Morgunblaðið - 22.01.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.01.2002, Qupperneq 21
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 21 DÓMNEFND samkeppninnar rök- styður val sitt á verðlaunatillög- unni á eftirfarandi hátt: „Tillagan sýnir sannfærandi lausn á því flókna viðfangsefni samkeppninnar að tengja saman byggð og byggðamynstur Kvos- arinnar við skipulag svæðisins og hið flókna innra samspil og fyr- irkomulag TRH sem ítarlega er gerð grein fyrir í keppnislýsingu. Ennfremur lýsir tillagan á ein- faldan hátt að hvort tveggja er mögulegt, að koma TRH fyrir á svæðinu og virða grundvall- arforsendur samkeppninnar um umferð, hagræn sjónarmið og ekki síst starfsemi á hafnarsvæð- inu. Tillagan lýsir borginni sem „afl- vaka“. Í henni er lögð áhersla á hið græna belti frá suðurhlíðum Öskjuhlíðar niður í Kvosina, sem liggur milli hæðanna tveggja í austri og vestri, Landakotshæðar og Þingholtanna. Þar verður byggingin, sem brotin er upp í mismunandi byggingaform, áber- andi í umhverfi sínu og tengir á mjög kröftugan og sannfærandi hátt saman borgina og sjóinn. Til- laga að fyrirkomulagi og bygg- ingum gefur fyrirheit um glæsi- lega hönnun sem teygir sig yfir á Lækjartorg og kemur m.a. fram í léttum svífandi þakflötum, yfir starfsemi á torginu fyrir stræt- isvagnastöð og aðkomu að TRH. Hugmyndin er mótuð eins og landslag í borg, bylgja sem brotin er upp í minni hluta. Þetta skapar bæði sterka sjónræna ímynd bygginganna og tengir svæðið á afar sannfærandi hátt við Kvosina með breiðum undirgöngum eða hallandi torgi undir Geirsgötu. Undirgöngin eru hluti bylgjunnar sem hefst við Hafnarstræti og lýk- ur yfir höfninni. Í þeim er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu- starfsemi. Á þennan hátt tengist TRH athafnalífi miðborgarinnar á skemmtilegan hátt. Það er þó skoðun dómnefndar að útfæra þurfi nánar tengsl svæðisins sunn- an Geirsgötu við Lækjartorg. Hugmynd að byggingum á svæð- inu gefur einnig færi á aðlögun og viðbótarbyggingum ef nauð- synlegt reynist. Á Miðbakka er gert ráð fyrir byggingum fyrir menningar- starfsemi, kaffihúsum og þess háttar starfsemi. Listaháskóli er staðsettur gegnt þeim við Tryggvagötu 11-13. Tengist hann með göngubrú yfir á Miðbakkann. Með þessum áherslum, göngu- brúnni og aðkomunni að TRH, er myndaður nokkurskonar göngu- hringur um hafnarsvæðið og Kvosina. TRH byggingunum er stillt upp í kringum torg þar sem mismun- andi starfsemi bygginganna teng- ist saman á skýran og sannfær- andi hátt. Byggingarnar, sem opnast í allar áttir að umhverfi sínu, verða á eðlilegan og áhrifa- mikinn hátt hluti af strandlínu borgarinnar þar sem tónlistarsal- urinn er hápunkturinn. Dómnefndin mælir einróma með þessari tillögu til útfærslu byggð- ar á samkeppnissvæðinu. Dóm- nefndin er sammála um að til- lagan gefi kost á byggingarlist á háu stigi sem falla muni vel að umhverfinu. Hún er raunhæf og felur hvorki í sér dýr umferð- armannvirki né breytingar á höfn- inni. Þá hefur hún mikla aðlög- unarhæfni þegar kemur að byggingu TRH og því flókna ferli sem útboð á einkaframkvæmd er.“ Gefur kost á bygg- ingarlist á háu stigi Útlitsteikning verðlaunatillögunnar. Til hægri sést í hús Seðlabankans. Dómnefnd segir að útfæra þurfi nánar svæðið sunnan Geirsgötu við Lækjartorg. Hér sést staðsetning hússins þar sem núna er Faxaskáli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.