Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri segir að reglur um skattmat hlunninda þurfi að vera í sífelldri endurskoðun. Að hans sögn voru breytingar á reglum um skattmat á tekuárinu 2002 birtar fyrir mistök áð- ur en athugasemdir höfðu borist frá fjármálaráðuneytinu, en eins og fram hefur komið kom fjármálaráðuneytið í veg fyrir að breytingar á skattmati hlunninda, sem ríkisskattstjóraemb- ættið hafði í undirbúningi, kæmu til framkvæmda á tekjuárinu 2002. Aðspurður hvort þörf væri á að út- víkka skattmatsreglurnar sagði Indriði að eflaust mætti deila um það en hann sagði töluvert skorta á að menn gerðu sér grein fyrir hvað í skattmatinu fælist. Það væri regin- misskilningur að með því væri verið að ákveða hvað væri skattskylt og hvað ekki. „Skattmatsreglurnar fjalla eingöngu um það sem er skatt- skylt samkvæmt lögunum,“ segir hann. „Almenna reglan samkvæmt lög- unum er sú að hlunnindi sem eru skattskyld skuli meta og telja til tekna á gangverði. Skattmatsregl- urnar grípa inn í þegar um er að ræða eitthvað sem er þess eðlis að gang- verð liggur ekki fyrir. Þetta þýðir að hafa þarf reglurnar í stöðugri endur- skoðun með hliðsjón af þeim breyt- ingum, sem verða í umhverfinu. Það koma upp nýir hlutir, breytingar verða á verðlagi og svo framvegis,“ segir Indriði og bætir því við að rík- isskattstjóra beri skylda til að hafa þessar reglur á hverjum tíma þannig úr garði gerðar að þær samrýmist ákvæðum laganna um tekju- og eignaskatt. Spurður um þau ummæli fjármála- ráðherra að ekki væri ástæða til að gera breytingar að sinni og hvort embættið hefði gert mistök með birt- ingu þeirra sagði Indriði að skatt- matsreglur hefðu verið gefnar út ár- lega og búið væri að gefa út reglur fyrir þetta ár. Endanlegar reglur hefðu ekki verið gefnar út fyrr en í lok árs en hins vegar hafa verið gefn- ar út viðmiðunarreglur fyrir stað- greiðsluna. „Núna gáfum við út regl- ur sem gilda fyrir allt árið þannig að það liggur fyrir við uppharf tekjuárs- ins hvað gildir í þessu efni. Þetta er ástæða þess að þetta var í meira mæli á dagskrá núna en áður,“ segir Indr- iði. Að sögn hans hefur verið unnið að gerð reglnanna á vettvangi embætt- isins í nokkrar vikur. „Við sendum þær til kynningar, m.a. til ráðuneyt- isins, og gerðum ráð fyrir að fá við- brögð við því. Það var síðan fyrir mis- tök að menn töldu að það lægju ekki fyrir neinar athugasemdir um þetta og þær voru svo settar inn [á heima- síðu Ríkisskattstjóra] áður en þær voru birtar með formlegum hætti í stjórnartíðindum.“ Bifreiða- og íbúðahlunnindi fara vaxandi Spurður hvort hlunnindi væru að verða sífellt stærri hluti tekna ein- staklinga sagði Indriði að ákveðnir þættir, sérstaklega bifreiðahlunn- indi, hefðu farið vaxandi, þar sem menn fengju t.d. bifreið fyrirtækis til afnota. „Það hefur líka verið nokkur vöxtur í íbúðahlunnindum en þetta er ekki almennt í þeim skilningi að þetta eigi við um mjög marga skattaðila heldur er þetta afmarkað við ákveðna hópa sem eru í slíkri stöðu eða starfi sem gerir þetta mögulegt. Launþeg- ar í landinu eru á annað hundrað þús- und en aðeins lítill hluti þeirra er með bifreiða- eða íbúðahlunnindi. Þessar reglur snerta því hinn almenna skatt- borgara ekkert óskaplega mikið,“ sagði Indriði. Indriði Þorláksson ríkisskattstjóri segir að reglur um skattmat hafi verið birtar fyrir mistök Reglur um skattmat þurfa að vera í sí- felldri endurskoðun NORÐURLANDAÞINGI Lions- manna lauk á Hótel Loftleiðum í Reykjavík um helgina. Þing sem þetta er haldið árlega til skiptis á Norðurlöndunum, síðast haldið hér á landi fyrir fimm árum. Um 200 þingfulltrúar sátu þingið en ásamt mökum var fjöldi þátttak- enda um 300. Þar af komu 65 manns frá einu umdæmi á vest- urströnd Noregs. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri flutti ávarp við setningu þingsins. Að sögn Þórs Steinarssonar, sem átti sæti í þingnefndinni, þótti þingið fara vel fram og mörg áhugaverð umræðuefni tek- in fyrir. Hjálparstarf hreyfing- arinnar í Evrópu og alþjóðasam- starf almennt var ofarlega á baugi og meðal þess sem fram kom var að félagsstarf Lions á víða undir högg að sækja í borg- um og stærri byggðarlögum. Þór sagði þetta einnig eiga við hér á landi. Stórbæirnir skapa fjarlægð milli fólks „Við fjölluðum talsvert um það hvernig hreyfing eins og Lions getur nálgast nýja félaga þegar fólk er að flytja í stórum mæli til stórborganna. Við erum með mjög öflugt starf víða um land í miðl- ungsstórum sveitarfélögum. Á sama tíma eigum við í erfiðleikum hér á höfuðborgarsvæðinu að fá fólk til starfa og ég held að þetta eigi einnig við um félagsskap eins og Kiwanis og Rotary. Það er eins og stórbæirnir skapi fjarlægð milli fólks,“ sagði Þór. Félagar í Lionsklúbbum á Íslandi eru 2.500 talsins Á Norðurlandaþinginu var einnig fjallað um fræðsluskipulag hreyfingarinnar, unglingaskipti í Evrópu og öðrum heimsálfum, hjálparverkefni Norðurlandanna í Austur-Evrópu og nýtt verkefni í Litháen var kynnt sérstaklega. Þess má geta að um 90 þúsund manns eru í Lions-hreyfingunni á Norðurlöndunum, þar af eru um 2.500 á Íslandi, sem er mestur fjöldi miðað við höfðatölu. Þrír fulltrúar Norðurlandanna í 30 manna alþjóðastjórn Lions sátu þingið, þ. á m. Jón B. Þorsteins- son, sem er fjórði Íslendingurinn frá upphafi til að sitja í alþjóða- stjórn. Fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi er um þessar mundir Örn Gunnarsson. Norrænir Lionsmenn þinguðu í Reykjavík um helgina Morgunblaðið/Golli Norðurlandaþing Lions á Hótel Loftleiðum var fjölmennt. Félagsstarfið á undir högg að sækja í borgum VEGAGERÐIN, ríkislögreglustjóriog Umferðarráð skrifuðu í gær undirsamning um árangursstjórnun til aðkoma í veg fyrir umferðarslys. Um leið kynnti Vegagerðin nýjan tækni- búnað, svonefnda umferðargreina, sem sýna m.a. umferðarhraða og bil á milli bíla, en upplýsingar úr þeim eru aðgengilegir á heimasíðu Vega- gerðarinnar. Í samningnum er því heitið að vinna markvisst og af auknu afli að því að koma í veg fyrir slys á þjóð- vegum landsins til að ná þeim mark- miðum sem sett eru í umferðarör- yggisáætlun stjórnvalda. Skv. henni á alvarlegum umferð- arslysum að fækka um 40% fram til ársins 2012 og á árunum 2012–2025 verða ekki fleiri en 52 alvarleg slys og dauðaslys. Vegagerðin og Um- ferðarráð munu vinna tölfræðilegar upplýsingar um allt sem tengist slys- um á vegum s.s. hvar og hvenær slysin verða helst eða hættu af völd- um hálku eða veðurs. Lögreglan mun síðan stýra sínu eftirliti í sam- ræmi við þessar upplýsingar. Um- ferðarráð mun veita vegfarendum markvissar upplýsingar til þess að stuðla að því að fólk virði umferð- arreglur. Dragi úr hraða fækkar slysum Mælingar Vegagerðarinnar sýna að hraði úti á þjóðvegum landsins hefur aukist. Á síðasta ári var svo- nefndur óhindraður umferðarhraði, þ.e. umferð stakra bíla, 93 km/klst á landinu að meðaltali og óku 15% öku- manna hraðar en 100 km/klst. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni samningsins kom fram að hægt væri að draga úr dauðaslysum um fjórðung og alvarlegum slysum um fimmtung ef hægt væri að ná meðalhraðanum niður í 90 km/klst. Í gær var kynntur nýr tæknibún- aður sem gerir Vegagerðinni m.a. kleift að fylgjast með hraða á vegum og bils á milli bíla. Átta slíkir um- ferðargreinar hafa verið settir upp í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ætlunin er að 50–70 slíkir greinar verði komnir í notkun á næstu fimm árum. Hægt er að sjá þessar upplýs- ingar á heimasíðu Vegagerðarinnar og þetta verður meðal þeirra gagna sem lögregla mun geta notað til að stýra umferðareftirliti. Slóðin er www.vegagerdin.is – Umferð og umferðaröryggi – Um- ferðargreinar. Markvisst stefnt að fækkun umferðarslysa Morgunblaðið/Ásdís Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri umferðarráðs, og Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri við undirritun samningsins í gær. HÚSASMIÐJAN hefur ákveðið að fara að dæmi BYKO og lækka verð á vörum í verslunum sínum. Verðlækkun Húsasmiðjunar er 3%, en BYKO lækkaði um 2%. Verðlækkunin nær til fimmtán verslana Húsasmiðjunnar um land allt. Í tilkynningu sem Húsasmiðj- an sendi frá sér kemur fram að félagið skori á hið opinbera og atvinnulífið að leggjast á eitt til að verðbólgumarkmið náist í maí nk. „Hagsmunir Húsasmiðjunnar, viðskiptavina hennar og þjóð- félagsins alls fara saman í verð- lags- og vaxtamálum. Það er mjög mikilvægt að vextir lækki verulega sem allra fyrst. Háir vextir draga úr fram- kvæmdum almennings og fyrir- tækja, og kaupum á nýju hús- næði. Það er því afar mikilvægt fyrir verktaka og þjónustufyrir- tæki í byggingavörugeiranum að hjólin fari að snúast hraðar. Sá viðsnúningur verður hins vegar ekki að neinu marki fyrr en vext- ir lækka. Seðlabankinn hefur margítrekað að vextir muni ekki lækka að ráði fyrr en verðbólgan hjaðni. Verðlækkanir á heimilis- og byggingarvörum munu auð- vitað vega talsvert í vísitölulækk- unum, en það er ljóst að það dug- ar ekki til. Ríkið, sveitarfélög og önnur fyrirtæki verða að fylgja í kjölfarið,“ segir í tilkynningu frá Húsasmiðjunni. Svara ákvörðun BYKO um lækkun Húsasmiðjan lækk- aði verð um 3%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.