saman í
24 ár, hann lengst af sem oddviti
minnihluta borgarstjórnar, en um
tíma einnig sem leiðtogi meirihlut-
ans. Jafnt við embættismennirnir
sem kjörnir stjórnendur kynntumst
og lærðum að meta góðan og vand-
aðan dreng, sem vann störf sín á veg-
um borgarinnar af alúð og með hags-
muni hennar og íbúanna eina að
leiðarljósi.
Saman sátum við í stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga í fjögur
ár og á þeim vettvangi einnig starfaði
Sigurjón af heilindum og beitti aldrei
afli borgarinnar á kostnað hagsmuna
annarra sveitarfélaga, sem minna
máttu sín.
En mest og best kynntist ég Sig-
urjóni Péturssyni í stjórn Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, þar sem
við störfuðum saman í 22 ár. Þetta
voru ár mikilla breytinga og vaxandi
umsvifa í sögu sparisjóðsins. Glöggur
skilningur Sigurjóns á þörfum og við-
horfum hins almenna manns, eðlis-
greind hans og hæfileiki til að greina
aðalatriði hvers máls mótuðu störf
hans fyrir sparisjóðinn. Á þeim vett-
vangi veit ég, að Sigurjóni þótti vænt
um að starfa og við hin mátum til-
lögur hans og holl ráð. Stjórn og
starfsfólk sparisjóðsins minnist Sig-
urjóns með þökk og söknuði.
Hvar sem Sigurjón Pétursson
starfaði ávann hann sér traust og vin-
áttu samstarfsmanna, hvort sem
skoðanir á þjóðmálum féllu að öllu
leyti saman eða ekki, enda var af-
staða hans einatt málefnaleg og vel
grunduð. Hann kunni einnig þá list
að lífga upp á umhverfið með söng og
græskulausum húmor og átti mikið
að gefa öðrum. Við erum því mörg
sem metum mikils að hafa notið sam-
vista við Sigurjón, vináttu hans, lífs-
gleði og léttrar lundar.
Gamlir samstarfsmenn hjá
Reykjavíkurborg og við hjá Spari-
sjóði Reykjavíkur og nágrennis
sendum Rögnu og öðrum ástvinum
einlægar samúðarkveðjur.
Jón G. Tómasson.
Sigurjón Pétursson var framar
öðru drengur góður. Í stjórnmála-
baráttunni á síðari helmingi liðinnar
aldar átti ég meðal samherjanna
marga góða félaga, en engan betri fé-
laga og vin en Sigurjón. Sigurjón
gekk að hverju verkefni með opnum
huga og vann af kostgæfni og þol-
gæði að málum, var snarpur og
öruggur í sókn og vörn, en eðlislæg
hlýja og glaðværð var aldrei langt
undan. Það er því ekki að undra, að
hann var vinsæll maður, ekki aðeins
meðal samherja heldur einnig meðal
mótherja.
Við Sigurjón glímdum sameigin-
lega við hin margvíslegu verkefni
borgarfulltrúa í 16 ár. Við deildum
sigrum og ósigrum. Stundum voru
verkefni líðandi stundar erfið og þá
kom sér vel að maður gæddur eðl-
iskostum Sigurjóns var oddviti okkar
borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins.
Á öðrum tímabilum voru verkefnin
ánægjuleg og okkur fannst þokast
nokkuð í framfaraátt og þegar glað-
værðin ríkti var Sigurjón manna
glaðastur. Í borgarstjórn takast
flokkar og fylkingar á, en margt er
þar líka unnið í sátt og samstarfi,
ekki síst á undirbúningsstigi í borg-
arráði og öðrum nefndum borgar-
stjórnar. Á þeim vettvangi geta
fulltrúar minnihluta haft veruleg
áhrif. Sigurjón var í borgarráði í tutt-
ugu ár og þar nutu hæfileikar hans
og mannkostir sín vel. Lengst af var
hann þar í fulltrúaliði minnihluta, en í
fjögur ár var hann einn þriggja leið-
toga í meirihlutasamstarfi.
Alþýðubandalagið vann stórsigur í
borgarstjórnarkosningum 1978 og
fékk fimm fulltrúa kjörna. Á örfáum
dögum þurfti að ganga frá meiri-
hlutasamstarfi þriggja flokka. Það
tókst og ég sé enn fyrir mér upphaf
fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar.
Við ákváðum að tínast ekki eitt og
eitt í salinn en gengum til sæta okkar
í röð. Aldrei þessu vant voru áheyr-
endapallar fullir af fólki og eftirvænt-
ing lá í loftinu. Sigurjón var kosinn
forseti borgarstjórnar og því starfi
gegndi hann með sóma allt kjörtíma-
bilið. Það reyndi auðvitað verulega á
krafta borgarfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins að standa skyndilega frammi
fyrir því að bera meginábyrgð á
stjórn Reykjavíkurborgar og þar
gegndi Sigurjón veigamesta hlut-
verkinu.
Ég geri enga tilraun til að hefja
upptalningu á öllum þeim störfum,
sem Sigurjón vann fyrir borgar-
stjórn og borgarbúa. Það er skyndi-
lega og óvænt komið að kveðjustund.
Þegar aldurinn færist yfir gerist það
eðlilega æ tíðar að kveðja þarf jafn-
aldra og sér eldra fólk. Samt er það
alltaf sárt, en mun sárara er að
kveðja þá sem yngri eru.
Samstarf okkar Sigurjóns í borg-
arstjórn hófst árið 1970. Að beiðni
kjörnefndar Alþýðubandalagsins tók
ég að mér að vera í öðru sæti listans í
borgarstjórnarkosningum og ungur
maður úr forystusveit trésmiða hafði
fallist á að skipa fyrsta sætið. Ég
hafði þá lítil persónuleg kynni af
þessum unga manni, hafði aðeins hitt
hann stöku sinnum á fundum, en úr
því var auðvelt að bæta. Sigurjón og
kona hans Ragna voru í hópi fólks,
sem hafði komið sér upp húsnæði
með nýbyggingu í blokk við Fells-
múla. Í þessum hópi var einnig bróðir
minn Stefán og kona hans Sigrún. Ég
heimsótti þau á köldum vordegi, og
þegar mig bar að garði stóð Sigurjón
í nöprum norðannæðingi við smíðar
útivið. Hann vissi sem var að nú færi
tómstundum til þess að sinna fram-
kvæmdum við húsið fækkandi. Mér
finnst að þegar á þessari stundu höf-
um við bæði skynjað að við ættum
auðvelt með að starfa saman. Ég
hafði áður setið í borgarstjórn og var
því í hlutverki leiðbeinandans í sam-
skiptum okkar til að byrja með, en
nemandinn var fljótur að átta sig
enda vaxinn upp í verkalýðshreyfing-
unni, hafði verið í forystu iðnnema og
í stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur.
Kjörnefndin hafði greinilega valið vel
í fyrsta sætið.
Á kveðjustund leita gamlar og
góðar minningar fram í hugann eins
og myndir á blaði. Ég nefni aðeins
eina. Hún er frá fallegum sumardegi.
Alþýðubandalagið er í sumarferða-
lagi. Sigurjón og fjölskylda hans er í
sömu rútu og ég. Það er glatt á hjalla
og mikið sungið. Fólkið hans Sigur-
jóns hefur fallegar og samhæfðar
raddir og Sigurjón sjálfur kann ekki
aðeins vísur og lög heldur einnig
langa kvæðabálka. Við borðum nesti í
fallegri brekku og mér líður vel í ná-
vist þessa myndarlega fjölskyldu-
hóps. Ég vissi það áður, en sé það nú,
að Sigurjón á marga góða að.
Að lokum vil ég koma á framfæri
þakklæti mínu og systkina minna,
Huldu og Stefáns, fyrir dýrmæt störf
Sigurjóns í þágu Sigfúsarsjóðs. Hann
var í stjórn sjóðsins frá 1968 til
dauðadags og alltaf í þeim forystu-
hópi, sem dagleg störf, framkvæmdir
og samningar hvíldu á.
Ég votta Rögnu, sonum hennar og
allri fjölskyldunni innilega samúð á
þessum þungbæru dögum og bið
þeim blessunar. Megi minningin um
góðan dreng veita þeim styrk.
Adda Bára Sigfúsdóttir.
Sigurjón Pétursson var ungur
maður þegar hann tók að sér að ger-
ast leiðtogi Alþýðubandalagsins í
borgarstjórn Reykjavíkur. Við því
hlutverki tók hann af Guðmundi Vig-
fússyni. Um svipað leyti bar fundum
okkar Sigurjóns saman eða nánar til
tekið fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar 1970.
Síðan áttum við Sigurjón eftir að
starfa saman að borgarmálum í
meira en hálfan annan áratug, bæði
sem samherjar við stjórn borgarinn-
ar og leiðtogar flokka okkar í borg-
arstjórn.
Við fyrstu kynni kom mér Sigur-
jón fyrir sjónir sem hressilegur og
sjálfsöruggur, góður ræðumaður og
auðsjáanlega með trú á þeim málstað
sem hann talaði fyrir. Við síðari
kynni komst ég að raun um að hann
var orðheldinn og traustur og gat
verið hrókur alls fagnaðar á góðri
stund.
Sigurjón var ekki langskólageng-
inn. Það háði honum þó ekki mjög, að
ég hygg. Hann var eðlisgreindur,
fljótur að glöggva sig á málum, skýr í
framsetningu og rökfastur í besta
lagi. Slíkir hæfileikar nýtast hverjum
stjórnmálamanni vel. Sigurjón hafði
ótvíræða forystuhæfileika enda óum-
deildur leiðtogi félaga sinna þann
tíma sem hann starfaði í borgar-
stjórn. Að því er mér virtist leiddi
hann hjá sér þær deilur um menn og
málefni sem gjarnan settu svip á Al-
þýðubandalagið á þessum árum.
Mjög reyndi á hæfileika Sigurjóns
á vordögum 1978 þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn, þvert á allar kosninga-
spár, missti meirihlutann í borgar-
stjórn. Þá þurfti að leiða saman þá
þrjá flokka sem verið höfðu í minni-
hluta og höfðu satt að segja ekki bú-
ist við að þurfa að taka við stjórn
borgarinnar. Sem leiðtogi stærsta
flokksins lenti það á Sigurjóni að hafa
forystu í því samstarfi sem þá var
myndað. Varð hann forseti borgar-
stjórnar og gegndi því í fjögur ár.
Margir spáðu illa fyrir hinum nýja
meirihluta og töldu að hann mundi
setja borgina á hausinn á skömmum
tíma. Reyndin varð hins vegar önnur.
Sjaldan eða aldrei hefur fjármálum
borgarinnar verið eins vel stjórnað
og árin 1978–1982. Má í því sambandi
vitna til úttektar sem Ólafur Nílsson
endurskoðandi gerði á fjárreiðum
borgarinnar að loknu kjörtímabilinu.
Þó var við ramman reip að draga
þar sem verðbólgan var á þessum ár-
um frá 40–60% árlega. Slík verðbólga
var að því leyti erfiðari fyrir sveit-
arfélögin en ríkið að útgjöld komu ári
síðar en teknanna var aflað. Óhætt er
að segja að séu fjármálin í góðu lagi
hjá sveitarfélagi þá fari annað eftir
því.
Vissulega átti Sigurjón sinn stóra
þátt í því hversu vel tókst til með
stjórn borgarinnar umrætt kjörtíma-
bil þótt ýmsir aðrir ættu þar hlut að
máli eins og gefur að skilja. Þessi ár
voru hins vegar toppurinn á ferli Sig-
urjóns sem stjórnmálamanns. Á því
er enginn vafi.
Nú að leiðarlokum þakka ég Sig-
urjóni góð kynni og farsæla sam-
vinnu að málefnum Reykjavíkur-
borgar. Rögnu og afkomendum
þeirra Sigurjóns sendum við Svana
dýpstu samúðarkveðjur.
Kristján Benediktsson.
Fjórir eru þeir einstaklingar er
lengst leiddu forystusveit íslenskra
sósíalista í borgarstjórn Reykjavíkur
á öldinni sem leið; fyrst Sigfús Sig-
urhjartarson, þá Guðmundur Vigfús-
son í 20 ár, síðan og samhliða Adda
Bára Sigfúsdóttir og loks Sigurjón
Pétursson uns yfir lauk; hann skipaði
efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins
í Reykjavík til borgarstjórnar í 24 ár.
Hérna er ég að fjalla um þann tíma
meðan Alþýðubandalagið bauð sjálf-
stætt fram en það bauð fram sjálf-
stætt til 1994, frá 1954 og bar höfuð
og herðar yfir aðra vinstriflokka nær
allan þann tíma; fór upp í fimm borg-
arfulltrúa vorið 1978 þegar Sigurjón
varð forseti borgarstjórnar Reykja-
víkur, sjálfur þá rétt liðlega 40 ára. Í
fyrsta sinn í sögunni stýrði Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki málefnum
Reykjavíkur. Það varð erfitt hlut-
skipti sem þau Sigurjón, Adda Bára
og félagar stóðu frammi fyrir; fyrst
vegna þess að sigurinn kom svo á
óvart og enginn minnihlutaflokkanna
hafði gert ráð fyrir að Alþýðubanda-
lagið færi úr þremur mönnum í fimm
og þar með breyttist minnihutinn í
meirihluta. Í annan stað vegna þess
að hinir nýju meirihlutaflokkarnir
áttu ákaflega erfitt með að una Al-
þýðubandalaginu sannmælis og með
að virða styrk þess í raun. Það aftur
leiddi til óánægju innan okkar hóps.
En í þriðja lagi var verkefnið flókið
vegna þess að embættismannalið
borgarinnar var í öllum meginatrið-
um andvígt hinum nýja meirihluta og
beitti sér jafnvel gegn honum. Þrátt